Arnþrúður sótti um starf útvarpsstjóra og segist hafa verið í lokahópnum

Útvarpsstjóri Útvarps Sögu var á meðal þeirra sem sóttu um að verða næsta útvarpsstjóri. Hún segist hafa verið í lokahóp sem hafi komið til greina í starfið.

Arnþrúður Karlsdóttir
Auglýsing

Arn­þrúður Karls­dótt­ir, útvarps­stjóri Útvarps Sögu, var ein þeirra sem sótti um starf útvarps­stjóra. Hún greindi frá ráðn­ing­ar­ferl­inu í síma­tíma Útvarps Sögu í morg­un.

Þar sagði Arn­þrúður að hún hafi verið í fimm manna loka­hópi sem stjórn RÚV hefði valið end­an­lega úr í stöpu útvarps­stjóra. Aðrir í hópnum hefðu verið tvær kon­ur, þar á meðal önnur sem hefði mikla reynslu úr útvarpi og því að stýra dag­blaði. Þar verður að telj­ast öruggt að Arn­þrúður eigi við Krist­ínu Þor­steins­dótt­ur, fyrr­ver­andi rit­stjóra Frétta­blaðs­ins, sem stað­fest er að sótti um stöð­una. Hin konan sem var í loka­hópnum er Kol­brún Hall­dórs­dótt­ir, fyrr­ver­andi þing­maður Vinstri grænna og umhverf­is­ráð­herra. Auk þeirra þriggja segir Arn­þrúður að tveir karl­ar, Stefán Eiríks­son, sem var ráð­inn nýr útvarps­stjóri, og Karl Garð­ars­son, fyrr­ver­andi þing­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins og fram­kvæmda­stjóri útgáfu­fé­lags DV, hafi verið í loka­hópn­um. 

Þetta skar­ast á við heim­ildir Kjarn­ans sem herma að fjórir hafi verið í loka­hópn­um. Þau Stef­án, Karl, Kol­brún og Þor­steinn Gunn­ars­son, sveit­ar­stjóri í Skútu­stað­ar­hreppi og fyrr­ver­andi íþrótta­f­rétta­mað­ur. 

Auglýsing
Arnþrúður hrós­aði Capacent, sem var til ráð­gjafar í ráðn­ing­ar­ferl­inu, mjög í síma­tímunum í morgun og sagði fyr­ir­tækið hefði unnið fag­lega. Hún hefði hins vegar áttað sig á því að staðan væri bit­língur sem ætti að úthluta þegar Kjarn­inn greindi frá því síð­ast­lið­inn föstu­dag að Stefán hefði verið á meðal umsækj­enda. Stjórn RÚV hafi ekki viljað „fag­þekk­ing­una þarna inn, heldur emb­ætt­is­mann­inn.“

Arn­þrúður sagði enn fremur að henni hefði verið sagt að það væri ekki gott fyrir hana að eiga enga vini í stjórn RÚV.

Stefán valin úr hópi 41 umsækj­enda

Greint var frá því í gær að borg­­­ar­­­rit­­­ari Reykja­víkur og fyrr­ver­andi lög­­­­­reglu­­­stjóri á höf­uð­­­borg­­­ar­­­svæð­inu, yrði nýr útvarps­­­stjóri RÚV. Hann tekur við starf­inu 1. mars næst­kom­and­i. 

Stefán var á meðal 41 umsækj­enda um starfið en það var aug­lýst ­­laust til umsóknar seint á síð­­asta ári. Á meðal ann­­­arra en ofan­­­greindra sem stað­­­­fest er að sóttu um starfið eru Svan­hildur Hólm Vals­dótt­ir, aðstoð­­­­ar­­­­maður Bjarna Bene­dikts­­­­sonar fjár­­­­­­­mála- og efna­hags­ráð­herra, Elín Hir­st, fyrr­ver­andi þing­­­­maður Sjálf­­­­stæð­is­­­­flokks og áður frétta­­­­stjóri hjá RÚV, Kol­brún Hall­­­­dór­s­dótt­ir, fyrr­ver­andi þing­­­­maður Vinstri grænna og umhverf­is­ráð­herra, Her­­­­­dís Kjerulf Þor­geirs­dóta­tir, doktor í lögum með tján­ing­­­­­­ar­frelsi fjöl­miðla sem sér­­­­­­­­­­­svið og er einnig mennt­aður stjórn­­­­­­­­­mála­fræð­ing­­­­­ur, Bald­vin Þór Bergs­­­­­son, dag­­­­­skrár­­­­­stjóri núm­iðla RÚV, og Stein­unn Ólína Þor­­­­­­steins­dótt­ir, leik­­­­­­kona og fyrr­ver­andi rit­­­­­­stjóri Kvenna­­­blaðs­ins.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Látum Amazon borga“
Starfsmenn Amazon munu á svörtum föstudegi efna til mótmæla og jafnvel verkfalla á starfstöðum Amazon víða um heim. Alþýðusamband Íslands er orðið þátttakandi í alþjóðlegri herferð undir yfirskriftinni „Látum Amazon borga“.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Togarinn Júlíus Geirmundsson.
Skipstjórnarmenn hjá Samherja segjast „án málsvara og stéttarfélags“
Sautján skipstjórar og stýrimenn hjá Samherja gagnrýna eigið stéttarfélag harðlega fyrir að hafa staðið að lögreglukæru á hendur skipstjóra Júlíusar Geirmundssonar og segja umfjöllun um málið gefa ranga mynd af lífinu til sjós.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir og Katrín Jakobsdóttir
Spurði Katrínu af hverju hún væri „að mylja undir þá ríku“
Þingmaður Pírata og forsætisráðherra voru aldeilis ekki sammála á þingi í dag um það hvort stjórnvöld væru að „mylja undir þá ríku“ með aðgerðum vegna COVID-19 faraldursins.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: Stöndum á krossgötum
Sóttvarnalæknir segir að á sama tíma og að mikið ákall sé í samfélaginu um að aflétta takmörkunum megi sjá merki um að faraldurinn gæti verið að fara af stað enn á ný.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Ekki fleiri PS5 á Íslandi á þessu ári
Kjarninn 26. nóvember 2020
Borgin gefur ríkinu út næstu viku til að borga 8,7 milljarða króna, annars mun hún höfða mál
Reykjavíkurborg telur að hún hafi verið útilokuð frá því að hljóta framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga árum saman og að sú útilokun sé bæði andstæð lögum og stjórnarskrá. Hún fer fram á 8,7 milljarða króna auk vaxta og dráttarvaxta.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Kannanir sýna að langflestir landsmenn hafi fulla trú á þeirri stefnu sem almannavarnir og heilbrigðisyfirvöld reka í baráttunni gegn COVID-19.
Lítill hljómgrunnur fyrir andstöðu við sóttvarnaraðgerðir yfirvalda
Landsmenn treysta yfirvöldum til að takast á við COVID-19 og bara tíu prósent telja að of mikið sé gert úr heilsufarslegri hættu sem starfi af faraldrinum. Gagnrýnendur finna helst hljómgrunn á meðal lítils hluta kjósenda Miðflokks og Sjálfstæðisflokks.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
„Spítalinn var næstum því kominn á hliðina í þessum litla faraldri“
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var spurður beinskeyttra spurninga um gagnrýni sem fram hefur komið á opinberar sóttvarnaraðgerðir, meðal annars frá þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, í viðtali í hlaðvarpsþætti á dögunum.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent