Ríkið vill ekki afhenda stefnur sjávarútvegsfyrirtækja

Nokkur sjávarútvegsfyrirtæki hafa stefnt íslenska ríkinu og vilja háar bætur vegna tjóns sem þau telja sig hafa orðið fyrir vegna úthlutunar á makrílkvóta sem þau fengu ekki. Ríkislögmaður telur sig ekki mega afhenda stefnurnar í málinu.

Makrílveiðar hafa verið afar arðbærar á undanförnum árum og hart hefur verið tekist á um kvóta til að veiða tegundina.
Makrílveiðar hafa verið afar arðbærar á undanförnum árum og hart hefur verið tekist á um kvóta til að veiða tegundina.
Auglýsing

Rík­is­lög­maður hefur neitað að afhenda Kjarn­anum stefnur nokk­urra sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja á hendur íslenska rík­inu þar sem þau fara fram á bætur vegna fjár­tjóns sem þau telja sig hafa orðið fyrir vegna mak­ríl­kvóta sem fór ekki til þeirra. 

Í rök­stuðn­ingi fyrir höfn­un­inni er því borið við að hags­munir þeirra fyr­ir­tækja sem um ræðir til að njóta tak­mark­ana á aðgengi að gögnum um einka- og fjár­hags­mál­efni sín séu æðri þeim almanna­hags­munum sem fel­ast í vit­neskju um inni­hald stefn­anna. Rík­is­lög­maður seg­ist hafa spurt lög­menn sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­anna hvort þau væru því sam­þykk að hann afhenti gögnin og þeir ekki verið það. 

Því gæti hann ekki afhent gögn­in. Kjarn­inn hefur kært ákvörð­un­ina til úrskurð­ar­nefndar um upp­lýs­inga­mál.

Auglýsing

Talið snú­ast um tugi millj­arða

Fyrr á þessu ári var mak­ríll færður í kvóta á grund­velli veið­i­­­reynslu þar sem afla­heim­ild­ir, eða kvót­­ar, voru að mestu færðar til stór­út­­­gerða. Mak­ríl­kvót­inn er tal­inn vera 65 til 100 millj­­arða króna virð­i. 

Þrátt fyrir þetta ætla nokkur stór sjá­v­­­ar­út­­­vegs­­fyr­ir­tæki í mál við íslenska ríkið vegna fjár­­tjóns sem þau telja sig hafa orðið fyrir vegna úthlutar á mak­ríl­kvóta á árunum 2011 til 2014. Sam­­kvæmt fréttum síð­­asta sumar munu bóta­­kröfur þeirra nema allt að 35 millj­­örðum króna. Verði þær sam­­þykktar geta útgerð­­irnar því náð til baka um 55 pró­­sent af því sem þær hafa greitt í veið­i­­­gjöld á und­an­­förnum árum. 

Í júní 2019 var greint frá því í fjöl­miðlum að sex fyr­ir­tæki í sjáv­ar­út­vegi hafi stefnt íslenska ríkiu vegna úthlut­unar á mak­ríl­kvóta á árunum 2015-2018. Þau telja sig hafa orðið fyrir fjár­tjóni vegna úthlut­unar á mak­ríl­kvóta á árunum 2011 til 2014. Frétta­blaðið greindi þá frá mati Axels Helga­­son­­ar, for­­manns stjórnar Lands­­sam­­bands smá­báta­eig­andi, um að þau fyr­ir­tæki sem ætl­uðu sér að sækja sér­ bæt­ur til rík­­is­ins gætu fengið um það bil 35 millj­­arða króna, ynnu þau mál­ið. 

Fimm mán­uðir frá fyr­ir­spurn til svars

Kjarn­inn sendi í kjöl­farið fyr­ir­spurn á upp­lýs­inga­full­trúa rík­is­stjórn­ar­innar þar sem óskað var eftir því að fá stefnur fyr­ir­tækj­anna afhentar auk þess sem beðið var um upp­lýs­ingar um hversu háar kröfur þeirra væru. 

Erindið var sent til sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráðu­neyt­is­ins sem brást ekki við því í á aðra viku. Þegar við­brögð komu fólst í þeim að áfram­senda erindið á emb­ætti rík­is­lög­manns. 

Hann taldi rétt að bera það undir lög­menn fyr­ir­tækj­anna sem um ræddi hvort þeir myndu sam­þykkja að upp­lýs­ingar um málin yrðu veittar og stað­festi í kjöl­farið við Kjarn­ann að fyr­ir­spurnir þess efnis hefðu verið sendar á umrædd fyr­ir­tæki.  

Síðan hafði ekk­ert við­bót­ar­svar feng­ist, þrátt fyrir að rúmir fimm mán­uðir séu frá því að upp­haf­leg fyr­ir­spurn var send. Þ.e. þangað til á föstu­dag, 20. des­em­ber.

Vilja ekki að að almenn­ingur fái gögnin

Þá sendi rík­is­lög­maður svar þess efn­ist að hann teldi ekki heim­ilt að afhenda stefn­urn­ar. Hann hefði óskað eftir afstöðu umræddra fyr­ir­tækja gagn­vart því að fjöl­miðlar myndu fá stefn­urnar með því að beina spurn­ingum til lög­manna þeirra. „Liggur ekki fyrir sam­þykki stefn­enda um að afhenda stefn­urnar og verður að skilja afstöðu þeirra í ljósi seinni máls­liðar 9. gr. upp­lýs­inga­laga nr. 140/2012 og telur emb­ættið því gögnin und­an­þegin upp­lýs­inga­rétt­i.“

Auk þess sagði í svar­inu að rík­is­lög­maður mæti það „óraun­hæft að rýmri aðgangur sé fyrir hendi þótt kröfu um afhend­ingu sé beint að stjórn­valdi ef um sömu gögn er að ræða. Gögnin eru því eðli sínu sam­kvæmt und­an­þegin upp­lýs­inga­rétt­i.“

Kjarn­inn hefur kært synjun rík­is­lög­manns á aðgengi að umræddum upp­lýs­ingum til úrskurð­ar­nefndar um upp­lýs­inga­mál sem hefur veitt honum fram til 10. jan­úar 2020 til að koma á fram­færi frek­ari rök­stuðn­ingi fyrir ákvörðun sinni. Auk þess hefur rík­is­lög­manni verið gert að afhenda úrskurð­ar­nefnd­inni afrit af þeim gögnum sem beðið var um og kæran lýtur að. 

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samdráttur í flugi lagar losunarstöðuna
Losun gróðurhúsalofttegunda frá flugi dróst verulega mikið saman í fyrra. Það er ein hliðin á miklum efnahagslegum og umhverfislegum áhrifum af minni flugumferð eftir fall WOW Air og kyrrsetninguna á 737 Max vélum Boeing.
Kjarninn 24. janúar 2020
Teitur Björn Einarsson
Teitur Björn leiðir starfshóp um aðgerðir til að treysta atvinnulíf og búsetu á Flateyri
Forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hafa ákveðið að skipa starfshóp til að móta tillögur um aðgerðir til að treysta atvinnulíf og búsetu á Flateyri í kjölfar snjóflóðsins þann 14. janúar síðastliðinn.
Kjarninn 24. janúar 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 28. þáttur: Ástir, örlög og Quidditch
Kjarninn 24. janúar 2020
Verðmiðinn á Valitor og verksmiðjunni í Helguvík lækkað um nálægt tíu milljarða á einu ári
Arion banki átti sitt langversta rekstrarár í sögu sinni í fyrra, þegar hagnaðurinn var einn milljarður króna. Mestur var tæplega 50 milljarðar króna árið 2014. Erfiðleikar síðasta árs eru fyrst og síðast vegna tveggja eigna.
Kjarninn 24. janúar 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Ástráður Haraldsson
Ástráður varar við dómsmáli ef þegar skipaðir dómarar verði skipaðir í lausa stöðu
Umsækjandi um stöðu Landsréttardómara hefur skrifað dómsmálaráðherra og varað við því að hann áskilji sér rétt til þess að láta reyna á það fyrir dómstólum ef þegar skipaðir dómarar fái stöðuna. Tveir hinna umsækjendanna eru nú þegar dómarar við réttinn.
Kjarninn 24. janúar 2020
Stefán Eiríksson á meðal umsækjenda um stöðu útvarpsstjóra
Búið er að velja út fámennan hóp umsækjenda um stöðu útvarpsstjóra sem valið verður úr. Sitjandi borgarritari er á meðal þeirra sem eru í þeim hópi.
Kjarninn 24. janúar 2020
Vilja þjóðaratkvæði um auðlindarákvæði fyrir mitt ár 2020
Hópurinn sem safnaði á sjötta tug þúsunda undirskrifta gegn afhendingu makrílkvóta í meira en eitt ár í senn á árinu 2015 hefur sent áskorun til Alþingis um að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um tvær tillögur um auðlindaákvæði í stjórnarskrá.
Kjarninn 24. janúar 2020
Ástráður Haraldsson héraðsdómari.
Ástráður var á meðal umsækjenda um skipun í Landsrétt en gleymdist
Alls sóttu fjórir um embætti Landsréttardómara sem auglýst var laust til umsóknar í byrjun árs. Þar á meðal er einn þeirra sem var metinn á meðal hæfustu umsækjenda árið 2017, en ekki skipaður.
Kjarninn 24. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent