Brexit verður að veruleika

Bretar ganga úr Evrópusambandinu í dag. Boris Johnson forsætisráðherra mun ávarpa þjóðina í sjónvarpi, um leið og það gerist, um klukkan 23:00 að staðartíma.

h_53417478.jpg
Auglýsing

Bret­land fer úr Evr­ópu­sam­band­inu form­lega í dag, en for­sendur útgöng­unnar eiga þó eftir að teikn­ast upp, t.d. þegar kemur að við­skipta­kjörum og fleiri þátt­um, sem snúa að við­skipta­sam­bandi við Evr­ópu­sam­bands­þjóð­irnar 27. 

Með útgöngu Bret­lands hverfa sam­tals 66 millj­ónir manna af heildar íbúa­fjölda Evr­ópu­sam­bands­landa, sem er nú komin niður í um 460 millj­ón­ir. 

Bret­land hefur verið hluti af Evr­ópu­sam­band­inu frá því árið 1973, og því er útgangan sögu­leg vegna þess hve rót­gróið sam­band Bret­lands hefur verið við Evr­ópu­þjóð­irnar sem mynda Evr­ópu­sam­band­ið.

AuglýsingBoris John­son, for­sæt­is­ráð­herra Bret­lands, hefur barist fyrir útgöngu Bret­lands frá því árið 2016, þegar kosið var um málið í þjóð­at­kvæða­greiðslu. 

Nið­ur­staðan sýndi algjöran klofn­ing meðal þjóð­ar­inn­ar, 52 pró­sent vildu Brex­it, en 48 pró­sent vildu vera áfram í sam­band­in­u. 

Sér­stak­lega var mik­ill munur á við­horfum fólks í borgum ann­ars vegar - sem vildu ekki útgöngu - og lands­byggð hins vegar - sem var meira fylgj­andi útgöngu - og síðan var afger­andi meiri stuðn­ingur við Brexit meðal fólks yfir 55 ára aldri heldur en hjá yngra fólki - sem í miklum meiri­hluta vildi vera áfram í sam­band­in­u. Eftir þrjár mis­heppn­aðar til­raunir til að fá samn­ing um útgöngu Bret­lands við Evr­ópu­sam­bandið sam­þykktan í þing­inu, þurfti Ther­esa May, þáver­andi for­sæt­is­ráð­herra, að segja af sér. 

Boris John­son tók þá við taumun­um, og lagði áherslu á að hraða ferl­inu og boða til kosn­inga. Það var gert, og eftir kosn­ingsigur hans og Íhalds­flokks­ins, varð eft­ir­leik­ur­inn auð­veld­ari í þing­inu. Útganga Bret­lands var sam­þykkt, og talað um 31. jan­úar sem stóra dag­inn. Það gekk eftir og útgangan nú að verða stað­reynd.

Vicki Young, frétta­rit­ari breska rík­is­út­varps­ins BBC á sviði stjórn­mála, segir á vef BBC að eng­inn viti enn með vissu, hvað Brexit þýð­ir. Margir lausir endar þegar kemur að við­skipta­samn­ingum og alþjóða­sam­skiptum yfir­leitt, séu fyrir hend­i. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Armin Laschet er nýr leiðtogi flokks Kristilegra demókrata, sem hefur tögl og haldir í þýskum stjórnmálum. Kannski tekur hann við af Merkel sem kanslari í haust.
Stormasöm vika í evrópskum stjórnmálum
Mögulegt áframhald „Merkelisma“ í Þýskalandi, barnabótaskandall hjá „teflon Mark“ í Hollandi og stjórnarkreppa af völdum smáflokks á Ítalíu er á meðal þess sem var efst á baugi í evrópskum stjórnmálum í vikunni.
Kjarninn 16. janúar 2021
Birgir Birgisson
Að finna upp hjólið
Kjarninn 16. janúar 2021
Óendurvinnanlegur úrgangur á bilinu 40 til 100 þúsund tonn á ári fram til ársins 2045
Skýrsla um þörf fyrir sorpbrennslustöðvar á Íslandi hefur litið dagsins ljós. Umhverfis- og auðlindaráðherra fagnar úttektinni og segir að nú sé hægt að stíga næstu skref.
Kjarninn 16. janúar 2021
Gauti Jóhannesson er forseti bæjarstjórnar í Múlaþingi og fyrrverandi sveitarstjóri Djúpavogshrepps.
Forseti bæjarstjórnar Múlaþings íhugar alvarlega að sækjast eftir þingsæti
Gauti Jóhannesson fyrrverandi sveitarstjóri á Djúpavogi segir tímabært að Sjálfstæðisflokkurinn eignist þingmann frá Austurlandi og íhugar framboð til Alþingis. Kjarninn skoðaði framboðsmál Sjálfstæðisflokks í Norðausturkjördæmi.
Kjarninn 16. janúar 2021
Guðjón S. Brjánsson sá þingmaður sem keyrði mest allra árið 2020
Í fyrsta sinn í mörgu ár er Ásmundur Friðriksson ekki sá þingmaður sem keyrði mest. Hann dettur niður í annað sætið á þeim lista. Kostnaður vegna aksturs þingmanna dróst saman um fimmtung milli ára.
Kjarninn 16. janúar 2021
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra.
Könnun: Fleiri andvíg en fylgjandi frumvarpi Guðmundar Inga um Hálendisþjóðgarð
Samkvæmt könnun frá Gallup segjast 43 prósent andvíg frumvarpi umhverfis- og auðlindaráðherra um stofnun Hálendisþjóðgarðs, en 31 prósent fylgjandi. Rúmlega fjórir af tíu segjast hafa litla þekkingu á frumvarpinu.
Kjarninn 16. janúar 2021
Örn Bárður Jónsson
Má hefta tjáningarfrelsi og var rétt að loka á Trump?
Kjarninn 16. janúar 2021
Bræðraborgarstígur 1 brann í sumar. Þorpið hefur keypt rústirnar og húsið við hliðina, Bræðraborgarstíg 3.
Keyptu hús og rústir á Bræðraborgarstíg á 270 milljónir og sækja um niðurrif eftir helgi
Loks hillir undir að brunarústirnar á Bræðraborgarstíg 1 verði rifnar. Nýir eigendur, sem gengið hafa frá kaupsamningi, vilja gera eitthvað gott og fallegt á staðnum í kjölfar harmleiksins sem kostaði þrjár ungar manneskjur lífið síðasta sumar.
Kjarninn 16. janúar 2021
Meira úr sama flokkiErlent