Ríkið vill ekki afhenda stefnur sjávarútvegsfyrirtækja

Nokkur sjávarútvegsfyrirtæki hafa stefnt íslenska ríkinu og vilja háar bætur vegna tjóns sem þau telja sig hafa orðið fyrir vegna úthlutunar á makrílkvóta sem þau fengu ekki. Ríkislögmaður telur sig ekki mega afhenda stefnurnar í málinu.

Makrílveiðar hafa verið afar arðbærar á undanförnum árum og hart hefur verið tekist á um kvóta til að veiða tegundina.
Makrílveiðar hafa verið afar arðbærar á undanförnum árum og hart hefur verið tekist á um kvóta til að veiða tegundina.
Auglýsing

Ríkislögmaður hefur neitað að afhenda Kjarnanum stefnur nokkurra sjávarútvegsfyrirtækja á hendur íslenska ríkinu þar sem þau fara fram á bætur vegna fjártjóns sem þau telja sig hafa orðið fyrir vegna makrílkvóta sem fór ekki til þeirra. 

Í rökstuðningi fyrir höfnuninni er því borið við að hagsmunir þeirra fyrirtækja sem um ræðir til að njóta takmarkana á aðgengi að gögnum um einka- og fjárhagsmálefni sín séu æðri þeim almannahagsmunum sem felast í vitneskju um innihald stefnanna. Ríkislögmaður segist hafa spurt lögmenn sjávarútvegsfyrirtækjanna hvort þau væru því samþykk að hann afhenti gögnin og þeir ekki verið það. 

Því gæti hann ekki afhent gögnin. Kjarninn hefur kært ákvörðunina til úrskurðarnefndar um upplýsingamál.

Talið snúast um tugi milljarða

Fyrr á þessu ári var mak­ríll færður í kvóta á grund­velli veiði­reynslu þar sem afla­heim­ild­ir, eða kvót­ar, voru að mestu færðar til stór­út­gerða. Mak­ríl­kvót­inn er tal­inn vera 65 til 100 millj­arða króna virði. 

Auglýsing
Þrátt fyrir þetta ætla nokkur stór sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki í mál við íslenska ríkið vegna fjár­tjóns sem þau telja sig hafa orðið fyrir vegna úthlutar á mak­ríl­kvóta á árunum 2011 til 2014. Sam­kvæmt fréttum síð­asta sumar munu bóta­kröfur þeirra nema allt að 35 millj­örðum króna. Verði þær sam­þykktar geta útgerð­irnar því náð til baka um 55 pró­sent af því sem þær hafa greitt í veiði­gjöld á und­an­förnum árum. 

Í júní 2019 var greint frá því í fjölmiðlum að sex fyrirtæki í sjávarútvegi hafi stefnt íslenska ríkinu vegna úthlutunar á makrílkvóta á árunum 2015-2018. Þau telja sig hafa orðið fyrir fjártjóni vegna úthlutunar á makrílkvóta á árunum 2011 til 2014. Fréttablaðið greindi þá frá mati Axels Helga­son­ar, for­manns stjórnar Lands­sam­bands smá­báta­eig­andi, um að þau fyr­ir­tæki sem ætluðu sér að sækja sér­ bæt­ur til rík­is­ins gætu fengið um það bil 35 millj­arða króna, ynnu þau málið. 

Fimm mánuðir frá fyrirspurn til svars

Kjarninn sendi í kjölfarið fyrirspurn á upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar þar sem óskað var eftir því að fá stefnur fyrirtækjanna afhentar auk þess sem beðið var um upplýsingar um hversu háar kröfur þeirra væru. 

Erindið var sent til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins sem brást ekki við því í á aðra viku. Þegar viðbrögð komu fólst í þeim að áframsenda erindið á embætti ríkislögmanns. 

Hann taldi rétt að bera það undir lögmenn fyrirtækjanna sem um ræddi hvort þeir myndu samþykkja að upplýsingar um málin yrðu veittar og staðfesti í kjölfarið við Kjarnann að fyrirspurnir þess efnis hefðu verið sendar á umrædd fyrirtæki.  

Síðan hafði ekkert viðbótarsvar fengist, þrátt fyrir að rúmir fimm mánuðir séu frá því að upphafleg fyrirspurn var send. Þ.e. þangað til á föstudag, 20. desember.

Vilja ekki að að almenningur fái gögnin

Þá sendi ríkislögmaður svar þess efnist að hann teldi ekki heimilt að afhenda stefnurnar. Hann hefði óskað eftir afstöðu umræddra fyrirtækja gagnvart því að fjölmiðlar myndu fá stefnurnar með því að beina spurningum til lögmanna þeirra. „Liggur ekki fyrir samþykki stefnenda um að afhenda stefnurnar og verður að skilja afstöðu þeirra í ljósi seinni málsliðar 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 og telur embættið því gögnin undanþegin upplýsingarétti.“

Auk þess sagði í svarinu að ríkislögmaður mæti það „óraunhæft að rýmri aðgangur sé fyrir hendi þótt kröfu um afhendingu sé beint að stjórnvaldi ef um sömu gögn er að ræða. Gögnin eru því eðli sínu samkvæmt undanþegin upplýsingarétti.“

Kjarninn hefur kært synjun ríkislögmanns á aðgengi að umræddum upplýsingum til úrskurðarnefndar um upplýsingamál sem hefur veitt honum fram til 10. janúar 2020 til að koma á framfæri frekari rökstuðningi fyrir ákvörðun sinni. Auk þess hefur ríkislögmanni verið gert að afhenda úrskurðarnefndinni afrit af þeim gögnum sem beðið var um og kæran lýtur að. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Við mölunina eru notuð tæki sem eru búin hnífum eða löngum plastþráðum sem snúast hratt og sjálfvirkt. Afköstin skulu vera, að því er fram kemur í svari MAST við fyrirspurn Kjarnans, nægilega mikil til að tryggja að öll dýrin séu deydd samstundis.
Mölun karlkyns hænuunga „er hryllileg iðja“
Á Íslandi er heimilt að beita tveimur aðferðum við aflífun hænuunga; gösun og mölun. Báðum aðferðum er beitt á tugþúsundir unga á ári. „Allir karlkyns ungar sem fæðast í eggjaiðnaði eru drepnir eftir að þeir klekjast út,“ segir formaður Samtaka grænkera.
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent