Mest fjölgar í Siðmennt

Hlutfallslega fjölgaði mest í Siðmennt á árinu eða um 23,3%. Enn heldur áfram að fækka í þjóðkirkjunni en mest fækkaði þó hlutfallslega í zuism.

Trú- og lífsskoðunarfélög
Auglýsing

Frá 1. des­em­ber á síð­asta ári fjölg­aði í Sið­mennt um 655 manns eða um 23,3 pró­sent. Þetta er mesta fjölgun í trú- og lífs­skoð­un­ar­fé­lag á árinu, sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá Þjóð­skrá.

Á vef­síðu félags­ins kemur fram að Sið­mennt – félag sið­rænna húman­ista á Íslandi hafi verið stofnað árið 1990 í kringum borg­ara­lega ferm­ingu. Félagið hafi síðan þró­ast fljótt í að vera full­gilt húmanískt félag með aðild að alþjóða­sam­tökum húman­ista (IHEU). „Fé­lagið er ver­ald­legt lífs­skoð­un­ar­fé­lag og hefur að við­fangs­efni þau við­horf og lífs­gildi sem eru per­sónu­lega mik­il­væg og náin hverjum ein­stak­lingi í leit að til­gangi og ham­ingju í líf­in­u,“ segir á síðu félags­ins.

Aukn­ing var einnig í kaþ­ólsku kirkj­unni um 620 manns sem er fjölgun um 4,4 pró­sent. ­Skrán­ingar í kaþ­ólsku kirkj­una hafa nærri fjór­fald­ast á síð­ustu 20 árum og í dag eru rúm­lega 14 þús­und manns skráðir í kirkj­una. 

Auglýsing

Heldur áfram að fækka í þjóð­kirkj­unni – Mest hlut­falls­leg fækkun þó í zuism

Alls hefur skráðum í þjóð­kirkj­una fækkað um 1.518 manns á sama tíma­bili. Nú eru 231.154 ein­stak­lingar skráðir í þjóð­kirkj­una, sam­kvæmt Þjóð­skrá. Þá kemur jafn­framt fram að fækkun hafi orðið í 22 trú- og lífs­skoð­un­ar­fé­lögum og að mest hlut­falls­leg fækkun hafi verið í zuism eða um 23 pró­sent.

Mynd: Þjóðskrá

Þá fjölgi í ótil­greindum skrán­ingum og þeim sem standa utan trú- og lífs­skoð­un­ar­fé­lög­um. Alls voru 26.023 ein­stak­lingar skráðir utan trú- og lífs­skoð­un­ar­fé­laga þann 1. des­em­ber síð­ast­lið­inn og fjölg­aði þeim um 1.260 frá 1. des­em­ber árinu áður eða um 5,1 pró­sent. Alls eru 7,2 pró­sent lands­manna utan trú- og lífs­skoð­un­ar­fé­laga.

Alls eru 52.060 ein­stak­lingar sem eru búsettir hér á landi með ótil­greinda skrán­ingu og hefur þeim fjölgað um 5.748 frá 1. des­em­ber 2018 eða um 12,4 pró­sent.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Haukur Arnþórsson
Hvaða erindi á Sósíalistaflokkurinn?
Kjarninn 9. mars 2021
Fjölgun íbúða hefur ekki haldist í við fjölgun fullorðinna hér á landi síðustu árin.
Færri íbúðir á hvern fullorðinn einstakling
Íbúðum á hvern fullorðinn einstakling hefur fækkað stöðugt á síðustu 14 árum. Nú eru þær 8 prósent færri en þær voru árið 2007.
Kjarninn 9. mars 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Ekki talin þörf á að skima tónleikagesti aftur síðar í vikunni
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að það sé ekki alveg öruggt, en þó mjög líklegt, að ef einhver tónleikagestur hafi smitast í Hörpu á föstudag myndi smitið finnast í skimun í dag. Ekki er talin þörf á tvöfaldri skimun hópsins.
Kjarninn 8. mars 2021
Færeyska Kringvarpið birtir annað kvöld heimildaþátt sem ber nafnið Teir ómettiligu og fjallar m.a. um hvernig rannsókn á meintum brotum Samherjasamstæðunnar í Namibíu teygir sig til Færeyja.
Íslenskir rannsakendur hafa aflað upplýsinga um þrjú félög tengd Samherja í Færeyjum
Færeyski skatturinn staðfestir við Kringvarpið að íslenskir rannsóknaraðilar hafi óskað eftir liðsinni vegna rannsóknar á Samherjaskjölunum. Félögin sem íslensk yfirvöld spurðust fyrir um eru öll í slitameðferð.
Kjarninn 8. mars 2021
Ólafur Arnalds
Ljósglæta í þokumóðu sauðfjárstyrkja
Kjarninn 8. mars 2021
Taka þurfi af vafa um nýtingarrétt á náttúruauðlindum í stjórnarskrárfrumvarpi
Að mati ASÍ þarf að gera breytingar á frumvarpi um stjórnarskrárbreytingar til þess að taka af allan vafa um nýtingarrétt auðlinda náttúru Íslands. Sambandið sér hvorki ástæðu til að stytta kjörtímabil forseta né takmarka embættistíma.
Kjarninn 8. mars 2021
Tvær milljónir barna í Englandi sneru aftur í skólann í morgun.
Börn í Englandi aftur í skólann en hluti ítalskra barna sendur heim
Faraldurinn sendir ýmist kaldar eða hlýjar kveðjur um Evrópu nú í upphafi nýrrar viku. Í sumum löndum er verið að aflétta takmörkunum en í öðrum er enn verið að herða.
Kjarninn 8. mars 2021
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Skiptir máli hvernig fæðingarorlofi er háttað?
Kjarninn 8. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent