Lögregluráði verður komið á fót

Dómsmálaráðherra ætlar að koma á fót formlegum samstarfsvettvangi allra lögreglustjóra landsins og ríkislögreglustjóra. Kjartan Þorkelsson, lögreglustjóri Suðurlands, verður settur ríkislögreglustjóri frá og með næstu áramótum.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra.
Auglýsing

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra ætlar að koma á fót lögregluráði sem tekur til starfa 1. janúar næstkomandi. Ráðið verður formlegur samráðsvettvangur allra lögreglustjóra landsins auk ríkislögreglustjóra. Með breytingunni mun ríkislögreglustjóri þurfa að bera allar veigamiklar ákvarðanir undir lögregluráðið.

Þetta er á meðal þeirra skipulagsbreytinga innan lögreglunnar sem Áslaug Arna kynnti á blaðamannafundi í Ráðherrabústaðnum í dag. 

Greint var fá því í morgun að Har­aldur Johannessen hefði ákveðið að hætta sem rík­is­lög­reglu­stjóri um næstu ára­mót eftir 22 ára starf. Áslaug Arna greindi frá því á fundinum að þau Haraldur hefðu verið sammála um að hleypa nýju starfsfólki að hjá embættinu og að samningur um starfslok Haraldar hefði verið gerður í sátt. 

Fyrst um sinn mun Haraldur sinna verkefnum í ráðuneytinu en hann hefur lýst yfir áhuga á því að sinna ráðgjafarhlutverkum á sviði lögreglumála. 

Hún greindi jafnframt frá því að embætti ríkislögreglustjóra yrði auglýst laust til umsóknar sem fyrst en frá og með áramótum yrði Kjartan Þorkelsson, lögreglustjóri Suðurlands, settur ríkislögreglustjóri. Hann hefur þó greint ráðherra frá því að hann muni ekki sækja um stöðuna. 

Auglýsing

Ekki tímabært að sameina lögregluembætti

Á fundinum greindi Áslaug Arna jafnframt frá því að hún teldi ekki tímabært að svo stöddu að sameina lögregluembætti. Rætt hefur verið um að fækka lögregluembættum úr níu í sex. Aðrar breytingar eru hins vegar til skoðunar að sögn ráðherra en hún hefur meðal annars falið ráðuneytið að skoða með hvaða hætti megi bæta eftirlit með lögreglu. Auk þess mun ráðuneytið skoða aðkoma þingsins að eftirliti með lögreglu.

Líkt og greint var frá hér fyrir ofan ætlar Áslaug Arna jafnframt að stofna nýtt lögregluráð sem á að styðja við það að lögreglan verði rekin sem ein samheldin heild. 

Lögregluráð mun ekki fara með sjálfstætt lögregluvald eða taka stjórnvaldsákvarðanir en ráðið mun funda mánaðarlega. Ríkislögreglustjóra ber jafnframt að hafa samráð við lögregluráð um allar veigamiklar ákvarðanir. Ráðið á taka til starfa 1. janúar 2020.


Fréttin hefur verið uppfærð

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ráðherra sveitarstjórnarmála mun ekki hafa frumkvæði að sameiningum sveitarfélaga með færri en 1.000 íbúa eins og upphaflega var lagt til í frumvarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
Hagræn áhrif fækkunar sveitarfélaga geti orðið fimm milljarðar
Nýlega voru breytingar á sveitarstjórnarlögum samþykktar en ein meginbreytingin felur í sér að stefnt skuli að því að lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga verði ekki undir 1.000 manns. Upphaflega stóð til að lögfesta lágmarksíbúafjölda.
Kjarninn 20. júní 2021
Ferli Rauða barónsins lauk á sama stað og hann hófst, á Stokkseyrarvelli sumarið 2016, er hann dæmdi leik heimamanna gegn Afríku.
Saga Rauða barónsins gefin út á bók
Rauði baróninn - Saga umdeildasta knattspyrnudómara Íslandssögunnar er ný bók eftir fyrrverandi knattspyrnudómarann Garðar Örn Hinriksson. Safnað er fyrir útgáfunni á Karolina Fund.
Kjarninn 20. júní 2021
Helga Björg segist óska þess að það væri meiri skilningur hjá fjölmiðlum á valdatengslum og á stöðu fólks í umfjöllunum.
„Framan af var aldrei hringt í mig, enginn hafði samband“
Fyrrverandi skrifstofustjóri skrifstofu borgarstjóra og borgarritara gagnrýnir fjölmiðlaumfjöllun um eineltismál í ráðhúsinu en hún upplifði stöðugt áreiti borgarfulltrúa í langan tíma.
Kjarninn 20. júní 2021
Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu Seðlabankans.
Segir mikla verðbólgu bitna verst á tekjulágum
Varaseðlabankastjóri peningastefnu Seðlabankans segir áhrif mikillar verðbólgu vera sambærileg skattlagningu sem herji mest á lágtekjufólk. Samkvæmt henni er peningastefnan jafnvægislist.
Kjarninn 20. júní 2021
Tveir fossar, Faxi og Lambhagafoss, yrðu fyrir áhrifum af hinni fyrirhuguðu virkjun í Hverfisfljóti.
Auglýsa skipulagsbreytingar þrátt fyrir ítrekuð varnaðarorð Skipulagsstofnunar
Skipulagsstofnun ítrekaði í vor þá afstöðu sína að vísa ætti ákvörðun um virkjun í Hverfisfljóti til endurskoðunar aðalskipulags Skaftárhrepps sem nú stendur yfir. Við því var ekki orðið og skipulagsbreytingar vegna áformanna nú verið auglýstar.
Kjarninn 20. júní 2021
Christian Eriksen var borinn af velli eftir að hann hneig niður í leik Dana gegn Finnum um síðustu helgi.
Eriksen og hjartastuðið
Umdeildar vítaspyrnur, rangstöðumörk, brottvísanir eða óvænt úrslit voru ekki það sem þótti fréttnæmast í fyrstu umferð Evrópukeppninnar í fótbolta. Nafn Danans Christian Eriksen var á allra vörum en skjót viðbrögð björguðu lífi hans.
Kjarninn 20. júní 2021
Þórdís Kolbrún hafði betur í oddvitaslagnum í Norðvesturkjördæmi.
Þórdís Kolbrún sigraði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi
Öll atkvæði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi hafa verið talin. Haraldur Benediktsson, sem leiddi listann í síðustu kosningum, lenti í öðru sæti en hann sagði nýverið að hann hygðist ekki þiggja annað sætið ef það yrði niðurstaðan.
Kjarninn 20. júní 2021
Þórdís Kolbrún tilkynnti það síðasta haust að hún myndi fara fram í Norðvesturkjördæmi og sækjast eftir oddvitasætinu.
Þórdís Kolbrún leiðir eftir fyrstu tölur í Norðvesturkjördæmi – Haraldur þriðji
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Talin hafa verið 798 atkvæði úr flestum en ekki öllum kjördeildum af um 2200 greiddum atkvæðum Teitur Björn Einarsson er sem stendur í öðru sæti.
Kjarninn 19. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent