Börnin sem munu „fylla skörðin“ í atvinnulífinu

Innflytjendamál og lýðfræði eru til umfjöllunar í nýjustu útgáfu Vísbendingar.

Áhorfandi á Austurvelli
Auglýsing

„Valið snýst þá um hvort íslenska þjóðin vill fremur eign­ast eigin börn eða fá börn ann­arra til þess að fylla í skörðin í atvinnu­líf­inu og sjá fyrir þeim sem eru orðnir gaml­ir. Inn­flytj­endum fylgir fjöl­breytt­ara mann­líf, þeir koma með aðra siði og venjur og eru yfir­leitt dugn­að­ar­fólk.“

Þetta segir í grein Gylfa Zoega hag­fræði­pró­fess­ors, sem birt­ist í nýj­ustu útgáfu Vís­bend­ing­ar. Í grein­inni fjallar hann um inn­flytj­enda­mál og lýð­fræði, og hvernig þessi mál­efni skoð­ast út frá hag­fræði­legu sjón­ar­horni, bæði á alþjóða­vett­vangi og á Ísland­i. 

Í grein­inni segir meðal ann­ars:

Auglýsing

„Í byrjun árs 2018 voru 43.736 inn­flytj­endur á Íslandi sem er 12.6% mann­fjöld­ans skv. tölum Hag­stof­unn­ar.  Við þetta bæt­ast börn inn­flytj­enda sem voru 4.861 í byrjun 2018, alls voru þetta þá 48.597 ein­stak­lingar sem gerir 13,9% af mann­fjöld­an­um. Af inn­flytj­endum eru Pól­verjar fjöl­mennast­ir, alls 38,8% allra inn­flytj­enda. 

Mik­ill fjöldi inn­flytj­enda síð­ustu árin og hærri fæð­ing­ar­tíðni en í flestum öðrum Evr­ópu­ríkjum hefur komið í veg fyrir aukna fram­færslu­byrði af eldri borg­ur­um. Efri hluti mynd­ar­innar hér að neðan sýnir hvernig byrðin – skil­greind sem hlut­fall fjölda fólks yfir 65 ár aldri og þeirra sem eru á milli 15 og 64  ára – hefur farið vax­andi ann­ars stað­ar, mest í Jap­an, þá í Þýska­landi. Hér á landi er hún lægri og hefur hækkað minna. Hins vegar er því spáð að hún fari vax­andi næsta ára­tug­inn eins og sést á neðri helm­ingi mynd­ar­inn­ar. Vax­andi hluti þjóð­ar­inn mun þá vera á eft­ir­laun­um.

Hvað er til ráða?

Hver full­orð­inn ein­stak­lingur verður að gera það upp við sig hvort hann eða hún vilji eign­ast börn. Með vax­andi menntun og auknum tæki­færum má búast við því að fleiri kjósi að eign­ast færri börn, jafn­vel eng­in. Þessi þróun er ára­tuga gömul í Evr­ópu og hennar er farið að gæta hér á landi. Öldrun sam­fé­laga er hins vegar óæski­leg vegna þess að hún bitnar á nýsköp­un, sparn­aði og fjár­fest­ingu og leiðir þannig til stöðn­un­ar. Lífs­kjör versna vegna minni hag­vaxtar og einnig vegna auk­innar fram­færslu­byrði af þeim sem eru farnir af vinnu­mark­að­in­um.

Fyrstu við­brögð gætu verið þau að tengja eft­ir­launa­aldur við lífslíkur þannig að hann hækki reglu­lega ef lífslíkur aukast. Þetta hefur lengi verið gert í Dan­mörku, svo dæmi sé tek­ið. Með því að hækka eft­ir­launa­ald­ur­inn er hægt að draga úr aukn­ingu greiðslu­byrðar sem stafar að auknu lang­lífi.

Önnur við­brögð væru að auka enn fjár­hags­legan stuðn­ing við barna­fjöl­skyldur og gera for­eldrum ungra barna auð­veldar fyrir að sam­eina þátt­töku á vinnu­mark­aði og upp­eldi barna. Hag­fræð­ing­arnir Gunnar og Alva Myr­dal héldu því fram að sænska vel­ferð­ar­ríkið væri hannað til þess að gera vinn­andi konum kleift að verða mæður og slík við­horf hafa fylgt íslenska kerf­inu. Æski­legt væri að halda áfram á þeirri braut að skipu­leggja fæð­ing­ar­or­lof, leik­skóla og grunn­skóla með það að mark­miði að sem flestir vilji leggja sitt fram við fjölgun þjóð­ar­inn­ar. 

Ef fæð­ing­ar­tíðni hækkar ekki hér á landi á næstu árum og ára­tugum og lang­lífi eykst enn frekar mun það kalla á aðflutn­ing erlends vinnu­afls. Þessi þróun ger­ist á hinum Evr­ópska vinnu­mark­aði sem Ísland er á þótt engin stjórn­valds­á­kvörðun sé tek­in. Þannig verða litlir árgangar á vinnu­mark­aði til þess að fyr­ir­tæki ráða erlent vinnu­afl eins og þau hafa gert í stórum stíl hér á landi und­an­farin ár.  

Myndin hér að neðan sýnir tengsl fjölda inn­flytj­enda (sem hlut­fall af íbúa­fjölda) og frjó­semi sextán árum áður fyrir 23 ríki frá árunum 1984-2014 (byrj­un­arár mis­mun­andi eftir lönd­um). Nið­ur­hallandi sam­band segir okkur að mestur aðflutn­ingur fólks frá öðrum löndum var þar sem frjó­semi var minnst 16 árum áður. Inn­flytj­endur koma þannig í stað­inn fyrir þá sem ekki fædd­ust nærri tveimur ára­tugum áður.

Valið snýst þá um hvort íslenska þjóðin vill fremur eign­ast eigin börn eða fá börn ann­arra til Innflytjendur.þess að fylla í skörðin í atvinnu­líf­inu og sjá fyrir þeim sem eru orðnir gaml­ir. Inn­flytj­endum fylgir fjöl­breytt­ara mann­líf, þeir koma með aðra siði og venjur og eru yfir­leitt dugn­að­ar­fólk.Hægt er að ger­ast áskrif­andi að Vís­bend­ingu hér. Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Drög að nýjum þjónustusamningi við RÚV kynnt
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur kynnt nýjan þjónustusamning við Ríkisútvarpið fyrir ríkisstjórn en núgildandi samningur rennur út um áramótin.
Kjarninn 14. desember 2019
Agnar Snædahl
Frá kreppuþakuppbyggingu og myglu
Kjarninn 14. desember 2019
Undraheimur bókmenntanna: Veisla Soffíu Auðar Birgisdóttur
Gagnrýnandi Kjarnans skrifar um „Maddama, kerling, fröken, frú. Konur í íslenskum nútímabókmenntum".
Kjarninn 14. desember 2019
Jón Baldvin Hannibalsson
Norrænt velferðarríki eða arðrænd nýlenda?
Kjarninn 14. desember 2019
Björgólfur Jóhannsson, tímabundinn forstjóri Samherja, þegar hann tók við starfinu.
Björgólfur efast um að mútur hafi verið greiddar og telur Samherja ekki hafa brotið lög
Forstjóri Samherja telur Jóhannes Stefánsson hafa verið einan að verki í vafasömum viðskiptaháttum fyrirtækisins í Afríku. Greiðslur til Dúbaí eftir að Jóhannes hætt,i sem taldar eru vera mútur, hafi verið löglegar greiðslur fyrir kvóta og ráðgjöf.
Kjarninn 14. desember 2019
Litla hraun
Vilja að betrun fanga hefjist strax frá dómsuppkvaðningu
Starfshópur félagsmálaráðherra hefur lagt til unnið sé að bataferli einstaklinga sem hlotið hafa refsidóm strax frá uppkvaðningu dóms, á tímabilinu áður en afplánun refsingar hefst, á meðan afplánun varir og einnig eftir að afplánun lýkur.
Kjarninn 14. desember 2019
Síminn að festa sig aftur í sessi sem sá stærsti á markaðnum
Gagnamagnsnotkun Íslendinga á farsímaneti heldur áfram að aukast ár frá ári. Hún hefur 265faldast á áratug. Síminn hefur styrkt stöðu sína sem markaðsleiðandi á farsímamarkaði en tekjur vegna sölu á slíkri þjónustu hafa dregist verulega saman.
Kjarninn 14. desember 2019
Eitt af hverjum sex dauðsföllum tengt matarvenjum
Offita er orðið umfangsmikið lýðheilsuvandamál á Íslandi en alls þjást um fimmtungur fullorðinna Íslendinga af offitu.
Kjarninn 14. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent