Segir lokaðan fund hafa verið óviðeigandi

Þingmaður Pírata gagnrýnir lokaðan fund sem rekstraraðilar ferðaþjónustu á hálendinu buðu þingmönnum á í gær. Hann segir að almennt séð hafi það áhrif á fólk að þiggja veitingar eða aðrar „smá“ gjafir.

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Auglýsing

Björn Leví Gunn­ars­son, þing­maður Pírata, telur það vera óvið­eig­andi fyrir svo­kall­aða „lobbí­ista“ – eða full­trúa hags­muna­hópa – að halda lok­aða fundi fyrir þing­menn. Þetta segir hann í stöðu­upp­færslu á Face­book í dag.

„Ég mætti á fund í gær á Skóla­brú þar sem rekstr­ar­að­ilar ferða­þjón­ustu á hálend­inu buðu þing­mönnum á fund til þess að fjalla um stofnun hálend­is­þjóð­garðs. Í boði voru ein­hverjar fínar snittur og sam­tal við ein­hverja 20 rekstr­ar­að­ila,“ skrifar hann.

Hann greinir frá því að fyrst hafi hann spurt hvort fólk átt­aði sig á því hversu óvið­eig­andi lok­aður fundur sem þessi væri. Þarna væri verið að fjalla um mál sem ættu að vera í formi opin­berra umsagna frá þessum aðilum sem hægt væri að ræða í opin­berri sam­fé­lags­um­ræðu. „Það er vægt til orða tekið að fólk tók ekki vel í þá spurn­ingu og einn þing­maður meira að segja afsak­aði fyrir fram­komu mína. Það var mjög aug­ljóst að nákvæm­lega eng­inn þarna inni skildi hvernig sam­skipti kjör­inna full­trúa og lobbí­ista eiga að ver­a,“ skrifar hann.

Auglýsing

Hefur áhrif að þiggja „smá“ gjafir

Björn Leví áréttar þó að það sé í góðu lagi fyrir fólk að hitt­ast en það eigi að greina frá slíku. Fundir sem þessir hafi áhrif á aðkomu kjör­inna full­trúa að mál­efn­um. „Nú hafa lobbí­istar hitt mig á lok­uðum fundi og sagt mér eitt­hvað sem eng­inn annar getur skoð­að.“

Þetta þýði að allur hans mál­flutn­ingur í því máli verði að skoð­ast í því ljósi. Það eigi ekki að gera lítið úr svona vinnu­brögð­um, það hafi almennt séð áhrif á fólk að þiggja veit­ingar eða aðrar „smá“ gjaf­ir. Það búi til vel­vild og hafi áhrif, almennt séð.

„Ég þáði engar veit­ingar á þessum atburði nema vatn og leið satt best að segja illa á þessum fundi vegna þess­ara mála. Ég var að gera mig van­hæf­ari til þess að fjalla um mál­efni hálend­is­þjóð­garðs með því að vera á þessum fundi í ásýnd ein­hvers hluta sam­fé­lags­ins,“ skrifar Björn Leví.

Skipir máli að fólk viti hver eigi þing­mann­inn sem það kýs

Þing­mað­ur­inn seg­ist hafa hvatt rekstr­ar­að­il­ana til þess að senda allt sem þau höfðu að segja sem umsögn í sam­ráðs­gátt stjórn­valda og til þings­ins þegar málið kemur þang­að. „Ég bað þau um að skafa ekk­ert utan af hlut­unum og tala ekki undir rós því þau höfðu vissu­lega ýmsar ábend­ingar sem er ekk­ert óeðli­legt að stjórn­völd svari varð­andi þetta mál. Hvað nákvæm­lega það er, þá ein­beitti ég mér að því að muna það ekki því þær spurn­ingar eiga að koma í opin­berri umsögn.“

Hann end­ur­tekur að ekk­ert sé „að“ því að þing­menn hitti og tali við fólk. Það geti hins vegar varðað sam­skipti við lobbí­ista sem eigi að vera skráð og upp­lýst því – eins og hafi komið fram á fund­inum – ferða­þjón­ustan hafi aldrei „átt“ þing­mann. Að hans mati skiptir það máli að fólk viti hver eigi þing­mann­inn sem það er að kjósa.

Að lokum bendir hann á að verið sé að vinna frum­varp um lobbí­ista og að hann hlakki gríð­ar­lega til þess að þingið fái það til umfjöll­un­ar.

Lobbí­ista­til­kynn­ing. Ég mætti á fund í gær á Skóla­brú þar sem rekstr­ar­að­ilar ferða­þjón­ustu á hálend­inu buðu þing­mönn­um...

Posted by Björn Leví Gunn­ars­son on Wed­nes­day, Janu­ary 15, 2020


Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samdráttur í flugi lagar losunarstöðuna
Losun gróðurhúsalofttegunda frá flugi dróst verulega mikið saman í fyrra. Það er ein hliðin á miklum efnahagslegum og umhverfislegum áhrifum af minni flugumferð eftir fall WOW Air og kyrrsetninguna á 737 Max vélum Boeing.
Kjarninn 24. janúar 2020
Teitur Björn Einarsson
Teitur Björn leiðir starfshóp um aðgerðir til að treysta atvinnulíf og búsetu á Flateyri
Forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hafa ákveðið að skipa starfshóp til að móta tillögur um aðgerðir til að treysta atvinnulíf og búsetu á Flateyri í kjölfar snjóflóðsins þann 14. janúar síðastliðinn.
Kjarninn 24. janúar 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 28. þáttur: Ástir, örlög og Quidditch
Kjarninn 24. janúar 2020
Verðmiðinn á Valitor og verksmiðjunni í Helguvík lækkað um nálægt tíu milljarða á einu ári
Arion banki átti sitt langversta rekstrarár í sögu sinni í fyrra, þegar hagnaðurinn var einn milljarður króna. Mestur var tæplega 50 milljarðar króna árið 2014. Erfiðleikar síðasta árs eru fyrst og síðast vegna tveggja eigna.
Kjarninn 24. janúar 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Ástráður Haraldsson
Ástráður varar við dómsmáli ef þegar skipaðir dómarar verði skipaðir í lausa stöðu
Umsækjandi um stöðu Landsréttardómara hefur skrifað dómsmálaráðherra og varað við því að hann áskilji sér rétt til þess að láta reyna á það fyrir dómstólum ef þegar skipaðir dómarar fái stöðuna. Tveir hinna umsækjendanna eru nú þegar dómarar við réttinn.
Kjarninn 24. janúar 2020
Stefán Eiríksson á meðal umsækjenda um stöðu útvarpsstjóra
Búið er að velja út fámennan hóp umsækjenda um stöðu útvarpsstjóra sem valið verður úr. Sitjandi borgarritari er á meðal þeirra sem eru í þeim hópi.
Kjarninn 24. janúar 2020
Vilja þjóðaratkvæði um auðlindarákvæði fyrir mitt ár 2020
Hópurinn sem safnaði á sjötta tug þúsunda undirskrifta gegn afhendingu makrílkvóta í meira en eitt ár í senn á árinu 2015 hefur sent áskorun til Alþingis um að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um tvær tillögur um auðlindaákvæði í stjórnarskrá.
Kjarninn 24. janúar 2020
Ástráður Haraldsson héraðsdómari.
Ástráður var á meðal umsækjenda um skipun í Landsrétt en gleymdist
Alls sóttu fjórir um embætti Landsréttardómara sem auglýst var laust til umsóknar í byrjun árs. Þar á meðal er einn þeirra sem var metinn á meðal hæfustu umsækjenda árið 2017, en ekki skipaður.
Kjarninn 24. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent