Segir Trump hafa boðið Assange náðun gegn upplýsingum

Fyrrverandi þingmaður repúblikana segist ekki hafa boðið Julian Assange náðun fyrir hönd forsetans. Hann hafi gert það að eigin frumkvæði.

Julian Assange, stofnandi Wikileaks.
Julian Assange, stofnandi Wikileaks.
Auglýsing

Lög­menn Julian Assange, stofn­anda Wiki­leaks, sögðu fyr­ir­ ­dómi í London í gær að Don­ald Trump hefði boð­ist til að náða Assange gegn því að hann myndi segja að Rúss­land hefði ekki átt þátt í því að leka tölvu­póst­u­m Demókra­ta­flokks­ins. Þessu hafnar fyrr­ver­andi þing­maður repúblik­ana sem lög­menn­irnir sögðu lyk­il­vitni í mál­inu.

Í næstu viku hefj­ast rétt­ar­höld í London þar sem Assange berst gegn fram­sals­kröfu frá banda­rískum yfir­völdum sem gefið hafa út ákæru í átján liðum fyrir að birta stolin gögn.

Sam­kvæmt því sem lög­menn Assange segja kom þing­mað­ur­inn Dana Rohrabacher til London í ágúst árið 2017. Á meðan heim­sókn­inni stóð hitti hann Assange og bar honum þau skila­boð frá for­set­anum að honum bið­ist náðun „eða aðra leið út“ ef Assange segði að Rússar „hefðu ekk­ert haft að gera með að leka“ á tölvu­póstum Demókra­ta­flokks­ins.

Auglýsing

Í frétt Guar­dian um málið segir að nokkrum tímum eftir þessa ­yf­ir­lýs­ingu lög­mann­anna hafi  Rohrabacher ­neitað því að hafa boðið náðun fyrir hönd for­set­ans. Hann hafi hins vegar sag­t Assange að ef að hann gæti veitt upp­lýs­ingar og sönn­un­ar­gögn um hver hefði í raun og veru látið hann hafa tölvu­póstana þá myndi hann óska eftir því að Trump ­myndi náða hann. „Á engum tíma­punkti bauð ég samn­ing fyrir hönd for­set­ans og ég ­sagði heldur ekki að ég væri [að hitta Assange] fyrir hönd for­set­ans,“ segir Rohrabacher.

Hvíta húsið hefur stað­fest að í sept­em­ber árið 2017 hafi Rohrabacher hringt í John Kelly, starfs­manna­stjóra, til að tala við hann um mögu­leg­t ­sam­komu­lag við Assange. Kelly hafi hins vegar ekki komið þeim skila­boð­u­m á­leiðis til Trumps. Þessa atburða­rás stað­festir Rohrabacher.

Hann seg­ist hafa sagt honum að Assange myndi veita upp­lýs­ing­ar um tölvu­póstana gegn náð­un. Hann hafi hins vegar engin við­brögð feng­ið. „Jafn­vel þó að mér hafi ekki tek­ist að koma þessum skila­boðum til for­set­ans þá hvet ég hann ennþá til að náða Julian Assange sem er sannur upp­ljóstr­ari okkar tíma.“

Ákærum skellt á Assange

Krist­inn Hrafns­son, rit­stjóri Wiki­leaks, fjallar um frétt­irnar á Face­book-­síðu sinni í gær­kvöldi. „Gott er hér að hafa í huga ­sam­heng­ið. Það er lagt fram boð frá Trump um að ef blaða­maður opin­ber­i heim­ild­ar­mann fái hann náðun eða milda með­ferð. Þegar því er hafnað er sett vinna á fullt við að skella ákærum á Assange á grund­velli njósn­a­lög­gjafar og vinna að því að ná honum út úr sendi­ráði Ekvadors í járn­um.“

Wiki­leaks birti tölvu­pósta Hill­ary Clint­on, for­seta­fram­bjóð­anda demókrata, árið 2016, aðeins nokkrum vikum fyrir kosn­ing­arn­ar. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hugleikur Dagsson.
Lífið á tímum kórónuveirunnar: Blóðug María daglega og rétti tíminn til að þykjast vera álfur
Listamaðurinn fjölhæfi, Hugleikur Dagsson, ráðleggur fólki að gera eitthvað skapandi og hlusta á kvikmyndatónlist á meðan. Þá verði allt epískara. Hugleikur gefur lesendum Kjarnans nokkur góð ráð til að njóta tilverunnar þessa dagana.
Kjarninn 28. mars 2020
Sema Erla Serdar
Erum við nokkuð að gleyma einhverjum?
Kjarninn 28. mars 2020
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn
Vonbrigði með brot á samkomubanni síðasta sólarhring
Staðfest smit eru nú orðin 963 hér á landi en 79 nýir einstaklingar greindust með smit í gær. Enn er ekki um veldisvöxt að ræða sem er mjög jákvætt. Aftur á móti varð yfirlögregluþjónn fyrir vonbrigðum með brot á samkomubanni en það er talið bera árangur.
Kjarninn 28. mars 2020
Logi Einarsson
Styðjum fleiri en þá stóru
Kjarninn 28. mars 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Sólveig Anna: Nú gefst tækifæri til að leiðrétta „mistökin“
Formaður Eflingar leggur til að allir þeir milljarðar sem greiddir hafa verið í arð til eigenda fyrirtækja á síðustu árum verði gerðir upptækir af ríkinu og notaðir til að fjármagna íslenskt samfélag.
Kjarninn 28. mars 2020
Telja hagsmuni eldri borgara landsins hunsaða
Stjórn Landssambands eldri borgara skorar á sveitarfélög og ríki að gera betur við eldri borgara landsins í COVID-19 faraldri.
Kjarninn 28. mars 2020
Eiríkur Ragnarsson
Það er karlmannlegt að haga sér eins og kona
Kjarninn 28. mars 2020
Þórður Snær Júlíusson
Skammist ykkar
Kjarninn 28. mars 2020
Meira úr sama flokkiErlent