Ekki tímabært að fella niður ívilnun á tengiltvinnbíla

Efnahags- og viðskiptanefnd telur ekki tilefni til þess að skattaívilnunin á tengiltvinnbílum falli niður með öllu í lok árs 2020. Nefndin leggur í staðinn til að fjárhæðarmark ívilnunarinnar lækki í nokkrum áföngum.

hleðslustöð
Auglýsing

Efna­hags- og við­skipta­nefnd Alþingis telur að fram­lengja eigi virð­is­auka­skatt­sí­vilnun fyrir tengilt­vinn­bíla. Nefndin tekur þar undir sjón­ar­mið bíla­inn­flytj­enda og Grænnar orku um að ekki sé tíma­bært að fella niður íviln­un­ina en sam­kvæmt nefnd­inni hafa tengilt­vinn­bíla enn mikið vægi þegar kemur að því að minnka heild­ar­út­blástur í sam­göng­um. 

Þetta kemur fram áliti nefnd­ar­innar um frum­varp fjár­mála­ráð­herra um breyt­ingar á skatta­lög­um ­vegna vist­vænna far­ar­tækja. 

Allt að nærri milljón króna lækkun

­Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, lagði fram frum­varpið í októ­ber síð­ast­liðnum til að greiða áfram fyrir orku­­skiptum í sam­göngum í sam­ræmi við stefnu stjórn­valda í þeim efn­­um. Í frum­varp­inu er meðal ann­ars lagt til að heim­ild til virð­is­auka­skatt­sí­viln­ana fyrir raf­­­magns- og vetn­is­bíla verði fram­­lengd til og með 31. des­em­ber 2023. Hins vegar er lagt til að virð­is­auka­skatt­sí­vilnun fyrir tengilt­vinn­bíla falli niður í lok næsta árs.

Tengilt­vinn­bílar not­ast við tvo mis­mun­andi orku­gjafa, bensín og raf­magn. Slíkir bílar hafa notið auk­inna vin­sælda á síð­ustu árum og eru þeir stærstur hluti þeirra nýorku­bíla sem finna má hér á landi. Í júlí síð­ast­liðnum taldi íslenski fólks­bíla­­flot­inn alls 220 þús­und bíla, þar af eru 3.155 hreinir raf­­­magns­bíl­­ar, um 7000 tengilt­vinn­bílar og 1551 met­an­bílar hér á landi. 

Auglýsing

Núver­andi virð­is­auka­skattí­vilnun fyrir tengilt­vinn­bíla virkar þannig að ekki er lagður 24 pró­sent virð­is­auka­skattur á fyrstu fjórar millj­ón­irnar af verði bíls­ins. Ívilnun á hvern bíl er því mest 960.000 krón­ur. 

Enn henti tengilt­vinn­bílar betur út á landi

Ýmis sam­tök mót­mælti í kjöl­farið fyr­i­r­á­ætlun stjórn­valda um að fram­lengja ekki ívilnun fyrir tengilt­vinn­bíla. Þar á meðal voru Græn orka, sam­starfs­vett­vangur um orku­skipti, auk Bíl­greina­sam­bands­ins og FÍB. 

María Jóna Magn­ús­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóra Bíl­greina­sam­bands­ins, sagði í sam­tali við Morg­un­blaðið í nóv­em­ber síð­ast­liðnum að ekki væri tíma­bært að fella á brot ívilnun fyrir slíka bíla. Hún sagð­i að þótt sala á nýorku­bílum hafi gengið vel und­an­farið séum við Íslend­ingar ekki komnir mjög langt í orku­skiptum bíla­flot­ans. 

Hún sagði að þegar Norð­menn, sem og Bret­ar, drógu úr íviln­unum vegna tengilt­vinn­bíla þá hefði salan dreg­ist veru­lega saman í lönd­unum í kjöl­far­ið. „Við teljum að við þurfum að ná hærra hlut­falli af umhverf­is­vænum bílum á göt­unni, þar með talið tengilt­vinn­bíl­um. Úti á landi henta tengilt­vinn­bílar betur en t.d. bílar sem eru alfarið raf­knúnir enn sem komið er,“ sagði Mar­ía.

Svipuð sjón­ar­mið komu fram við með­ferð máls­ins hjá efna­hags- og við­skipta­nefnd, þar að segja að afnám íviln­ana á tengilt­vinn­bílum muni hægja á raf­bíla­væð­ingu þjóð­ar­inn­ar.

Hámarkið lækki í stað­inn

Í minn­is­blaði fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins um gerð frum­varpið er tekið fram að meðal ann­ars hafi verið litið til þess að tengilt­vinn­bílar ættu að vera orðnar sam­keppn­is­hæfar á þessum tíma sem og þess að mikil upp­bygg­ing hefði átt sér stað og væri fyr­ir­huguð í tengslum við hleðslu­stöðv­ar. Sam­kvæmt mati ráðu­neyt­is­ins er ekki þörf á íviln­un­unum fyrir tengilt­vinn­bíla til lengri tíma en til loka árs 2020.

Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður efnahags- og viðskiptanefndar. Mynd: Bára Huld Beck.Efna­hags- og við­skipta­nefnd seg­ist hafa skiln­ing á þessu sjón­ar­miði ráðu­neyt­is­ins en nefndin telur þó ekki til­efni til þess að íviln­unin falli niður með öllu í lok árs 2020. 

Nefndin leggur í stað­inn til að fjár­hæð­ar­mark íviln­un­ar­innar lækki í nokkrum áföngum og að gild­is­tími hennar verði fram­lengdur til 31. des­em­ber 2022. Há­mark fjár­hæð­ar­innar lækki þannig úr 960.000 krónum í 600.000 í lok árs 2020 og í 480.000 í lok árs 2021. 

Að auki leggur nefndin til að hámarks­fjöldi þeirra bíla sem notið geta íviln­un­ar­innar verði hækk­aður í 15.000 til sam­ræmis við hámarks­fjölda hrein­orku­bif­reiða. Nefndin áréttar þó að hún telji nauð­syn­legt að ráðu­neytið taki þetta atriði til end­ur­skoð­unar á árinu 2021 og kanni hvort ástæða sé til að fram­lengja íviln­un­ina frek­ar.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samdráttur í flugi lagar losunarstöðuna
Losun gróðurhúsalofttegunda frá flugi dróst verulega mikið saman í fyrra. Það er ein hliðin á miklum efnahagslegum og umhverfislegum áhrifum af minni flugumferð eftir fall WOW Air og kyrrsetninguna á 737 Max vélum Boeing.
Kjarninn 24. janúar 2020
Teitur Björn Einarsson
Teitur Björn leiðir starfshóp um aðgerðir til að treysta atvinnulíf og búsetu á Flateyri
Forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hafa ákveðið að skipa starfshóp til að móta tillögur um aðgerðir til að treysta atvinnulíf og búsetu á Flateyri í kjölfar snjóflóðsins þann 14. janúar síðastliðinn.
Kjarninn 24. janúar 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 28. þáttur: Ástir, örlög og Quidditch
Kjarninn 24. janúar 2020
Verðmiðinn á Valitor og verksmiðjunni í Helguvík lækkað um nálægt tíu milljarða á einu ári
Arion banki átti sitt langversta rekstrarár í sögu sinni í fyrra, þegar hagnaðurinn var einn milljarður króna. Mestur var tæplega 50 milljarðar króna árið 2014. Erfiðleikar síðasta árs eru fyrst og síðast vegna tveggja eigna.
Kjarninn 24. janúar 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Ástráður Haraldsson
Ástráður varar við dómsmáli ef þegar skipaðir dómarar verði skipaðir í lausa stöðu
Umsækjandi um stöðu Landsréttardómara hefur skrifað dómsmálaráðherra og varað við því að hann áskilji sér rétt til þess að láta reyna á það fyrir dómstólum ef þegar skipaðir dómarar fái stöðuna. Tveir hinna umsækjendanna eru nú þegar dómarar við réttinn.
Kjarninn 24. janúar 2020
Stefán Eiríksson á meðal umsækjenda um stöðu útvarpsstjóra
Búið er að velja út fámennan hóp umsækjenda um stöðu útvarpsstjóra sem valið verður úr. Sitjandi borgarritari er á meðal þeirra sem eru í þeim hópi.
Kjarninn 24. janúar 2020
Vilja þjóðaratkvæði um auðlindarákvæði fyrir mitt ár 2020
Hópurinn sem safnaði á sjötta tug þúsunda undirskrifta gegn afhendingu makrílkvóta í meira en eitt ár í senn á árinu 2015 hefur sent áskorun til Alþingis um að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um tvær tillögur um auðlindaákvæði í stjórnarskrá.
Kjarninn 24. janúar 2020
Ástráður Haraldsson héraðsdómari.
Ástráður var á meðal umsækjenda um skipun í Landsrétt en gleymdist
Alls sóttu fjórir um embætti Landsréttardómara sem auglýst var laust til umsóknar í byrjun árs. Þar á meðal er einn þeirra sem var metinn á meðal hæfustu umsækjenda árið 2017, en ekki skipaður.
Kjarninn 24. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent