Sjötíu herbergja lúxushótel í Lóni þarf ekki í umhverfismat

Stefnt er að opnun heilsulindar og hótels í landi Svínhóla á milli Hafnar í Hornafirði og Djúpavogs árið 2022. Hótelkeðjan Six Senses mun sjá um reksturinn. Hótelið yrði í nágrenni Lónsfjarðar og byggingarmagn er áætlað 20 þúsund fermetrar.

Hugmynd að útliti smáhýsa eða íbúðarhúsa við Svínhóla.
Hugmynd að útliti smáhýsa eða íbúðarhúsa við Svínhóla.
Auglýsing

Skipu­lags­stofnun hefur tek­ið ákvörðun um að fyr­ir­hugað hót­el í landi Svín­hóla í Lóni, Sveit­ar­fé­lag­inu Horna­firði, sé ekki lík­legt til að hafa í för með sér umtals­verð umhverf­is­á­hrif og skuli því ekki háð mati á um­hverf­is­á­hrif­um. Hót­elið yrði miðja vegu milli Djúpa­vogs og Hafnar og því ­tölu­vert frá annarri ferða­þjón­ustu á svæð­inu.

Skipu­lags­stofnun barst í sept­em­ber á síð­asta ári til­kynn­ing frá Alfaland Hotel ehf. um fyr­ir­hug­aða bygg­ingu hót­els­ins og bár­ust frek­ari gögn þar til í febr­ú­ar. Í grein­ar­gerð kemur fram að eig­endur jarð­ar­innar Svín­hóla ­fyr­ir­hugi upp­bygg­ingu hót­els með blöndu af íbúðum og her­bergj­um.  

Um umfangs­mikla fram­kvæmd er að ræða: 70 her­bergi, ýmist í að­al­bygg­ingu eða sér­stökum smá­hýs­um. Gert er ráð fyrir að hót­elið geti hýst 203 ­gesti og að þar starfi 160 manns. Einnig stendur til að byggja 20 ein­býl­is­hús, hvert um sig 2-5 her­bergi að stærð. Húsin verði seld og að eig­endur geti kos­ið að tengj­ast hót­el­inu sem myndi leigja þau út þegar þau væru ekki nýtt af ­eig­end­um.

Auglýsing

Þá er áformað að á svæð­inu verði 1.500 fer­metra heilsu­lind sem ­sam­an­standi af margs­konar aðstöðu, þar á meðal blöndu af gufu­böð­um, heitum og köldum pott­um. Einnig er gert ráð fyrir starfs­manna­að­stöðu. Sam­an­lagt bygg­ing­ar­magn verður um 20.000 fer­metr­ar. Stefnt er að því að hót­elið verði rekið árið um kring og í frétta­til­kynn­ingu sem fyr­ir­hug­aður rekstr­ar­að­ili sendi frá sér í fyrra er stefnt að opnun árið 2022.

Fram kemur í grein­ar­gerð Alfaland Hotel ehf. að samið hafi verið við Six Senses Hot­els Resorts Spas um rekstur hót­els­ins. Six Senses hafi ­getið sér gott orð sem hót­el­keðja sem leggi ríka áherslu á sjálf­bærni í bygg­inga­fram­kvæmdum og rekstri. Hús verði lágreist og að rík áhersla verði á að nýta gæði lands­ins. Allur frá­gangur á að taka mið af umhverf­is­að­stæðum og að ­mann­virki falli vel að umhverf­inu. Til að mynda er stefnt að gróð­ur­klædd­um þökum til að draga úr sjón­rænum áhrif­um.

Eystrahorn við Lón. Mynd: Six Senses

Í umsögn Nátt­úru­fræði­stofn­unar Íslands um til­lög­una kem­ur fram að fram­kvæmd sem geri ráð fyrir að hýsa allt að 360 manns muni hafa í för ­með sér tölu­verða breyt­ingu á umhverf­inu, aukna umferð fólks um svæðið og trufl­un, m.a. ljós­meng­un. Þótt fyr­ir­hugað sé að halda sjón­rænum áhrifum í lág­marki þá muni svæðið taka stakka­skiptum frá því sem nú er. Mikið bygg­ing­ar­magn þétt við jaðar vernd­ar­svæðis sem auk þess muni breyta hefð­bundnu land­bún­að­ar­landi í ferða­þjón­ustu­svæði muni því hafa marg­vís­leg áhrif.

Hót­elið yrði skammt frá Lóns­firði sem er á nátt­úru­minja­skrá, ­meðal ann­ars sem mik­il­vægur við­komu­staður far­fugla. Hann telst einnig til­ ­mik­il­vægra fugla­svæða á Íslandi. Nátt­úru­fræði­stofnun Íslands hefur lagt til að Lóns­fjörður verði vernd­aður sér­stak­lega þar sem mikið af fuglum fari þar um vor og haust. Allt að þriðj­ungur íslenska álft­ar­stofns­ins hafi sést þar sam­tím­is.

Ein hugmynd að smáhýsi eða íbúðarhúsi. Mynd: Úr skýrslu

Fram­kvæmda­að­ili segir í svörum sínum við þessu að all­ar ­bygg­ingar verði utan við skil­greint svæði á nátt­úru­minja­skrá sem og fugla­vernd­ar­svæð­i í Lóni. Settar verði kvaðir um tak­mörkun á aðgengi að Lóni á við­kvæm­asta tíma árs­ins ­með til­liti til fugla­lífs.

Í ákvörðun Skipu­lags­stofn­unar segir að fyr­ir­hug­að fram­kvæmda­svæði sé að mestu tún og fram­ræst vot­lendi en í næsta nágrenni við Lóns­fjörð og Hval­nes sem séu á nátt­úru­minja­skrá. Það er mat stofn­un­ar­innar að um nokkuð umfangs­mikla fram­kvæmd sé að ræða og að gera megi ráð fyrir að upp­bygg­ing­in auk fyr­ir­hug­aðar starf­semi komi til með að auka álag á nær­liggj­andi vist­kerf­i, þ.e. vernd­ar­svæðið Lóns­fjörð. „Með hlið­sjón af boð­uðum mót­væg­is­að­gerðum tel­ur ­Skipu­lags­stofnun þó ólík­legt að fyr­ir­huguð fram­kvæmd komi til með að hafa áhrif á vernd­ar­gildi Lóns­fjarð­ar.“

Svona gæti smáhýsin eða íbúðarhúsin litið út.

Að mati Skipu­lags­stofn­unar er enn fremur mögu­legt að útfæra skil­mála í deiliskipu­lagi til að tryggja að bygg­ingar falli vel að umhverfi fjarð­ar­ins. ­Segir stofn­unin afar mik­il­vægt að til­högun verks­ins verði með þeim hætti sem ­boðað hafi verið og telur rétt að binda leyf­is­veit­ingar með skil­yrð­um, m.a. því að haft verði sam­ráð við Minja­vernd vegna forn­leifa sem og við Nátt­úru­fræði­stofn­un og Umhverf­is­stofnun um stýr­ingu ferða­manna við Lón­ið. Þá er bent á að við gerð ­deiliskipu­lags þurfi meðal ann­ars að huga að lýs­ing­ar­hönnun til að draga úr ­ljós­mengun með til­liti til fugla­lífs sem og hönnun göngu­stíga í sama til­gangi.

Að teknu til­liti magra þátta telur Skipu­lags­stofnun ólík­leg­t að fram­kvæmdin komi til með að hafa í för með sér veru­leg óaft­ur­kræf um­hverf­is­á­hrif sem ekki sé hægt að fyr­ir­byggja eða bæta úr með­ ­mót­væg­is­að­gerð­um.

 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Charles Michel, formaður leiðtogaráðs ESB, á blaðamannafundi síðasta föstudag.
Erfiðar viðræður um björgunarpakka ESB framundan
Aðildarríki Evrópusambandsins munu reyna að sammælast um björgunarpakka vegna efnahagslegra afleiðinga COVID-19 faraldursins næsta föstudag. Búist er við erfiðum viðræðum þar sem mikill ágreiningur ríkir milli landa um stærð og eðli útgjaldanna.
Kjarninn 12. júlí 2020
Stíflurnar loka fyrir flæði sjávar úr Adríahafi inn í Feneyjalónið.
Feneyingar prófa flóðavarnir sem beðið hefur verið eftir
Framkvæmdir við flóðavarnakerfi Feneyinga hafa staðið yfir frá því 2003. Verkefnið er langt á eftir áætlun og kostnaður við það hefur margfaldast.
Kjarninn 12. júlí 2020
Meiri áhugi virðist vera á íbúðum utan höfuðborgarsvæðisins.
Fleiri kaupa utan Reykjavíkur
Talið er að vaxtalækkanir Seðlabankans hafi komið í veg fyrir mikla niðursveiflu á íbúðamarkaðnum, sem tekið hefur við sér að nokkru leyti á síðustu mánuðum. Fleiri kjósa þó að kaupa íbúð utan höfuðborgarsvæðisins heldur en innan þess.
Kjarninn 12. júlí 2020
Trump stígur í vænginn við Færeyinga
Bandaríkjamenn hafa mikinn áhuga á aukinni samvinnu við Færeyinga. Þótt í orði kveðnu snúist sá áhugi ekki um hernaðarsamvinnu dylst engum hvað að baki býr.
Kjarninn 12. júlí 2020
Fé á leið til slátrunar.
Bændum á Íslandi heimilt að aflífa dýr utan sláturhúsa með ýmsum aðferðum
Yrði sláturhús á Íslandi óstarfhæft vegna hópsmits yrði fyrsti kosturinn sá að senda dýr til slátrunar í annað sláturhús. Ef aflífa þarf dýr utan sláturhúsa mega bændur beita til þess ýmsum aðferðum, m.a. gösun, höfuðhöggi og pinnabyssu.
Kjarninn 12. júlí 2020
Þriðjungsfjölgun í Siðmennt á rúmu einu og hálfu ári
Af trúfélögum bætti Stofnun múslima á Íslandi við sig hlutfallslega flestum meðlimum á síðustu mánuðum. Meðlimum þjóðkirkjunnar heldur áfram að fækka en hlutfallslega var mesta fækkunin hjá Zúistum.
Kjarninn 11. júlí 2020
Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóri Hveragerðis.
„Við þurfum fleiri ferðamenn“
Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur nauðsynlegt að fleiri ferðamenn komi til Íslands sem fyrst og vill breytingar á fyrirkomulagi skimana á Keflavíkurflugvelli.
Kjarninn 11. júlí 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Frekju og yfirgangi Ísraels engin takmörk sett
Kjarninn 11. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent