Segir lokaðan fund hafa verið óviðeigandi

Þingmaður Pírata gagnrýnir lokaðan fund sem rekstraraðilar ferðaþjónustu á hálendinu buðu þingmönnum á í gær. Hann segir að almennt séð hafi það áhrif á fólk að þiggja veitingar eða aðrar „smá“ gjafir.

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Auglýsing

Björn Leví Gunn­ars­son, þing­maður Pírata, telur það vera óvið­eig­andi fyrir svo­kall­aða „lobbí­ista“ – eða full­trúa hags­muna­hópa – að halda lok­aða fundi fyrir þing­menn. Þetta segir hann í stöðu­upp­færslu á Face­book í dag.

„Ég mætti á fund í gær á Skóla­brú þar sem rekstr­ar­að­ilar ferða­þjón­ustu á hálend­inu buðu þing­mönnum á fund til þess að fjalla um stofnun hálend­is­þjóð­garðs. Í boði voru ein­hverjar fínar snittur og sam­tal við ein­hverja 20 rekstr­ar­að­ila,“ skrifar hann.

Hann greinir frá því að fyrst hafi hann spurt hvort fólk átt­aði sig á því hversu óvið­eig­andi lok­aður fundur sem þessi væri. Þarna væri verið að fjalla um mál sem ættu að vera í formi opin­berra umsagna frá þessum aðilum sem hægt væri að ræða í opin­berri sam­fé­lags­um­ræðu. „Það er vægt til orða tekið að fólk tók ekki vel í þá spurn­ingu og einn þing­maður meira að segja afsak­aði fyrir fram­komu mína. Það var mjög aug­ljóst að nákvæm­lega eng­inn þarna inni skildi hvernig sam­skipti kjör­inna full­trúa og lobbí­ista eiga að ver­a,“ skrifar hann.

Auglýsing

Hefur áhrif að þiggja „smá“ gjafir

Björn Leví áréttar þó að það sé í góðu lagi fyrir fólk að hitt­ast en það eigi að greina frá slíku. Fundir sem þessir hafi áhrif á aðkomu kjör­inna full­trúa að mál­efn­um. „Nú hafa lobbí­istar hitt mig á lok­uðum fundi og sagt mér eitt­hvað sem eng­inn annar getur skoð­að.“

Þetta þýði að allur hans mál­flutn­ingur í því máli verði að skoð­ast í því ljósi. Það eigi ekki að gera lítið úr svona vinnu­brögð­um, það hafi almennt séð áhrif á fólk að þiggja veit­ingar eða aðrar „smá“ gjaf­ir. Það búi til vel­vild og hafi áhrif, almennt séð.

„Ég þáði engar veit­ingar á þessum atburði nema vatn og leið satt best að segja illa á þessum fundi vegna þess­ara mála. Ég var að gera mig van­hæf­ari til þess að fjalla um mál­efni hálend­is­þjóð­garðs með því að vera á þessum fundi í ásýnd ein­hvers hluta sam­fé­lags­ins,“ skrifar Björn Leví.

Skipir máli að fólk viti hver eigi þing­mann­inn sem það kýs

Þing­mað­ur­inn seg­ist hafa hvatt rekstr­ar­að­il­ana til þess að senda allt sem þau höfðu að segja sem umsögn í sam­ráðs­gátt stjórn­valda og til þings­ins þegar málið kemur þang­að. „Ég bað þau um að skafa ekk­ert utan af hlut­unum og tala ekki undir rós því þau höfðu vissu­lega ýmsar ábend­ingar sem er ekk­ert óeðli­legt að stjórn­völd svari varð­andi þetta mál. Hvað nákvæm­lega það er, þá ein­beitti ég mér að því að muna það ekki því þær spurn­ingar eiga að koma í opin­berri umsögn.“

Hann end­ur­tekur að ekk­ert sé „að“ því að þing­menn hitti og tali við fólk. Það geti hins vegar varðað sam­skipti við lobbí­ista sem eigi að vera skráð og upp­lýst því – eins og hafi komið fram á fund­inum – ferða­þjón­ustan hafi aldrei „átt“ þing­mann. Að hans mati skiptir það máli að fólk viti hver eigi þing­mann­inn sem það er að kjósa.

Að lokum bendir hann á að verið sé að vinna frum­varp um lobbí­ista og að hann hlakki gríð­ar­lega til þess að þingið fái það til umfjöll­un­ar.

Lobbí­ista­til­kynn­ing. Ég mætti á fund í gær á Skóla­brú þar sem rekstr­ar­að­ilar ferða­þjón­ustu á hálend­inu buðu þing­mönn­um...

Posted by Björn Leví Gunn­ars­son on Wed­nes­day, Janu­ary 15, 2020


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Langflest hagsmunagæslusamtök landsins, sem reyna að hafa áhrif á hvernig löggjöf og aðrar ákvarðanir innan stjórnmála og stjórnsýslu þróast, eru til heimilis í Hús atvinnulífsins við Borgartún 35.
Búið að skrá 27 hagsmunaverði og birta vefsvæði með upplýsingum um þá
Tilkynningum á hagsmunaverði sem reyna að hafa áhrif á stjórnmál og stjórnsýslu í starfi sínu, og áttu samkvæmt lögum að berast um áramót, hefur rignt inn síðustu daga eftir að forsætisráðuneytið sendi ítrekun.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Ásthildur Lóa Þórsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, er ein þeirra sem skráð voru sem hagsmunaverðir á vegum samtakanna.
Hagsmunasamtök heimilanna þau einu sem hafa tilkynnt hagsmunaverði
Ekkert stóru hagsmunasamtakanna í landinu hefur tilkynnt starfsmenn sína sem vinna við að hafa áhrif á ákvarðanir stjórnvalda sem hagsmunaverði, þrátt fyrir að lög sem krefjist þess hafi tekið gildi fyrir tveimur mánuðum.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Þorsteinn Vilhjálmsson
Sprautur, siður og réttur
Kjarninn 26. febrúar 2021
Símon Sigvaldason
Dómsmálaráðherra gerir tillögu um að skipa Símon Sigvaldason í Landsrétt
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir vill að Símon Sigvaldason verði skipaður í eina lausa stöðu við Landsrétt. Það þýðir að Jón Finnbjörnsson, sem er í leyfi og sótti um endurskipun, fær hana ekki.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Magnús Ragnarsson framkvæmdastjóri hjá Símanum.
Býst við að Viaplay hækki verðið þegar íþróttapakkinn stækkar
Magnús Ragnarsson framkvæmdastjóri hjá Símanum býst við því að Viaplay hækki verðið á áskriftum sínum þegar íþróttapakkinn þeirra stækkar. „Annað væri bara skaðleg undirverðlagning,“ sagði Magnús í nýjum þætti af Tæknivarpinu.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Sambærilegum smáhýsum hefur þegar verið komið upp í Gufunesi.
Smáhýsi fyrir heimilislausa í Laugardalnum þokast nær
Áform um smáhýsi fyrir heimilislausa á borgarlandi milli Suðurlandsbrautar og Fjölskyldu- og húsdýragarðsins hafa verið samþykkt í skipulags- og samgönguráði. Íþróttafélög, fasteignafélagið Reitir og fleiri lögðust gegn þessari staðsetningu smáhýsanna.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Einkaneysla Íslendinga dróst lítið saman, þrátt fyrir samkomutakmarkanir
Minni samdráttur í fyrra en áður var áætlað
Landsframleiðsla dróst saman um 6,6 prósent í fyrra samkvæmt nýútgefnum þjóðhagsreikningum Hagstofu. Þetta er nokkuð minni samdráttur en Seðlabankinn og Íslandsbankinn höfðu áætlað.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Einn hefur skráð sig sem hagsmunavörð
Þrátt fyrir að lög sem kveða á um skráningu hagsmunavarða hafi tekið gildi í byrjun árs hefur einungis einn skráð sig hjá hinu opinbera. Vinna við sérstakt vefsvæði, þar sem upplýsingar um skráða hagsmunaverði verða aðgengilegar, er á lokastigi.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent