„Ásmundur Friðriksson er lýðskrumari af verstu gerð“

Þingmaður Pírata segir Ásmund Friðriksson vera mannleysu og að bréf hans til Evrópuráðsþingsins, þar sem hann leitast eftir refsingu gagnvart Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, sé „algjör viðbjóður“.

Björn Leví Ásmundur Friðriksson
Auglýsing

„Ás­mundur Frið­riks­son er lýð­skrum­ari af verstu gerð. Heim­sóknir hans út um allt kjör­dæmið eru ekk­ert annað en atkvæða­veiðar sem kosta him­in­háar upp­hæðir í akst­urs­greiðslur og skila engu í þing­störf­in. Þetta bréf hans er algjör við­bjóð­ur, ofan í allt það sem á undan hefur gengið þá dirf­ist hann til þess að leit­ast eftir refs­ingu á vegum Evr­ópu­ráðs­þings­ins gagn­vart Sunnu. Því­líka og aðra eins mann­leysu (hug­laus og ómerki­legur maður) hef ég aldrei á ævi minni hitt.“

Þetta segir Björn Leví Gunn­ars­son, þing­maður Pírata, í stöðu­upp­færslu á Face­book vegna frétta um að Ásmundur Frið­riks­son, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks, hafi  sent Lili­ane Maury Pasqui­er, for­­seta Evr­­ópu­ráðs­­þings­ins, erind­i og vakið athygli á því að Þór­hildur Sunna Ævar­s­dótt­ir, þing­­maður Pírata, hafi gerst brot­­leg við siða­­reglur alþing­is­­manna, fyrst þing­­manna hér á land­i. Brotið fólst í því að segja í sjón­varps­þætti að „rök­studdur grun­ur“ væri um að Ásmundur hefði dregið að sér fé með beiðnum um end­­­­­ur­greiðslur þings­ins á akst­­­­­ur­s­­­­­kostn­aði sínum í gegnum tíð­ina. 

Mikið var fjallað um akstur Ásmundar í byrjun árs 2018 en þann 9. febr­­­úar sama ár var upp­­­lýst um að hann væri sá þing­­­­maður sem fékk 4,6 millj­­­­ónir króna end­­­­ur­greiddar vegna akst­­­­­ur­s­­­­­kostn­aðar árið 2017. Það þýðir að hann fékk um 385 þús­und krónur á mán­uði í end­­­­­ur­greiðslu úr rík­­­­­is­­­­­sjóði vegna keyrslu sinn­­­­ar. Alls keyrði Ásmundur 47.644 kíló­­­­metra árið 2017 og fékk end­­­­ur­greitt frá rík­­­­inu vegna kostn­aðar fyrir þann akst­­­­ur.

Auglýsing
Í við­tali við Kast­ljós í febr­úar 2018 gekkst Ásmundur við því að nota eigin bíl­ í próf­­kjör­s­bar­áttu og fá kostnað vegna þess end­ur­greidd­an. Aðspurður um hvort honum þætti það eðli­­legt sagði hann að þetta væru bara regl­­urn­­ar. Hann hefði ekki samið þær.

Í lok nóv­­­em­ber í fyrra end­­­ur­greiddi Ásmundur skrif­­­­stofu Alþingis 178 þús­und krónur vegna ferða sem honum hafði verið end­­­­ur­greiddar á árinu 2017. Þetta gerði hann vegna þess að honum hafi orðið það ljóst „að það gæti orkað tví­­­­­­­mælis að blanda saman ferðum mínum um kjör­­­­dæmið og ferðum á sama tíma með töku­­­­fólki ÍNN.“

Snýst um að „hrauna yfir Ása“

Björn Leví hefur stöðu­upp­færsl­una á því að segja: „Svo það fari ekki á milli mála þá snýst þessi pist­ill um að hrauna yfir Ása.“ Hann varar fólk svo við því að hann muni nota orð sem séu „mjög lýsandi og nákvæm fyrir þennan sturl­aða gjörn­ing sem þetta ferli er orðið allt sam­an, allt út af því að Ásmundur Frið­riks­son mis­not­aði stöðu sína og aðgang að almannafé í gegnum starfs­kostn­að.“ 

Hann rekur svo for­sögu máls­ins, en það voru fyr­ir­spurnir frá Birni Leví sem leiddu til þess að tölur um end­ur­greiddan akst­urs­kostnað þing­manna voru loks birtar í byrjun árs 2018. 

Auglýsing
Björn Leví segir enn til­efni til rann­sóknar á greiðslum til Ásmund­ar. „Beiðnum til for­sætis­nefndar um rann­sókn var hins vegar vísað frá með rökum sem halda engu vatni. Í kjöl­farið á því, með þeim hvít­þvotti sem Ásmundur fékk í afgreiðslu for­sætis­nefndar hóf Ásmundur þessa veg­ferð gegn Sunnu og mér, að kvarta undan beiðni okkar um rann­sókn vegna játn­inga hans. Nið­ur­staðan af því var að Sunna væri sek um brot á siða­reglum þing­manna en ekki ég, með rökum um æsing: „um­ræðan hafi að ein­hverju leyti ein­kennst af æsingi fremur en mál­efna­legum rökum". Þessi nið­ur­staða er aug­ljós­lega fárán­leg miðað við gögn máls­ins. Það liggur fyrir játn­ing um vafa­samar end­ur­greiðsl­ur. Það eru rök. Þess vegna „rök­studdur". Miðað við reglur um end­ur­greiðslu og þau atvik sem Ásmundur ját­aði í Kast­ljósi þá er aug­ljós­lega grunur um mis­notkun á þeim regl­um. Sam­tals er það þá rök­studdur grun­ur. Orðin eru því aug­ljós­lega sögð með mál­efna­legum rökum en ekki æsing­i.“

Segir að bréfið sé „við­bjóð­ur“

Björn Leví segir að undir engum kring­um­stæðum geti það talist brot á siða­reglum að segja satt. „Því skiptir mjög miklu máli hvort Sunna sagði satt eða ekki og meti nú hver fyrir sig miðað við játn­ingu Ásmundar og end­ur­greiðslu hans á vafasömum kostn­að­ar­greiðsl­um. Allir sem eru ekki hlut­drægir í mál­inu ættu að sjá hið aug­ljósa, Sunna var nákvæm og mál­efna­leg í gagn­rýni sinni í þessu máli. Meiri hluti for­sætis­nefndar brást hrylli­lega gagn­vart þing­manni í minni hluta. Siða­nefnd brást alger­lega með því að meta ekki sann­leiks­gildi orð­anna þrátt fyrir skipun meiri hluta for­sætis­nefnd­ar.“

Auglýsing
Síðan fjallar hann um bréf Ásmundar til Evr­ópu­ráðs­þings­ins  og segir að það sé „við­bjóð­ur“. „Ás­mundur Frið­riks­son er lýð­skrum­ari af verstu gerð. Heim­sóknir hans út um allt kjör­dæmið eru ekk­ert annað en atkvæða­veiðar sem kosta him­in­háar upp­hæðir í akst­urs­greiðslur og skila engu í þing­störf­in. Þetta bréf hans er algjör við­bjóð­ur, ofan í allt það sem á undan hefur gengið þá dirf­ist hann til þess að leit­ast eftir refs­ingu á vegum Evr­ópu­ráðs­þings­ins gagn­vart Sunnu. Því­líka og aðra eins mann­leysu (hug­laus og ómerki­legur maður) hef ég aldrei á ævi minni hitt. Skiln­ings­leysið gagn­vart þeirri máls­með­ferð sem var í þessu máli í for­sætis­nefnd og siða­nefnd hér á landi hentar honum auð­vitað gríð­ar­lega vel. Það skiln­ings­leysi er annað hvort ein­lægt, sem segir þá sitt um gáfur (eða skort á þeim) eða þá að það er vilj­andi, sem segir þá sitt um hans innri mann. Ég veit ekki hvort er verra, að vera svona heimskur eða vera svona vondur nema hvort tveggja sé.“

Björn Leví segir ofan­greind orð ekki vera sögð í reiði­kasti heldur af yfir­lögðu ráði. Alþing­is­menn séu enda ein­ungis bundnir við sann­fær­ingu sína sam­kvæmt ákvæði stjórn­ar­skrá­ar. Hann geri sér þó grein fyrir því að ein­hverjir gætu skilið það sem svo að hann fari gegn grein siða­reglna Alþingis um  að ekki megi kasta rýrð á Alþingi eða skaða ímynd þess með fram­komu sinni. Hann telji hins vegar svo ekki vera. „Ég tel mig með þessum orðum vera að upp­lýsa almenn­ing um skoðun mína og sann­fær­ingu með gagn­sæi á störf mín og þings­ins. Ég nota til þess nákvæm orð til þess að koma mein­ingu minni á fram­færi. Það má vel vera að það væri hægt að gera það á betri og ljóð­rænni hátt eða eitt­hvað þess háttar en það eru ekki allir skáld eða rit­höf­undar sem geta beitt tungu­mál­inu á frum­legri hátt án þess að hljóma móðg­andi eða eitt­hvað þvíum­líkt. Ég er ekki einn þeirra og þarf að nota þau orð sem ég kann eins og ég skil þau. Ég skamm­ast mín ekk­ert fyrir það. Kannski finnst þetta ein­hverjum óvægin gagn­rýni. Þá er það bara nákvæmur skiln­ingur á því sem ég er að reyna að segja. Ég skil ekki af hverju ég ætti að halda eitt­hvað aftur af skoð­unum mínum í þessu máli. Það gerir nákvæm­lega ekk­ert fyrir heið­ar­leika að halda aftur af gagn­rýni í þessu máli, svo alvar­legt er það.“

Fannst mik­il­vægt að gera við­vart um brotin

Ásmundur sagði í sam­tali við Morg­un­­blaðið í morgun að honum finn­ist mik­il­vægt að gera Evr­­ópu­ráðs­­þing­inu við­vart um brot Þór­hildar Sunnu. Hún hafi ekki rækt „störf sín af ábyrgð, heil­ind­um og heið­­ar­­leika sam­­­kvæmt áliti for­­­sæt­is­­­nefnd­ar og siða­­nefnd­­­ar.“ Þór­hild­ur Sunna er vara­­­for­­maður Íslands­­­­­deild­ar Evr­­­ópu­ráðs­­þings­ins og for­­maður laga- og mann­rétt­inda­­­nefnd­ar Evr­­­ópu­ráðs­­þings­ins.

„Evr­­­ópu­ráðs­­þingið hef­ur ít­rekað lagt mikla áherslu á það við aðild­­­ar­­­ríki sín að þau setji siða­regl­ur fyr­ir alþing­is­­­menn sem feli jafn­­­framt í sér við­­ur­­lög. Þá hef­ur Evr­­­ópu­ráðs­­þingið sjálft sett sér siða­regl­ur þar sem kveðið er á um við­­ur­­lög við brot­um, til dæm­is skerð­ingu rétt­inda inn­­­an þings­ins,“ sagði Ásmund­ur og benti ­jafn­­fram­t á að Evr­­­ópu­ráðs­­þingið hafi áður látið sig varða skip­an Íslands­­­­­deild­­­ar. 

Svo það fari ekki á milli mála þá snýst þessi pist­ill um að hrauna yfir Ása. Ég mun nota orð sem eru mjög lýsandi og...

Posted by Björn Leví Gunn­ars­son on Wed­nes­day, Decem­ber 18, 2019

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent