Bjarni um bankasöluna: Þetta er algjörlega rakið mál

Fjármálaráðherra hefur áhyggjur af stöðu stóriðjufyrirtækja á Íslandi, flest eigi þau í miklum rekstrarvandræðum. Hann segir ekkert hafa verið rætt að selja Landsbankann enda sé talið mikilvægt að ríkið eigi kerfislega mikilvægan banka.

Bjarni Bendiktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni Bendiktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Auglýsing

 „Auð­vitað hef ég ­miklar áhyggjur af því sem við sjáum allan orku­frekan iðnað vera að kljást við í dag,“ sagði Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála­ráð­herra og for­mað­ur­ ­Sjálf­stæð­is­flokks­ins, í við­tali við Egil Helga­son í Silfr­inu á RÚV í morg­un­. Var hann þar spurður um stöðu álvers Rio Tinto í Straums­vík. „Við sjáum PPC á Bakka í miklum vand­ræð­um. Við sjáum kís­il­verið í Helgu­vík í miklum vand­ræð­u­m. Við sjáum öll álverin á Íslandi í tap­rekstri. Við sjáum að Kín­verjar eru að ­taka til sín fram­leiðslu á málmum í orku­frekum iðn­aði. Eru þeir að breyta ­leikn­um? Þetta hefur sín áhrif á Ísland­i.“

Bjarni sagð­ist hafa áhyggjur af því að Ísland nyti ekki ­lengur þess sam­keppn­is­lega for­skots sem var grund­völlur þess að stór­iðju­ver komu til lands­ins. „Ég hef áhyggjur af því að það hefur eng­inn byggt álver í Evr­ópu í fimmt­án, tutt­ugu ár. Eina stóra fjár­fest­ing í áliðn­að­inum er sú sem við sáum í Straums­vík fyrir nokkrum árum og hún virð­ist öll vera afskrifuð í dag. Af þessu er ástæða til að hafa áhyggj­ur.“

Til lengri tíma litið sagð­ist hann þó ekki hafa áhyggjur af hag­kerf­inu. „Við búum hér yfir grænni orku og hún verður eft­ir­sótt í fram­tíð­inni og við sem ferða­manna­land erum ekki búin að taka neinum breyt­ing­um. Þannig að til lengri tíma hef ég engar áhyggjur af tæki­færum Íslands en ég hef á­hyggjur af stöð­inni hjá orku­frekum iðn­aði eins og hún blasir við akkúrat í dag.“

Auglýsing

Bjarni sag­ist ekki geta tjáð sig um það hvað hann teldi að Lands­virkjun ætti nákvæm­lega að gera til að „liðka fyr­ir“, eins og Egill spurð­i að. Hann benti hins vegar á þau tíð­indi sem for­stjóri Lands­virkj­unar greind­i frá í við­tali í morgun að Lands­virkjun vildi opin­bera raf­orku­samn­ing­inn við Rio T­into. „Það verður fróð­legt að sjá hvernig álf­ram­leið­and­inn bregst við því.“

Taka þarf ákvörðun um söl­una

Í við­tal­inu í morgun var Bjarni einnig spurður um ­fyr­ir­hug­aða sölu á hlut rík­is­ins í Íslands­banka og hvort að for­senda væri til­ að selja banka á þessum tíma­punkti.

„Ég held að við munum ekki selja hann núna í mars, við mun­um ekki selja hann í apríl en við þurfum að taka prinsipp ákvörð­un­ina: Erum við við sam­mála um það að það eigi að losa um eign­ar­hald rík­is­ins á bank­an­um?“

­Bjarni sagði það í sjálfu sér ekki skipta máli hvort hlut­ur ­rík­is­ins yrði seldur á næsta ári eða því þarnæsta. „Við erum í sölugírn­um, ef ­maður mætti orða það þannig, við viljum að bank­inn sé að und­ir­búa sig fyr­ir­ ­sölu og að Banka­sýslan sé að leita að aðstæðum til að koma honum í verð.“

Bjarni sagði það gríð­ar­legt hags­muna­mál að ríkið lægi ekki ­með á annað hund­rað millj­arða í fjár­mála­fyr­ir­tæki á sama tíma og allir væru ­sam­mála um að það þurfi að auka inn­viða­fjár­fest­ing­ar. „Þetta er algjör­lega rakið mál.“

Spurður hvort að næst stæði til að selja Lands­bank­ann sagð­i ­Bjarni að ekki væri gott að vera með tvo banka til sölu á sama tíma. Ekki verð­i rætt um sölu á Lands­bank­anum meðan ekki væri búið að ákveða sölu á Ís­lands­banka. „Við erum líka þeirrar skoð­unar að ríkið eigi að eiga kerf­is­lega ­mik­il­vægan banka [...] og verðum að tryggja að kerf­is­lega mik­il­vægur banki sé ­með höf­uð­stöðvar á Íslandi. Lands­bank­inn er slíkur banki.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Berglind Rós Magnúsdóttir
Umhyggjuhagkerfi, arðrán og ástarkraftur
Kjarninn 9. apríl 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Engin ákvörðun verið tekin um að halda Íslandi lokuðu þar til að bóluefni finnst
Ummæli Lilju D. Alfreðsdóttur, um að bóluefni við kórónuveirunni sé forsenda þess að hægt sé að opna Ísland að nýju fyrir ferðamönnum, hafa vakið athygli. Nú hefur ráðherra ferðamála stigið fram og sagt enga ákvörðun hafa verið tekna um málið.
Kjarninn 9. apríl 2020
Kristín Ólafsdóttir og Vilborg Oddsdóttir
Ekki gleyma þeim!
Kjarninn 9. apríl 2020
Landspítalinn fékk 17 fullkomnar öndunarvélar frá 14 íslenskum fyrirtækjum
Nokkur íslensk fyrirtæki, sem vilja ekki láta nafns síns getið, hafa gefið Landspítalanum fullkomnar öndunarvélar og ýmsan annan búnað. Með því vilja þau leggja sitt að mörkum við að styðja við íslenskt heilbrigðiskerfi á erfiðum tímum.
Kjarninn 9. apríl 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Kvikmyndagerð í skugga COVID-19
Kjarninn 9. apríl 2020
Fleiri náðu bata í gær en greindust með virk COVID-smit
Þeim sem eru með virk COVID-smit á Íslandi fækkaði um 23 á milli daga. Það fækkaði einnig um tvo á gjörgæslu.
Kjarninn 9. apríl 2020
Hjálmar Gíslason
Eftir COVID: Leiðarljós við uppbyggingu
Kjarninn 9. apríl 2020
Erlendum ríkisborgurum sem ákveða að búa á Íslandi hefur fjölgað gríðarlega hratt á undanförnum árum. Stór hluti þess vinnuafls sem unnið hefur við mannaflsfrekar framkvæmdir hefur til að mynda verið útlendingar.
Tæplega fjórðungur umsækjenda um hlutabætur erlendir ríkisborgarar
Um 23 prósent starfandi íbúa landsins hafa annað hvort sótt um hlutabætur eða skrá sig á almenna atvinnuleysisskrá. Erlendir ríkisborgarar eru um 20 prósent af vinnuafli landsins en tæplega fjórðungur þeirra sem sótt hafa um hlutabætur eru útlendingar.
Kjarninn 9. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent