Segir lokaðan fund hafa verið óviðeigandi

Þingmaður Pírata gagnrýnir lokaðan fund sem rekstraraðilar ferðaþjónustu á hálendinu buðu þingmönnum á í gær. Hann segir að almennt séð hafi það áhrif á fólk að þiggja veitingar eða aðrar „smá“ gjafir.

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Auglýsing

Björn Leví Gunn­ars­son, þing­maður Pírata, telur það vera óvið­eig­andi fyrir svo­kall­aða „lobbí­ista“ – eða full­trúa hags­muna­hópa – að halda lok­aða fundi fyrir þing­menn. Þetta segir hann í stöðu­upp­færslu á Face­book í dag.

„Ég mætti á fund í gær á Skóla­brú þar sem rekstr­ar­að­ilar ferða­þjón­ustu á hálend­inu buðu þing­mönnum á fund til þess að fjalla um stofnun hálend­is­þjóð­garðs. Í boði voru ein­hverjar fínar snittur og sam­tal við ein­hverja 20 rekstr­ar­að­ila,“ skrifar hann.

Hann greinir frá því að fyrst hafi hann spurt hvort fólk átt­aði sig á því hversu óvið­eig­andi lok­aður fundur sem þessi væri. Þarna væri verið að fjalla um mál sem ættu að vera í formi opin­berra umsagna frá þessum aðilum sem hægt væri að ræða í opin­berri sam­fé­lags­um­ræðu. „Það er vægt til orða tekið að fólk tók ekki vel í þá spurn­ingu og einn þing­maður meira að segja afsak­aði fyrir fram­komu mína. Það var mjög aug­ljóst að nákvæm­lega eng­inn þarna inni skildi hvernig sam­skipti kjör­inna full­trúa og lobbí­ista eiga að ver­a,“ skrifar hann.

Auglýsing

Hefur áhrif að þiggja „smá“ gjafir

Björn Leví áréttar þó að það sé í góðu lagi fyrir fólk að hitt­ast en það eigi að greina frá slíku. Fundir sem þessir hafi áhrif á aðkomu kjör­inna full­trúa að mál­efn­um. „Nú hafa lobbí­istar hitt mig á lok­uðum fundi og sagt mér eitt­hvað sem eng­inn annar getur skoð­að.“

Þetta þýði að allur hans mál­flutn­ingur í því máli verði að skoð­ast í því ljósi. Það eigi ekki að gera lítið úr svona vinnu­brögð­um, það hafi almennt séð áhrif á fólk að þiggja veit­ingar eða aðrar „smá“ gjaf­ir. Það búi til vel­vild og hafi áhrif, almennt séð.

„Ég þáði engar veit­ingar á þessum atburði nema vatn og leið satt best að segja illa á þessum fundi vegna þess­ara mála. Ég var að gera mig van­hæf­ari til þess að fjalla um mál­efni hálend­is­þjóð­garðs með því að vera á þessum fundi í ásýnd ein­hvers hluta sam­fé­lags­ins,“ skrifar Björn Leví.

Skipir máli að fólk viti hver eigi þing­mann­inn sem það kýs

Þing­mað­ur­inn seg­ist hafa hvatt rekstr­ar­að­il­ana til þess að senda allt sem þau höfðu að segja sem umsögn í sam­ráðs­gátt stjórn­valda og til þings­ins þegar málið kemur þang­að. „Ég bað þau um að skafa ekk­ert utan af hlut­unum og tala ekki undir rós því þau höfðu vissu­lega ýmsar ábend­ingar sem er ekk­ert óeðli­legt að stjórn­völd svari varð­andi þetta mál. Hvað nákvæm­lega það er, þá ein­beitti ég mér að því að muna það ekki því þær spurn­ingar eiga að koma í opin­berri umsögn.“

Hann end­ur­tekur að ekk­ert sé „að“ því að þing­menn hitti og tali við fólk. Það geti hins vegar varðað sam­skipti við lobbí­ista sem eigi að vera skráð og upp­lýst því – eins og hafi komið fram á fund­inum – ferða­þjón­ustan hafi aldrei „átt“ þing­mann. Að hans mati skiptir það máli að fólk viti hver eigi þing­mann­inn sem það er að kjósa.

Að lokum bendir hann á að verið sé að vinna frum­varp um lobbí­ista og að hann hlakki gríð­ar­lega til þess að þingið fái það til umfjöll­un­ar.

Lobbí­ista­til­kynn­ing. Ég mætti á fund í gær á Skóla­brú þar sem rekstr­ar­að­ilar ferða­þjón­ustu á hálend­inu buðu þing­mönn­um...

Posted by Björn Leví Gunn­ars­son on Wed­nes­day, Janu­ary 15, 2020


Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra.
Ferðamálaráðherra: Áhættan er í mínum huga ásættanleg
„Áhættan af því að skima og hleypa fólki inn [í landið] er svo lítil,“ segir ferðamálaráðherra. „Ég bara get ekki fallist á þau rök að hún sé svo mikil að það eigi bara að loka landi og ekki hleypa fólki inn.“
Kjarninn 8. ágúst 2020
Kanaguri Shizo árið 1912 og við enda hlaupsins 1967.
Ólympíuleikunum frestað – og hvað svo?
Þann 24. júlí hefði opnunarathöfn Ólympíuleikanna 2020 átt að fara fram, en heimsfaraldur hefur leitt til þess að leikunum í Tókýó verður frestað um eitt ár hið minnsta. Það er ekki einsdæmi að Ólympíuleikum sé frestað eða aflýst.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þrjú ný innanlandssmit – 112 í einangrun
Þrjú ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær og tvö í landamæraskimun. 112 manns eru nú með COVID-19 og í einangrun.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, á upplýsingafundi almannavarna fyrr á árinu.
Hafa fengið 210 milljónir til baka frá fyrirtækjum sem nýttu hlutabótaleiðina
Alls hafa 44 fyrirtæki endurgreitt andvirði bóta sem starfsmenn þeirra fengu greiddar úr opinberum sjóðum fyrr á árinu vegna minnkaðs starfshlutfalls. Forstjóri Vinnumálastofnunar segist „nokkuð viss“ um að öll fyrirtækin hafi greitt af sjálfsdáðum.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Þórdís hafnar gagnrýni Gylfa – „Þekki ekki marga sem ætla að fara hringinn í október“
Ráðherra ferðamála segir gagnrýni hagfræðinga á opnun landamæra slá sig „svolítið eins og að fagna góðu stuði í gleðskap á miðnætti án þess að hugsa út í hausverkinn að morgni.“
Kjarninn 8. ágúst 2020
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði.
Gylfi: Stjórnvöld gerðu mistök með því að opna landið
Prófessor í hagfræði, sem varaði við áhrifum af opnun landamæra Íslands í sumar, segir að stjórnvöld hafi stefnt mikilvægum almannagæðum í hættu með því að halda þeim til streitu. Hagsmunir fárra hafi verið teknir fram yfir hagsmuni þorra landsmanna.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Sumarið er tími malbikunarframkvæmda.
Nýja malbikið víða tilbúið í hefðbundinn hámarkshraða
Hámarkshraði hefur verið lækkaður á þeim vegarköflum sem eru nýmalbikaðir en nú eru þær takmarkanir brátt á enda víða á höfuðborgarsvæðinu. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir hraðann ekki hækkaðan fyrr en viðnám sé orðið ásættanlegt.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
Ætlast til þess að samfélagslegir hagsmunir ráði för en ekki hagsmunir peningaaflanna
Forseti ASÍ segir fjölmörg verkefni sem stjórnvöld gáfu loforð um í tengslum við núgildandi kjarasamninga út af standa. Þá segir hún að „sumargjöf“ Icelandair til flugfreyja muni lita þau verkefni sem fram undan eru hjá verkalýðshreyfingunni.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent