Segir kominn tíma á stjórn án Sjálfstæðisflokks

Formaður Samfylkingarinnar segir tími til komin að hætta að láta Sjálfstæðisflokkinn velja sér dansfélaga og stjórna á eigin forsendum.

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
AuglýsingÞað er kom­inn tími til að hætta að láta Sjálf­stæð­is­flokk­inn enda­laust velja sér nýja dans­fé­laga eftir kosn­ingar og stjórna eftir eigin geð­þótta. Þetta sagði Logi Ein­ars­son, for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, í umræðum um stöð­una í stjórn­málum í byrjun árs og verk­efnin framundan á Alþingi í dag.

„Nú er kom­inn tími sam­stilltr­ar, djarfrar og víð­sýnnar stjórn­ar, án Sjálf­stæð­is­flokks­ins - fyrir allt fólkið í land­inu og kom­andi kyn­slóð­ir. Stjórn sem leggur alla áherslu á rík­ara félags­legt rétt­læti og hefur á sama tíma meiri sköp­un­ar­kraft, fram­sýni og hug­rekki,“ sagði Logi enn­fremur og til­tók að Sam­fylk­ingin væri til­búin í það verk­efni.

Auglýsing
Í ræðu sinni fjall­aði Logi einnig um að allar kann­anir bentu til þess að rík­is­stjórn Katrínar Jak­obs­dóttur for­sæt­is­ráð­herra væri kol­fall­in. Tals­menn hennar stærðu sig gjarnan að því að hafa ráð­ist í viða­mikla lífs­kjara­sókn, inn­viða­upp­bygg­ingu og unnið stóra­frek í aðgerðum gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Raun­veru­leik­inn sýni þó aðra nið­ur­stöðu.

Hag­vöxtur sé horf­inn og atvinnu­leysi hefur tvö­faldast, neyð­ar­á­stand ríki á bráða­mót­tök­unni og heil­brigð­is­kerfið allt sé van­fjár­magn­að, losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda hafi aukist, mál­efni útlend­inga séu í ólestri, veiði­leyfagjöld séu orðin helm­ingi lægri en þegar rík­is­stjórnin tók við, öryrkjar og eldri borg­arar hafi dreg­ist enn lengra aftur úr öðrum hóp­um, dóms­kerfið væri í upp­námi og Ísland væri á gráum lista.

Mikið talað fyrir ákveðnu rík­is­stjórn­ar­mynstri

Um er að ræða nokkuð kunn­ug­legt stef í ræðum Loga und­an­farin miss­er­i. 

Í við­tali við Mann­líf í jan­úar í fyrra sagði Logi að hann vildi rík­is­stjórn með Við­reisn, Pírötum og Vinstri græn­um. „Ég held að við gætum náð mjög mörgum skemmti­­legum og góðum málum á dag­­skrá ef við myndum mynda rík­­is­­stjórn frá miðju til vinstri þar sem Sam­­fylk­ingin væri kjöl­­fest­u­­flokkur og við hefðum svo Við­reisn og Pírata öðrum megin við okkur og Vinstri græn hinum megin við okk­­ur.“ 

Á flokk­stjórn­ar­fundi Sam­fylk­ing­ar­innar sem fór fram í mars 2019 sagði hann að Ísland þyrfti ekki jafn­­vægi Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins sem byggði á því að örfáir sitja öðru megin á vega­salt­inu, með þorra gæð­anna en allur almenn­ings héldi jafn­­vægi hinum meg­in.

Á öðrum flokk­stjórn­ar­fundi Sam­fylk­ing­ar­innar sem hald­inn var í októ­ber í fyrra fjall­aði hann meðal ann­ars um, í ræðu sinni þar, hversu stór tíð­indi ný staða Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins vegna minnk­andi fylgis væri og að aðrir flokkar þurfi að bregð­­ast við þessum nýja veru­­leika sem blasti við í íslenskum stjórn­­­mál­­um. Hann sagði þetta vera sög­u­­legt tæki­­færi fyrir Sam­­fylk­ing­una til að fylkja saman umbóta­öfl­unum í land­inu og sýna að það sé til betri val­­kostur fyrir íslenskan almenn­ing en núver­andi rík­­is­­stjórn. 
„Næsta stóra verk­efni okkar er þetta: Við verð­um, og segjum það bara skýrt, við verðum að fella þessa rík­­is­­stjórn í kosn­­ing­unum 2021, til að mynda betri, djarfari og víð­­sýnni stjórn fyrir fólkið í land­inu og kom­andi kyn­­slóðir - við verðum að rísa undir þeirri ábyrgð.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Berglind Rós Magnúsdóttir
Umhyggjuhagkerfi, arðrán og ástarkraftur
Kjarninn 9. apríl 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Engin ákvörðun verið tekin um að halda Íslandi lokuðu þar til að bóluefni finnst
Ummæli Lilju D. Alfreðsdóttur, um að bóluefni við kórónuveirunni sé forsenda þess að hægt sé að opna Ísland að nýju fyrir ferðamönnum, hafa vakið athygli. Nú hefur ráðherra ferðamála stigið fram og sagt enga ákvörðun hafa verið tekna um málið.
Kjarninn 9. apríl 2020
Kristín Ólafsdóttir og Vilborg Oddsdóttir
Ekki gleyma þeim!
Kjarninn 9. apríl 2020
Landspítalinn fékk 17 fullkomnar öndunarvélar frá 14 íslenskum fyrirtækjum
Nokkur íslensk fyrirtæki, sem vilja ekki láta nafns síns getið, hafa gefið Landspítalanum fullkomnar öndunarvélar og ýmsan annan búnað. Með því vilja þau leggja sitt að mörkum við að styðja við íslenskt heilbrigðiskerfi á erfiðum tímum.
Kjarninn 9. apríl 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Kvikmyndagerð í skugga COVID-19
Kjarninn 9. apríl 2020
Fleiri náðu bata í gær en greindust með virk COVID-smit
Þeim sem eru með virk COVID-smit á Íslandi fækkaði um 23 á milli daga. Það fækkaði einnig um tvo á gjörgæslu.
Kjarninn 9. apríl 2020
Hjálmar Gíslason
Eftir COVID: Leiðarljós við uppbyggingu
Kjarninn 9. apríl 2020
Erlendum ríkisborgurum sem ákveða að búa á Íslandi hefur fjölgað gríðarlega hratt á undanförnum árum. Stór hluti þess vinnuafls sem unnið hefur við mannaflsfrekar framkvæmdir hefur til að mynda verið útlendingar.
Tæplega fjórðungur umsækjenda um hlutabætur erlendir ríkisborgarar
Um 23 prósent starfandi íbúa landsins hafa annað hvort sótt um hlutabætur eða skrá sig á almenna atvinnuleysisskrá. Erlendir ríkisborgarar eru um 20 prósent af vinnuafli landsins en tæplega fjórðungur þeirra sem sótt hafa um hlutabætur eru útlendingar.
Kjarninn 9. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent