Bæta þurfi verklag strax

Rauði krossinn telur ekki forsvaranlegt að túlkun Útlendingastofnunar eða ríkislögreglustjóra geti ráðið úrslitum um hvort að brottflutningur fari fram eða ekki þegar heilbrigðisgögn taka ekki af öll tvímæli um ástand viðkomandi eða eru ekki nógu skýr.

Albanska barnshafandi konan sem flutt var út landi í fyrrinótt.
Albanska barnshafandi konan sem flutt var út landi í fyrrinótt.
Auglýsing

Rauði kross­inn telur ekki for­svar­an­legt að túlkun Útlend­inga­stofn­unar eða rík­is­lög­reglu­stjóra geti ráðið úrslitum um hvort að brott­flutn­ingur fari fram eða ekki þegar heil­brigð­is­gögn taka ekki af öll tví­mæli um ástand við­kom­andi eða eru ekki nógu skýr.

Þetta kemur fram í yfir­lýs­ingu frá Rauða kross­inum í dag.

Heil­brigð­is­vott­orð þurfi að taka af allan vafa um hvort óhætt sé að flytja fólk sem synjað hefur verið um alþjóð­lega vernd eða ekki. Úr þessu verk­lagi verði að bæta strax, hvort um sé að ræða verk­lag Útlend­inga­stofn­un­ar, rík­is­lög­reglu­stjóra eða verk­lag í heil­brigð­is­kerf­inu sem varðar þennan við­kvæma hóp.

Auglýsing

Á bak við tölur er raun­veru­legt fólk

„Brota­löm í kerf­inu varðar líf og heilsu ein­stak­linga. Á bak við tölur er raun­veru­legt fólk eins og skýrt sást í fjöl­miðlum í gær,“ segir í yfir­lýs­ing­unni.

Fram kom í fréttum í gær að þung­aðri albanskri konu sem gengin var nærri 36 vikur hafi verið vísað úr landi, ásamt fjöl­skyldu sinni, eig­in­manni og tveggja ára barni, þrátt fyrir að telj­ast bæði í áhættu­hópi vegna fyrri með­göngu og vera í erf­iðri stöðu sem umsækj­andi um alþjóð­lega vernd.

Brott­vís­unin var í and­stöðu við ráð­legg­ingar heilsu­gæsl­unnar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu um að þung­aðar konur í áhættu­hópi fari ekki í flug eftir 32. viku með­göngu.

Brott­vísun er þving­unar­úr­ræði

Í yfir­lýs­ingu Rauða kross­ins kemur fram að brott­vísun sé þving­unar­úr­ræði sem geti valdið mik­illi streitu og kvíða. Streita á móður geti haft alvar­legar og óaft­ur­kræfar afleið­ingar fyrir hana og ófætt barn henn­ar.

Rauði kross­inn harmar fram­kvæmd­ina og að ekki hafi verið staldrað við, sér í lagi þegar fyrir hafi legið nýtt lækn­is­vott­orð sem stang­ist á við eldra vott­orð . Í hinu nýja vott­orði hafi ekki verið mælt með flutn­ingi og þar segir að konan sé slæm af stoð­kerf­is­verkjum í baki og ætti erfitt með langt flug. Frá upp­hafi brott­vís­unar og þangað til fjöl­skyldan komst á áfanga­stað þurftu þau að taka þrjú flug og tók ferða­lagið alls nítján klukku­stund­ir, sam­kvæmt fjöl­miðlaum­fjöll­un.

Flutn­ingur hefði ekki átt að fara fram á þessum tíma­punkti 

Þá benda sam­tökin á að sam­kvæmt 2. gr. laga um útlend­inga sé mark­mið lag­anna meðal ann­ars að tryggja mann­úð­lega með­ferð stjórn­valda í mál­efnum útlend­inga. Með­ferð á fjöl­skyld­unni var að mati Rauða kross­ins ekki í sam­ræmi við mark­mið lag­anna um mann­úð, burt­séð frá því hvort verk­lag sem þetta hafi verið við­haft áður og Útlend­inga­stofnun telji sig hafa farið eftir öllum reglum eins og fram kom í máli setts for­stjóra stofn­un­ar­innar í Kast­ljósi í gær.

„Með hlið­sjón af aðstæðum í þessu máli hefði flutn­ingur ekki átt að fara fram á þessum tíma­punkti svo lífi og móður barns væri ekki stefnt í hætt­u,“ segir í yfir­lýs­ing­unni.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hvenær við borðum hefur áhrif á heilsufar okkar
Hlutfall einstaklinga sem glíma við offitu í Bandaríkjunum hefur farið úr 15 í 40 prósent á rúmum 40 árum. Að vaka og borða þegar fólk ætti frekar að sofa gæti haft meiri áhrif á þyngd en það að borða óhollan mat á matmálstíma.
Kjarninn 18. janúar 2020
Misbrestasamur meistari
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Meistarann og Margarítu sem sýnt er í Þjóðleikhúsinu.
Kjarninn 18. janúar 2020
Ástþór Ólafsson
Að huga að gildunum
Kjarninn 18. janúar 2020
Af vetrarfundi Sósíalistaflokks Íslands sem fór fram í Dósaverksmiðjunni í Borgartúni í dag.
Sósíalistaflokkurinn samþykkir að undirbúa framboð til Alþingis
Baráttan um atkvæðin á vinstrivængnum verður harðari í næstu kosningum, eftir að Sósíalistaflokkur Íslands ákvað að hefja undirbúning að framboði. Flokkurinn hefur einu sinni boðið fram áður og náði þá inn fulltrúa í borgarstjórn.
Kjarninn 18. janúar 2020
Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
Dreyfus-málið: 1899–2019
Kjarninn 18. janúar 2020
Allir ríkisstjórnarflokkar tapa fylgi frá kosningum – Andstaðan bætir vel við sig
Engin þriggja flokka ríkisstjórn er í kortunum, sameiginlegt fylgi frjálslyndu stjórnarandstöðuflokkanna helst enn stöðugt og er að aukast en atkvæði sem falla niður dauð gætu ráðið úrslitum í kosningum.
Kjarninn 18. janúar 2020
Klikkið
Klikkið
Klikkið – Handan fíknar, jógísk leið til bata
Kjarninn 18. janúar 2020
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
200 milljónir til viðbótar settar í rannsóknir og varnir gegn peningaþvætti og skattsvikum
Héraðssaksóknari fær viðbótarfjármagn til að rannsaka Samherjamálið og skattayfirvöld mun geta bætt við sig mannafla tímabundið til að rannsaka „ýmis atriði sem þarfnast ítarlegrar skoðunar“.
Kjarninn 18. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent