Stefnir allt í útlánamet hjá lífeyrissjóðunum

Lífeyrissjóðir landsins hafa einungis einu sinni lánað meira á einum mánuði til sjóðsfélaga en þeir gerðu í nóvember í fyrra. Það var í mánuðinum á undan. Verðtryggð lán sækja aftur á vegna lækkandi verðbólgu.

Þrátt fyrir efnahagssamdrátt þá hefur eftirspurn eftir húsnæðislánum lífeyrissjóða ekki dregist saman. Enda þurfa allir skjól frá vetrarlægðunum.
Þrátt fyrir efnahagssamdrátt þá hefur eftirspurn eftir húsnæðislánum lífeyrissjóða ekki dregist saman. Enda þurfa allir skjól frá vetrarlægðunum.
Auglýsing

Líf­eyr­is­sjóðir lands­ins lán­uðu alls 12,6 millj­arða króna til sjóðs­fé­laga sinna í ný útlán í nóv­em­ber 2019. Það er það næst mesta sem þeir hafa nokkru sinni lánað í einum mán­uði í sjóðs­fé­laga­lán, sem eru að uppi­stöðu til hús­næð­is­kaupa. Metið var sett í mán­uð­inum á und­an, októ­ber 2019, þegar 13,9 millj­arðar króna fóru úr sjóðum líf­eyr­is­sjóða í ný útlán til sjóðs­fé­laga.

Þetta kemur fram í nýjum hag­tölum Seðla­banka Íslands um stöðu líf­eyr­is­sjóða lands­ins, sem birtar voru í gær. 

Alls lán­uðu líf­eyr­is­sjóð­irn­ir  92,4 millj­arða króna í sjóðs­fé­laga­lán á fyrstu ell­efu mán­uðum síð­asta árs. Mest hafa þeir lánað 99,2 millj­arða króna á einu ári, en það gerð­ist árið 2017. Allt bendir til þess að 100 millj­arða króna útlána­m­úr­inn hafi verið rof­inn í fyrra og að það ár verði þar með metár. 

Reynt að halda aftur að útlána­aukn­ingu

Það er athygl­is­vert af nokkrum ástæð­um. Í fyrsta lagi vegna þess að það hægði veru­lega á hækkun hús­næð­is­verðs í fyrra, en vísi­tala kaup­verðs alls íbúð­ar­hús­næðis á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hækk­aði um 2,2 pró­sent á fyrstu ell­efu mán­uðum árs­ins 2019. Til sam­an­burðar hækk­aði hús­næði­verðið um 13,6 pró­sent á árinu 2017 og  5,8 pró­sent á árinu 2018.

Auglýsing
Í öðru lagi þá var umtals­verð verð­bólga í lok árs 2018 og í byrjun árs 2019 og reis hæst í des­em­ber 2018 þegar hún var 3,7 pró­sent. Verð­bólga hefur veru­leg áhrif á lána­kjör fjölda Íslend­inga þar sem flestir þeirra eru með verð­tryggð lán. Þegar leið á árið í fyrra lækk­aði verð­bólgan hins vegar skarpt og í des­em­ber 2019 mæld­ist hún tvö pró­sent, vel undir 2,5 pró­sent verð­bólgu­mark­miði Seðla­banka Íslands.

Í þriðja lagi hafa stærstu líf­eyr­is­sjóðir lands­ins: Líf­eyr­is­sjóður starfs­manna rík­is­ins (LS­R), Líf­eyr­is­sjóður verzl­un­ar­manna og Gildi allir reynt að draga úr eft­ir­spurn eftir sjóðs­fé­laga­lánum hjá sér með því að þrengja lána­skil­yrði og hækka vexti hjá sér. 

Lán­tak­endur leita aftur í verð­tryggt

Í októ­ber 2019 gerð­ist það í þriðja sinn í sögu íslenska líf­eyr­is­­sjóða­­kerf­is­ins að sjóðs­fé­lagar tóku meira að láni óverð­­tryggt en verð­­tryggt. Í hin tvö skipt­in, í des­em­ber 2018 og í jan­úar 2019, hafði verð­­bólga hækkað nokkuð skarpt og var á bil­inu 3,4 til 3,7 pró­­sent, eftir að hafa verið að mestu undir 2,5 pró­­sent verð­­bólg­u­­mark­miði Seðla­­bank­ans frá því í febr­­úar 2014. Í októ­ber var hún hins vegar 2,8 pró­­sent og spár gerðu ráð fyrir að verð­­bólgan myndi fara við og jafn­­vel undir 2,5 pró­­sent verð­­bólg­u­­mark­mið í nán­­ustu fram­­tíð. Það gerð­ist síð­an, líkt og áður sagði, í des­em­ber þegar skörp lækkun skil­aði verð­bólg­unni niður í tvö pró­sent. 

Þessar vænt­ingar skil­uðu því að algjör við­snún­ingur varð í lán­tökum sjóðs­fé­laga líf­eyr­is­sjóð­anna á ný. Alls voru 65 pró­sent nýrra útlána í nóv­em­ber 2019 verð­tryggð. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Játning Þórólfs: Er á „nippinu“ að herða aðgerðir
„Ég játa að ég er alveg á nippinu [að herða aðgerðir] og er búinn að vera þar lengi,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, „og það þarf ekki mikið út af að bregða svo ég taki upp blaðið.“
Kjarninn 1. október 2020
Nína Þorkelsdóttir
Hvað er lagalæsi og af hverju skiptir það máli?
Kjarninn 1. október 2020
Píratar eru með svokallaðan flatan strúktúr í flokksstarfi sínu. Kastað var upp á að Jón Þór Ólafsson tæki við embætti flokksformanns.
Helgi Hrafn verður þingflokksformaður og Jón Þór nýr formaður Pírata
Helgi Hrafn Gunnarsson hefur verið kjörinn nýr þingflokksformaður Pírata og kastað hefur verið upp á að Jón Þór Ólafsson verði nýr formaður flokksins, en því embætti fylgja engar formlegar skyldur eða vald.
Kjarninn 1. október 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 21. þáttur: Fyrsti Samúræinn
Kjarninn 1. október 2020
Síðustu daga hefur fjölgað í hópi þeirra sem þurfa á sjúkrahús innlögn að halda vegna COVID-19.
Þrettán á sjúkrahúsi með COVID-19 – tveir í öndunarvél
Sjúklingum sem lagðir hafa verið inn á Landspítalann með COVID-19 hefur fjölgað úr tíu í þrettán frá því í gær. Smitsjúkdómadeild hefur verið breytt í farsóttareiningu og unnið er að skipulagi á lungnadeild svo unnt verði að taka við fleiri COVID-sjúkum.
Kjarninn 1. október 2020
Lilja Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra og fer með málefni fjölmiðla í ríkisstjórn Íslands.
Framlög til RÚV skert um 310 milljónir en aðrir fjölmiðlar fá 392 milljóna stuðning
Ríkisstjórnin boðar styrki til einkarekinna fjölmiðla á næsta ári. Frumvarp um slíka verður lagt fram í þriðja sinn í haust. Ráðherra telur að síðustu greiðslur til þeirra hafi verið sanngjörn útfærsla.
Kjarninn 1. október 2020
Útgjöld aukin, tekjur lækka og niðurstaðan er 533 milljarða króna halli á tveimur árum
Stjórnvöld ætla ekki að skera niður eða hækka skatta til að takast á við yfirstandandi kreppu vegna kórónuveirufaraldursins. Í fjárlagafrumvarpi næsta árs kemur fram að tekjur og gjöld verði nánast þau sömu og áætlað er að þau verði í ár.
Kjarninn 1. október 2020
Karl Hafsteinsson, Bjarni Benediktsson, Aldís Hafsteinsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson við undirritun samningsins í morgun
Tæpir fimm milljarðar króna til sveitarfélaganna
Ráðherrar ríkisstjórnarinnar undirrituðu viljayfirlýsingu um að auka fjárveitingar til sveitarfélaganna um tæpa fimm milljarða króna til að bæta skuldastöðu þeirra til næstu fimm ára.
Kjarninn 1. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent