Segja borgina hafa slegið á sáttarhönd láglaunafólks – Verkfallið heldur áfram

Engin lausn er í sjónmáli í deilum Eflingar við Reykjavíkurborg eftir að tilboði sem Efling lagði fram í gær til lausnar á deilunni var ekki tekið.

Frá baráttufundi á vegum Eflingar fyrr í mánuðinum.
Frá baráttufundi á vegum Eflingar fyrr í mánuðinum.
Auglýsing

Samn­inga­nefnd Efl­ingar gagn­vart Reykja­vík­ur­borg hefur birt yfir­lýs­ingu á Face­book-­síðu stétt­ar­fé­lags­ins þar sem hún lýsir von­brigðum með við­brögð Reykja­vík­ur­borgar við til­boði sem samn­inga­nefndin lagði fram á fundi hjá Rík­is­sátta­semj­ara í gær, þriðju­dag­inn 18. febr­ú­ar. „Reykja­vík­ur­borg hefur enn á ný slegið á sátt­ar­hönd lág­launa­fólks. Ótíma­bundið verk­fall heldur áfram,“ segir í yfir­lýs­ing­unni.

Til­boð Efl­ingar var lagt fram í gær á fundi hjá Rík­is­sátta­semj­ara. Við­brögð borg­ar­innar komu fram í dag og voru þau nei­kvæð. Efl­ing segir að þetta sé í þriðja sinn sem samn­inga­nefnd Efl­ingar leggur fram við­ræðu­grund­völl til lausnar á deil­unni sem borgin hafn­ar.

Auglýsing
Í til­boð­inu hafi verið lagt til að greiða starfs­fólki sér­stakt starfstengt leið­rétt­ing­ar­á­lag til við­ur­kenn­ingar á fag­legri ábyrgð, álagi, starfstengdum kostn­aði og fleiri þáttum sem félags­menn hafa lagt áherslu á í við­ræð­un­um. „Upp­hæðir og for­sendur álags­ins yrðu ákvarð­aðar út frá ein­stökum starfs­heitum og vinnu­stöð­um. Álagið yrði sér­stök auka­greiðsla og kæmi ekki inn í grunn­laun til útreikn­ings á yfir­vinnu- og vakta­álög­um.

Einnig var gert ráð fyrir upp­bótum vegna sér­greiðslna frá fyrra samn­ings­tíma­bili sem borgin hefur kraf­ist að falli út. Lagt var til að upp­hæðir nýrra álaga og upp­bóta taki sam­bæri­legum hækk­unum og launa­taxtar á samn­ings­tím­an­um. Fall­ist var á til­lögu borg­ar­innar um breytta launa­töflu.

Samn­inga­nefnd og starfs­fólk Efl­ingar lögðu mikla vinnu í til­lög­una og var hún lögð fram að höfðu sam­ráði við trún­að­ar­menn félags­ins hjá borg­inn­i.“

Samn­inga­nefnd Efl­ingar hefur sömu­leiðis sent bréf til borg­ar­stjórn­ar­meiri­hlut­ans í Reykja­vík. 

Þar segir að samn­inga­nefnd Reykja­vík­ur­borgar hafi í þeirra umboði hafnað í þriðja sinn til­lögum um lausn á yfir­stand­andi kjara­deilu félags­menna Efl­ingar við Reykja­vík­ur­borg. Þetta hafi komið fram í dag á samn­inga­fundi með Rík­is­sátta­semj­ara. „Til­boðið sem við lögðum fram í gær er sann­gjarnt og hóf­samt. Við leggjum til að þið komið til móts við okkur með hóf­legum álags­greiðsl­um, skil­greindar á for­sendum þess að meta ábyrgð, aðstæður og þarfir sem snerta okkar ein­stöku störf og vinnu­staði sér­stak­lega. Við höfum því komið til móts við á­hyggjur ykkar af því að kjara­bætur í almennri mynd verði of for­dæm­is­gef­andi, og höfum auk þess s­legið af kröfum okk­ar. 

Í Meiri­hluta­sátt­mála sem þið und­ir­rit­uðuð og senduð frá ykkur þann 12. júní 2018 seg­ir: „Við ætl­u­m að leið­rétta laun kvenna­stétta.“ Við metum það svo að bar­átta okkar síð­ast­liðnar vikur og mán­uð­i hafi skapað sátt í sam­fé­lag­inu um þörf­ina á því að end­ur­meta illa launuð störf hjá borg­inni sem eru að ­meiri­hluta kvenna­störf. Drífa Snædal, for­seti ASÍ, benti í gær­kvöldi í fréttum á að kjara­deila okkar við ykkur snýst um sögu­legt van­mat og und­ir­verð­lagn­ingu á stör­f­unum sem við vinn­um. Það er ­stuðn­ingur í sam­fé­lag­inu við að þið efnið lof­orð ykkar í tengslum við end­ur­nýjun kjara­samn­ings. 

Eina málsvörn ykkar gegn kröfum okkar hefur verið að vísa í kjara­samn­ing á almennum vinnu­mark­að­i, svo­kall­aðan Lífs­kjara­samn­ing. Það er ljóst að aðilar þess samn­ings úr röðum verka­lýðs­hreyf­ing­ar­inn­ar líta ekki svo á að hann leysi ykkur undan þeirri skyldu að semja við okkur á sjálf­stæðum for­send­um. ­Stjórn og for­maður VR, stærsta stétt­ar­fé­lags­ins sem und­ir­rit­aði Lífs­kjara­samn­ing­inn, hafa opin­ber­lega lýst yfir óyggj­andi stuðn­ingi við rétt okkar til sjálf­stæðrar kjara­samn­ings­gerð­ar. Sama hefur fjöld­i ann­arra stétt­ar­fé­laga gert. 

Í okkar hópi eru þeir sem fá lægstu útborg­uðu laun allra á íslenskum vinnu­mark­aði sökum þess að lágir taxtar eru þakið í launa­setn­ingu okkar og vegna þess að mörg okkar hafa ekki aðgang að ­yf­ir­vinnu eða vakta­vinn­u. ­Meiri­hluti okkar eru konur sem eru dæmdar til að lifa á barmi fátækt­ar, þrátt fyrir að vera í full­ri vinnu og halda úti grunn­þjón­ustu sem er svo mik­il­væg að jafn­vel örfárra daga verk­fall setur allt úr skorð­um.

Á leik­skól­unum einum sparið þið 1000 millj­ónir á ári með því að láta okkur ganga í störf fag­lærðra ­sem hafa flúið vinnu­staði borg­ar­inn­ar. Þá er ótalið það sem þið sparið á sama hátt á öðrum svið­u­m ­borg­ar­inn­ar. Við öxlum við­bót­ar­á­lagið og ábyrgð­ina launa­laust, en þið notið pen­ing­ana sem sparast til fram­úr­keyrslu og eft­ir­lits­lauss fjár­aust­urs í gælu­verk­efn­i. 

Þið hafið látið þá skömm við­gang­ast að full­trúar Sam­taka atvinnu­lífs­ins mæti í við­töl í fjöl­miðlum í ykkar stað, jafn­vel til að mæta for­manni félags­ins okk­ar. Þið látið ekki ná í ykkur á sama tíma og ­Sam­tök atvinnu­lífs­ins verja millj­ónum í að brjóta bar­áttu okkar á bak aftur með áróð­urs­her­ferð. Sum­ ykkar segj­ast aðhyll­ast jafn­að­ar­mennsku og félags­hyggju, en stað­reyndin er að þið hafið gef­ið auð­stétt­inni umboð til að heyja stríð fyrir ykkar hönd gegn okk­ur, lág­launa­fólki og kvenna­stétt­u­m. 

Við for­dæmum hræsni ykk­ar, þögn og ábyrgð­ar­leysi. 

Kröfur okkar eru rétt­lát­ar. Bar­áttu­vilji okkar er mik­ill. Verk­fall er okkar rétt­ur. 

Tæki­færi ykkar til að kom­ast frá þess­ari kjara­deilu án frek­ari van­sæmdar eru að renna út.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni: Sveiflujöfnunin öflugri hér en í ríkjum þar sem björgunarpakkarnir eru stærri
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir að þegar verið sé að bera saman stærðargráðu efnahagsviðbragða hér á landi við útlönd þurfi að horfa til þess að Ísland hafi öflugri sveiflujafnara í félagslegu kerfunum en mörg önnur ríki.
Kjarninn 8. apríl 2020
Halldóra Mogensen er formaður þingflokks Pírata.
Píratar leggja til að launahækkanir þingmanna og ráðherra falli niður
Þingflokkur Pírata vill að 6,3 prósent launahækkun kjörinna fulltrúa og æðstu embættismanna verði endurkölluð. Laun ráðherra hækkuðu um vel yfir hundrað þúsund krónur á mánuði í byrjun árs.
Kjarninn 8. apríl 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Fellir ellikerling Pútín?
Kjarninn 8. apríl 2020
„Faraldurinn er eins og staðan er núna á niðurleið“
Toppnum í nýsmitum COVID-19 hér á landi virðist náð, að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Faraldurinn er því á niðurleið, en Alma Möller landlæknir minnir á að enn sé nokkuð í að toppi verði náð hvað álag á heilbrigðiskerfið varðar.
Kjarninn 8. apríl 2020
Vel innan við þúsund virk smit – 633 hefur batnað af COVID-19
Tæplega tvö þúsund sýni voru rannsökuð í gær og af þeim reyndust þrjátíu jákvæð. Hjá Íslenskri erfðagreiningu fannst aðeins eitt nýt smit, annan daginn í röð.
Kjarninn 8. apríl 2020
Persónuleg barátta Boris Johnson við kórónuveiruna
Samstarfsmenn Boris Johnson sögðu hann „kátan“, aðeins hafa „væg einkenni“ og áfram „stýra landinu“ jafnvel eftir að hann var lagður inn á sjúkrahús í byrjun vikunnar. Johnson er nú á gjörgæslu og fær súrefni til að hjálpa honum að ná andanum.
Kjarninn 8. apríl 2020
Borgaralaun eða ekki borgaralaun?
Yfirvöld á Spáni vilja lögleiða grunnframfærslu til fólks þar í landi – og ekki einungis vegna þess ástands sem nú ríkir heldur vilja þau festa hana varanlega í sessi. Sumir hafa kallað þetta borgaralaun en líklegast er það ofsögum sagt.
Kjarninn 8. apríl 2020
Þorsteinn Víglundsson
Þorsteinn tekur aftur við BM Vallá
Þorsteinn Víglundsson hefur verið ráðinn forstjóri eignarhaldsfélagsins Hornsteins, sem á og rekur félögin BM Vallá, Björgun og Sementsverksmiðjuna. Þorsteinn var áður forstjóri BM Vallá frá 2002 til 2010.
Kjarninn 8. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent