Bæta þurfi verklag strax

Rauði krossinn telur ekki forsvaranlegt að túlkun Útlendingastofnunar eða ríkislögreglustjóra geti ráðið úrslitum um hvort að brottflutningur fari fram eða ekki þegar heilbrigðisgögn taka ekki af öll tvímæli um ástand viðkomandi eða eru ekki nógu skýr.

Albanska barnshafandi konan sem flutt var út landi í fyrrinótt.
Albanska barnshafandi konan sem flutt var út landi í fyrrinótt.
Auglýsing

Rauði kross­inn telur ekki for­svar­an­legt að túlkun Útlend­inga­stofn­unar eða rík­is­lög­reglu­stjóra geti ráðið úrslitum um hvort að brott­flutn­ingur fari fram eða ekki þegar heil­brigð­is­gögn taka ekki af öll tví­mæli um ástand við­kom­andi eða eru ekki nógu skýr.

Þetta kemur fram í yfir­lýs­ingu frá Rauða kross­inum í dag.

Heil­brigð­is­vott­orð þurfi að taka af allan vafa um hvort óhætt sé að flytja fólk sem synjað hefur verið um alþjóð­lega vernd eða ekki. Úr þessu verk­lagi verði að bæta strax, hvort um sé að ræða verk­lag Útlend­inga­stofn­un­ar, rík­is­lög­reglu­stjóra eða verk­lag í heil­brigð­is­kerf­inu sem varðar þennan við­kvæma hóp.

Auglýsing

Á bak við tölur er raun­veru­legt fólk

„Brota­löm í kerf­inu varðar líf og heilsu ein­stak­linga. Á bak við tölur er raun­veru­legt fólk eins og skýrt sást í fjöl­miðlum í gær,“ segir í yfir­lýs­ing­unni.

Fram kom í fréttum í gær að þung­aðri albanskri konu sem gengin var nærri 36 vikur hafi verið vísað úr landi, ásamt fjöl­skyldu sinni, eig­in­manni og tveggja ára barni, þrátt fyrir að telj­ast bæði í áhættu­hópi vegna fyrri með­göngu og vera í erf­iðri stöðu sem umsækj­andi um alþjóð­lega vernd.

Brott­vís­unin var í and­stöðu við ráð­legg­ingar heilsu­gæsl­unnar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu um að þung­aðar konur í áhættu­hópi fari ekki í flug eftir 32. viku með­göngu.

Brott­vísun er þving­unar­úr­ræði

Í yfir­lýs­ingu Rauða kross­ins kemur fram að brott­vísun sé þving­unar­úr­ræði sem geti valdið mik­illi streitu og kvíða. Streita á móður geti haft alvar­legar og óaft­ur­kræfar afleið­ingar fyrir hana og ófætt barn henn­ar.

Rauði kross­inn harmar fram­kvæmd­ina og að ekki hafi verið staldrað við, sér í lagi þegar fyrir hafi legið nýtt lækn­is­vott­orð sem stang­ist á við eldra vott­orð . Í hinu nýja vott­orði hafi ekki verið mælt með flutn­ingi og þar segir að konan sé slæm af stoð­kerf­is­verkjum í baki og ætti erfitt með langt flug. Frá upp­hafi brott­vís­unar og þangað til fjöl­skyldan komst á áfanga­stað þurftu þau að taka þrjú flug og tók ferða­lagið alls nítján klukku­stund­ir, sam­kvæmt fjöl­miðlaum­fjöll­un.

Flutn­ingur hefði ekki átt að fara fram á þessum tíma­punkti 

Þá benda sam­tökin á að sam­kvæmt 2. gr. laga um útlend­inga sé mark­mið lag­anna meðal ann­ars að tryggja mann­úð­lega með­ferð stjórn­valda í mál­efnum útlend­inga. Með­ferð á fjöl­skyld­unni var að mati Rauða kross­ins ekki í sam­ræmi við mark­mið lag­anna um mann­úð, burt­séð frá því hvort verk­lag sem þetta hafi verið við­haft áður og Útlend­inga­stofnun telji sig hafa farið eftir öllum reglum eins og fram kom í máli setts for­stjóra stofn­un­ar­innar í Kast­ljósi í gær.

„Með hlið­sjón af aðstæðum í þessu máli hefði flutn­ingur ekki átt að fara fram á þessum tíma­punkti svo lífi og móður barns væri ekki stefnt í hætt­u,“ segir í yfir­lýs­ing­unni.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Börkur Smári Kristinsson
Hvað skiptir þig máli?
Kjarninn 16. nóvember 2019
Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra.
Segir VG standa frammi fyrir prófraun í kjölfar Samherjamálsins
Fyrrverandi forsætisráðherra segir að grannt verði fylgst með viðbrögðum Katrínar Jakobsdóttur og VG í tengslum við Samherjamálið. Hún segir að setja verði á fót sérstaka rannsóknarnefnd sem fari ofan í saumana á málinu.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Bára Halldórsdóttir
Klausturgate – ári síðar
Bára Halldórsdóttir hefur skipulagt málþing með það að markmiði að gefa þolendum „Klausturgate“ rödd og rými til að tjá sig og til þess að ræða Klausturmálið og eftirmál þess fyrir samfélagið.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Ragnar Þór Ingólfsson er formaður VR.
Vill að verkalýðshreyfingin bjóði fram stjórnmálaafl gegn spillingu
Formaður VR kallar eftir þverpólitísku framboði, sem verkalýðshreyfingin stendur að. „Tökum málin í eigin hendur og stigum fram sem sameinað umbótaafl gegn spillingunni,“ segir hann í pistli.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Jón Baldvin Hannibalsson
Ætlar enginn (virkilega) að gera neitt í þessu?
Kjarninn 16. nóvember 2019
Fólk geti sett sig í spor annarra
Gylfi Zoega segir að hluti af því að hagkerfið geti virkað eins og það eigi að gera, sé að fólk og fjölmiðlar veiti valdhöfum aðhald.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Þórður Snær Júlíusson
Uppskrift að því að drepa umræðuna með börnum
Kjarninn 16. nóvember 2019
Rannsókn Alþingis á fjárfestingarleiðinni gæti náð yfir Samherja
Samherji flutti rúmlega tvo milljarða króna í gegnum fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands. Þeir peningar komu frá félagi samstæðunnar á Kýpur, sem tók við hagnaði af starfsemi Samherja í Namibíu.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent