Ísland mun taka á móti 85 kvótaflóttamönnum á næsta ári

Ríkisstjórnin hefur samþykkt að taka móti 85 kvótaflóttamönnum á næsta ári en það er fjölmennasta móttaka flóttafólks frá því að íslensk stjórnvöld hófu að taka á móti flóttafólki í samstarfi við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna.

Flóttafólk mótmælir - 13. febrúar 2019
Auglýsing

Á næsta ári tekur Ísland á móti 85 kvótaflótta­mönn­um. Um er að ræða fjöl­menn­ustu mót­töku flótta­fólks frá því að íslensk stjórn­völd hófu að taka á móti flótta­fólki í sam­starfi við Flótta­manna­stofnun Sam­ein­uðu þjóð­anna. Í fyrra höfðu íslensk ­stjórn­völd ­tekið á móti 695 kvótaflótta­mönnum á 62 árum. Tekið verður á móti sýr­lensku flótta­fólki sem stað­sett er í Líbanon, flótta­fólki frá Keníu og af­gönsku flótta­fólki frá Íran.

695 kvótaflótta­menn á 62 árum

Flótta­manna­stofnun Sam­ein­uðu þjóð­anna (UN­HCR) skil­greinir nú 19,9 millj­ónir ein­stak­linga sem flótta­fólk og áætlar stofn­unin að af þeim séu 1,44 millj­ónir í brýnni þörf fyrir að kom­ast í öruggt skjól sem kvótaflótta­fólk. Ein­göngu 4 pró­sent af þeim ein­stak­lingum komust í öruggt skjól á síð­asta ári.

Rík­is­stjórn­in sam­þykkti í ­síð­ustu viku til­lögu flótta­manna­nefndar um að Ísland taki á móti 85 ein­stak­lingum í sam­starfi við Flótta­manna­stofnun Sam­ein­uðu þjóð­anna. Í frétta­til­kynn­ing­u ­fé­lags­mála­ráðu­neyt­is­ins ­segir að þetta sé í sam­ræmi við stjórn­ar­sátt­mála rík­is­stjórn­ar­innar sem kveður á um að Íslandi taki á móti fleira flótta­fólki. 

Auglýsing

Árið 2018 hafði Ísland tekið á móti 695 kvótaflótta­mönnum á 62 árum. Íslensk stjórn­völd hafa þó eflt mót­töku flótta­fólks frá árinu 2015 en frá þeim tíma hafa þau tekið á móti 247 ein­stak­ling­um. Meiri hlut­inn kom frá Sýr­landi en einnig frá Írak, Úganda, Kongó, Simbabve, Rúanda, Súdan og Kamer­ún.

Flótta­fólk frá Sýr­landi, Keníu og Afganistan

Í sam­ræmi við til­lögur Flótta­manna­stofn­un­ar­innar var ákveðið að tekið yrði á móti ein­stak­lingum frá þrem­ur ­svæð­um. Tek­ið verður á mót­i ­sýr­lensku flótta­fólki ­sem er í Líbanon en Sýr­lend­ingar eru enn fjöl­menn­asta þjóðin sem hefur þörf fyrir vernd. Staða Sýr­lend­inga í Líbanon fer síversn­andi. Má þar nefna að um 55 pró­sent barna hafa ekki aðgang að form­legri mennt­un. Þar af hafa 40 pró­sent engan aðgang að mennt­un og innan við 5 pró­sent barna á aldr­inum 15 til 18 ára hafa mögu­leika á mennt­un. 

Auk þess verður tekið á mót­i flótta­fólki ­sem er í Keníu. Flótta­manna­stofnun áætlar að 45 þús­und manns séu í brýnni þörf ­fyr­ir­ að kom­ast sem kvótaflótta­fólk frá Keníu á þessu ári. Stofn­unin hefur skil­greint fjóra hópa sem eru sér­lega við­kvæm­ir. Það eru hinsegin flótta­fólk, flótta­fólk frá Suð­ur­-Súd­an, flótta­fólk sem hefur tekið þátt í stjórn­mál­um, mann­rétt­inda­bar­áttu og blaða­mennsku og flótta­fólk frá Sómalíu sem hefur sér­tækar þarf­ir.

Þá verður einnig tekið á mót­i af­gönsku flótta­fólki ­sem er í Íran. Áætlað er að 2,6 milj­ónir flótta­fólks séu Afganar en átök í Afganistan hafa staðið yfir í langan tíma og því hafa margir dvalið lang­tímum saman í flótta­manna­búð­um. Afganskar konur og stúlkur eru í sér­lega við­kvæmri stöðu vegna kyn­bund­ins ofbeld­is, þving­aðra hjóna­banda og ann­arra hefða sem tengj­ast upp­runa þeirra, kyni og stöðu.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Matthíasson
Af sykurpúðum
Kjarninn 6. ágúst 2020
Alma Möller, landlæknir.
Alma: Tækifærið er núna
Hópsýkingar munu halda áfram að koma upp hér á landi. „Við verðum að vera undir það búin að horfa upp á þetta næstu mánuði alla vega,“ segir sóttvarnalæknir. Landlæknir sagði að núna væri tækifærið til að kveða niður það smit sem hér er í gangi.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason og Alma Möller.
„Þannig mun okkur takast að koma okkur út úr þessu COVID-fári“
Sóttvarnalæknir hefur sent heilbrigðisráðherra minnisblað þar sem hann leggur til að landamæraskimun verði haldið áfram með sama hætti og verið hefur. Hann ítrekar mikilvægi persónulegra sóttvarna, skimunar og að beita einangrun og sóttkví.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Fordæma aðgerðir Icelandair í kjaraviðræðum
Norræna flutningamannasambandið sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem það fordæmir aðgerðir Icelandair í nýlegum kjarasamningaviðræðum. Samtökin segja þrýsting á stéttarfélög í formi hótana ekki leysa rekstrarvandann sem upp er kominn vegna COVID-19.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Rannsóknir hafa sýnt, án nokkurs vafa, að andlitsgrímur geta komið í veg fyrir COVID-19-smit á milli einstaklinga. Grímurnar gera þó mest gagn við ákveðnar aðstæður og þær þarf að nota á réttan hátt.
„Stutta svarið er já“ – grímur geta komið í veg fyrir smit
Rannsóknir hafa sýnt, án nokkurs vafa, að andlitsgrímur geta komið í veg fyrir COVID-19-smit á milli einstaklinga. Þetta skrifar Jón Magnús Jóhannesson, deildarlæknir á Landspítala, í nýju svari á Vísindavefnum.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Smitum fjölgar enn – 97 í einangrun
Fjögur ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær og 97 manns eru nú með COVID-19 og í einangrun.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Þórður Snær Júlíusson
Það er komið að pólitíkinni
Kjarninn 6. ágúst 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – Naratímabilið 2: Keisaraynjan ósigrandi
Kjarninn 6. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent