Mest fjölgar í Siðmennt

Hlutfallslega fjölgaði mest í Siðmennt á árinu eða um 23,3%. Enn heldur áfram að fækka í þjóðkirkjunni en mest fækkaði þó hlutfallslega í zuism.

Trú- og lífsskoðunarfélög
Auglýsing

Frá 1. desember á síðasta ári fjölgaði í Siðmennt um 655 manns eða um 23,3 prósent. Þetta er mesta fjölgun í trú- og lífsskoðunarfélag á árinu, samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá.

Á vefsíðu félagsins kemur fram að Siðmennt – félag siðrænna húmanista á Íslandi hafi verið stofnað árið 1990 í kringum borgaralega fermingu. Félagið hafi síðan þróast fljótt í að vera fullgilt húmanískt félag með aðild að alþjóðasamtökum húmanista (IHEU). „Félagið er veraldlegt lífsskoðunarfélag og hefur að viðfangsefni þau viðhorf og lífsgildi sem eru persónulega mikilvæg og náin hverjum einstaklingi í leit að tilgangi og hamingju í lífinu,“ segir á síðu félagsins.

Aukning var einnig í kaþólsku kirkjunni um 620 manns sem er fjölgun um 4,4 prósent. Skráningar í kaþólsku kirkjuna hafa nærri fjórfaldast á síðustu 20 árum og í dag eru rúmlega 14 þúsund manns skráðir í kirkjuna. 

Auglýsing

Heldur áfram að fækka í þjóðkirkjunni – Mest hlutfallsleg fækkun þó í zuism

Alls hefur skráðum í þjóðkirkjuna fækkað um 1.518 manns á sama tímabili. Nú eru 231.154 einstaklingar skráðir í þjóðkirkjuna, samkvæmt Þjóðskrá. Þá kemur jafnframt fram að fækkun hafi orðið í 22 trú- og lífsskoðunarfélögum og að mest hlutfallsleg fækkun hafi verið í zuism eða um 23 prósent.

Mynd: Þjóðskrá

Þá fjölgi í ótilgreindum skráningum og þeim sem standa utan trú- og lífsskoðunarfélögum. Alls voru 26.023 einstaklingar skráðir utan trú- og lífsskoðunarfélaga þann 1. desember síðastliðinn og fjölgaði þeim um 1.260 frá 1. desember árinu áður eða um 5,1 prósent. Alls eru 7,2 prósent landsmanna utan trú- og lífsskoðunarfélaga.

Alls eru 52.060 einstaklingar sem eru búsettir hér á landi með ótilgreinda skráningu og hefur þeim fjölgað um 5.748 frá 1. desember 2018 eða um 12,4 prósent.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Frá vígslu málverkanna í febrúar árið 2018. Síðan þá hafa þau ekki verið sýnd hlið við hlið.
Portrettmyndir Obama-hjónanna gera víðreist um Bandaríkin
Aðsóknarmet var slegið í National Portrait Gallery í Washington D.C. eftir að opinberar portrettmyndir Obama-hjónanna bættust í safneignina árið 2018. Nú eru myndirnar á leið í 11 mánaða reisu vítt og breitt um Bandaríkin.
Kjarninn 19. júní 2021
Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar.
Afnám leiguþaks gæti orðið Löfven að falli
Svíþjóð hefur, líkt og önnur lönd í Evrópu, reynt að sporna gegn hröðum leiguverðshækkunum með leiguþaki. Nú gæti farið svo að sænska ríkisstjórnin falli vegna áforma um að afnema slíkar takmarkanir fyrir nýbyggingar.
Kjarninn 18. júní 2021
Frá Akureyri.
Starfsfólki sagt upp á hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri
Forseti ASÍ gagnrýnir hagræðingaraðgerðir sem bitna fyrst og fremst á starfsfólki að hennar mati. Heilsuvernd tók við rekstri Öldrunarheimila Akureyrar í apríl á þessu ári.
Kjarninn 18. júní 2021
Kona gengur fram hjá minningarvegg um fórnarlömb COVID-19 í London.
Delta-afbrigðið á fleygiferð á Bretlandseyjum
Tilfellum af COVID-19 fjölgaði um 50 prósent í Bretlandi á einum mánuði frá 5. maí til 7. júní. Smitum af völdum Delta-afbrigðisins svokallaða fjölgaði um tæp 80 prósent milli vikna. Ný bylgja segja sumir en aðrir benda á að hún verði aldrei skæð.
Kjarninn 18. júní 2021
Komum erlendra ferðamanna til landsins fækkaði um 81 prósent milli 2019 og 2020.
Íslendingar eyddu minna á ferðalögum innanlands í fyrra heldur en árið 2019
Heildarútgjöld íslenskra ferðamanna innanlands námu 122 milljörðum króna í fyrra og drógust saman um 14 prósent frá 2019. Hlutfall ferðaþjónustu í landsframleiðslu dróst saman um rúmlega helming á tímabilinu, fór úr átta prósentum niður í 3,9 prósent.
Kjarninn 18. júní 2021
Upplýsingar um alla hluthafa og hversu mikið þeir eiga í skráðum félögum hafa legið fyrir á opinberum vettvangi undanfarið. Þetta telur Persónuvernd stríða gegn lögum.
Persónuvernd telur víðtæka birtingu hluthafalista fara gegn lögum
Vegna nýlegra lagabreytinga hefur verið hægt að nálgast heildarhluthafalista skráðra félaga í Kauphöllinni í samstæðureikningum á vef Skattsins. Persónuvernd telur þessa víðtæku birtingu fara gegn lögum.
Kjarninn 18. júní 2021
Flókið að fást við fólk sem lætur sannleikann ekki þvælast fyrir sér
Kerfið brást Helgu Björgu harðlega eftir að hún upplifði stöðugt áreiti borgarfulltrúa Miðflokksins í um tvö ár án þess að geta borið hönd fyrir höfuð sér. Málið hefur haft margvíslegar alvarlegar afleiðingar á andlega og líkamlega heilsu hennar.
Kjarninn 18. júní 2021
Horft frá Nauthólsvík yfir á Kársnes og að Hamraborg, þar sem Kópavogsbær stefnir á uppbyggingu þéttrar byggðar meðfram væntum borgarlínuleiðum.
Telur kjörnum fulltrúum skylt að rýna í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu
Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi vill rýna betur í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu, sem lagðar hafa verið fram að undanförnu, svo vilji sveitarstjórna sé skýr í málinu. Einnig viðrar hún sérstakar áhyggjur af rekstrarkostnaði.
Kjarninn 18. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent