Sjötíu herbergja lúxushótel í Lóni þarf ekki í umhverfismat

Stefnt er að opnun heilsulindar og hótels í landi Svínhóla á milli Hafnar í Hornafirði og Djúpavogs árið 2022. Hótelkeðjan Six Senses mun sjá um reksturinn. Hótelið yrði í nágrenni Lónsfjarðar og byggingarmagn er áætlað 20 þúsund fermetrar.

Hugmynd að útliti smáhýsa eða íbúðarhúsa við Svínhóla.
Hugmynd að útliti smáhýsa eða íbúðarhúsa við Svínhóla.
Auglýsing

Skipu­lags­stofnun hefur tek­ið ákvörðun um að fyr­ir­hugað hót­el í landi Svín­hóla í Lóni, Sveit­ar­fé­lag­inu Horna­firði, sé ekki lík­legt til að hafa í för með sér umtals­verð umhverf­is­á­hrif og skuli því ekki háð mati á um­hverf­is­á­hrif­um. Hót­elið yrði miðja vegu milli Djúpa­vogs og Hafnar og því ­tölu­vert frá annarri ferða­þjón­ustu á svæð­inu.

Skipu­lags­stofnun barst í sept­em­ber á síð­asta ári til­kynn­ing frá Alfaland Hotel ehf. um fyr­ir­hug­aða bygg­ingu hót­els­ins og bár­ust frek­ari gögn þar til í febr­ú­ar. Í grein­ar­gerð kemur fram að eig­endur jarð­ar­innar Svín­hóla ­fyr­ir­hugi upp­bygg­ingu hót­els með blöndu af íbúðum og her­bergj­um.  

Um umfangs­mikla fram­kvæmd er að ræða: 70 her­bergi, ýmist í að­al­bygg­ingu eða sér­stökum smá­hýs­um. Gert er ráð fyrir að hót­elið geti hýst 203 ­gesti og að þar starfi 160 manns. Einnig stendur til að byggja 20 ein­býl­is­hús, hvert um sig 2-5 her­bergi að stærð. Húsin verði seld og að eig­endur geti kos­ið að tengj­ast hót­el­inu sem myndi leigja þau út þegar þau væru ekki nýtt af ­eig­end­um.

Auglýsing

Þá er áformað að á svæð­inu verði 1.500 fer­metra heilsu­lind sem ­sam­an­standi af margs­konar aðstöðu, þar á meðal blöndu af gufu­böð­um, heitum og köldum pott­um. Einnig er gert ráð fyrir starfs­manna­að­stöðu. Sam­an­lagt bygg­ing­ar­magn verður um 20.000 fer­metr­ar. Stefnt er að því að hót­elið verði rekið árið um kring og í frétta­til­kynn­ingu sem fyr­ir­hug­aður rekstr­ar­að­ili sendi frá sér í fyrra er stefnt að opnun árið 2022.

Fram kemur í grein­ar­gerð Alfaland Hotel ehf. að samið hafi verið við Six Senses Hot­els Resorts Spas um rekstur hót­els­ins. Six Senses hafi ­getið sér gott orð sem hót­el­keðja sem leggi ríka áherslu á sjálf­bærni í bygg­inga­fram­kvæmdum og rekstri. Hús verði lágreist og að rík áhersla verði á að nýta gæði lands­ins. Allur frá­gangur á að taka mið af umhverf­is­að­stæðum og að ­mann­virki falli vel að umhverf­inu. Til að mynda er stefnt að gróð­ur­klædd­um þökum til að draga úr sjón­rænum áhrif­um.

Eystrahorn við Lón. Mynd: Six Senses

Í umsögn Nátt­úru­fræði­stofn­unar Íslands um til­lög­una kem­ur fram að fram­kvæmd sem geri ráð fyrir að hýsa allt að 360 manns muni hafa í för ­með sér tölu­verða breyt­ingu á umhverf­inu, aukna umferð fólks um svæðið og trufl­un, m.a. ljós­meng­un. Þótt fyr­ir­hugað sé að halda sjón­rænum áhrifum í lág­marki þá muni svæðið taka stakka­skiptum frá því sem nú er. Mikið bygg­ing­ar­magn þétt við jaðar vernd­ar­svæðis sem auk þess muni breyta hefð­bundnu land­bún­að­ar­landi í ferða­þjón­ustu­svæði muni því hafa marg­vís­leg áhrif.

Hót­elið yrði skammt frá Lóns­firði sem er á nátt­úru­minja­skrá, ­meðal ann­ars sem mik­il­vægur við­komu­staður far­fugla. Hann telst einnig til­ ­mik­il­vægra fugla­svæða á Íslandi. Nátt­úru­fræði­stofnun Íslands hefur lagt til að Lóns­fjörður verði vernd­aður sér­stak­lega þar sem mikið af fuglum fari þar um vor og haust. Allt að þriðj­ungur íslenska álft­ar­stofns­ins hafi sést þar sam­tím­is.

Ein hugmynd að smáhýsi eða íbúðarhúsi. Mynd: Úr skýrslu

Fram­kvæmda­að­ili segir í svörum sínum við þessu að all­ar ­bygg­ingar verði utan við skil­greint svæði á nátt­úru­minja­skrá sem og fugla­vernd­ar­svæð­i í Lóni. Settar verði kvaðir um tak­mörkun á aðgengi að Lóni á við­kvæm­asta tíma árs­ins ­með til­liti til fugla­lífs.

Í ákvörðun Skipu­lags­stofn­unar segir að fyr­ir­hug­að fram­kvæmda­svæði sé að mestu tún og fram­ræst vot­lendi en í næsta nágrenni við Lóns­fjörð og Hval­nes sem séu á nátt­úru­minja­skrá. Það er mat stofn­un­ar­innar að um nokkuð umfangs­mikla fram­kvæmd sé að ræða og að gera megi ráð fyrir að upp­bygg­ing­in auk fyr­ir­hug­aðar starf­semi komi til með að auka álag á nær­liggj­andi vist­kerf­i, þ.e. vernd­ar­svæðið Lóns­fjörð. „Með hlið­sjón af boð­uðum mót­væg­is­að­gerðum tel­ur ­Skipu­lags­stofnun þó ólík­legt að fyr­ir­huguð fram­kvæmd komi til með að hafa áhrif á vernd­ar­gildi Lóns­fjarð­ar.“

Svona gæti smáhýsin eða íbúðarhúsin litið út.

Að mati Skipu­lags­stofn­unar er enn fremur mögu­legt að útfæra skil­mála í deiliskipu­lagi til að tryggja að bygg­ingar falli vel að umhverfi fjarð­ar­ins. ­Segir stofn­unin afar mik­il­vægt að til­högun verks­ins verði með þeim hætti sem ­boðað hafi verið og telur rétt að binda leyf­is­veit­ingar með skil­yrð­um, m.a. því að haft verði sam­ráð við Minja­vernd vegna forn­leifa sem og við Nátt­úru­fræði­stofn­un og Umhverf­is­stofnun um stýr­ingu ferða­manna við Lón­ið. Þá er bent á að við gerð ­deiliskipu­lags þurfi meðal ann­ars að huga að lýs­ing­ar­hönnun til að draga úr ­ljós­mengun með til­liti til fugla­lífs sem og hönnun göngu­stíga í sama til­gangi.

Að teknu til­liti magra þátta telur Skipu­lags­stofnun ólík­leg­t að fram­kvæmdin komi til með að hafa í för með sér veru­leg óaft­ur­kræf um­hverf­is­á­hrif sem ekki sé hægt að fyr­ir­byggja eða bæta úr með­ ­mót­væg­is­að­gerð­um.

 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jair Bolsonaro hefur verið forseti Braslilíu frá árinu 2019.
Bolsonaro ásakaður um glæpi gegn mannkyni vegna viðbragða sinna við COVID-19
Rekja má dauða um 300 þúsund Brasilíumanna til stefnu forsetans í faraldrinum. Ríkisstjórnin hunsaði yfir 100 tölvupósta frá Pfizer, leyfði veirunni að breiðast út meðal frumbyggja og forsetinn hvatti til fjöldasamkoma er sjúkrahúsin voru að fyllast.
Kjarninn 20. október 2021
Heilt yfir myndi stöðugildum presta fækka um 10,7, samkvæmt þeirri tillögu sem liggur fyrir kirkjuþingi.
Lagt til að prestum landsbyggðar verði fækkað í hagræðingaraðgerðum
Í hagræðingartillögum sem liggja fyrir kirkjuþingi er gengið út frá því að prestum á landsbyggðinni fækki um tíu, en að stöðugildum fjölgi hins vegar um 3,5 í prestaköllum á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 20. október 2021
Hrafn Magnússon
Slæmur viðsnúningur í lífeyriskerfinu
Kjarninn 20. október 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Aukin samskipti Íslands við Kína: Skjól eða gildra?
Kjarninn 20. október 2021
Nýtt deiliskipulag fyrir reitinn í Sigtúni var samþykkt árið 2015. Síðan þá hefur ekkert hreyfst á svæðinu.
Vonast til að uppbygging á Blómavalsreit geti hafist snemma á næsta ári
Framkvæmdastjóri Íslandshótela vonast til þess að hægt verði að hefjast handa við uppbyggingu á svokölluðum Blómavalsreit bak við Grand Hótel snemma á næsta ári. Þar stendur til að byggja 109 íbúðir í sex fjölbýlishúsum, auk viðbyggingar við hótelið.
Kjarninn 20. október 2021
Allir stóru bankarnir búnir að hækka íbúðalánavexti og heimilin borga meira
Rúmlega helmingur allra sem eru með íbúðalán á Íslandi eru með óverðtryggð lán. Stór hluti þeirra lána er á breytilegum vöxtum og afborganir þeirra hafa hækkað í takti við stýrivaxtahækkanir Seðlabankans undanfarna mánuði.
Kjarninn 20. október 2021
Myndir af kjörgögnum sem starfsmaður Hótels Borgarness birti á Instagram.
Fólk gekk inn og út úr talningarsal á meðan yfirkjörstjórn „brá sér frá“
Á öryggismyndavélum, sem vakta tvo innganga þar sem kjörgögn Norðvesturkjördæmis voru varðveitt í sal í Hótel Borgarnesi, sést hótelstarfsfólk ganga inn og út frá klukkan 7:30 til 11:46 sunnudagsmorguninn 26. september.
Kjarninn 20. október 2021
Kolbeinn Marteinsson
Af hverju skipulag skiptir máli
Kjarninn 20. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent