Seðlabankinn unir niðurstöðunni og er búinn að hafa samband við Gunnhildi Örnu

Seðlabanki Íslands segir að verkferlar hans í ráðningarmálum hafi verið styrktir í kjölfar þess að kærunefnd jafnréttismála komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði brotið jafnréttislög með ráðningu upplýsingafulltrúa í fyrrasumar.

Seðlabanki Íslands Mynd: Seðlabanki Íslands
Auglýsing

Seðla­banki Íslands hefur haft sam­band við Gunn­hildi Örnu Gunn­ars­dótt­ur, sem kærði ráðn­ingu í nýja upp­lýs­inga­full­trúa­stöðu innan bank­ans til kæru­nefndar jafn­rétt­is­mála. Hún sótti um stöð­una en fékk ekki. Sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá Seðla­bank­anum var haft sam­band við Gunn­hildi Örnu eftir að nið­ur­staða kæru­nefnd­ar­inn­ar, sem sagði að Seðla­bank­inn hefði brotið lög með því að snið­ganga mun hæf­ari konu, Gunn­hildi Örnu, við að skipa minna hæf­ari karl í starf­ið. Ekki kemur fram í svari Seðla­bank­ans hvort að hann hafi leitað sátta eða ætli að semja um greiðslu skaða­bóta. 

Kjarn­inn greindi frá því í frétta­skýr­ingu á mið­viku­dag að Seðla­bank­inn ætli að una nið­ur­stöð­unni. Í aðdrag­anda birt­ingar hennar var fyr­ir­spurn beint til bank­ans og hann spurður hvort hann ætl­aði að grípa til ein­hverra breyt­inga á verk­lagi sínu við ráðn­ingar í störf í ljósi þess að þetta var í þriðja sinn frá árinu 2012 sem að Seðla­banki Íslands ger­ist brot­legur við jafn­rétt­islög. Þá barst ekki beint svar við þeirri spurn­ingu heldur sagð­ist bank­inn ætla að fara „yfir málið með það fyrir augum að tryggja að farið verði að þeim við­miðum sem um þetta gilda.  Annað er ekki hægt að segja að svo stödd­u.“

Í gær barst nýtt svar við fyr­ir­spurn­inni. Í því sagð­ist bank­inn að verk­ferlar í þessum efnum hafa verið styrktir í kjöl­far nið­ur­stöðu kæru­nefndar jafn­rétt­is­mála.

Mæl­an­legar hæfn­is­kröfur settar fram

Um er að ræða starf við nýsköpun í upp­lýs­inga- og kynn­ing­ar­starfi bank­ans sem aug­lýst var lausn umsóknar í apríl í fyrra. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir.

Þær hæfn­is­kröfur sem til­teknar voru í aug­lýs­ing­unni að leitað væri eftir voru eft­ir­far­andi: Háskóla­menntun sem nýt­ist í starfi; reynsla af kynn­ing­ar­starfi og fjöl­miðl­un; góðir sam­skipta­hæfi­leik­ar; góð kunn­átta og rit­færni í íslensku og ensku; góð þekk­ing á efna­hags- og pen­inga­málum og fjár­mála­mörk­uðum er kost­ur; drif­kraft­ur, frum­kvæði og geta til að vinna fag­lega og sjálf­stætt. Alls sóttu 51 um starf­ið. Tveir drógu síðar umsókn sína til baka.

Í júní 2019 var greint frá því Stefán Rafn Sig­ur­björns­son, þá frétta­maður hjá Sýn, hefði verið ráð­inn í starf­ið. 

Gunn­hildur Arna krafð­ist rök­stuðn­ings og ýmissa gagna í kjöl­farið og kærði loks ráðn­ing­ar­ferlið til kæru­nefndar jafn­rétt­is­mála.

Hæf­ari á öllum mæl­an­legum sviðum

Hún komst að nið­ur­stöðu 19. des­em­ber síð­ast­lið­inn en birti hana ekki fyrr en í byrjun lið­innar viku. Að mati kæru­nefnd­ar­innar stóð Gunn­hildur Arna framar Stef­áni Rafni í menntun og reynslu af kynn­ing­ar­starfi og fjöl­miðl­um. Hún taldi Seðla­bank­ann ekki hafa tek­ist að sýna fram á að Stefán Rafn stæði henni framar varð­andi tungu­mála­kunn­áttu né þekk­ingu á efna­hags- og pen­inga­málum og fjár­mála­mörk­uð­um. „Jafn­framt væri að mati kæru­nefnd­ar­innar nær­tæk­ast að álykta sem svo að kær­andi hafi staðið karl­inum framar varð­andi þekk­ingu á efna­hags- og pen­inga­málum og fjár­mála­mörk­uðum í ljósi MBA-­mennt­unar henn­ar, enda hefur ekki verið sýnt fram á nokkuð um þekk­ingu eða reynslu karls­ins að þessu leyti sem gæti gert það að verkum að hann yrði met­inn skör hærra en kær­and­i.“

Auglýsing
Gunnhildur Arna stóð því framar í öllum hæfn­is­at­riðum sem voru mæl­an­leg. Í þeim hug­lægu þáttum sem taldir voru til í aug­lýs­ing­unni, sem voru sam­skipta­hæfi­leik­ar, drif­kraft­ur, frum­kvæði og geta til að vinna fag­lega og sjálf­stætt, taldi kæru­nefndin að Seðla­bank­inn hefði látið nægja að fjalla um hæfni þess sem ráð­inn var á fremur almennan hátt, einkum með vísan til þess að frammi­staða hans í við­tölum hafi verið mjög góð og umsagnir um hann hafi verið góð­ar. Sér­stak­lega þegar horft væri til þess að engra umsagna var leitað um Gunn­hildi Örnu auk þess sem frammi­staða Stef­áns Rafns í við­tölum gat ekki, án frek­ari rök­stuðn­ings um frammi­stöðu kær­anda, hróflað við þeirri nið­ur­stöðu nefnd­ar­innar að ósannað telst að Gunn­hildur Arna hefði staðið Stef­áni Rafni að baki í við­tali. 

Að end­ingu til­tók kæru­nefndin í nið­ur­stöðu sinni að Gunn­hildi Örnu hafi ekki verið gef­inn kostur á að þreyta verk­efni sem Stef­áni Rafni og tveimur öðrum umsækj­endum var falið að þreyta, en góð úrlausn hans á því var notuð til að rök­styðja ráðn­ing­una. „Er því ekki unnt að draga þá ályktun að heild­stæður sam­an­burður hafi í raun farið fram af hálfu kærða á kær­anda og þeim karli sem starfið hlaut, enda þótt hlut­lægir þættir hafi bent til þess að hún stæði karl­inum fram­ar.“

Það var því nið­ur­staða kæru­nefndar jafn­rétt­is­mála að Seðla­bank­inn hefði ekki getað sýnt fram á að aðrar ástæður en kyn­ferði hefði legið til grund­vallar ákvörðun um ráðn­ingu í starf upp­lýs­inga­full­trúa á sviði alþjóða­sam­skipta og skrif­stofu seðla­banka­stjóra. Með því hefði Seðla­bank­inn brotið gegn jafn­rétt­islög­um.

Vonar að bank­inn fari að lands­lögum

Gunn­hildur Arna sagði í stöðu­upp­færslu sem hún birti á Face­book í vik­unni að hún hefði kosið ann­ars konar athygli en að hún hafi farið þessa leið, að kæra ferlið, í þeirri von að úrskurð­ur­inn breyti starfi bank­ans og að fag­legt ráðn­ing­ar­ferli verið tekið upp innan hans. „Ég vona einnig að bank­anum vegni betur í ákvörð­unum sínum undir nýrri yfir­stjórn og fari að lands­lög­um. Ég vona að á kom­andi tímum verði fólk metið að verð­leik­um.“

Þetta er í þriðja sinn frá árinu 2012 sem Seðla­banki Íslands ger­ist brot­legur við jafn­rétt­islög. Öll brotin áttu sér stað áður en að Ásgeir Jóns­son, sem tók við emb­ætti seðla­banka­stjóra af Má Guð­munds­syni í ágúst 2019, tók við starf­inu.

Eftir sam­ein­ingu Seðla­banka Íslands og Fjár­mála­eft­ir­lits­ins um liðin ára­mót þá starfa nú þrír karlar á upp­lýs­inga­sviði bank­ans, Stefán Jóhann Stef­áns­son, sem er titl­aður rit­stjóri, Sig­urður Val­geirs­son, sem var upp­lýs­inga­full­trúi Fjár­mála­eft­ir­lits­ins, og Stefán Rafn.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent