Sýn tapaði 1,7 milljörðum í fyrra

Rekstrarafkoma Sýnar versnaði mikið milli ára. Niðurfærsla á viðskiptavild litaði afkomu ársins í fyrra.

Sýn - Fjölmiðlar
Auglýsing

Tap árs­ins nam 1,7 millj­örðum króna miðað við hagnað upp á 443 millj­ónir króna árið 2018.

Hagn­aður árs­ins að frá­dreg­inni nið­ur­færslu á við­skipta­vild var 703 millj­ónir króna, að því er segir í til­kynn­ingu félags­ins til kaup­hallar.

Ein­skiptis­kostn­aður árs­ins nam 358 millj­ónum króna.

Auglýsing

Tap á síð­ustu þremur mán­uðum árs­ins 2019 nam tveimur millj­örðum króna sam­an­borið við 193 milljón króna hagnað á sama tíma­bili í fyrra. 

Við­skipta­vild var færð niður um 2,4 millj­arða króna sem skýrir tapið á síð­ustu þremur mán­uðum árs­ins. 

„Upp­gjör síð­asta árs liggur nú fyrir með tap uppá 1.748 millj­ónir króna. Það ætti ekki að vera margt þar sem kemur á óvart enda eru sjóð­streymi og EBITDA árs­ins í takt við horf­ur. Árið markast af því að verið var að fram­kvæma miklar breyt­ingar á rekstr­inum og færa niður við­skipta­vild. Jákvæð breyt­ing er veru­lega bætt sjóð­streymi en frjálst fjár­flæði eykst um yfir millj­arð króna. Á síð­asta ári fór fyr­ir­tækið fyrst í sam­eig­in­lega stefnu­mót­un. Í fram­haldi af því var skipu­riti breytt og nýir fram­kvæmda­stjórar eru nú í öllum stöð­um, utan tækni­s­viðs. Tækni­sviði var skipt upp og sett að hluta undir rekstr­ar­svið, sem mun auk skil­virkni og hraða fram­förum í starfrænni aðlög­un. Við inn­leiddum nýja vöru­merkja– og sam­skipta­stefnu og fórum í fram­haldi af því í 4DX átaks­verk­efni. Ánægja við­skipta­vina jókst strax umtals­vert í kjöl­far­ið. Nú erum við í stöðu til að sækja fram,“ segir Heiðar Guðjónsson, for­stjóri, í til­kynn­ingu.

Hann segir enn fremur að lyk­ill­inn að rekstr­ar­ár­angri sé fólg­inn í því að umbreyta föstum kostn­aði í breyti­leg­an. „Þar eru ýmis verk­efni í gangi. Við erum að auka útvistun verk­efna auk þess sem við erum enn að hag­ræða með því að efla frek­ari sam­vinnu á milli deilda fyr­ir­tæk­is­ins. Varð­andi fram­tíð fjar­skipta þá skiptir mestu að fjár­fest­ingar séu mark­vissar með til­liti til öryggis og hag­kvæmni. Mik­il­vægur liður í því var yfir­lýs­ing fjar­skipta­fyr­ir­tækj­anna frá 19. des­em­ber síð­ast liðn­um, þó enn sé of snemmt að full­yrða um árangur af því starf­i,“ segir Heiðar enn­frem­ur.

Helstu atriði úr upp­gjöri félags­ins, má sjá hér að neð­an.

• Tap árs­ins nam 1.748 millj­ónum króna miðað við hagnað upp á 443 millj­ónir króna árið 2018. Hagn­aður árs­ins að frá­dreg­inni nið­ur­færslu á við­skipta­vild var 703 millj­ónir króna. Ein­skiptis­kostn­aður árs­ins nemur 358 millj­ónum króna.

• Hand­bært fé frá rekstri á fjórð­ungnum nam 1.953 millj­ónum króna sam­an­borið við 1.358 millj­ónir króna á sama tíma­bili árið áður, sem er aukn­ing um 44%.

• Heild­ar­fjár­fest­ingar félags­ins á árinu námu 4.719 millj­ónum króna þar af eru fjár­fest­ingar í var­an­legum rekstr­ar­fjár­munum og óefn­is­legum eignum (án sýn­ing­ar­rétta) 1.833 millj­ónir króna og fjár­fest­ing í sýn­ing­ar­réttum 2.789 millj­ónir króna.

• Fjár­mögn­un­ar­hreyf­ingar félags­ins á árinu voru nei­kvæðar um 380 millj­ónir króna á móti jákvæðum hreyf­ingum upp á 434 millj­ónum króna á árinu 2018 sem er breyt­ing um 814 millj­ónir króna.

• Eig­in­fjár­hlut­fall Sýn hf. var 27,5% í lok árs 2019.

• Mark­mið stjórn­enda er að ná auk­inni fram­legð og betra sjóð­streymi úr rekstri félags­ins á árinu 2020. Fjár­fest­ingar árs­ins verða í kringum 1 millj­arð.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hefur ekki áhyggjur af því að almenningur sé orðin ónæmur eða hættur að hlusta þegar almannavarnastig er sett á.
„Almannavarnir lýsa ekki yfir almannavarnarstigi af léttuð“
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn telur að almenningur taki yfirlýsingu neyðarástands vegna COVID-19 ekki af meiri léttúð, þrátt fyrir að neyðarástandi hafi verið lýst yfir fjórum sinnum á síðustu tveimur árum.
Kjarninn 19. janúar 2022
Engin starfsemi hefur verið í kísilverksmiðjunni í Helguvík í rúmlega fjögur ár.
Bæjarstjórnin skorar á Arion banka að hætta við áform um endurræsingu kísilversins
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar skorar á Arion banka að falla frá áformum um endurræsingu kísilversins í Helguvík og hefja viðræður við sveitarfélagið um aðrar og grænni leiðir.
Kjarninn 19. janúar 2022
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra.
Hraðpróf í tengslum við smitgát úr sögunni og fólk í einangrun má fara í stutta göngutúra
Heilbrigðisráðherra hefur staðfest reglugerð þess efnis að þeir sem eru í smitgát þurfi ekki lengur að fara í hraðpróf, heldur einungis að fara gætilega. Einnig er rýmkað fyrir útiveru þeirra sem eru í einangrun.
Kjarninn 19. janúar 2022
Tómas A. Tómasson þingmaður Flokks fólksins.
„Það er ósanngjarnt að reka fólk heim þegar það getur unnið“
Þingmaður Flokks fólksins gerði málefni eldri borgara að umtalsefni á þinginu í dag.
Kjarninn 19. janúar 2022
Bólusetning með bóluefni Pfizer er hafin í Nepal.
Meira en milljarður skammta loks afhentur í gegnum COVAX
Markmið COVAX-samstarfsins náðust ekki á síðasta ári. Þó er komið að þeim áfanga að milljarður skammta hefur verið afhentur í gegnum samstarfið. Mun betur má ef duga skal.
Kjarninn 19. janúar 2022
Launafólk í verri stöðu en fyrir ári síðan
Þrátt fyrir mikinn hagvöxt í fyrra hefur fjárhagsstaða og andleg heilsa launafólks versnað töluvert á milli ára, samkvæmt nýrri skoðanakönnun frá Vörðu. Tæpur helmingur innflytjenda segist nú eiga erfitt með að ná endum saman.
Kjarninn 19. janúar 2022
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Vísar gagnrýni um samráðsleysi til föðurhúsanna
Sóttvarnalæknir vísar á bug gagnrýni um að hann hafi aðeins samráð við sjálfan sig. Hann á ekki von á því að leggja fram nýtt minnisblað þar til gildandi samkomutakmarkanir renna út. Til greina kemur að stytta einangrun smitaðra.
Kjarninn 19. janúar 2022
Fyrrverandi bæjarstjóri í Hafnarfirði ráðin sem aðstoðarmaður ráðherra
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra og varaformaður Vinstri grænna, hefur ráðið tvo aðstoðarmenn. Annar var einu sinni bæjarstjóri og síðar framkvæmdastjóri ASÍ um árabil.
Kjarninn 19. janúar 2022
Meira úr sama flokkiErlent