Segir kominn tíma á stjórn án Sjálfstæðisflokks

Formaður Samfylkingarinnar segir tími til komin að hætta að láta Sjálfstæðisflokkinn velja sér dansfélaga og stjórna á eigin forsendum.

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
AuglýsingÞað er kom­inn tími til að hætta að láta Sjálf­stæð­is­flokk­inn enda­laust velja sér nýja dans­fé­laga eftir kosn­ingar og stjórna eftir eigin geð­þótta. Þetta sagði Logi Ein­ars­son, for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, í umræðum um stöð­una í stjórn­málum í byrjun árs og verk­efnin framundan á Alþingi í dag.

„Nú er kom­inn tími sam­stilltr­ar, djarfrar og víð­sýnnar stjórn­ar, án Sjálf­stæð­is­flokks­ins - fyrir allt fólkið í land­inu og kom­andi kyn­slóð­ir. Stjórn sem leggur alla áherslu á rík­ara félags­legt rétt­læti og hefur á sama tíma meiri sköp­un­ar­kraft, fram­sýni og hug­rekki,“ sagði Logi enn­fremur og til­tók að Sam­fylk­ingin væri til­búin í það verk­efni.

Auglýsing
Í ræðu sinni fjall­aði Logi einnig um að allar kann­anir bentu til þess að rík­is­stjórn Katrínar Jak­obs­dóttur for­sæt­is­ráð­herra væri kol­fall­in. Tals­menn hennar stærðu sig gjarnan að því að hafa ráð­ist í viða­mikla lífs­kjara­sókn, inn­viða­upp­bygg­ingu og unnið stóra­frek í aðgerðum gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Raun­veru­leik­inn sýni þó aðra nið­ur­stöðu.

Hag­vöxtur sé horf­inn og atvinnu­leysi hefur tvö­faldast, neyð­ar­á­stand ríki á bráða­mót­tök­unni og heil­brigð­is­kerfið allt sé van­fjár­magn­að, losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda hafi aukist, mál­efni útlend­inga séu í ólestri, veiði­leyfagjöld séu orðin helm­ingi lægri en þegar rík­is­stjórnin tók við, öryrkjar og eldri borg­arar hafi dreg­ist enn lengra aftur úr öðrum hóp­um, dóms­kerfið væri í upp­námi og Ísland væri á gráum lista.

Mikið talað fyrir ákveðnu rík­is­stjórn­ar­mynstri

Um er að ræða nokkuð kunn­ug­legt stef í ræðum Loga und­an­farin miss­er­i. 

Í við­tali við Mann­líf í jan­úar í fyrra sagði Logi að hann vildi rík­is­stjórn með Við­reisn, Pírötum og Vinstri græn­um. „Ég held að við gætum náð mjög mörgum skemmti­­legum og góðum málum á dag­­skrá ef við myndum mynda rík­­is­­stjórn frá miðju til vinstri þar sem Sam­­fylk­ingin væri kjöl­­fest­u­­flokkur og við hefðum svo Við­reisn og Pírata öðrum megin við okkur og Vinstri græn hinum megin við okk­­ur.“ 

Á flokk­stjórn­ar­fundi Sam­fylk­ing­ar­innar sem fór fram í mars 2019 sagði hann að Ísland þyrfti ekki jafn­­vægi Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins sem byggði á því að örfáir sitja öðru megin á vega­salt­inu, með þorra gæð­anna en allur almenn­ings héldi jafn­­vægi hinum meg­in.

Á öðrum flokk­stjórn­ar­fundi Sam­fylk­ing­ar­innar sem hald­inn var í októ­ber í fyrra fjall­aði hann meðal ann­ars um, í ræðu sinni þar, hversu stór tíð­indi ný staða Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins vegna minnk­andi fylgis væri og að aðrir flokkar þurfi að bregð­­ast við þessum nýja veru­­leika sem blasti við í íslenskum stjórn­­­mál­­um. Hann sagði þetta vera sög­u­­legt tæki­­færi fyrir Sam­­fylk­ing­una til að fylkja saman umbóta­öfl­unum í land­inu og sýna að það sé til betri val­­kostur fyrir íslenskan almenn­ing en núver­andi rík­­is­­stjórn. 
„Næsta stóra verk­efni okkar er þetta: Við verð­um, og segjum það bara skýrt, við verðum að fella þessa rík­­is­­stjórn í kosn­­ing­unum 2021, til að mynda betri, djarfari og víð­­sýnni stjórn fyrir fólkið í land­inu og kom­andi kyn­­slóðir - við verðum að rísa undir þeirri ábyrgð.Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Dagur: Mesta hækkun lægstu launa sem samið hefur verið um í kjarasamningum
Borgarstjórinn í Reykjavík opinberaði hvað felst í tilboði borgarinnar til ófaglærðra starfsmanna Eflingar í sjónvarpsviðtali í kvöld. Hann segir tilboðið upp á mestu hækkun lægstu launa í Íslandssögunni.
Kjarninn 19. febrúar 2020
Frá baráttufundi á vegum Eflingar fyrr í mánuðinum.
Segja borgina hafa slegið á sáttarhönd láglaunafólks – Verkfallið heldur áfram
Engin lausn er í sjónmáli í deilum Eflingar við Reykjavíkurborg eftir að tilboði sem Efling lagði fram í gær til lausnar á deilunni var ekki tekið.
Kjarninn 19. febrúar 2020
Krínólín, kjólar og ómældur kvennakraftur!
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Konur & krínólin eftir Eddu Björgvinsdóttur.
Kjarninn 19. febrúar 2020
Sanna Magdalena Mörtudóttir
Láglaunastefnan gerir mann svangan
Kjarninn 19. febrúar 2020
Loftslagsbreytingar, hnignun vistkerfa, fólksflótti, stríðsátök, ójöfnuður og skaðleg markaðssetning er meðal þess sem ógnar heilsu og framtíð barna í öllum löndum.
Loftslagsbreytingar ógn við framtíð allra barna
Ísland er eitt besta landið í veröldinni fyrir börn en samkvæmt nýrri skýrslu UNICEF, WHO og læknaritsins Lancet dregur mikil losun gróðurhúsalofttegunda okkur niður listann yfir sjálfbærni.
Kjarninn 19. febrúar 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, fyrrverandi og líkast til verðandi forstjóri Samherja.
Búist við að Þorsteinn Már snúi aftur sem forstjóri Samherja í næsta mánuði
Tímabundnu leyfi Þorsteins Más Baldvinssonar frá forstjórastóli Samherja virðist vera að fara að ljúka. Sitjandi forstjóri reiknar með að hann snúi aftur í næsta mánuði. Engin niðurstaða liggur fyrir í rannsókn Samherjamálsins hérlendis.
Kjarninn 19. febrúar 2020
Útvegsmenn vilja að sjómenn greiði hlutdeild í veiðigjaldi til stjórnvalda
Ein af nítján kröfum Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi er að sjómenn greiði hlut í veiðigjaldi og kolefnisgjaldi. Formanni Sjómannasambands Íslands líst ekki kröfurnar „frekar en endranær.“
Kjarninn 19. febrúar 2020
Hluthafar Arion banka gætu tekið út tugi milljarða úr bankanum í ár
Áframhaldandi breytt fjármögnun, samdráttur í útlánum, stórtæk uppkaup á eigin bréfum og arðgreiðslur sem eru langt umfram hagnað eru allt leiðir sem er verið að fullnýta til að auka getu Arion banka til að greiða út eigið fé bankans í vasa hluthafa.
Kjarninn 19. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent