Bæta þurfi verklag strax

Rauði krossinn telur ekki forsvaranlegt að túlkun Útlendingastofnunar eða ríkislögreglustjóra geti ráðið úrslitum um hvort að brottflutningur fari fram eða ekki þegar heilbrigðisgögn taka ekki af öll tvímæli um ástand viðkomandi eða eru ekki nógu skýr.

Albanska barnshafandi konan sem flutt var út landi í fyrrinótt.
Albanska barnshafandi konan sem flutt var út landi í fyrrinótt.
Auglýsing

Rauði kross­inn telur ekki for­svar­an­legt að túlkun Útlend­inga­stofn­unar eða rík­is­lög­reglu­stjóra geti ráðið úrslitum um hvort að brott­flutn­ingur fari fram eða ekki þegar heil­brigð­is­gögn taka ekki af öll tví­mæli um ástand við­kom­andi eða eru ekki nógu skýr.

Þetta kemur fram í yfir­lýs­ingu frá Rauða kross­inum í dag.

Heil­brigð­is­vott­orð þurfi að taka af allan vafa um hvort óhætt sé að flytja fólk sem synjað hefur verið um alþjóð­lega vernd eða ekki. Úr þessu verk­lagi verði að bæta strax, hvort um sé að ræða verk­lag Útlend­inga­stofn­un­ar, rík­is­lög­reglu­stjóra eða verk­lag í heil­brigð­is­kerf­inu sem varðar þennan við­kvæma hóp.

Auglýsing

Á bak við tölur er raun­veru­legt fólk

„Brota­löm í kerf­inu varðar líf og heilsu ein­stak­linga. Á bak við tölur er raun­veru­legt fólk eins og skýrt sást í fjöl­miðlum í gær,“ segir í yfir­lýs­ing­unni.

Fram kom í fréttum í gær að þung­aðri albanskri konu sem gengin var nærri 36 vikur hafi verið vísað úr landi, ásamt fjöl­skyldu sinni, eig­in­manni og tveggja ára barni, þrátt fyrir að telj­ast bæði í áhættu­hópi vegna fyrri með­göngu og vera í erf­iðri stöðu sem umsækj­andi um alþjóð­lega vernd.

Brott­vís­unin var í and­stöðu við ráð­legg­ingar heilsu­gæsl­unnar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu um að þung­aðar konur í áhættu­hópi fari ekki í flug eftir 32. viku með­göngu.

Brott­vísun er þving­unar­úr­ræði

Í yfir­lýs­ingu Rauða kross­ins kemur fram að brott­vísun sé þving­unar­úr­ræði sem geti valdið mik­illi streitu og kvíða. Streita á móður geti haft alvar­legar og óaft­ur­kræfar afleið­ingar fyrir hana og ófætt barn henn­ar.

Rauði kross­inn harmar fram­kvæmd­ina og að ekki hafi verið staldrað við, sér í lagi þegar fyrir hafi legið nýtt lækn­is­vott­orð sem stang­ist á við eldra vott­orð . Í hinu nýja vott­orði hafi ekki verið mælt með flutn­ingi og þar segir að konan sé slæm af stoð­kerf­is­verkjum í baki og ætti erfitt með langt flug. Frá upp­hafi brott­vís­unar og þangað til fjöl­skyldan komst á áfanga­stað þurftu þau að taka þrjú flug og tók ferða­lagið alls nítján klukku­stund­ir, sam­kvæmt fjöl­miðlaum­fjöll­un.

Flutn­ingur hefði ekki átt að fara fram á þessum tíma­punkti 

Þá benda sam­tökin á að sam­kvæmt 2. gr. laga um útlend­inga sé mark­mið lag­anna meðal ann­ars að tryggja mann­úð­lega með­ferð stjórn­valda í mál­efnum útlend­inga. Með­ferð á fjöl­skyld­unni var að mati Rauða kross­ins ekki í sam­ræmi við mark­mið lag­anna um mann­úð, burt­séð frá því hvort verk­lag sem þetta hafi verið við­haft áður og Útlend­inga­stofnun telji sig hafa farið eftir öllum reglum eins og fram kom í máli setts for­stjóra stofn­un­ar­innar í Kast­ljósi í gær.

„Með hlið­sjón af aðstæðum í þessu máli hefði flutn­ingur ekki átt að fara fram á þessum tíma­punkti svo lífi og móður barns væri ekki stefnt í hætt­u,“ segir í yfir­lýs­ing­unni.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steingrímur Ólafsson
Pestir, Inc. og Corp.
Kjarninn 1. apríl 2020
Alma Möller landlæknir á fundinum í dag.
Apple og Google eru að yfirfara íslenska smitrakningaforritið
Bandarísku stórfyrirtækin Apple og Google eru að yfirfara snjallsímaforritið Rakning C-19, sem heilbrigðisyfirvöld hafa látið smíða til að auðvelda smitrakningu á Íslandi. Appið verður aðgengilegt þegar þessari rýni er lokið.
Kjarninn 1. apríl 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir mun mæla með því við Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra að samkomubann verði framlengt út apríl.
Þórólfur mælir með samkomubanni út mánuðinn: „Veiran mun ekki virða páska“
„Núna reynir virkilega á úthaldið og samstöðuna,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi yfirvalda í dag. Hann mun gera tillögu til heilbrigðisráðherra um framlengingu samkomubanns út apríl.
Kjarninn 1. apríl 2020
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Nú reyni á samstöðu verkalýðshreyfingarinnar sem aldrei fyrr
Miðstjórn ASÍ telur að nú reyni á samstöðu verkalýðshreyfingarinnar sem aldrei fyrr og skýra sýn. Þá sé málflutningur SA bæði rangur og villandi.
Kjarninn 1. apríl 2020
Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR hefur sagt sig úr miðstjórn ASÍ.
Ragnar Þór hættur í miðstjórn ASÍ
Formaður VR hætti í miðstjórn Alþýðusambands Íslands á mánudaginn. Hann segir að hann telji orku sinni betur varið í að leita lausna á öðrum vettvangi og að hans mati sé ASÍ að gera það versta í stöðunni, ekki neitt.
Kjarninn 1. apríl 2020
Vilhjálmur segir Drífu hafa lagt fram tillögu um að fresta öllum launahækkunum
Fráfarandi varaforseti ASÍ segir að forseti sambandsins hafi lagt fram tillögu á föstudag um að taka tímabundnar launahækkanir af fólki en hafi hafnað því að lækka mótframlag atvinnurekenda í lífeyrissjóð í sex mánuði hið minnsta.
Kjarninn 1. apríl 2020
Frá COVID-19 göngudeildinni á Landspítala. Alls eru ríflega 40 manns á spítala vegna sýkingar, þar af tólf á gjörgæsludeild.
Tólf manns á gjörgæslu vegna COVID-19 sýkingar
Áttatíu og fimm ný smit COVID-19 greindust hér á landi í gær og er heildarfjöldi staðfestra smita því orðinn 1.220. 236 manns hafa jafnað sig af sjúkdómnum.
Kjarninn 1. apríl 2020
Vilhjálmur Birgisson segir af sér sem varaforseti ASÍ
Formaður Verkalýðsfélags Akraness hefur sagt af sér embætti varaforseta Alþýðusambands Íslands.
Kjarninn 1. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent