Forstjóraskipti hjá Tempo – Jackson hættur eftir níu mánuði

Tímabundinn forstjóri hefur verið ráðinn til að stýra hugbúnaðarfyrirtækinu Tempo, sem er í 45 prósent eigu Origo. Nýr forstjóri verður ráðinn svo fljótt sem auðið er.

Chris Porch
Chris Porch
Auglýsing

Chris Porch hefur verið ráð­inn tíma­bund­inn for­stjóri hug­bún­að­ar­fyr­ir­tæk­is­ins Tempo, félags sem er í 45 pró­sent eigu Origu. Hann tekur við starf­inu af Gary Jackson sem hefur látið af störf­um. 

Jackson var ráð­inn for­stjóri Tempo í apríl 2019 og gengdi því starf­inu í ein­ungis níu mán­uði. Í til­kynn­ingu til Kaup­hallar vegna for­stjóra­skipt­anna er haft eftir Finni Odds­syni, for­stjóra Origo, að breyt­ing­arnar á for­yst Tempo séu „liður í að stilla betur saman áherslur stjórnar og stjórn­enda og byggja um leið sterkt leið­togateymi til fram­tíð­ar. Rekstur Tempo gekk vel á síð­asta ári, tekju­vöxtur og afkoma voru umfram vænt­ingar og horfur eru mjög góð­ar.”

Auglýsing
Diversis Capi­tal á 55 pró­sent í Tempo á móti Origo, en fyr­ir­tækið er leið­andi í þróun lausna fyrir verk­efna­stýr­ingu og tíma­skrán­ingu og þjónar nú 13 þús­und við­skipta­vinum í yfir 120 lönd­um.  Hjá fyr­ir­tæk­inu starfa um 130 sér­fræð­ing­ar, á Íslandi, í Kanada og í Banda­ríkj­un­um. 

Porch, hinn nýi tíma­bundni for­stjóri, hefur sam­kvæmt til­kynn­ingu ára­tug­a­reynslu af rekstri hug­bún­að­ar­fyr­ir­tækja, sem stofn­andi, stjórn­andi og stjórn­ar­for­mað­ur. Hann hefur að und­an­förnu starfað sem stjórn­enda­tengiliður Diversis Capi­tal hjá Tempo, þar sem hann hefur stutt við stjórn­enda­teymið í stefnu­mótun og áætl­un­ar­gerð.

Í til­kynn­ing­unni segir að nýr for­stjóri Tempo verði ráð­inn eins fljótt og auðið er en þangað til mun Porch vinna með stjórn­un­arteymi Tempo að vexti fyr­ir­tæk­is­ins. 

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rúmlega 30 starfsmönnum sagt upp hjá Póstinum
Pósturinn mun hætta dreifingu á ónafnamerktum fjölpósti á höfuðborgarsvæðinu, Reykjanesi, Selfossi og Akranesi en breytingin mun leiða til um 200 milljóna króna lækkunar kostnaðar á ársgrundvelli.
Kjarninn 29. janúar 2020
Elfa Ýr Gylfadóttir
Eiga íslenskir fréttamiðlar sér framtíð?
Kjarninn 29. janúar 2020
Mútugreiðslur Airbus leiða til mörg hundruð milljarða sektar
Stærsti flugvélaframleiðandi heims hefur samið sig frá sakamálarannsókn vegna mútugreiðslna.
Kjarninn 29. janúar 2020
Ragnheiður sat hjá þegar útvarpsstjóri var ráðinn
Ragnheiður Ríkharðsdóttir á sæti í stjórn RÚV en sat hjá í ráðningaferlinu vegna tengsla við fólk sem sóttist eftir starfinu.
Kjarninn 28. janúar 2020
Guðmundur Halldór Björnsson
Samruni eða fjandsamleg yfirtaka – Hvað á sameinað félag að heita?
Kjarninn 28. janúar 2020
Vigdís og Kolbrún gagnrýna ráðningu Stefáns en Dagur óskar RÚV til hamingju
Tveir oddvitar í minnihluta borgarstjórnar segist óttast að ráðning Stefáns Eiríkssonar sem útvarpsstjóra verði til þess að það muni halla á fréttaflutning úr borgarstjórn. Dagur B. Eggertsson gaf Stefáni sín „bestu meðmæli“ og óskar RÚV til hamingju.
Kjarninn 28. janúar 2020
Ingrid Kuhlman
Býður dánaraðstoð heim misnotkun?
Kjarninn 28. janúar 2020
Enginn má undan líta – óviðjafnanleg sögustund í Landnámssetri
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Öxina, sögustund í Landnámssetri.
Kjarninn 28. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent