Ríkið vill ekki afhenda stefnur sjávarútvegsfyrirtækja

Nokkur sjávarútvegsfyrirtæki hafa stefnt íslenska ríkinu og vilja háar bætur vegna tjóns sem þau telja sig hafa orðið fyrir vegna úthlutunar á makrílkvóta sem þau fengu ekki. Ríkislögmaður telur sig ekki mega afhenda stefnurnar í málinu.

Makrílveiðar hafa verið afar arðbærar á undanförnum árum og hart hefur verið tekist á um kvóta til að veiða tegundina.
Makrílveiðar hafa verið afar arðbærar á undanförnum árum og hart hefur verið tekist á um kvóta til að veiða tegundina.
Auglýsing

Rík­is­lög­maður hefur neitað að afhenda Kjarn­anum stefnur nokk­urra sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja á hendur íslenska rík­inu þar sem þau fara fram á bætur vegna fjár­tjóns sem þau telja sig hafa orðið fyrir vegna mak­ríl­kvóta sem fór ekki til þeirra. 

Í rök­stuðn­ingi fyrir höfn­un­inni er því borið við að hags­munir þeirra fyr­ir­tækja sem um ræðir til að njóta tak­mark­ana á aðgengi að gögnum um einka- og fjár­hags­mál­efni sín séu æðri þeim almanna­hags­munum sem fel­ast í vit­neskju um inni­hald stefn­anna. Rík­is­lög­maður seg­ist hafa spurt lög­menn sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­anna hvort þau væru því sam­þykk að hann afhenti gögnin og þeir ekki verið það. 

Því gæti hann ekki afhent gögn­in. Kjarn­inn hefur kært ákvörð­un­ina til úrskurð­ar­nefndar um upp­lýs­inga­mál.

Talið snú­ast um tugi millj­arða

Fyrr á þessu ári var mak­ríll færður í kvóta á grund­velli veið­i­­­reynslu þar sem afla­heim­ild­ir, eða kvót­­ar, voru að mestu færðar til stór­út­­­gerða. Mak­ríl­kvót­inn er tal­inn vera 65 til 100 millj­­arða króna virð­i. 

Auglýsing
Þrátt fyrir þetta ætla nokkur stór sjá­v­­­ar­út­­­vegs­­fyr­ir­tæki í mál við íslenska ríkið vegna fjár­­tjóns sem þau telja sig hafa orðið fyrir vegna úthlutar á mak­ríl­kvóta á árunum 2011 til 2014. Sam­­kvæmt fréttum síð­­asta sumar munu bóta­­kröfur þeirra nema allt að 35 millj­­örðum króna. Verði þær sam­­þykktar geta útgerð­­irnar því náð til baka um 55 pró­­sent af því sem þær hafa greitt í veið­i­­­gjöld á und­an­­förnum árum. 

Í júní 2019 var greint frá því í fjöl­miðlum að sex fyr­ir­tæki í sjáv­ar­út­vegi hafi stefnt íslenska rík­inu vegna úthlut­unar á mak­ríl­kvóta á árunum 2015-2018. Þau telja sig hafa orðið fyrir fjár­tjóni vegna úthlut­unar á mak­ríl­kvóta á árunum 2011 til 2014. Frétta­blaðið greindi þá frá mati Axels Helga­­son­­ar, for­­manns stjórnar Lands­­sam­­bands smá­báta­eig­andi, um að þau fyr­ir­tæki sem ætl­uðu sér að sækja sér­ bæt­ur til rík­­is­ins gætu fengið um það bil 35 millj­­arða króna, ynnu þau mál­ið. 

Fimm mán­uðir frá fyr­ir­spurn til svars

Kjarn­inn sendi í kjöl­farið fyr­ir­spurn á upp­lýs­inga­full­trúa rík­is­stjórn­ar­innar þar sem óskað var eftir því að fá stefnur fyr­ir­tækj­anna afhentar auk þess sem beðið var um upp­lýs­ingar um hversu háar kröfur þeirra væru. 

Erindið var sent til sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráðu­neyt­is­ins sem brást ekki við því í á aðra viku. Þegar við­brögð komu fólst í þeim að áfram­senda erindið á emb­ætti rík­is­lög­manns. 

Hann taldi rétt að bera það undir lög­menn fyr­ir­tækj­anna sem um ræddi hvort þeir myndu sam­þykkja að upp­lýs­ingar um málin yrðu veittar og stað­festi í kjöl­farið við Kjarn­ann að fyr­ir­spurnir þess efnis hefðu verið sendar á umrædd fyr­ir­tæki.  

Síðan hafði ekk­ert við­bót­ar­svar feng­ist, þrátt fyrir að rúmir fimm mán­uðir séu frá því að upp­haf­leg fyr­ir­spurn var send. Þ.e. þangað til á föstu­dag, 20. des­em­ber.

Vilja ekki að að almenn­ingur fái gögnin

Þá sendi rík­is­lög­maður svar þess efn­ist að hann teldi ekki heim­ilt að afhenda stefn­urn­ar. Hann hefði óskað eftir afstöðu umræddra fyr­ir­tækja gagn­vart því að fjöl­miðlar myndu fá stefn­urnar með því að beina spurn­ingum til lög­manna þeirra. „Liggur ekki fyrir sam­þykki stefn­enda um að afhenda stefn­urnar og verður að skilja afstöðu þeirra í ljósi seinni máls­liðar 9. gr. upp­lýs­inga­laga nr. 140/2012 og telur emb­ættið því gögnin und­an­þegin upp­lýs­inga­rétt­i.“

Auk þess sagði í svar­inu að rík­is­lög­maður mæti það „óraun­hæft að rýmri aðgangur sé fyrir hendi þótt kröfu um afhend­ingu sé beint að stjórn­valdi ef um sömu gögn er að ræða. Gögnin eru því eðli sínu sam­kvæmt und­an­þegin upp­lýs­inga­rétt­i.“

Kjarn­inn hefur kært synjun rík­is­lög­manns á aðgengi að umræddum upp­lýs­ingum til úrskurð­ar­nefndar um upp­lýs­inga­mál sem hefur veitt honum fram til 10. jan­úar 2020 til að koma á fram­færi frek­ari rök­stuðn­ingi fyrir ákvörðun sinni. Auk þess hefur rík­is­lög­manni verið gert að afhenda úrskurð­ar­nefnd­inni afrit af þeim gögnum sem beðið var um og kæran lýtur að. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Icelandair búið að ná samkomulagi við Boeing, og alla hina kröfuhafana
Icelandair Group er búið að ná samkomulagi við alla kröfuhafa sína. Félagið fær að falla frá kaupum á fjórum Boeing vélum sem það hafði skuldbundið sig til að kaupa.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Biden velur Harris sem varaforsetaefni
Demókrataflokkurinn hefur valið varaforsetaefni sitt fyrir komandi forsetakosningar. Hún er svört kona sem er líka af asísku bergi brotin og heitir Kamala Harris.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Þórður Snær Júlíusson
Stríðsrekstur fyrirtækis gegn nafngreindu fólki og gagnrýnum fjölmiðlum
Kjarninn 11. ágúst 2020
Höfuðstöðvar Ríkisútvarpsins í Efstaleiti.
Félag fréttamanna gagnrýnir myndband Samherja harðlega
Stjórn Félags fréttamanna, stéttarfélag fréttafólks á Ríkisútvarpinu, segir ómaklega veist að Helga Seljan fréttamanni í myndbandi sem Samherji birti í dag. Áhyggjuefni sé að reynt sé að gera fréttamann tortryggilegan í stað þess að svara spurningum.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Víðir Reynisson á upplýsingafundi almannavarna í dag.
Víðir: Getum ekki sest í hægindastólinn og slakað á
Þrátt fyrir að útlit sé fyrir að árangur sé að nást af hertum sóttvarnaaðgerðum innanlands og tilslakanir séu framundan er ekki kominn til að hætta að huga að smitvörnum. Sá tími kemur ekki á meðan að veiran er til staðar, segir Víðir Reynisson.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á fundinum í dag.
Þórólfur segir útlit fyrir að við séum að ná tökum á stöðunni
Sóttvarnalæknir segir að lítill fjöldi nýsmita allra síðustu daga bendi til þess að faraldurinn hér innanlands sé að verða viðráðanlegur. Hann lagði til tilslakanir innanlands og reifaði valkosti um aðgerðir á landamærum í minnisblaði til ráðherra.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Helgi Seljan var borin þungum sökum í myndbandi Samherja
RÚV og Helgi Seljan hafna ásökunum Samherja
„Ný viðmið í árásum stórfyrirtækis á fjölmiðla og einstaka fréttamenn,“ segir í yfirlýsingu frá Helga Seljan og Þóru Arnórsdóttur sem þau sendu frá sér vegna myndbands Samherja. Myndbandið var birt á YouTube rás Samherja fyrr í dag.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Logi Einarsson
Vöndum okkur
Kjarninn 11. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent