Sýn tapaði 1,7 milljörðum í fyrra

Rekstrarafkoma Sýnar versnaði mikið milli ára. Niðurfærsla á viðskiptavild litaði afkomu ársins í fyrra.

Sýn - Fjölmiðlar
Auglýsing

Tap árs­ins nam 1,7 millj­örðum króna miðað við hagnað upp á 443 millj­ónir króna árið 2018.

Hagn­aður árs­ins að frá­dreg­inni nið­ur­færslu á við­skipta­vild var 703 millj­ónir króna, að því er segir í til­kynn­ingu félags­ins til kaup­hallar.

Ein­skiptis­kostn­aður árs­ins nam 358 millj­ónum króna.

Auglýsing

Tap á síð­ustu þremur mán­uðum árs­ins 2019 nam tveimur millj­örðum króna sam­an­borið við 193 milljón króna hagnað á sama tíma­bili í fyrra. 

Við­skipta­vild var færð niður um 2,4 millj­arða króna sem skýrir tapið á síð­ustu þremur mán­uðum árs­ins. 

„Upp­gjör síð­asta árs liggur nú fyrir með tap uppá 1.748 millj­ónir króna. Það ætti ekki að vera margt þar sem kemur á óvart enda eru sjóð­streymi og EBITDA árs­ins í takt við horf­ur. Árið markast af því að verið var að fram­kvæma miklar breyt­ingar á rekstr­inum og færa niður við­skipta­vild. Jákvæð breyt­ing er veru­lega bætt sjóð­streymi en frjálst fjár­flæði eykst um yfir millj­arð króna. Á síð­asta ári fór fyr­ir­tækið fyrst í sam­eig­in­lega stefnu­mót­un. Í fram­haldi af því var skipu­riti breytt og nýir fram­kvæmda­stjórar eru nú í öllum stöð­um, utan tækni­s­viðs. Tækni­sviði var skipt upp og sett að hluta undir rekstr­ar­svið, sem mun auk skil­virkni og hraða fram­förum í starfrænni aðlög­un. Við inn­leiddum nýja vöru­merkja– og sam­skipta­stefnu og fórum í fram­haldi af því í 4DX átaks­verk­efni. Ánægja við­skipta­vina jókst strax umtals­vert í kjöl­far­ið. Nú erum við í stöðu til að sækja fram,“ segir Heiðar Guðjónsson, for­stjóri, í til­kynn­ingu.

Hann segir enn fremur að lyk­ill­inn að rekstr­ar­ár­angri sé fólg­inn í því að umbreyta föstum kostn­aði í breyti­leg­an. „Þar eru ýmis verk­efni í gangi. Við erum að auka útvistun verk­efna auk þess sem við erum enn að hag­ræða með því að efla frek­ari sam­vinnu á milli deilda fyr­ir­tæk­is­ins. Varð­andi fram­tíð fjar­skipta þá skiptir mestu að fjár­fest­ingar séu mark­vissar með til­liti til öryggis og hag­kvæmni. Mik­il­vægur liður í því var yfir­lýs­ing fjar­skipta­fyr­ir­tækj­anna frá 19. des­em­ber síð­ast liðn­um, þó enn sé of snemmt að full­yrða um árangur af því starf­i,“ segir Heiðar enn­frem­ur.

Helstu atriði úr upp­gjöri félags­ins, má sjá hér að neð­an.

• Tap árs­ins nam 1.748 millj­ónum króna miðað við hagnað upp á 443 millj­ónir króna árið 2018. Hagn­aður árs­ins að frá­dreg­inni nið­ur­færslu á við­skipta­vild var 703 millj­ónir króna. Ein­skiptis­kostn­aður árs­ins nemur 358 millj­ónum króna.

• Hand­bært fé frá rekstri á fjórð­ungnum nam 1.953 millj­ónum króna sam­an­borið við 1.358 millj­ónir króna á sama tíma­bili árið áður, sem er aukn­ing um 44%.

• Heild­ar­fjár­fest­ingar félags­ins á árinu námu 4.719 millj­ónum króna þar af eru fjár­fest­ingar í var­an­legum rekstr­ar­fjár­munum og óefn­is­legum eignum (án sýn­ing­ar­rétta) 1.833 millj­ónir króna og fjár­fest­ing í sýn­ing­ar­réttum 2.789 millj­ónir króna.

• Fjár­mögn­un­ar­hreyf­ingar félags­ins á árinu voru nei­kvæðar um 380 millj­ónir króna á móti jákvæðum hreyf­ingum upp á 434 millj­ónum króna á árinu 2018 sem er breyt­ing um 814 millj­ónir króna.

• Eig­in­fjár­hlut­fall Sýn hf. var 27,5% í lok árs 2019.

• Mark­mið stjórn­enda er að ná auk­inni fram­legð og betra sjóð­streymi úr rekstri félags­ins á árinu 2020. Fjár­fest­ingar árs­ins verða í kringum 1 millj­arð.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Huawei á undir högg að sækja beggja vegna Ermasunds
Kínverski fjarskiptarisinn Huawei hefur mætt andstöðu franskra og breskra yfirvalda í kjölfar viðskiptaþvingana Bandaríkjanna gegn fyrirtækinu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Úthlutar 400 milljónum til einkarekinna fjölmiðla
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur undirritað reglugerð um stuðning við einkarekna fjölmiðla.
Kjarninn 6. júlí 2020
Icelandair flutti rúmlega 18 þúsund farþega í júní
Icelandair flutti rúmlega 18 þúsund farþega í júnímánuði, en flutti 553 þúsund farþega í sama mánuði í fyrra. Mun minni samdráttur hefur orðið í fraktflutningum hjá félaginu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Katrín: Ég vonast til þess að við finnum lausn á þessu máli
Forsætisráðherrann hefur tjáð sig um þá ákvörðun Íslenskrar erfðagreiningar að hætta að skima fyrir COVID-19 sjúkdómnum.
Kjarninn 6. júlí 2020
Veirufræðideildin ekki í stakk búin til að taka við fyrr en í lok ágúst
Karl G. Kristinsson, yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítala, segist vonast til þess að Kára Stefánssyni snúist hugur varðandi aðkomu Íslenskrar erfðagreinar að landamæraskimunum. Deildin sé ekki tilbúin til að taka verkefnið að sér strax.
Kjarninn 6. júlí 2020
Kári Stefánsson
Íslensk erfðagreining mun hætta öllum samskiptum við sóttvarnalækni og landlækni
„Okkar skoðun er sú að öll framkoma þín og heilbrigðismálaráðherra gagnvart ÍE í þessu máli hafi markast af virðingarleysi fyrir okkur,“ segir í opnu bréfi Kára Stefánssonar til Katrínar Jakobsdóttur.
Kjarninn 6. júlí 2020
Kjarnafæði og Norðlenska renna saman í eitt eftir tveggja ára viðræður
Norðlenska og Kjarnafæði hafa náð samkomulagi um samruna félaganna tveggja. Hátt í 400 manns vinna hjá þessum fyrirtækjum í dag. Samruninn er háður samþykki Samkeppniseftirlitsins og um 500 bænda, sem eiga Norðlenska í sameiningu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Björn Bjarnason afhendir hér Guðlaugi Þór Þórðarsyni skýrsluna.
Norðurlöndin ættu að móta sameiginlega stefnu gagnvart auknum áhuga Kína
Björn Bjarnason fyrrverandi ráðherra hefur skilað af sér skýrslu um öryggis- og utanríkismál til utanríkisráðherra Norðurlandanna. Þar leggur hann til 14 tillögur um norrænt samstarf til framtíðar.
Kjarninn 6. júlí 2020
Meira úr sama flokkiErlent