Nýtt fjölmiðlafrumvarp komið fram – Endurgreiðsluhlutfall lækkað í 18 prósent

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur birt nýtt frumvarp um stuðning við einkarekna fjölmiðla. Endurgreiðsluhlutfall verður lækkað en frekar. Það átti upphaflega að vera 25 prósent en verður 18 prósent.

Lilja Alfreðsdóttir kynnir fjölmiðlafrumvarp 31. jan 2019
Auglýsing

Búið er að birta nýja útgáfu af frum­varpi Lilju D. Alfreðs­dótt­ur, mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, um stuðn­ings­greiðslur til einka­rek­inna fjöl­miðla. Sam­kvæmt frum­varp­inu verður horfið frá því að end­ur­greiða 25 pró­sent af kostn­aði við rekstur rit­stjórna upp að 50 millj­óna króna þaki. Þess í stað verður end­ur­greiðslan 18 pró­sent en þakið áfram 50 millj­ónir króna. 

Í síð­ustu viku spurð­ist út að hlut­fall end­ur­greiðslu yrði 20 pró­sent í breyttu frum­varpi en nú liggur ljóst fyrir að það verður enn lægra. 

Greiðsl­urnar verða bundnar við þá upp­hæð sem sett verður í stuðn­ing­inn á fjár­lögum hverju sinni og því gæti það gerst að einka­reknir fjöl­miðlar myndu ekki ná því hlut­falli af rekstr­ar­kostn­aði rit­stjórna í end­ur­greiðslu, ef ekki fjár­magnið sem sett væri í mála­flokk­inn nægði ekki til. Á fjár­lögum sem sam­þykkt voru í síð­ustu viku er 400 millj­ónir króna settar í stuðn­ing til einka­rek­inna fjöl­miðla. 

Auglýsing
Verði frum­varpið að lögum munu þau gilda frá 1. jan­úar 2020. Lögin taka til kostn­aðar sem fellur til frá og með rekstr­ar­ár­inu 2019.

Málið hefur verið í deigl­unni árum saman og drög að frum­varp­inu voru fyrst kynnt af ráð­herra í lok jan­úar síð­ast­lið­ins. Það hefur ekki kom­ist á dag­skrá vegna mik­illar and­stöðu við málið hjá hluta þing­flokks Sjálf­stæð­is­flokks. Þær breyt­ingar sem gerðar hafa verið á því eru til að koma til móts við þá and­stöð­u. 

Stærstu fyr­ir­tækin tala til sín þorra stuðn­ings­ins

Við­búið er að þrjú stærstu einka­reknu fjöl­miðla­fyr­ir­tæki lands­ins: Árvakur (út­gáfu­fé­lag Morg­un­blaðs­ins), Sýn og Torg (út­gáfu­fé­lag Frétta­blaðs­ins), muni fá hámarks­end­ur­greiðslu upp á 50 millj­ónir króna hvort. Skerð­ingin á end­ur­greiðslu­hlut­fall­inu sem orðið hefur á milli frum­varpa Lilju mun því ekki bitna á þeim heldur ein­vörð­ungu á minni fjöl­miðla­fyr­ir­tækjum sem eru ekki með nægj­an­lega háan rekstr­ar­kostnað til fá hámarks­greiðslu. 

Til við­bótar er gert ráð fyrir sér­stökum við­bót­ar­stuðn­ingi við einka­rek­inna fjöl­miðla sem nemur allt að fjórum pró­sentum af þeim hluta af launum launa­manna fjöl­mið­ils sem falla undir lægra skatt­þrep tekju­skatts­stofns. Þessi sér­staki stuðn­ingur lækkar úr 5,25 pró­sentum í upp­haf­legu frum­varpi Lilju í fjögur pró­sent. Þeir miðlar sem eru með flest starfs­fólk fá þorra við­bót­ar­stuðn­ings­ins í sinn hlut.

­Sam­kvæmt nýja frum­varp­inu mun ráð­herra skipa úthlut­un­ar­nefnd um stuðn­ings­greiðsl­urn­ar. Nefnd­ar­mennir verða til­nefndir af rík­is­end­ur­skoð­anda en ráð­herr­ann mun sjálfur skipa for­mann og vara­for­mann hennar úr hópi þeirra sem sem rík­is­end­ur­skoð­andi til­nefn­ir. Umsókn um stuðn­ing á að skila inn, ásamt við­eig­andi fylgi­gögn­um, fyrir 31. mars ár hvert og úthlutun verður fyrir fyrra rekstr­ar­ár. 

Á meðal þeirra skil­yrða sem fjöl­miðlar þurfa að upp­fylla til að geta sótt um stuðn­ing er að fjöldi á rit­stjórn sé að minnsta kosti þrír, að fjöl­mið­ill­inn hafi verið starf­andi í að minnsta kosti tólf mán­uði og að hann sé ekki í van­skilum vegna opin­berra gjalda eða afdreg­inna líf­eyr­is­ið­gjalda. Fjöl­miðla­fyr­ir­tæki verða látin leggja fram stað­fest­ingu á skulda­stöðu við opin­bera aðila og líf­eyr­is­sjóði áður en umsókn þeirra verður sam­þykkt.

Kjarn­inn miðlar er eitt þeirra fjöl­miðla­fyr­ir­tækja sem upp­fylla þau skil­yrði sem sett eru fyrir end­ur­greiðslu í frum­varp­in­u. 

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ragnheiður sat hjá þegar útvarpsstjóri var ráðinn
Ragnheiður Ríkharðsdóttir á sæti í stjórn RÚV en sat hjá í ráðningaferlinu vegna tengsla við fólk sem sóttist eftir starfinu.
Kjarninn 28. janúar 2020
Guðmundur Halldór Björnsson
Samruni eða fjandsamleg yfirtaka – Hvað á sameinað félag að heita?
Kjarninn 28. janúar 2020
Vigdís og Kolbrún gagnrýna ráðningu Stefáns en Dagur óskar RÚV til hamingju
Tveir oddvitar í minnihluta borgarstjórnar segist óttast að ráðning Stefáns Eiríkssonar sem útvarpsstjóra verði til þess að það muni halla á fréttaflutning úr borgarstjórn. Dagur B. Eggertsson gaf Stefáni sín „bestu meðmæli“ og óskar RÚV til hamingju.
Kjarninn 28. janúar 2020
Ingrid Kuhlman
Býður dánaraðstoð heim misnotkun?
Kjarninn 28. janúar 2020
Enginn má undan líta – óviðjafnanleg sögustund í Landnámssetri
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Öxina, sögustund í Landnámssetri.
Kjarninn 28. janúar 2020
Stefán Eiríksson nýr útvarpsstjóri RÚV
Stefán Eiríksson, sem hefur undanfarin ár gegnt starfi borgarritara og var þar áður lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, hefur verið ráðinn útvarpsstjóri RÚV.
Kjarninn 28. janúar 2020
Nýr útvarpsstjóri RÚV kynntur í dag
Stjórn RÚV tók ákvörðun um næsta útvarpsstjóra á fundi í gærkvöldi. Fjórir stóðu eftir í síðustu viku. Nýr útvarpsstjóri verður kynntur á næstu klukkutímum.
Kjarninn 28. janúar 2020
Kristbjörn Árnason
Breytt staða í jafnréttisbaráttunni
Leslistinn 28. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent