Ríkið vill ekki afhenda stefnur sjávarútvegsfyrirtækja

Nokkur sjávarútvegsfyrirtæki hafa stefnt íslenska ríkinu og vilja háar bætur vegna tjóns sem þau telja sig hafa orðið fyrir vegna úthlutunar á makrílkvóta sem þau fengu ekki. Ríkislögmaður telur sig ekki mega afhenda stefnurnar í málinu.

Makrílveiðar hafa verið afar arðbærar á undanförnum árum og hart hefur verið tekist á um kvóta til að veiða tegundina.
Makrílveiðar hafa verið afar arðbærar á undanförnum árum og hart hefur verið tekist á um kvóta til að veiða tegundina.
Auglýsing

Ríkislögmaður hefur neitað að afhenda Kjarnanum stefnur nokkurra sjávarútvegsfyrirtækja á hendur íslenska ríkinu þar sem þau fara fram á bætur vegna fjártjóns sem þau telja sig hafa orðið fyrir vegna makrílkvóta sem fór ekki til þeirra. 

Í rökstuðningi fyrir höfnuninni er því borið við að hagsmunir þeirra fyrirtækja sem um ræðir til að njóta takmarkana á aðgengi að gögnum um einka- og fjárhagsmálefni sín séu æðri þeim almannahagsmunum sem felast í vitneskju um innihald stefnanna. Ríkislögmaður segist hafa spurt lögmenn sjávarútvegsfyrirtækjanna hvort þau væru því samþykk að hann afhenti gögnin og þeir ekki verið það. 

Því gæti hann ekki afhent gögnin. Kjarninn hefur kært ákvörðunina til úrskurðarnefndar um upplýsingamál.

Talið snúast um tugi milljarða

Fyrr á þessu ári var mak­ríll færður í kvóta á grund­velli veiði­reynslu þar sem afla­heim­ild­ir, eða kvót­ar, voru að mestu færðar til stór­út­gerða. Mak­ríl­kvót­inn er tal­inn vera 65 til 100 millj­arða króna virði. 

Auglýsing
Þrátt fyrir þetta ætla nokkur stór sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki í mál við íslenska ríkið vegna fjár­tjóns sem þau telja sig hafa orðið fyrir vegna úthlutar á mak­ríl­kvóta á árunum 2011 til 2014. Sam­kvæmt fréttum síð­asta sumar munu bóta­kröfur þeirra nema allt að 35 millj­örðum króna. Verði þær sam­þykktar geta útgerð­irnar því náð til baka um 55 pró­sent af því sem þær hafa greitt í veiði­gjöld á und­an­förnum árum. 

Í júní 2019 var greint frá því í fjölmiðlum að sex fyrirtæki í sjávarútvegi hafi stefnt íslenska ríkinu vegna úthlutunar á makrílkvóta á árunum 2015-2018. Þau telja sig hafa orðið fyrir fjártjóni vegna úthlutunar á makrílkvóta á árunum 2011 til 2014. Fréttablaðið greindi þá frá mati Axels Helga­son­ar, for­manns stjórnar Lands­sam­bands smá­báta­eig­andi, um að þau fyr­ir­tæki sem ætluðu sér að sækja sér­ bæt­ur til rík­is­ins gætu fengið um það bil 35 millj­arða króna, ynnu þau málið. 

Fimm mánuðir frá fyrirspurn til svars

Kjarninn sendi í kjölfarið fyrirspurn á upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar þar sem óskað var eftir því að fá stefnur fyrirtækjanna afhentar auk þess sem beðið var um upplýsingar um hversu háar kröfur þeirra væru. 

Erindið var sent til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins sem brást ekki við því í á aðra viku. Þegar viðbrögð komu fólst í þeim að áframsenda erindið á embætti ríkislögmanns. 

Hann taldi rétt að bera það undir lögmenn fyrirtækjanna sem um ræddi hvort þeir myndu samþykkja að upplýsingar um málin yrðu veittar og staðfesti í kjölfarið við Kjarnann að fyrirspurnir þess efnis hefðu verið sendar á umrædd fyrirtæki.  

Síðan hafði ekkert viðbótarsvar fengist, þrátt fyrir að rúmir fimm mánuðir séu frá því að upphafleg fyrirspurn var send. Þ.e. þangað til á föstudag, 20. desember.

Vilja ekki að að almenningur fái gögnin

Þá sendi ríkislögmaður svar þess efnist að hann teldi ekki heimilt að afhenda stefnurnar. Hann hefði óskað eftir afstöðu umræddra fyrirtækja gagnvart því að fjölmiðlar myndu fá stefnurnar með því að beina spurningum til lögmanna þeirra. „Liggur ekki fyrir samþykki stefnenda um að afhenda stefnurnar og verður að skilja afstöðu þeirra í ljósi seinni málsliðar 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 og telur embættið því gögnin undanþegin upplýsingarétti.“

Auk þess sagði í svarinu að ríkislögmaður mæti það „óraunhæft að rýmri aðgangur sé fyrir hendi þótt kröfu um afhendingu sé beint að stjórnvaldi ef um sömu gögn er að ræða. Gögnin eru því eðli sínu samkvæmt undanþegin upplýsingarétti.“

Kjarninn hefur kært synjun ríkislögmanns á aðgengi að umræddum upplýsingum til úrskurðarnefndar um upplýsingamál sem hefur veitt honum fram til 10. janúar 2020 til að koma á framfæri frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni. Auk þess hefur ríkislögmanni verið gert að afhenda úrskurðarnefndinni afrit af þeim gögnum sem beðið var um og kæran lýtur að. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra var bólusett í Laugardalshöllinni í gær. Bólusetningar ganga nú mjög hratt fyrir sig á Íslandi og samhliða dregur úr takmörkunum.
Fjöldatakmarkanir hækkaðar í 50 manns frá og með næsta mánudegi
Opnunartími veitingastaða verður lengdur um klukkustund, leyfilegur fjöldi í verslunum tvöfaldast, fleiri mega vera í sundi og fara í ræktina. Grímuskylda verður hins vegar óbreytt.
Kjarninn 7. maí 2021
Skálað á kaffihúsi í Danmörku.
Ýta við ferðaþjónustunni með 32 milljarða króna „sumarpakka“
Danska ríkisstjórnin ætlar að setja 1,6 milljarða danskra króna, um 32 milljarða íslenskra, í „sumarpakka“ til að örva ferðaþjónustu landsins.
Kjarninn 7. maí 2021
Kvótinn um 1.200 milljarða króna virði – Þrjár blokkir halda á tæplega helmingi hans
Miðað við síðustu gerðu viðskipti með aflaheimildir þá er virði þeirra langtum hærra en bókfært virði í ársreikningum útgerða. Í næstu viku munu örfáir eigendur útgerðar selja tæplega 30 prósent hlut sinn í henni.
Kjarninn 7. maí 2021
Páll Magnússon er formaður allsherjar- og menntamálanefndar.
Nefnd búin að afgreiða fjölmiðlastyrki og umsóknarfrestur verður til loka maímánaðar
Meirihluti allsherjar- og menntamálanefndar hefur skilað áliti um stuðningskerfi til fjölmiðla. Þar er lagt til að þrengja skilyrði fyrir stuðningi úr ríkissjóði og gildistími laganna er færður í eitt ár.
Kjarninn 7. maí 2021
Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, og verk Libiu og Ólafs áður en það var tekið niður af gafli Hafnarborgar.
Bæjarstjóri hafnar því að hafa gerst sek um ritskoðun þegar listaverk var fjarlægt
Fulltrúar minnihlutans í Hafnarfirðii segja fjarlægingu listaverks Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar af gafli Hafnarborgar síðastliðinn sunnudag „alvarlega aðför að tjáningarfrelsi“ og vilja að bæjaryfirvöld biðji tvíeykið afsökunar.
Kjarninn 7. maí 2021
Svæðið fyrir og eftir að Rio Tinto hafði farið yfir það með stórvirkum vinnuvélum.
Hluthafar Rio Tinto hafna starfskjarastefnu sem ofurlaun forstjórans fyrrverandi byggðu á
Fyrstu viðbrögð Rio Tinto og forstjóra þess, þegar upp komst að fyrirtækið hefði eyðilagt 46 þúsund ára gamla steinhella, voru að segjast ekki hafa vitað að þeir væru heilagir í hugum frumbyggjanna. Þessar afsakanir voru hluthöfum ekki að skapi.
Kjarninn 6. maí 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra.
Telur ásakanir um meint brot Samherja ekki hafa skaðað orðspor íslenskra fyrirtækja
Fjármála- og efnahagsráðherra segist aldrei hafa fengið símtal, ábendingu eða umkvörtun frá nokkrum einasta aðila sem heldur því fram að ásakanir um lögbrot Samherja séu að valda einhverjum verulegum vandræðum fyrir íslenskan útflutning.
Kjarninn 6. maí 2021
Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans.
Landsbankinn hagnaðist um 7,6 milljarða króna á þremur mánuðum
Hlutdeild Landsbanka Íslands á íbúðalánamarkaði hefur stóraukist milli ára og er nú 26,8 prósent. Hún hefur aldrei verið hærri. Eigið fé bankans er nú 261,4 milljarðar króna.
Kjarninn 6. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent