Segja borgina hafa slegið á sáttarhönd láglaunafólks – Verkfallið heldur áfram

Engin lausn er í sjónmáli í deilum Eflingar við Reykjavíkurborg eftir að tilboði sem Efling lagði fram í gær til lausnar á deilunni var ekki tekið.

Frá baráttufundi á vegum Eflingar fyrr í mánuðinum.
Frá baráttufundi á vegum Eflingar fyrr í mánuðinum.
Auglýsing

Samn­inga­nefnd Efl­ingar gagn­vart Reykja­vík­ur­borg hefur birt yfir­lýs­ingu á Face­book-­síðu stétt­ar­fé­lags­ins þar sem hún lýsir von­brigðum með við­brögð Reykja­vík­ur­borgar við til­boði sem samn­inga­nefndin lagði fram á fundi hjá Rík­is­sátta­semj­ara í gær, þriðju­dag­inn 18. febr­ú­ar. „Reykja­vík­ur­borg hefur enn á ný slegið á sátt­ar­hönd lág­launa­fólks. Ótíma­bundið verk­fall heldur áfram,“ segir í yfir­lýs­ing­unni.

Til­boð Efl­ingar var lagt fram í gær á fundi hjá Rík­is­sátta­semj­ara. Við­brögð borg­ar­innar komu fram í dag og voru þau nei­kvæð. Efl­ing segir að þetta sé í þriðja sinn sem samn­inga­nefnd Efl­ingar leggur fram við­ræðu­grund­völl til lausnar á deil­unni sem borgin hafn­ar.

Auglýsing
Í til­boð­inu hafi verið lagt til að greiða starfs­fólki sér­stakt starfstengt leið­rétt­ing­ar­á­lag til við­ur­kenn­ingar á fag­legri ábyrgð, álagi, starfstengdum kostn­aði og fleiri þáttum sem félags­menn hafa lagt áherslu á í við­ræð­un­um. „Upp­hæðir og for­sendur álags­ins yrðu ákvarð­aðar út frá ein­stökum starfs­heitum og vinnu­stöð­um. Álagið yrði sér­stök auka­greiðsla og kæmi ekki inn í grunn­laun til útreikn­ings á yfir­vinnu- og vakta­álög­um.

Einnig var gert ráð fyrir upp­bótum vegna sér­greiðslna frá fyrra samn­ings­tíma­bili sem borgin hefur kraf­ist að falli út. Lagt var til að upp­hæðir nýrra álaga og upp­bóta taki sam­bæri­legum hækk­unum og launa­taxtar á samn­ings­tím­an­um. Fall­ist var á til­lögu borg­ar­innar um breytta launa­töflu.

Samn­inga­nefnd og starfs­fólk Efl­ingar lögðu mikla vinnu í til­lög­una og var hún lögð fram að höfðu sam­ráði við trún­að­ar­menn félags­ins hjá borg­inn­i.“

Samn­inga­nefnd Efl­ingar hefur sömu­leiðis sent bréf til borg­ar­stjórn­ar­meiri­hlut­ans í Reykja­vík. 

Þar segir að samn­inga­nefnd Reykja­vík­ur­borgar hafi í þeirra umboði hafnað í þriðja sinn til­lögum um lausn á yfir­stand­andi kjara­deilu félags­menna Efl­ingar við Reykja­vík­ur­borg. Þetta hafi komið fram í dag á samn­inga­fundi með Rík­is­sátta­semj­ara. „Til­boðið sem við lögðum fram í gær er sann­gjarnt og hóf­samt. Við leggjum til að þið komið til móts við okkur með hóf­legum álags­greiðsl­um, skil­greindar á for­sendum þess að meta ábyrgð, aðstæður og þarfir sem snerta okkar ein­stöku störf og vinnu­staði sér­stak­lega. Við höfum því komið til móts við á­hyggjur ykkar af því að kjara­bætur í almennri mynd verði of for­dæm­is­gef­andi, og höfum auk þess s­legið af kröfum okk­ar. 

Í Meiri­hluta­sátt­mála sem þið und­ir­rit­uðuð og senduð frá ykkur þann 12. júní 2018 seg­ir: „Við ætl­u­m að leið­rétta laun kvenna­stétta.“ Við metum það svo að bar­átta okkar síð­ast­liðnar vikur og mán­uð­i hafi skapað sátt í sam­fé­lag­inu um þörf­ina á því að end­ur­meta illa launuð störf hjá borg­inni sem eru að ­meiri­hluta kvenna­störf. Drífa Snædal, for­seti ASÍ, benti í gær­kvöldi í fréttum á að kjara­deila okkar við ykkur snýst um sögu­legt van­mat og und­ir­verð­lagn­ingu á stör­f­unum sem við vinn­um. Það er ­stuðn­ingur í sam­fé­lag­inu við að þið efnið lof­orð ykkar í tengslum við end­ur­nýjun kjara­samn­ings. 

Eina málsvörn ykkar gegn kröfum okkar hefur verið að vísa í kjara­samn­ing á almennum vinnu­mark­að­i, svo­kall­aðan Lífs­kjara­samn­ing. Það er ljóst að aðilar þess samn­ings úr röðum verka­lýðs­hreyf­ing­ar­inn­ar líta ekki svo á að hann leysi ykkur undan þeirri skyldu að semja við okkur á sjálf­stæðum for­send­um. ­Stjórn og for­maður VR, stærsta stétt­ar­fé­lags­ins sem und­ir­rit­aði Lífs­kjara­samn­ing­inn, hafa opin­ber­lega lýst yfir óyggj­andi stuðn­ingi við rétt okkar til sjálf­stæðrar kjara­samn­ings­gerð­ar. Sama hefur fjöld­i ann­arra stétt­ar­fé­laga gert. 

Í okkar hópi eru þeir sem fá lægstu útborg­uðu laun allra á íslenskum vinnu­mark­aði sökum þess að lágir taxtar eru þakið í launa­setn­ingu okkar og vegna þess að mörg okkar hafa ekki aðgang að ­yf­ir­vinnu eða vakta­vinn­u. ­Meiri­hluti okkar eru konur sem eru dæmdar til að lifa á barmi fátækt­ar, þrátt fyrir að vera í full­ri vinnu og halda úti grunn­þjón­ustu sem er svo mik­il­væg að jafn­vel örfárra daga verk­fall setur allt úr skorð­um.

Á leik­skól­unum einum sparið þið 1000 millj­ónir á ári með því að láta okkur ganga í störf fag­lærðra ­sem hafa flúið vinnu­staði borg­ar­inn­ar. Þá er ótalið það sem þið sparið á sama hátt á öðrum svið­u­m ­borg­ar­inn­ar. Við öxlum við­bót­ar­á­lagið og ábyrgð­ina launa­laust, en þið notið pen­ing­ana sem sparast til fram­úr­keyrslu og eft­ir­lits­lauss fjár­aust­urs í gælu­verk­efn­i. 

Þið hafið látið þá skömm við­gang­ast að full­trúar Sam­taka atvinnu­lífs­ins mæti í við­töl í fjöl­miðlum í ykkar stað, jafn­vel til að mæta for­manni félags­ins okk­ar. Þið látið ekki ná í ykkur á sama tíma og ­Sam­tök atvinnu­lífs­ins verja millj­ónum í að brjóta bar­áttu okkar á bak aftur með áróð­urs­her­ferð. Sum­ ykkar segj­ast aðhyll­ast jafn­að­ar­mennsku og félags­hyggju, en stað­reyndin er að þið hafið gef­ið auð­stétt­inni umboð til að heyja stríð fyrir ykkar hönd gegn okk­ur, lág­launa­fólki og kvenna­stétt­u­m. 

Við for­dæmum hræsni ykk­ar, þögn og ábyrgð­ar­leysi. 

Kröfur okkar eru rétt­lát­ar. Bar­áttu­vilji okkar er mik­ill. Verk­fall er okkar rétt­ur. 

Tæki­færi ykkar til að kom­ast frá þess­ari kjara­deilu án frek­ari van­sæmdar eru að renna út.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Aðgerðirnar sem lagðar eru til af ríkisstjórninni til þess að hafa auknar tekjur af umferð bera vott um úrræðaleysi og skammsýni, segja hagsmunasamtök bílgreinarinnar, sem telja notkunargjöld styðja betur við orkuskipti í samgöngum.
Hver ekinn kílómeter á rafbíl kosti sex krónur í stað annarra gjalda
Samtök verslunar og þjónustu og Bílgreinasambandið vilja sjá nýtt notkunargjald leggjast á akstur bíla sem ganga fyrir rafmagni eða vetni, í stað þess að vörugjöld og bifreiðagjöld á þessa bíla hækki eins og gengið er út frá í fjárlagafrumvarpinu.
Kjarninn 8. desember 2022
Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokks er formaður allsherjar- og menntamálanefndar.
Leggja til að fjölskyldur sem ekki var hægt að senda úr landi fái dvalarleyfi
Útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra er komið úr nefnd, nánast óbreytt. Stjórnarflokkarnir leggja til bráðabirgðabreytingu um að nokkur hópur fólks með börn, sem ekki var hægt að senda úr landi vegna veirufaraldursins, fái dvalarleyfi hérlendis.
Kjarninn 8. desember 2022
Ketill Sigurjónsson
Fallið vindmastur Orkuveitu Reykjavíkur
Kjarninn 8. desember 2022
Tölvuteikning Landsvirkjunar af Hvammsvirkjun. Stíflan er efst á myndinni, þá Viðey, frárennslisskurður til hægri og Ölmóðsey. Landsvirkjun á að tryggja 10 m3/s rennsli neðan stíflu.
Orkustofnun gefur Hvammsvirkjun grænt ljós
Hvammsvirkjun verður sjöunda virkjun Landsvirkjunar á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu en sú fyrsta sem reist verður í byggð. Orkustofnun setur skilyrði um vatnsmagn neðan stíflu og seiðafleytur fyrir laxfiska í nýútgefnu virkjunarleyfi.
Kjarninn 8. desember 2022
Framlög til RÚV hækka enn – Verða milljarði hærri á næsta ári en árið 2021
Alls er búist við að RÚV fái um 5,7 milljarða króna úr ríkissjóði á næsta ári. Það er 625 milljónum krónum meira en í ár og rúmum milljarði króna meira en 2021. Á sama tíma hafa framlög úr ríkissjóði til styrkjakerfis einkarekinna fjölmiðla lækkað.
Kjarninn 8. desember 2022
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Vilja hækka veiðigjöld, leggja kolefnisskatt á stóriðju, selja banka og fækka ráðherrum
Viðreisn vill greiða lækka opinberar skuldir og auka stuðning við barnafjölskyldur. Þá vill flokkurinn auka framlög til heilbrigðismála. Þetta vill hann fjármagna með hærri álögum á útgerðir og 13,5 milljarða króna kolefnisgjaldi á stóriðju.
Kjarninn 8. desember 2022
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, og Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.
„Það fer ekk­ert á milli mála að ábyrgðin er hjá rík­is­sjóð­i“
„Hvert er planið?“ spyr þingmaður Samfylkingarinnar fjármálaráðherra- og efnahagsráðherra. Tilefnið er málefni ÍL-sjóðs, nú þegar fyrrverandi forseti Mannréttindadómstóls Evrópu segir ríkið bótaskylt fari ÍL-sjóður í þrot.
Kjarninn 8. desember 2022
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Ragnar Þór: „Ég tel seðlabankastjóra algjörlega ómarktækan“
Stýrivaxtahækkanir Seðlabankans „refsa stórum hópi fólks sem er ekki að fara til Tenerife og eyða um efni fram heldur er bara að reyna að komast af milli mánaða,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Kjarninn 8. desember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent