Ísland mun taka á móti 85 kvótaflóttamönnum á næsta ári

Ríkisstjórnin hefur samþykkt að taka móti 85 kvótaflóttamönnum á næsta ári en það er fjölmennasta móttaka flóttafólks frá því að íslensk stjórnvöld hófu að taka á móti flóttafólki í samstarfi við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna.

Flóttafólk mótmælir - 13. febrúar 2019
Auglýsing

Á næsta ári tekur Ísland á móti 85 kvótaflótta­mönn­um. Um er að ræða fjöl­menn­ustu mót­töku flótta­fólks frá því að íslensk stjórn­völd hófu að taka á móti flótta­fólki í sam­starfi við Flótta­manna­stofnun Sam­ein­uðu þjóð­anna. Í fyrra höfðu íslensk ­stjórn­völd ­tekið á móti 695 kvótaflótta­mönnum á 62 árum. Tekið verður á móti sýr­lensku flótta­fólki sem stað­sett er í Líbanon, flótta­fólki frá Keníu og af­gönsku flótta­fólki frá Íran.

695 kvótaflótta­menn á 62 árum

Flótta­manna­stofnun Sam­ein­uðu þjóð­anna (UN­HCR) skil­greinir nú 19,9 millj­ónir ein­stak­linga sem flótta­fólk og áætlar stofn­unin að af þeim séu 1,44 millj­ónir í brýnni þörf fyrir að kom­ast í öruggt skjól sem kvótaflótta­fólk. Ein­göngu 4 pró­sent af þeim ein­stak­lingum komust í öruggt skjól á síð­asta ári.

Rík­is­stjórn­in sam­þykkti í ­síð­ustu viku til­lögu flótta­manna­nefndar um að Ísland taki á móti 85 ein­stak­lingum í sam­starfi við Flótta­manna­stofnun Sam­ein­uðu þjóð­anna. Í frétta­til­kynn­ing­u ­fé­lags­mála­ráðu­neyt­is­ins ­segir að þetta sé í sam­ræmi við stjórn­ar­sátt­mála rík­is­stjórn­ar­innar sem kveður á um að Íslandi taki á móti fleira flótta­fólki. 

Auglýsing

Árið 2018 hafði Ísland tekið á móti 695 kvótaflótta­mönnum á 62 árum. Íslensk stjórn­völd hafa þó eflt mót­töku flótta­fólks frá árinu 2015 en frá þeim tíma hafa þau tekið á móti 247 ein­stak­ling­um. Meiri hlut­inn kom frá Sýr­landi en einnig frá Írak, Úganda, Kongó, Simbabve, Rúanda, Súdan og Kamer­ún.

Flótta­fólk frá Sýr­landi, Keníu og Afganistan

Í sam­ræmi við til­lögur Flótta­manna­stofn­un­ar­innar var ákveðið að tekið yrði á móti ein­stak­lingum frá þrem­ur ­svæð­um. Tek­ið verður á mót­i ­sýr­lensku flótta­fólki ­sem er í Líbanon en Sýr­lend­ingar eru enn fjöl­menn­asta þjóðin sem hefur þörf fyrir vernd. Staða Sýr­lend­inga í Líbanon fer síversn­andi. Má þar nefna að um 55 pró­sent barna hafa ekki aðgang að form­legri mennt­un. Þar af hafa 40 pró­sent engan aðgang að mennt­un og innan við 5 pró­sent barna á aldr­inum 15 til 18 ára hafa mögu­leika á mennt­un. 

Auk þess verður tekið á mót­i flótta­fólki ­sem er í Keníu. Flótta­manna­stofnun áætlar að 45 þús­und manns séu í brýnni þörf ­fyr­ir­ að kom­ast sem kvótaflótta­fólk frá Keníu á þessu ári. Stofn­unin hefur skil­greint fjóra hópa sem eru sér­lega við­kvæm­ir. Það eru hinsegin flótta­fólk, flótta­fólk frá Suð­ur­-Súd­an, flótta­fólk sem hefur tekið þátt í stjórn­mál­um, mann­rétt­inda­bar­áttu og blaða­mennsku og flótta­fólk frá Sómalíu sem hefur sér­tækar þarf­ir.

Þá verður einnig tekið á mót­i af­gönsku flótta­fólki ­sem er í Íran. Áætlað er að 2,6 milj­ónir flótta­fólks séu Afganar en átök í Afganistan hafa staðið yfir í langan tíma og því hafa margir dvalið lang­tímum saman í flótta­manna­búð­um. Afganskar konur og stúlkur eru í sér­lega við­kvæmri stöðu vegna kyn­bund­ins ofbeld­is, þving­aðra hjóna­banda og ann­arra hefða sem tengj­ast upp­runa þeirra, kyni og stöðu.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ísold Uggadóttir og Auður Jónsdóttir
Himinhrópandi mistök í máli Maní
Kjarninn 20. febrúar 2020
Haraldur Johanessen var enn ríkislögreglustjóri þegar samkomulagið var gert. Hann lét af störfum skömmu síðar
Samkomulag ríkislögreglustjóra hækkaði laun yfirmanna um 48 prósent
Þeir yfirmenn hjá ríkislögreglustjóra sem skrifuðu undir samkomulag við embættið í fyrra hækkuðu samtals grunnlaun sín um 314 þúsund krónur á mánuði og sameiginlegar lífeyrisgreiðslur um 309 milljónir.
Kjarninn 20. febrúar 2020
Samninganefnd starfsgreinasambandsins.
Starfsgreinasambandið nær samkomulagi við ríkið um nýjan kjarasamning
Starfsgreinasambandið og ríkið náðu í gær saman um útlínur á nýjum kjarasamningi á fundi hjá ríkissáttarsemjara.
Kjarninn 20. febrúar 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Efling fordæmir Dag fyrir að vilja ekki eiga samtal við sig
Efling segir borgarstjórann í Reykjavík tala niður kjara- og réttlætisbaráttu félagsins. Framsetning hans á tilboðum Reykjavíkurborgar um launahækkanir til félagsmanna Eflingar sé í þeim „tilgangi að fegra mögur tilboð borgarinnar.“
Kjarninn 20. febrúar 2020
Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.
Verkföll hjá BSRB hefjast að óbreyttu í byrjun mars
Verkföllin munu hafa mikil áhrif á almannaþjónustuna enda munu þau ná til starfsfólks í heilbrigðisþjónustunni, þar með talið á Landspítalanum, og í skólum, leikskólum og á frístundaheimilum.
Kjarninn 20. febrúar 2020
Hillur verslana eru í dag fullar af fersku brauði.
Uppþot vegna brauðsins stormur í vatnsglasi
„Hvenær verður næst brauð viðvörun?“ „Brauð er búið í borginni, líka hvíta brauðið. Fólk ætlar greinilega að leyfa sér þessar síðustu klukkustundir á jörðu.“ Þeir voru margir brandararnir sem fuku í sprengilægðinni í síðustu viku.
Kjarninn 20. febrúar 2020
Traust almennings á dómstólum
Auður Jónsdóttir rithöfundur hitti gamalreyndan lögmann, Ragnar Aðalsteinsson, til að ræða hið svokallaða Landsréttarmál en það vekur upp áleitnar spurningar.
Kjarninn 20. febrúar 2020
Fríða Ísberg og Bergsveinn Birgisson.
Fríða Ísberg og Bergsveinn Birgisson tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs
Þrettán norrænar skáldsögur, smásagnasöfn og ljóðabækur eru tilnefndar. Verðlaunin verða afhent í Reykjavík í haust.
Kjarninn 20. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent