Segir Trump hafa boðið Assange náðun gegn upplýsingum

Fyrrverandi þingmaður repúblikana segist ekki hafa boðið Julian Assange náðun fyrir hönd forsetans. Hann hafi gert það að eigin frumkvæði.

Julian Assange, stofnandi Wikileaks.
Julian Assange, stofnandi Wikileaks.
Auglýsing

Lög­menn Julian Assange, stofn­anda Wiki­leaks, sögðu fyr­ir­ ­dómi í London í gær að Don­ald Trump hefði boð­ist til að náða Assange gegn því að hann myndi segja að Rúss­land hefði ekki átt þátt í því að leka tölvu­póst­u­m Demókra­ta­flokks­ins. Þessu hafnar fyrr­ver­andi þing­maður repúblik­ana sem lög­menn­irnir sögðu lyk­il­vitni í mál­inu.

Í næstu viku hefj­ast rétt­ar­höld í London þar sem Assange berst gegn fram­sals­kröfu frá banda­rískum yfir­völdum sem gefið hafa út ákæru í átján liðum fyrir að birta stolin gögn.

Sam­kvæmt því sem lög­menn Assange segja kom þing­mað­ur­inn Dana Rohrabacher til London í ágúst árið 2017. Á meðan heim­sókn­inni stóð hitti hann Assange og bar honum þau skila­boð frá for­set­anum að honum bið­ist náðun „eða aðra leið út“ ef Assange segði að Rússar „hefðu ekk­ert haft að gera með að leka“ á tölvu­póstum Demókra­ta­flokks­ins.

Auglýsing

Í frétt Guar­dian um málið segir að nokkrum tímum eftir þessa ­yf­ir­lýs­ingu lög­mann­anna hafi  Rohrabacher ­neitað því að hafa boðið náðun fyrir hönd for­set­ans. Hann hafi hins vegar sag­t Assange að ef að hann gæti veitt upp­lýs­ingar og sönn­un­ar­gögn um hver hefði í raun og veru látið hann hafa tölvu­póstana þá myndi hann óska eftir því að Trump ­myndi náða hann. „Á engum tíma­punkti bauð ég samn­ing fyrir hönd for­set­ans og ég ­sagði heldur ekki að ég væri [að hitta Assange] fyrir hönd for­set­ans,“ segir Rohrabacher.

Hvíta húsið hefur stað­fest að í sept­em­ber árið 2017 hafi Rohrabacher hringt í John Kelly, starfs­manna­stjóra, til að tala við hann um mögu­leg­t ­sam­komu­lag við Assange. Kelly hafi hins vegar ekki komið þeim skila­boð­u­m á­leiðis til Trumps. Þessa atburða­rás stað­festir Rohrabacher.

Hann seg­ist hafa sagt honum að Assange myndi veita upp­lýs­ing­ar um tölvu­póstana gegn náð­un. Hann hafi hins vegar engin við­brögð feng­ið. „Jafn­vel þó að mér hafi ekki tek­ist að koma þessum skila­boðum til for­set­ans þá hvet ég hann ennþá til að náða Julian Assange sem er sannur upp­ljóstr­ari okkar tíma.“

Ákærum skellt á Assange

Krist­inn Hrafns­son, rit­stjóri Wiki­leaks, fjallar um frétt­irnar á Face­book-­síðu sinni í gær­kvöldi. „Gott er hér að hafa í huga ­sam­heng­ið. Það er lagt fram boð frá Trump um að ef blaða­maður opin­ber­i heim­ild­ar­mann fái hann náðun eða milda með­ferð. Þegar því er hafnað er sett vinna á fullt við að skella ákærum á Assange á grund­velli njósn­a­lög­gjafar og vinna að því að ná honum út úr sendi­ráði Ekvadors í járn­um.“

Wiki­leaks birti tölvu­pósta Hill­ary Clint­on, for­seta­fram­bjóð­anda demókrata, árið 2016, aðeins nokkrum vikum fyrir kosn­ing­arn­ar. 

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
Dómsmálaráðherra setur lög á verkfall flugvirkja Landhelgisgæslunnar
Samstaða er í ríkisstjórninni um að leggja fram frumvarp um lög til að binda enda á verkfall flugvirkja hjá Landhelgisgæslu Íslands.
Kjarninn 27. nóvember 2020
Úr 11 í 20 – smitum fjölgar á ný
Tuttugu manns greindust með COVID-19 innanlands í gær og er það mikil fjölgun frá því í fyrradag þegar smitin voru ellefu. 176 eru nú í einangrun með sjúkdóminn.
Kjarninn 27. nóvember 2020
Borgarstjóri: Getum ekki beðið – breyta verður lögum og tryggja öryggi leigjenda
„Eldsvoðinn á Bræðraborgarstíg hafði mjög mikil áhrif á mig persónulega og ég fann fyrir mikilli frústrasjón og sorg,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og stjórnarformaður slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. „Hvernig getur svona gerst?“
Kjarninn 27. nóvember 2020
Halldór Gunnarsson í Holti.
Segir eiginkonur Miðflokksmanna ekki kjósa flokkinn vegna Gunnars Braga Sveinssonar
Flokksráðsfulltrúi í Miðflokknum segir bæði konur og bændur ólíklegri til að kjósa Miðflokkinn ef Gunnar Bragi Sveinsson býður sig áfram fram fyrir flokkinn. Hann gagnrýnir tilgang aukalandsþings sem haldið var um liðna helgi.
Kjarninn 27. nóvember 2020
Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður VG.
Ari Trausti ætlar ekki að bjóða sig fram aftur
Eini þingmaður VG í Suðurkjördæmi mun ekki bjóða sig fram aftur í næstu Alþingiskosningum.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Óskað eftir heimild fyrir ríkissjóð til að taka allt að 360 milljarða króna lán í erlendri mynt
Heildarskuldir ríkissjóðs verða 1.251 milljarðar króna um komandi áramót, eða 431 milljarði króna hærri en lagt var upp með á fjárlögum ársins 2020. Vextir hafa hins vegar lækkað mikið á árinu og vaxtagjöld hafa hlutfallslega hækkað mun minna en skuldir.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 27. þáttur: Konungdæmið í norðri
Kjarninn 26. nóvember 2020
Kolbeinn Óttarsson Proppé
Aðgerðir fyrir fólk – staðreyndir skipta máli
Kjarninn 26. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiErlent