Ísland mun taka á móti 85 kvótaflóttamönnum á næsta ári

Ríkisstjórnin hefur samþykkt að taka móti 85 kvótaflóttamönnum á næsta ári en það er fjölmennasta móttaka flóttafólks frá því að íslensk stjórnvöld hófu að taka á móti flóttafólki í samstarfi við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna.

Flóttafólk mótmælir - 13. febrúar 2019
Auglýsing

Á næsta ári tekur Ísland á móti 85 kvótaflótta­mönn­um. Um er að ræða fjöl­menn­ustu mót­töku flótta­fólks frá því að íslensk stjórn­völd hófu að taka á móti flótta­fólki í sam­starfi við Flótta­manna­stofnun Sam­ein­uðu þjóð­anna. Í fyrra höfðu íslensk ­stjórn­völd ­tekið á móti 695 kvótaflótta­mönnum á 62 árum. Tekið verður á móti sýr­lensku flótta­fólki sem stað­sett er í Líbanon, flótta­fólki frá Keníu og af­gönsku flótta­fólki frá Íran.

695 kvótaflótta­menn á 62 árum

Flótta­manna­stofnun Sam­ein­uðu þjóð­anna (UN­HCR) skil­greinir nú 19,9 millj­ónir ein­stak­linga sem flótta­fólk og áætlar stofn­unin að af þeim séu 1,44 millj­ónir í brýnni þörf fyrir að kom­ast í öruggt skjól sem kvótaflótta­fólk. Ein­göngu 4 pró­sent af þeim ein­stak­lingum komust í öruggt skjól á síð­asta ári.

Rík­is­stjórn­in sam­þykkti í ­síð­ustu viku til­lögu flótta­manna­nefndar um að Ísland taki á móti 85 ein­stak­lingum í sam­starfi við Flótta­manna­stofnun Sam­ein­uðu þjóð­anna. Í frétta­til­kynn­ing­u ­fé­lags­mála­ráðu­neyt­is­ins ­segir að þetta sé í sam­ræmi við stjórn­ar­sátt­mála rík­is­stjórn­ar­innar sem kveður á um að Íslandi taki á móti fleira flótta­fólki. 

Auglýsing

Árið 2018 hafði Ísland tekið á móti 695 kvótaflótta­mönnum á 62 árum. Íslensk stjórn­völd hafa þó eflt mót­töku flótta­fólks frá árinu 2015 en frá þeim tíma hafa þau tekið á móti 247 ein­stak­ling­um. Meiri hlut­inn kom frá Sýr­landi en einnig frá Írak, Úganda, Kongó, Simbabve, Rúanda, Súdan og Kamer­ún.

Flótta­fólk frá Sýr­landi, Keníu og Afganistan

Í sam­ræmi við til­lögur Flótta­manna­stofn­un­ar­innar var ákveðið að tekið yrði á móti ein­stak­lingum frá þrem­ur ­svæð­um. Tek­ið verður á mót­i ­sýr­lensku flótta­fólki ­sem er í Líbanon en Sýr­lend­ingar eru enn fjöl­menn­asta þjóðin sem hefur þörf fyrir vernd. Staða Sýr­lend­inga í Líbanon fer síversn­andi. Má þar nefna að um 55 pró­sent barna hafa ekki aðgang að form­legri mennt­un. Þar af hafa 40 pró­sent engan aðgang að mennt­un og innan við 5 pró­sent barna á aldr­inum 15 til 18 ára hafa mögu­leika á mennt­un. 

Auk þess verður tekið á mót­i flótta­fólki ­sem er í Keníu. Flótta­manna­stofnun áætlar að 45 þús­und manns séu í brýnni þörf ­fyr­ir­ að kom­ast sem kvótaflótta­fólk frá Keníu á þessu ári. Stofn­unin hefur skil­greint fjóra hópa sem eru sér­lega við­kvæm­ir. Það eru hinsegin flótta­fólk, flótta­fólk frá Suð­ur­-Súd­an, flótta­fólk sem hefur tekið þátt í stjórn­mál­um, mann­rétt­inda­bar­áttu og blaða­mennsku og flótta­fólk frá Sómalíu sem hefur sér­tækar þarf­ir.

Þá verður einnig tekið á mót­i af­gönsku flótta­fólki ­sem er í Íran. Áætlað er að 2,6 milj­ónir flótta­fólks séu Afganar en átök í Afganistan hafa staðið yfir í langan tíma og því hafa margir dvalið lang­tímum saman í flótta­manna­búð­um. Afganskar konur og stúlkur eru í sér­lega við­kvæmri stöðu vegna kyn­bund­ins ofbeld­is, þving­aðra hjóna­banda og ann­arra hefða sem tengj­ast upp­runa þeirra, kyni og stöðu.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ekki tímabært að fella niður ívilnun á tengiltvinnbíla
Efnahags- og viðskiptanefnd telur ekki tilefni til þess að skattaívilnunin á tengiltvinnbílum falli niður með öllu í lok árs 2020. Nefndin leggur í staðinn til að fjárhæðarmark ívilnunarinnar lækki í nokkrum áföngum.
Kjarninn 16. desember 2019
„Algeggjuð“ hugmynd um sameiningu banka
Í Vísbendingu, sem kom til áskrifenda á föstudaginn, er fjallað um þá hugmynd að sameina tvo af kerfislægt mikilvægu bönkum landsins.
Kjarninn 15. desember 2019
SMS og MMS ganga í endurnýjun lífdaga
Eftir að hafa lotið í lægra haldi fyrir nýjum samskiptaforritum á borð við Messenger og WhatsApp eru gömlu góðu SMS- og MMS-skilaboðin að eiga endurkomu. Þeim fjölgar nú eftir áralangan samdrátt.
Kjarninn 15. desember 2019
Ferðalag á mörkum ljóss og myrkurs, í átt til dögunar
Rökkursöngvar Sverris Guðjónssonar kontratenórs eru að koma út. Safnað er fyrir þeim á Karolina Fund.
Kjarninn 15. desember 2019
Ársreikningaskrá heyrir undir embætti ríkisskattstjóra.
Skil á ársreikningum hafa tekið stakkaskiptum eftir að viðurlög voru hert
Eftir að viðurlög við því að skila ekki ársreikningum á réttum tíma voru hert skila mun fleiri fyrirtæki þeim á réttum tíma. Enn þarf almenningur, fjölmiðlar og aðrir áhugasamir þó að greiða fyrir aðgang að ársreikningum.
Kjarninn 15. desember 2019
Hin harða barátta um sjónvarpið og internetið
Síminn fékk nýverið níu milljóna króna stjórnvaldssekt fyrir að hafa margbrotið ákvæði fjölmiðlalaga, með því að í raun vöndla saman sölu á interneti og sjónvarpi. Brotin voru sögð meðvituð, markviss og ítrekuð.
Kjarninn 15. desember 2019
Réttast að senda pöndubirnina heim
Upplýsingar um fund kínverska sendiherrans í Danmörku með færeyskum ráðamönnum um fjarskiptasamning hafa valdið fjaðrafoki í Færeyjum og meðal danskra þingmanna. Sendiherrann neitar að reyna að beita Færeyinga þrýstingi.
Kjarninn 15. desember 2019
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Drög að nýjum þjónustusamningi við RÚV kynnt
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur kynnt nýjan þjónustusamning við Ríkisútvarpið fyrir ríkisstjórn en núgildandi samningur rennur út um áramótin.
Kjarninn 14. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent