Rætt um húsleit daginn áður en hún var framkvæmd

Minnisblað innri endurskoðunar Seðlabanka Íslands hefur verið birt á vef bankans.

seðlabankinn
Auglýsing

Seðla­banki Íslands hefur birt minn­is­blað innri end­ur­skoð­anda Seðla­banka Íslands, Nönnu Hrundar Ara­dótt­ur, þar sem fjallað erum sam­skipti sem starfs­maður gjald­eyr­is­eft­ir­lits átti við starfs­mann RÚV þar sem fyr­ir­huguð hús­leit hjá útgerð­ar­fyr­ir­tæk­inu Sam­herja kemur meðal ann­ars fyr­ir. 

Í minn­is­blað­inu er greint frá því hvernig skoðun á póst­hólfum stjórn­enda Seðla­banka Íslands fór fram, þar með talið Más Guð­munds­son­ar, seðla­banka­stjóra, og Arn­órs Sig­hvats­son­ar, aðstoð­ar­seðla­banka­stjóra, á þeim tíma. 

Þá er einnig rætt um skoðun upp­lýs­inga á öðrum gögn­um, og meðal ann­ars sam­skipti sem fund­ust milli ónafn­greinds starfs­manns gjald­eyr­is­eft­ir­lits­ins og starfs­manns RÚV. 

Auglýsing

Nöfnin eru ekki gefin upp vegna þagn­ar­skyldu og trún­að­ar­skyldu, segir í minn­is­blað­inu.

Í minn­is­blað­inu er meðal ann­ars birt texta­brot, frá sam­skiptum sem áttu sér stað 26. mars 2012, dag­inn áður en ráð­ist var í hús­leit í starfs­stöðvum Sam­herja á Akur­eyri og Reykja­vík.

Í minn­is­blaði innri end­ur­skoð­anda segir í hinum til­vitn­aða texta sem starfs­maður RÚV sendi , sem sendur var klukkan 11:00 26. mars 2012: 

„Kast­ljós lagði gögn varð­andi afurða­sölu  fyrir gjald­eyr­is­eft­ir­lit Seðla­bank­ans á dög­unum og óskaði eftir mati eft­ir­lits­ins á því hvort um lög­brot væri að ræða. For­stöðu­menn eft­ir­lits­ins feng­ust ekki til að leggja mat á málið á þeim tíma­punkt­i.  Eftir því sem næst verður kom­ist hófst þó í fram­hald­inu rann­sókn á mál­inu sem leiddi til hús­leitar á skrif­stof­um  í Reykja­vík og á Akur­eyri í morgun með aðstoð emb­ættis sér­staks sak­sókn­ara. Gera má ráð fyrir því að rann­sóknin bein­ist nú að öllum útflutn­ingi  síð­ustu miss­erin og einnig skilum fyr­ir­tæk­is­ins á gjald­eyri til lands­ins. Rann­sókn máls­ins er sú umfangs­mesta í sögu gjald­eyr­is­eft­ir­lits­ins.“ 

Í til­kynn­ingu Seðla­banka Íslands, þar sem fjallað var um málið og bréf­leg sam­skipti við for­sæt­is­ráðu­neyt­ið, segir að málið sé litið mjög alvar­legum augum af hálfu Seðla­banka Íslands. „Innan bank­ans hefur allt verið gert til þess að upp­lýsa það. For­sæt­is­ráð­herra og banka­ráði Seðla­bank­ans var greint frá nið­ur­stöðum rann­sóknar innri end­ur­skoð­un­ar. Seðla­bank­inn telur jafn­framt eðli­legt að for­sæt­is­ráðu­neytið hafi upp­lýst lög­reglu um þessa sömu nið­ur­stöðu. Jafn­framt hefur for­svars­mönnum Sam­herja verið greint frá nið­ur­stöðum rann­sóknar innri end­ur­skoð­un­ar. Þau bréf sem vitnað hefur verið til í fjöl­miðla­um­ræðu eru mál­skjöl sem Seðla­bank­inn hefur að eigin frum­kvæði lagt fram í því skaða­bóta­máli sem höfðað hefur verið vegna mála­rekst­urs bank­ans á hendur Sam­herja hf. Að öðru leyti telur Seðla­bank­inn rétt að frek­ari umfjöllun um málið eigi sér stað undir rekstri máls­ins hjá dóm­stól­u­m,“ segir í til­kynn­ingu bank­ans.

Minn­is­blað innri end­ur­skoð­unar um meinta upp­lýs­inga­gjöf Seðla­banka Íslands til Rík­is­út­varps­ins.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristbjörn Árnason
Röddin aftan úr myrkviðum fortíðarinnar
Leslistinn 12. nóvember 2019
Wikileaks birtir 30 þúsund skjöl um Samherja
Stundin, Al Jazeera, Wikileaks og Kveikur RÚV hafa í samstarfi unnið að umfjöllun um mútugreiðslur Samherja í Afríku.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Samherji fjallaði sérstaklega um spill­ingu og mútur í árs­reikn­ingi
Í nýjasta ársreikningi Samherja segir að fyrirtækið ætli að setja sér skrifleg viðmið um sið­ferði, spill­ingu, mann­rétt­indi og mútur á árinu 2019. Nú er Samherji ásakaður um spillingu og mútur í Namibíu.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Kristján Vilhelmsson og Þorsteinn Már Baldvinsson eru helstu stjórnendur og eigendur Samherja.
Samherji sagður hafa mútað ráðherrum til að komast yfir kvóta í Afríku
Í Kveiki í kvöld sagðist fyrrverandi yfirmaður hjá Samherja í Namibíu hafa tekið þátt í að greiða mútur til háttsettra ráðamanna í landinu til að tryggja Samherja kvóta. Það hafi verið gert með aðkomu Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Vilhjálmur Egilsson formaður hæfnisnefndar
Tíu umsækjendur eru um stöðu varaseðlabankastjóra á sviði fjármálastöðugleika.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Borghildur Sölvey Sturludóttir
Fegurðin býr í fólkinu
Kjarninn 12. nóvember 2019
Þjóðlegir þræðir
Þjóðlegir þræðir
Þjóðlegir þræðir – Hárið
Kjarninn 12. nóvember 2019
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Ríkisframlög til Samfylkingarinnar nær fjórfölduðust í fyrra
Framlög úr ríkissjóði til Samfylkingarinnar voru 89 milljónir í fyrra sem er nær fjórfalt hærri upphæð en árið 2017. Framlög ríkissjóðs til stjórnmálaflokka voru hækkuð á síðasta ári að til­­­lögu sex flokka sem sæti eiga á Alþing­i.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent