Ekki tímabært að fella niður ívilnun á tengiltvinnbíla

Efnahags- og viðskiptanefnd telur ekki tilefni til þess að skattaívilnunin á tengiltvinnbílum falli niður með öllu í lok árs 2020. Nefndin leggur í staðinn til að fjárhæðarmark ívilnunarinnar lækki í nokkrum áföngum.

hleðslustöð
Auglýsing

Efna­hags- og við­skipta­nefnd Alþingis telur að fram­lengja eigi virð­is­auka­skatt­sí­vilnun fyrir tengilt­vinn­bíla. Nefndin tekur þar undir sjón­ar­mið bíla­inn­flytj­enda og Grænnar orku um að ekki sé tíma­bært að fella niður íviln­un­ina en sam­kvæmt nefnd­inni hafa tengilt­vinn­bíla enn mikið vægi þegar kemur að því að minnka heild­ar­út­blástur í sam­göng­um. 

Þetta kemur fram áliti nefnd­ar­innar um frum­varp fjár­mála­ráð­herra um breyt­ingar á skatta­lög­um ­vegna vist­vænna far­ar­tækja. 

Allt að nærri milljón króna lækkun

­Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, lagði fram frum­varpið í októ­ber síð­ast­liðnum til að greiða áfram fyrir orku­­skiptum í sam­göngum í sam­ræmi við stefnu stjórn­valda í þeim efn­­um. Í frum­varp­inu er meðal ann­ars lagt til að heim­ild til virð­is­auka­skatt­sí­viln­ana fyrir raf­­­magns- og vetn­is­bíla verði fram­­lengd til og með 31. des­em­ber 2023. Hins vegar er lagt til að virð­is­auka­skatt­sí­vilnun fyrir tengilt­vinn­bíla falli niður í lok næsta árs.

Tengilt­vinn­bílar not­ast við tvo mis­mun­andi orku­gjafa, bensín og raf­magn. Slíkir bílar hafa notið auk­inna vin­sælda á síð­ustu árum og eru þeir stærstur hluti þeirra nýorku­bíla sem finna má hér á landi. Í júlí síð­ast­liðnum taldi íslenski fólks­bíla­­flot­inn alls 220 þús­und bíla, þar af eru 3.155 hreinir raf­­­magns­bíl­­ar, um 7000 tengilt­vinn­bílar og 1551 met­an­bílar hér á landi. 

Auglýsing

Núver­andi virð­is­auka­skattí­vilnun fyrir tengilt­vinn­bíla virkar þannig að ekki er lagður 24 pró­sent virð­is­auka­skattur á fyrstu fjórar millj­ón­irnar af verði bíls­ins. Ívilnun á hvern bíl er því mest 960.000 krón­ur. 

Enn henti tengilt­vinn­bílar betur út á landi

Ýmis sam­tök mót­mælti í kjöl­farið fyr­i­r­á­ætlun stjórn­valda um að fram­lengja ekki ívilnun fyrir tengilt­vinn­bíla. Þar á meðal voru Græn orka, sam­starfs­vett­vangur um orku­skipti, auk Bíl­greina­sam­bands­ins og FÍB. 

María Jóna Magn­ús­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóra Bíl­greina­sam­bands­ins, sagði í sam­tali við Morg­un­blaðið í nóv­em­ber síð­ast­liðnum að ekki væri tíma­bært að fella á brot ívilnun fyrir slíka bíla. Hún sagð­i að þótt sala á nýorku­bílum hafi gengið vel und­an­farið séum við Íslend­ingar ekki komnir mjög langt í orku­skiptum bíla­flot­ans. 

Hún sagði að þegar Norð­menn, sem og Bret­ar, drógu úr íviln­unum vegna tengilt­vinn­bíla þá hefði salan dreg­ist veru­lega saman í lönd­unum í kjöl­far­ið. „Við teljum að við þurfum að ná hærra hlut­falli af umhverf­is­vænum bílum á göt­unni, þar með talið tengilt­vinn­bíl­um. Úti á landi henta tengilt­vinn­bílar betur en t.d. bílar sem eru alfarið raf­knúnir enn sem komið er,“ sagði Mar­ía.

Svipuð sjón­ar­mið komu fram við með­ferð máls­ins hjá efna­hags- og við­skipta­nefnd, þar að segja að afnám íviln­ana á tengilt­vinn­bílum muni hægja á raf­bíla­væð­ingu þjóð­ar­inn­ar.

Hámarkið lækki í stað­inn

Í minn­is­blaði fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins um gerð frum­varpið er tekið fram að meðal ann­ars hafi verið litið til þess að tengilt­vinn­bílar ættu að vera orðnar sam­keppn­is­hæfar á þessum tíma sem og þess að mikil upp­bygg­ing hefði átt sér stað og væri fyr­ir­huguð í tengslum við hleðslu­stöðv­ar. Sam­kvæmt mati ráðu­neyt­is­ins er ekki þörf á íviln­un­unum fyrir tengilt­vinn­bíla til lengri tíma en til loka árs 2020.

Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður efnahags- og viðskiptanefndar. Mynd: Bára Huld Beck.Efna­hags- og við­skipta­nefnd seg­ist hafa skiln­ing á þessu sjón­ar­miði ráðu­neyt­is­ins en nefndin telur þó ekki til­efni til þess að íviln­unin falli niður með öllu í lok árs 2020. 

Nefndin leggur í stað­inn til að fjár­hæð­ar­mark íviln­un­ar­innar lækki í nokkrum áföngum og að gild­is­tími hennar verði fram­lengdur til 31. des­em­ber 2022. Há­mark fjár­hæð­ar­innar lækki þannig úr 960.000 krónum í 600.000 í lok árs 2020 og í 480.000 í lok árs 2021. 

Að auki leggur nefndin til að hámarks­fjöldi þeirra bíla sem notið geta íviln­un­ar­innar verði hækk­aður í 15.000 til sam­ræmis við hámarks­fjölda hrein­orku­bif­reiða. Nefndin áréttar þó að hún telji nauð­syn­legt að ráðu­neytið taki þetta atriði til end­ur­skoð­unar á árinu 2021 og kanni hvort ástæða sé til að fram­lengja íviln­un­ina frek­ar.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ástþór Ólafsson
Árið 1970 og upp úr
Kjarninn 3. júní 2020
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins.
Sjálfstæðisflokkurinn áfram nærri kjörfylgi í nýrri könnun Gallup
Afar litlar breytingar urðu á fylgi flokka á milli mánaða, samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup. Sjálfstæðisflokkurinn er áfram nærri kjörfylgi sínu og stuðningur við ríkisstjórnina mælist tæp 60 prósent á meðal þeirra sem taka afstöðu.
Kjarninn 3. júní 2020
Sex sakborningar í málinu, þeirra á meðal Bernhard Esau og Sacky Shanghala fyrrverandi ráðherrar í ríkisstjórn Namibíu, verða í gæsluvarðhaldi til 28. ágúst.
Namibísk yfirvöld hafa óskað liðsinnis Interpol vegna Samherjamálsins
Sex menn sem hafa verið í haldi namibískra yfirvalda vegna rannsóknar á Samherjaskjölunum verða áfram í haldi til 28. ágúst. Rannsókn málsins hefur reynst flókin og haf namibísk yfirvöld beðið Interpol um aðstoð.
Kjarninn 3. júní 2020
Fólk hefur flykkst á markaði víðsvegar um Indland eftir að útgöngubanni var aflétt.
Smitum á Indlandi fjölgar ört
Stjórnvöld á Indlandi eru að hefjast handa við að aflétta umfangsmesta útgöngubanni sem sett var á í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Sjúkrahús í Mumbai hafa vart undan við að sinna sýktum en fellibylurinn Nisarga herjar nú á nágrenni borgarinnar.
Kjarninn 3. júní 2020
Samtök ferðaþjónustunnar telja að um 250 þúsund ferðamenn gætu komið hingað til lands það sem eftir lifir árs.
Ferðamenn greiði kostnað af skimun
Með greiðslu ferðamanna fyrir sýnatöku má stuðla að því að þeir sem sækja landið heim séu efnameiri ferðamenn sem eyði meiru og dvelji lengur, segir í greinargerð fjármálaráðuneytisins um hagræn áhrif þess að aflétta ferðatakmörkunum til Íslands.
Kjarninn 3. júní 2020
Ekkert pláss fyrir íhald í stjórnmálum næstu árin
Alvarlegt ástand er nú komið upp í íslensku efnahagslífi. Mörg hundruð milljarða króna tap í ríkisrekstri er fyrirsjáanlegt, tugir þúsunda verða án atvinnu að öllu leyti eða hluta og þúsundir fyrirtækja standa frammi fyrir algjörri óvissu.
Kjarninn 3. júní 2020
Ferðaþjónustufyrirtæki réðust í verulegar fjárfestingar á síðustu árum.
Útlit var fyrir fjórðungs fjölgun hótelherbergja
Nýting hótelherbergja hér á landi hafði versnað fyrir útbreiðslu faraldursins en þrátt fyrir það var útlit fyrir allt að fjórðungs fjölgun hótelherbergja 2020-2022. Hætt var því við að nýting hótela hefði enn versnað þótt COVID-19 hefði ekki komið til.
Kjarninn 3. júní 2020
Fasteignamat íbúðarhúsnæðis lækkar víða miðsvæðis í Reykjavík
Fasteignamat Þjóðskrár á íbúðarhúsnæði lækkar víða miðsvæðis í Reykjavík frá yfirstandandi ári. Mikill munur er á þróun fasteignamatsins á milli hverfa höfuðborgarsvæðisins. Hæsta fermetraverðið á landinu er í Vesturbæ Reykjavíkur og Skerjafirði.
Kjarninn 2. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent