Brexit verður að veruleika

Bretar ganga úr Evrópusambandinu í dag. Boris Johnson forsætisráðherra mun ávarpa þjóðina í sjónvarpi, um leið og það gerist, um klukkan 23:00 að staðartíma.

h_53417478.jpg
Auglýsing

Bret­land fer úr Evr­ópu­sam­band­inu form­lega í dag, en for­sendur útgöng­unnar eiga þó eftir að teikn­ast upp, t.d. þegar kemur að við­skipta­kjörum og fleiri þátt­um, sem snúa að við­skipta­sam­bandi við Evr­ópu­sam­bands­þjóð­irnar 27. 

Með útgöngu Bret­lands hverfa sam­tals 66 millj­ónir manna af heildar íbúa­fjölda Evr­ópu­sam­bands­landa, sem er nú komin niður í um 460 millj­ón­ir. 

Bret­land hefur verið hluti af Evr­ópu­sam­band­inu frá því árið 1973, og því er útgangan sögu­leg vegna þess hve rót­gróið sam­band Bret­lands hefur verið við Evr­ópu­þjóð­irnar sem mynda Evr­ópu­sam­band­ið.

AuglýsingBoris John­son, for­sæt­is­ráð­herra Bret­lands, hefur barist fyrir útgöngu Bret­lands frá því árið 2016, þegar kosið var um málið í þjóð­at­kvæða­greiðslu. 

Nið­ur­staðan sýndi algjöran klofn­ing meðal þjóð­ar­inn­ar, 52 pró­sent vildu Brex­it, en 48 pró­sent vildu vera áfram í sam­band­in­u. 

Sér­stak­lega var mik­ill munur á við­horfum fólks í borgum ann­ars vegar - sem vildu ekki útgöngu - og lands­byggð hins vegar - sem var meira fylgj­andi útgöngu - og síðan var afger­andi meiri stuðn­ingur við Brexit meðal fólks yfir 55 ára aldri heldur en hjá yngra fólki - sem í miklum meiri­hluta vildi vera áfram í sam­band­in­u. Eftir þrjár mis­heppn­aðar til­raunir til að fá samn­ing um útgöngu Bret­lands við Evr­ópu­sam­bandið sam­þykktan í þing­inu, þurfti Ther­esa May, þáver­andi for­sæt­is­ráð­herra, að segja af sér. 

Boris John­son tók þá við taumun­um, og lagði áherslu á að hraða ferl­inu og boða til kosn­inga. Það var gert, og eftir kosn­ingsigur hans og Íhalds­flokks­ins, varð eft­ir­leik­ur­inn auð­veld­ari í þing­inu. Útganga Bret­lands var sam­þykkt, og talað um 31. jan­úar sem stóra dag­inn. Það gekk eftir og útgangan nú að verða stað­reynd.

Vicki Young, frétta­rit­ari breska rík­is­út­varps­ins BBC á sviði stjórn­mála, segir á vef BBC að eng­inn viti enn með vissu, hvað Brexit þýð­ir. Margir lausir endar þegar kemur að við­skipta­samn­ingum og alþjóða­sam­skiptum yfir­leitt, séu fyrir hend­i. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Ráðherra segir að pakkaferðafrumvarp hennar hafi ekki meirihluta á þingi
Frumvarp Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur um að heimila ferðaskrifstofum að borga neytendum í inneignarnótum í stað peninga mun ekki verða afgreitt á Alþingi. Hluti stjórnarþingmanna styður það ekki.
Kjarninn 4. júní 2020
Jón Baldvin Hannibalsson
Varist hræðsluáróður – Handbók um endurheimt þjóðareignar
Kjarninn 4. júní 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Hálfur milljarður í þróun á bóluefni frá Íslandi
Framlag Íslands skiptist þannig að 250 milljónir króna fara til bólusetningarbandalagsins Gavi og sama upphæð til CEPI sem er samstarfsvettvangur fyrirtækja og opinberra aðila um viðbúnað gegn farsóttum.
Kjarninn 4. júní 2020
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Hverjir eru þínir bakverðir?
Kjarninn 4. júní 2020
Fosshótel Hellnar er hluti af Íslandshótelum.
722 samtals sagt upp hjá tveimur hótelum og Bláa lóninu
Samtals var 722 starfsmönnum sagt upp í þremur stærstu hópuppsögnum maímánaðar; hjá Bláa lóninu, Flugleiðahóteli og Íslandshóteli. Vinnumálastofnun bárust 23 tilkynningar um hópuppsagnir í maí.
Kjarninn 4. júní 2020
Reynt að brjótast inn í tölvukerfi Reiknistofu bankanna
Brotist var inn í ysta netlag og eru engar vísbendingar um að komist hafi verið inn í kerfi Reiknistofu bankanna og viðskiptavina.
Kjarninn 4. júní 2020
Kristbjörn Árnason
Núverandi ríkisstjórn er ein alvarlegustu mistök stjórnmálanna hin síðustu ár
Leslistinn 4. júní 2020
Kóralrifið mikla hefur fölnað mikið á undanförnum árum.
Kóralrifið mikla heldur áfram að fölna
Fölnun Kóralrifsins mikla í mars síðastliðnum er sú umfangsmesta hingað til. Febrúar síðastliðinn var heitasti mánuður á svæðinu síðan mælingar hófust.
Kjarninn 4. júní 2020
Meira úr sama flokkiErlent