Vill að Líf víki sem stjórnarmaður borgarinnar í Sorpu

Borgarfulltrúi Flokks fólksins hefur lagt fram tillögu þess efnis að Líf Magneudóttir, stjórnarmaður Reykjavíkurborgar í Sorpu og borgarfulltrúi VG, víki úr stjórninni og í reynd að öll stjórnin segi af sér.

Kolbrún Baldursdóttir
Kolbrún Baldursdóttir
Auglýsing

Flokkur fólks­ins leggur til að stjórn­ar­maður Reykja­víkur í Sorpu víki sæti úr stjórn og telur hann í raun öll að stjórnin segði af sér. Henni hafi mis­tek­ist hlut­verk sitt.

Kol­brún Bald­urs­dótt­ir, borg­ar­full­trúi Flokks fólks­ins, lagði fram til­lögu þess efnir í borg­ar­ráði í morgun en henni var frestað.

Í stjórn Sorpu sitja Birkir Jón Jóns­son fyrir Kópa­vogs­bæ, sem einnig er for­mað­ur, Líf Magneu­dóttir fyrir Reykja­vík­ur­borg, en hún er vara­for­mað­ur, Ágúst Bjarni Garð­ars­son fyrir Hafn­ar­fjarð­ar­bæ, Jóna Sæmunds­dóttir fyrir Garða­bæ, Kol­brún G. Þor­steins­dóttir fyrir Mos­fellsbæ og Bjarni Torfi Álf­þórs­son fyrir Sel­tjarn­ar­nes­bæ.

Auglýsing

­Stjórn Sorpu ákvað á stjórn­­­­­ar­fundi í gær að afþakka vinn­u­fram­lag Björns H. Hall­­dór­s­­son­­ar, fram­­kvæmda­­stjóra fyr­ir­tæk­is­ins, á meðan mál hans eru til með­­­­­ferðar innan stjórn­­­­­ar, að því er fram kemur í til­­­kynn­ingu sem stjórn Sorpu sendi frá sér vegna skýrslu innri end­­­ur­­­skoð­unar Reykja­vík­­­­­ur­­­borgar um ástæður fram­úr­keyrslu sem varð á áætl­­­uðum fram­­­kvæmda­­­kostn­aði vegna bygg­ingar gas- og jarð­­­gerð­­­ar­­­stöðvar í Álfs­­­nesi og mót­­­töku­­­stöðvar í Gufu­­­nesi.

Stjórnin reyni að fría sig ábyrgð

Í til­lögu Flokks fólks­ins segir að enn ein svört skýrsla innri end­ur­skoð­unar hafi birst á þessu kjör­tíma­bili sem varla er hálfnað og snúi nú að stjórn­ar­háttum Sorpu.

„Í skýrsl­unni koma fram ástæður fram­úr­keyrslu sem varð á áætl­­uðum fram­­kvæmda­­kostn­aði vegna bygg­ingar gas- og jarð­­gerð­­ar­­stöðvar í Álfs­­nesi og mót­­töku­­stöðvar í Gufu­­nesi. Fram­kvæmd­ar­stjórn, undir stjórn stjórnar Sorpu hafði lagt til að tæpum 1,4 millj­­örðum króna yrði bætt við fjár­­hags­á­ætlun fyr­ir­tæk­is­ins vegna næstu fjög­­urra ára. Innri end­­ur­­skoðun Reykja­vík­­­ur­­borgar gerði jafn­­framt úttekt á stjórn­­­ar­háttum félags­­ins og fann þar margt athuga­vert og jafn­vel ámæl­is­vert. Að sögn fram­­kvæmda­­stjóra höfðu hvorki stjórn­­­ar­­for­­maður né aðrir stjórn­­­ar­­menn frum­­kvæði að því að afla upp­­lýs­inga um heild­­ar­­kostnað á hverjum tíma til að gera við­eig­andi sam­an­­burð við áætl­­an­ir,“ segir í til­lög­unni.

Þá spyr Kol­brún hvort stjórn­ar­maður Sorpu hljóti ekki að víkja úr stjórn í kjöl­far áfell­is­dóms sem stjórnin fái. Varla sé hægt að henda allri ábyrgð­inni á fram­kvæmd­ar­stjór­ann. Ábyrgðin hljóti fyrst og fremst að vera stjórn­ar­innar í þessu máli. Stjórn Sorpu reyni að fría sig ábyrgð meðal ann­ars með því að segja að hún hafi kallað eftir úttekt innri end­ur­skoð­un­ar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Óendurvinnanlegur úrgangur á bilinu 40 til 100 þúsund tonn á ári fram til ársins 2045
Skýrsla um þörf fyrir sorpbrennslustöðvar á Íslandi hefur litið dagsins ljós. Umhverfis- og auðlindaráðherra fagnar úttektinni og segir að nú sé hægt að stíga næstu skref.
Kjarninn 16. janúar 2021
Gauti Jóhannesson er forseti bæjarstjórnar í Múlaþingi og fyrrverandi sveitarstjóri Djúpavogshrepps.
Forseti bæjarstjórnar Múlaþings íhugar alvarlega að sækjast eftir þingsæti
Gauti Jóhannesson fyrrverandi sveitarstjóri á Djúpavogi segir tímabært að Sjálfstæðisflokkurinn eignist þingmann frá Austurlandi og íhugar framboð til Alþingis. Kjarninn skoðaði framboðsmál Sjálfstæðisflokks í Norðausturkjördæmi.
Kjarninn 16. janúar 2021
Guðjón S. Brjánsson sá þingmaður sem keyrði mest allra árið 2020
Í fyrsta sinn í mörgu ár er Ásmundur Friðriksson ekki sá þingmaður sem keyrði mest. Hann dettur niður í annað sætið á þeim lista. Kostnaður vegna aksturs þingmanna dróst saman um fimmtung milli ára.
Kjarninn 16. janúar 2021
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra.
Könnun: Fleiri andvíg en fylgjandi frumvarpi Guðmundar Inga um Hálendisþjóðgarð
Samkvæmt könnun frá Gallup segjast 43 prósent andvíg frumvarpi umhverfis- og auðlindaráðherra um stofnun Hálendisþjóðgarðs, en 31 prósent fylgjandi. Rúmlega fjórir af tíu segjast hafa litla þekkingu á frumvarpinu.
Kjarninn 16. janúar 2021
Örn Bárður Jónsson
Má hefta tjáningarfrelsi og var rétt að loka á Trump?
Kjarninn 16. janúar 2021
Bræðraborgarstígur 1 brann í sumar. Þorpið hefur keypt rústirnar og húsið við hliðina, Bræðraborgarstíg 3.
Keyptu hús og rústir á Bræðraborgarstíg á 270 milljónir og sækja um niðurrif eftir helgi
Loks hillir undir að brunarústirnar á Bræðraborgarstíg 1 verði rifnar. Nýir eigendur, sem gengið hafa frá kaupsamningi, vilja gera eitthvað gott og fallegt á staðnum í kjölfar harmleiksins sem kostaði þrjár ungar manneskjur lífið síðasta sumar.
Kjarninn 16. janúar 2021
Frá spítala í Manaus í gær. Þar skortir súrefni, sem hefur valdið ónauðsynlegum dauðsföllum bæði COVID-sjúklinga og annarra.
„Brasilíska afbrigðið“: Bretar herða reglur og súrefnið klárast í stórborg í Amazon
Faraldsfræðingur í Manaus í Brasilíu segir borgina að verða sögusvið eins sorglegasta kafla COVID-19 faraldursins hingað til. Súrefni skortir og nýburar eru fluttir í burtu. Á sama tíma grípa Bretar til hertra aðgerða til að verjast nýjum afbrigðum.
Kjarninn 15. janúar 2021
Eyþór Eðvarðsson
Þurfum stærri aðgerðir í loftslagsmálum
Kjarninn 15. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent