200 milljónir til viðbótar settar í rannsóknir og varnir gegn peningaþvætti og skattsvikum

Héraðssaksóknari fær viðbótarfjármagn til að rannsaka Samherjamálið og skattayfirvöld mun geta bætt við sig mannafla tímabundið til að rannsaka „ýmis atriði sem þarfnast ítarlegrar skoðunar“.

Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Auglýsing

Þær stofn­anir sem tengj­ast eft­ir­liti og vörnum gegn pen­inga­þvætti, skatt­rann­sóknum og skatt­eft­ir­liti munu fá 200 millj­óna króna við­bót­ar­fram­lag úr rík­is­sjóði á þessu ári. Þetta er gert í sam­ræmi við  yfir­lýs­ingu rík­is­stjórn­ar­innar um að grípa til alls sjö aðgerða til að auka traust á íslensku atvinnu­lífi, en aðgerð­ar­á­ætl­unin var sam­þykkt á rík­is­stjórn­ar­fundi 19. nóv­em­ber, nokkrum dögum eftir að opin­berun Kveiks, Stund­ar­inn­ar, Wiki­leaks og Al Jazeera á meintum mútu­greiðsl­um, pen­inga­þvætti og skatta­snið­göngu Sam­herja í Namibíu og víðar var birt. 

Í henni kom fram að rík­is­stjórnin ætl­aði meðal ann­ars að tryggja við­bót­ar­fjár­veit­ingar til skatt­rann­sókna þar sem komið hefði fram „ýmis atriði sem þarfn­ast ítar­legrar skoð­unar af hálfu Skatt­rann­sókn­ar­stjóra og Rík­is­skatt­stjóra. Í ljósi umfangs og flækju­stigs slíkra mála hefur rík­is­stjórnin ákveðið að stofn­un­unum verði gert kleift að auka mann­afla tíma­bundið til að geta sinnt þessum verk­efnum á sem skjótastan og far­sælastan hátt.“ Í aðgerð­ar­á­ætl­un­inni sagði enn fremur að hugað yrði sér­stak­lega að fjár­mögnun rann­sóknar hér­aðs­sak­sókn­ara „í tengslum við rann­sókn emb­ætt­is­ins á Sam­herj­a­mál­in­u.“

Sam­kvæmt til­kynn­ingu sem birt var á vef fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins í morgun eru þær stofn­anir sem munu skipta með sér við­bót­ar­fram­lag­inu Skatt­ur­inn (áður emb­ætti rík­is­skatt­stjóra og toll­stjóra), emb­ætti skatt­rann­sókn­ar­stjóra og emb­ætti hér­aðs­sak­sókn­ara. Þar segir að fjár­mun­irnir muni fara í efl­ingu rann­sókna og fjölgun rann­sak­enda hjá emb­ætt­un­um. „Eftir umræðu seint á síð­asta ári um getu og stöðu eft­ir­lits­stofn­ana til að sinna sínum verk­efnum og bregð­ast við óvænt­um, flóknum og umfangs­miklum verk­efnum var lagt mat á útgjalda­heim­ildir sem til þyrftu að koma. Ákveðið var að fjár­mögnun verk­efn­anna verði tryggð með milli­færslum innan mála­flokka og ráð­stöf­unum úr vara­sjóði. Ákvarð­anir um við­var­andi hækkun gjalda­heim­ilda verða teknar við gerð fjár­mála­á­ætl­unar 2021-2025.“

Allar stofn­an­irnar sem um ræðir hafa mál tengd Sam­herja til skoð­unar sem stend­ur, sam­kvæmt upp­lýs­ingum Kjarn­ans.

Harð­vít­ugar póli­tískar deilur

Þegar Sam­herj­­a­­málið kom upp á yfir­­­borð­ið í nóv­em­ber varð harð­vítug póli­­tísk umræða um hvers konar fjár­­heim­ildir emb­ætti hér­­aðs­sak­­sókn­­ara, sem sinnir nú efna­hags­brota­rann­­sókn­um, þyrfti til að geta tek­ist á við það. ­Stjórn­ar­and­staðan ásak­aði rík­is­stjórn­ina um að vilja ekki fjár­magna nauð­syn­legar rann­sókn­ir, við litlar vin­sældir ráða­manna. Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­mála­ráð­herra, rauk meðal ann­ars á dyr þegar óund­ir­bú­inn fyr­ir­spurna­tími stóð yfir á Alþingi 25. nóv­em­ber, og Sam­herj­a­málið var til umræðu, þar sem hann var sak­aður um að brjóta lög um opin­ber fjár­mál. Bjarni svar­aði því til í umræðu um málið að ef með þyrfti þá væri ­mögu­legt að sækja fjár­magn í vara­sjóð mála­flokka og að hann hefði engar áhyggjur að emb­ætti hér­aðs­sak­sókn­ara fengi ekki nægi­legt fjár­magn ef þyrfti að rann­saka mál­ið.

Auglýsing
Í minn­is­­blaði sem Ólafur Þór Hauks­­son hér­­aðs­sak­­sókn­­ari sendi til dóms­­mála­ráðu­­neyt­is­ins í nóv­­em­ber kom fram að um hund­rað mál biði rann­­sóknar hjá emb­ætt­inu og að núver­andi starfs­­manna­­fjöldi dygði ekki til að sinna öllum þeim rann­­sókn­­ar­verk­efnum sem það þarf að takast á við að óbreyttu, hvað þá við­­bót­­ar­­málum af stærra umfangi. Meiri fjár­­muni þyrfti til. 

Ólafur Þór lagði til að starfs­­mönnum á rann­­sókn­­ar­sviði emb­ættis hans yrði fjölgað um sex í byrjun árs 2020. Hann lagði auk þess til að starfs­­mönnum verði mög­u­­lega fjölgað um tvo til við­­bótar síðar á árinu ef verk­efna­­staða emb­ætt­is­ins gefur til­­efni til. Með­­al­­kostn­aður fyrir hvert starf sem við bæt­ist er áætl­­aður 15 millj­­ónir króna og því myndi fyrsta aukn­ingin kosta um 90 millj­­ónir króna. 

Aukið álag vegna betra eft­ir­lits með pen­inga­þvætti

Í minn­is­­blað­inu var einnig fjallað um aukið álag vegna auk­inna umsvifa skrif­­stofu fjár­­­mála­­grein­inga lög­­­reglu, en hún hét áður pen­inga­þvætt­is­skrif­stofa og var færð frá rík­­is­lög­­reglu­­stjóra yfir til emb­ættis hér­­aðs­sak­­sókn­­ara sum­­­arið 2015. Þá starf­aði einn maður á skrif­­stof­unni.

Auglýsing
Í kjöl­far þess að alþjóð­­legu sam­tökin Fin­ancial Act­ion Task Force (FATF) gáfu pen­inga­þvætt­is­vörnum Íslands fall­ein­kunn í úttekt sem var birt í apríl 2018 var ráð­ist í miklar umbættur á starf­­semi hennar og starfs­­fólki fjölgað til muna. Fjár­­­munir hafa verið settir í að kaupa upp­­­lýs­inga­­­kerfi til að taka á móti og halda utan um til­­­kynn­ingar um pen­inga­þvætti og eft­ir­lit með starf­­­semi innan bank­anna sjálfra hefur verið eflt. Inn­­­­­leið­ing þess kerfis er þó ekki að fullu til­­­­­bú­in og ekki er búist við því að hún klárist fyrr en á næsta ári. Þrátt fyrir að gripið hafi verið til þess að styrkja skrif­­stof­una, og ann­­arra marg­hátt­aðra ráð­staf­ana til að bregð­­ast við aðfinnslum FATF, end­aði Ísland á gráum lista sam­tak­anna yfir ríki sem eru ekki búin að gera nóg til að verja sig fyrir pen­inga­þvætti.

Í minn­is­­blað­inu benti Ólafur Þór á að fjölgun starfs­­manna og efl­ing skrif­­stofu fjár­­­mála­­grein­inga lög­­­reglu hafi leitt til fleiri grein­inga þaðan til rann­­sókn­­ar­sviðs emb­ætt­is­ins sem þurfi að rann­saka. Taka þurfi til­­lit til þess við fjár­­veit­ing­­ar. 

Það bendi til þess að aukið eft­ir­lit með pen­inga­þvætti hafi þegar skilað því að emb­ætti hér­aðs­sak­sókn­ara sé að rann­saka fleiri slík mál en áður. 

Gátu ekki klárað hrun­rann­­sóknir

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem emb­ættið hefur verið í þeirri stöðu að geta ekki sinnt rann­­sóknum í málum þar sem grunur leikur á um refsi­verða hátt­­semi.

Í októ­ber 2018 sagði Ólafur Þór í við­tali á Hring­braut að nið­­­ur­­­skurð­­­ur­inn sem emb­ætti sér­­­staks sak­­­sókn­­­ara, sem síðar var breytt í emb­ætti hér­­aðs­sak­­sókn­­ara, var lát­inn sæta árið 2013, upp á 774 millj­­­ónir króna, hafi gert það að verkum að ekki var hægt að klára rann­­­sókn á sumum málum tengdum hrun­inu. „Auð­vitað voru þarna nokkur mál sem við hefðum viljað fara betur ofan í sem við höfðum ekki „reso­urce-a“ til að taka.“ 

Ólafur Þór sagði þá að um 200 mál hefðu komið inn á borð emb­ætt­is­ins tengd hrun­inu. Af þeim hafi mörg verið sam­einuð og á end­­­anum fóru 35 í ákæru­­­ferli. 

Aðspurður um þau mál sem röt­uðu ekki í ákæru­­­ferli sagði Ólafur Þór að þar væru fyrst og fremst um mál að ræða sem emb­ættið taldi að myndu ekki ná inn í dóm. „Ann­­­ars vegar var þá hætt rann­­­sókn eða þá mál voru full­­­kláruð og svo tekið mat á því hvort þau stæð­ust sönn­un­­­ar­­­lega séð. Hvort það væru meiri lík­­­indi en minni að það yrði sak­­­fellt í þeim. Í nokkrum til­­­vikum var það þannig að það þótti ekki vera. Síðan í rest­ina voru farin að koma inn frek­­­ari sjón­­­­­ar­mið eins og til dæmis tíma­­­lengd­in, hvað þetta var búið að taka langan tíma. Þar kom inn í að við erum skorin svo­­­lítið hressi­­­lega niður strax á árinu 2013, sem gerir það að verkum að sumt að því sem við vorum með það náði ekki fram.“

Þegar Ólafur Þór var spurður um það í þætt­inum hvernig það stæð­ist jafn­­­ræð­is­­­sjón­­­ar­mið að sumir ein­stak­l­ingar slyppu við ákæru, og mög­u­­­lega dóm, vegna þess að rann­­­sókn á málum þeirra hefði tekið lengri tíma en hjá öðrum eða vegna þess að emb­ætt­inu skorti fjár­­­­­magn, svar­aði hann því til að það væri eðli­­­legt að velta þeirri spurn­ingu upp. „En í mjög mörgum til­­­vikum var um að ræða mál sem beindust að sömu aðilum og áður höfðu fengið dóma og jafn­­­vel voru komnir með full­nýtta refsiramma, upp í sex ár. Þannig að það var í lang­flestum til­­­vikum um slíkt að ræða.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Dagur: Mesta hækkun lægstu launa sem samið hefur verið um í kjarasamningum
Borgarstjórinn í Reykjavík opinberaði hvað felst í tilboði borgarinnar til ófaglærðra starfsmanna Eflingar í sjónvarpsviðtali í kvöld. Hann segir tilboðið upp á mestu hækkun lægstu launa í Íslandssögunni.
Kjarninn 19. febrúar 2020
Frá baráttufundi á vegum Eflingar fyrr í mánuðinum.
Segja borgina hafa slegið á sáttarhönd láglaunafólks – Verkfallið heldur áfram
Engin lausn er í sjónmáli í deilum Eflingar við Reykjavíkurborg eftir að tilboði sem Efling lagði fram í gær til lausnar á deilunni var ekki tekið.
Kjarninn 19. febrúar 2020
Krínólín, kjólar og ómældur kvennakraftur!
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Konur & krínólin eftir Eddu Björgvinsdóttur.
Kjarninn 19. febrúar 2020
Sanna Magdalena Mörtudóttir
Láglaunastefnan gerir mann svangan
Kjarninn 19. febrúar 2020
Loftslagsbreytingar, hnignun vistkerfa, fólksflótti, stríðsátök, ójöfnuður og skaðleg markaðssetning er meðal þess sem ógnar heilsu og framtíð barna í öllum löndum.
Loftslagsbreytingar ógn við framtíð allra barna
Ísland er eitt besta landið í veröldinni fyrir börn en samkvæmt nýrri skýrslu UNICEF, WHO og læknaritsins Lancet dregur mikil losun gróðurhúsalofttegunda okkur niður listann yfir sjálfbærni.
Kjarninn 19. febrúar 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, fyrrverandi og líkast til verðandi forstjóri Samherja.
Búist við að Þorsteinn Már snúi aftur sem forstjóri Samherja í næsta mánuði
Tímabundnu leyfi Þorsteins Más Baldvinssonar frá forstjórastóli Samherja virðist vera að fara að ljúka. Sitjandi forstjóri reiknar með að hann snúi aftur í næsta mánuði. Engin niðurstaða liggur fyrir í rannsókn Samherjamálsins hérlendis.
Kjarninn 19. febrúar 2020
Útvegsmenn vilja að sjómenn greiði hlutdeild í veiðigjaldi til stjórnvalda
Ein af nítján kröfum Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi er að sjómenn greiði hlut í veiðigjaldi og kolefnisgjaldi. Formanni Sjómannasambands Íslands líst ekki kröfurnar „frekar en endranær.“
Kjarninn 19. febrúar 2020
Hluthafar Arion banka gætu tekið út tugi milljarða úr bankanum í ár
Áframhaldandi breytt fjármögnun, samdráttur í útlánum, stórtæk uppkaup á eigin bréfum og arðgreiðslur sem eru langt umfram hagnað eru allt leiðir sem er verið að fullnýta til að auka getu Arion banka til að greiða út eigið fé bankans í vasa hluthafa.
Kjarninn 19. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent