Arnþrúður sótti um starf útvarpsstjóra og segist hafa verið í lokahópnum

Útvarpsstjóri Útvarps Sögu var á meðal þeirra sem sóttu um að verða næsta útvarpsstjóri. Hún segist hafa verið í lokahóp sem hafi komið til greina í starfið.

Arnþrúður Karlsdóttir
Auglýsing

Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu, var ein þeirra sem sótti um starf útvarpsstjóra. Hún greindi frá ráðningarferlinu í símatíma Útvarps Sögu í morgun.

Þar sagði Arnþrúður að hún hafi verið í fimm manna lokahópi sem stjórn RÚV hefði valið endanlega úr í stöpu útvarpsstjóra. Aðrir í hópnum hefðu verið tvær konur, þar á meðal önnur sem hefði mikla reynslu úr útvarpi og því að stýra dagblaði. Þar verður að teljast öruggt að Arnþrúður eigi við Kristínu Þorsteinsdóttur, fyrrverandi ritstjóra Fréttablaðsins, sem staðfest er að sótti um stöðuna. Hin konan sem var í lokahópnum er Kolbrún Halldórsdóttir, fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna og umhverfisráðherra. Auk þeirra þriggja segir Arnþrúður að tveir karlar, Stefán Eiríksson, sem var ráðinn nýr útvarpsstjóri, og Karl Garðarsson, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins og framkvæmdastjóri útgáfufélags DV, hafi verið í lokahópnum. 

Þetta skarast á við heimildir Kjarnans sem herma að fjórir hafi verið í lokahópnum. Þau Stefán, Karl, Kolbrún og Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri í Skútustaðarhreppi og fyrrverandi íþróttafréttamaður. 

Auglýsing
Arnþrúður hrósaði Capacent, sem var til ráðgjafar í ráðningarferlinu, mjög í símatímunum í morgun og sagði fyrirtækið hefði unnið faglega. Hún hefði hins vegar áttað sig á því að staðan væri bitlíngur sem ætti að úthluta þegar Kjarninn greindi frá því síðastliðinn föstudag að Stefán hefði verið á meðal umsækjenda. Stjórn RÚV hafi ekki viljað „fagþekkinguna þarna inn, heldur embættismanninn.“

Arnþrúður sagði enn fremur að henni hefði verið sagt að það væri ekki gott fyrir hana að eiga enga vini í stjórn RÚV.

Stefán valin úr hópi 41 umsækjenda

Greint var frá því í gær að borg­­ar­­rit­­ari Reykja­víkur og fyrr­ver­andi lög­­­reglu­­stjóri á höf­uð­­borg­­ar­­svæð­inu, yrði nýr útvarps­stjóri RÚV. Hann tekur við starfinu 1. mars næstkomandi. 

Stefán var á meðal 41 umsækj­enda um starfið en það var aug­lýst ­­laust til umsóknar seint á síð­asta ári. Á meðal ann­­arra en ofan­­greindra sem stað­­­fest er að sóttu um starfið eru Svan­hildur Hólm Vals­dótt­ir, aðstoð­­­ar­­­maður Bjarna Bene­dikts­­­sonar fjár­­­­­mála- og efna­hags­ráð­herra, Elín Hir­st, fyrr­ver­andi þing­­­maður Sjálf­­­stæð­is­­­flokks og áður frétta­­­stjóri hjá RÚV, Kol­brún Hall­­­dór­s­dótt­ir, fyrr­ver­andi þing­­­maður Vinstri grænna og umhverf­is­ráð­herra, Her­­­­dís Kjerulf Þorgeirsdótatir, doktor í lögum með tján­ing­­­­­ar­frelsi fjöl­miðla sem sér­­­­­­­­­svið og er einnig mennt­aður stjórn­­­­­­­mála­fræð­ing­­­­ur, Bald­vin Þór Bergs­­­­son, dag­­­­skrár­­­­stjóri núm­iðla RÚV, og Stein­unn Ólína Þor­­­­­steins­dótt­ir, leik­­­­­kona og fyrr­ver­andi rit­­­­­stjóri Kvenna­­blaðs­ins.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Frá Keflavíkurflugvelli.
Segja Ísland geta orðið miðstöð flugs á norðurslóðum
Í skýrslu starfshóps um efnahagstækifæri á norðurslóðum er sagt mikilvægt að flugi frá Íslandi til Rússlands og Kína verði komið á, enda hafi kínverskir ferðamenn mikinn áhuga á ferðum til norðurslóða. Þá séu tækifæri fólgin í betri tengingu við Grænland.
Kjarninn 14. maí 2021
Anna Dóra Antonsdóttir
Útskýring – leikrit í einum þætti
Kjarninn 14. maí 2021
Byggingar ratsjárstöðvarinnar á Heiðarfjalli hafa að mestu leyti verið jafnaðar við jörðu. Þó er enn mikið magn spilliefna á svæðinu.
Ríkið ráðist í hreinsun spilliefna við ratsjárstöð Bandaríkjahers á Heiðarfjalli
Á Heiðarfjalli er að finna í jörðu úrgangs- og spilliefni frá þeim tíma sem eftirlitsstöð Bandaríkjahers var í rekstri á fjallinu. Landeigendur hafa um áratuga skeið reynt að leita réttar síns vegna mengunarinnar.
Kjarninn 14. maí 2021
DV hefur ráðið nýjan ritstjóra til starfa.
Björn Þorfinnsson ráðinn ritstjóri DV
Blaðamaðurinn Björn Þorfinnson hefur tekið við starfi ritstjóra DV. Tobba Marinós lét nýverið af störfum sem ritstjóri miðilsins, sem er hættur að koma út á pappír.
Kjarninn 14. maí 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
„Af nógu að taka áður en höggvið er í sama knérunn um að laun séu of há“
Forseti ASÍ leggur til nokkrar lausnir áður en ráðamenn og fyrirtækjaeigendur hér á landi fara að gagnrýna slagorð verkalýðshreyfingarinnar „það er nóg til“.
Kjarninn 14. maí 2021
Ráðherrarnir Guðlaugur Þór Þórðarson og Bjarni Benediktsson eru stundum sagðir standa í stafni fyrir þær ólíku fylkingar sem rúmast innan Sjálfstæðisflokks og bítast þar um völd og áhrif.
Sjálfstæðismenn á höfuðborgarsvæðinu komnir í prófkjörsham
Tekist hefur verið á um grundvallaráherslur Sjálfstæðisflokksins á óvenjulega opinberum vettvangi að undanförnu. Fulltrúar ólíkra sjónarmiða innan flokksins keppast nú um að koma þeim að í aðdraganda prófkjöra á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 14. maí 2021
Innviðir á leiðinni út
Sýn og Nova hefur nýlega hafið sölu á fjarskiptainnviðum sínum auk þess sem Síminn hefur íhugað að gera slíkt hið sama. Aðskilnaður á innviðum og þjónustu þótti hins vegar ekki ráðlegur þegar einkavæða átti Landssímann fyrir 20 árum síðan.
Kjarninn 14. maí 2021
Auglýsingin sem birt var í Morgunblaðinu í gær var nafnlaus, en hafði yfirbragð þess að hún væri á vegum Lyfjastofnunar. Það var hún ekki.
Morgunblaðið biðst velvirðingar á birtingu auglýsingar þar sem efast er um bólusetningar
Konan sem keypti heilsíðuauglýsingu í Morgunblaðinu þar sem varað var við aukaverkunum vegna bólusetningar gegn COVID-19 segist ekki skammast sín. Lyfjastofnun segir auglýsinguna villandi hræðsluáróður.
Kjarninn 14. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent