Arnar Þór hafnar vanhæfiskröfu vegna ummæla hans um EES-samstarfið

Krafa stefnanda um að Arnar Þór Jónsson, héraðsdómari, víki sem dómari máls vegna ummæla hans um þriðja orkupakkann og EES-rétt hefur verið hafnað af Arnari Þór.

Arnar Þór Jónsson, héraðsdómari.
Arnar Þór Jónsson, héraðsdómari.
Auglýsing

Arnar Þór Jónsson, héraðsdómari, hefur hafnað kröfu stefnanda þess efnis að hann víki sem dómari í máli vegna ummæla hans um EES-rétt og þriðja orkupakkann. Þar sem málið snýst um EES-reglur telur stefnandi það ólíklegt að dómari muni líta hlutlaust á málið og krafðist því þess að Arnar Þór viki. Þetta kemur fram í úrskurði um hæfi dómara sem birt var í dag. 

Endurspeglar andúð á EES-kerfinu

Arnar Þór er skipaður dómari í máli Eyjólfs Orra Sverrissonar gegn ríkinu vegna vinnutíma. Í september setti lögmaður stefnanda fram þá kröfu að Arnar Þór viki úr sæti sem dómari í málinu vegna áherslna sem Arnar Þór lét í ljós í blaðagreininni: „Fullveldið skiptir máli“ sem Arnar Þór skrifaði og var birt í Morgunblaðinu í júlí síðastliðnum sem og viðtal við Arnar Þór í Morgunblaðinu í júní í sumar. 

Í úrskurðinum segir að stefnandi telur að efni greinarinnar og viðtalsins sé þess efnis að hægt sé að draga óhlutdrægni dómarans í efa út frá þeim skoðunum sem dómarinn hafi látið í ljós. Í máli stefnandi reyni verulega á EES-rétt, ESB-rétt og afleiddar gerðir ESB-réttar sem innleiddar hafa verið í íslenskan rétt og mun úrlausn málsins því reyna á túlkun héraðsdóms á þessum gerðum. 

Auglýsing

Stefnandi nefnir síðan nokkur dæmi í kröfunni um ummæli Arnar Þórs í grein hans og viðtali við Morgunblaðið sem hann segir að endurspegli andúð dómara á EES-kerfinu og hvernig reglur EES-réttar eru innleiddar í íslenskan rétt.

Ólíklegt að Arnar Þór muni líta hlutlaust á málið

Stefnandi tekur meðal annars dæmi um ummæli Arnar Þórs í Morgunblaðsviðtalinu: „Það þarf að ná umræðunni upp úr lágkúru eins og þeirri að þeir sem styðji samþykkt þriðja orkupakkans séu frjálslyndir en hinir forpokaðir. Þar fyrir utan má spyrja hvað sé svona frjálslynt við það að vilja játa sig undir vald erlendra skriffinna og standa gegn sjálfsákvörðunarrétti þjóða? Er það að sama skapi frjálslynt að vilja lúta hagsmunum erlendra stórfyrirtækja? Gengur ekki frjálslyndi einmitt út á að virða sjálfsákvörðunarrétt annarra í lengstu lög?“

Í úrskurðinum segir að stefnandi telur þessa framsetningu dómara beinast gegn EES-rétti og gegn EES-samstarfinu á grundvelli sjónarmiða um lýðræðishalla. Mál stefnanda snúist um EES-reglur og því sé ólíklegt að dómari muni líta hlutlaust á málið.

Arnar Þór svarar þessari kröfu í úrskurðinum og segir meðal annars að stefnandi hafi ekki fært fram viðhlítandi rök fyrir því hvernig ummæli dómara í viðtalinu og greininni leiði til þess að ætla megi að dómari dæmi ekki eftir þeim lagareglum sem með lögformlegum og stjórnskipulega réttum hætti hafa verið leiddar í íslenskan rétt og mega kallast bindandi fyrir dómara.

Lögmæt og réttlætanleg hvatning til Alþingis

Arnar Þór segir jafnframt að dómurum sé rétt að fylgjast grannt með lagasetningarferlinu sem slíku og taka þátt í umræðum um hvort því sé í reynd „stefnt í þrengri og grynnri farveg en ætlun stjórnarskrárgjafans var nokkru sinni“. Hann segir að slík afstaða valdi ekki sjálfkrafa vanhæfi og bendir á að dómarar njóti málfrelsis líkt og aðrir borgarar. 

„Með vísan til stjórnarskrárvarinnar meginreglu um tjáningarfrelsi og þeirra undanþága frá almennum höftum sem hlutverk dómara leggur þeim á herðar í þessu samhengi telur undirritaður að tjáning hans um þriðja orkupakka ESB hafi verið lögmæt og réttlætanleg hvatning til þess að Alþingi axlaði ábyrgð á stjórnskipulegu hlutverki sínu sem lýðræðislega kjörið löggjafarþing en forðaðist í lengstu lög að setja svo misvísandi reglur að stefnumörkun væri í reynd ýtt yfir á dómstóla. Sú umræða tengist sjálfum undirstöðum réttarríkisins og að mati undirritaðs er örðugt að gera of mikið úr alvarleika þeirra álitaefna sem þar blasa við,“ skrifar Arnar Þór í úrskurðinum.

Að lokum segir Arnar Þór að ekkert í tilvitnuðu ummælum hans gefi stefnanda tilefni til að draga þær víðtæku ályktanir gerðar séu í kröfunni. Því fellst Arnar Þór ekki að ummæli hans í grein hans í Morgunblaðinu né í viðtalinu séu þess eðlis að draga megi óhlutdrægni dómara með réttu í efa.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Davíð Helgason, einn stofnenda og fyrrum forstjóri Unity.
Segir Ísland geta orðið „einhvers konar tilraunasetur fyrir framtíðina“
Frumkvöðullinn og milljarðamæringurinn Davíð Helgason flytur til Íslands í sumar og ætlar að fjárfesta í fyrirtækjunum sem vinna gegn loftslagsvandanum. Að hans mati er margt sem gerir landið að góðum fjárfestingarkosti.
Kjarninn 18. maí 2021
Palestínumennirnir fimm fyrir utan húsnæði Útlendingastofnunar í Hafnarfirði í dag.
„Við viljum frekar deyja á götunni á Íslandi en að fara aftur til Grikklands“
„Íslensk yfirvöld hlusta ekkert á okkur. Þó að þau viti hvernig ástandið er í okkar heimalandi og þær áhyggjur sem við höfum. Ég meina, húsin sem við bjuggum í hafa sum verið jöfnuð við jörðu.“ Þetta segir Palestínumaður sem er lentur á götunni á Íslandi.
Kjarninn 18. maí 2021
Fasteignaverð hækkar meira með hverjum mánuðinum sem líður, þar sem eftirspurn er mikil og minna er um nýbyggingar.
Ekki meiri hækkun síðan árið 2017
Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 13,7 prósent í apríl á ársgrundvelli, miðað við vísitölu Þjóðskrár. Vísitalan hefur ekki hækkað jafnmikið milli ára síðan í desember 2017.
Kjarninn 18. maí 2021
Þröstur Ólafsson
Var þanþolið rofið?
Kjarninn 18. maí 2021
„Þegar mikil eftirspurn er eftir húsnæði getur fyrirvari um ástandsskoðun fasteignar talist kauptilboði til frádráttar,“ segir í greinargerð með þingsályktunartillögunni.
Ástandsskýrslur fylgi öllum seldum fasteignum
Nýsamþykkt þingsályktunartillaga felur ráðherra að móta frumvarp um ástandsskýrslur fasteigna. Slíkum skýrslum er ætlað að auka traust í fasteignaviðskiptum en ábyrgð vegna galla sem ekki koma fram í ástandsskýrslum mun falla á matsaðila.
Kjarninn 18. maí 2021
Allir hljóta að hafa skoðun á vegferð Ísraelsmanna að mati Hönnu Katrínar Friðriksson þingmanns Viðreisnar.
„Við Íslendingar höfum sterka rödd á alþjóðavettvangi“
Íslensk stjórnvöld þurfa að láta í sér heyra og hvetja aðra til að gera slíkt hið sama vegna átaka milli Ísraels og Palestínu að mati þingmanna Viðreisnar og Framsóknarflokks. Þó svo að íslenska þjóðin sé fámenn hafi hún sterka rödd og hana þurfi að nota.
Kjarninn 18. maí 2021
Samkvæmt ASÍ og BSRB er skuldasöfnun ríkisins ekki áhyggjuefni þegar vextir eru lágir
Gagnrýna „afkomubætandi ráðstafanir“ og vilja breyta fjármálareglum
Sérfræðingahópur á vegum ASÍ og BSRB varar stjórnvöld við að beita niðurskurði í yfirstandandi kreppu og segir að fjármálareglur hins opinbera þurfi að vera sveigjanlegri í nýrri skýrslu um efnahagsleg áhrif faraldursins.
Kjarninn 18. maí 2021
Græni miðinn er aftur kominn upp á gafl Hafnarborgar.
Listaverk sem fjarlægt var af bæjaryfirvöldum í Hafnarfirði komið upp á nýjan leik
Listaverk þeirra Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar var fjarlægt af gafli Hafnarborgar fyrr í þessum mánuði að beiðni bæjaryfirvalda. Listaverkið er nú aftur komið upp en líklega hafa bæjaryfirvöld látið undan þrýstingi fagfélaga að mati listamannanna.
Kjarninn 18. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent