Sýn tapaði 1,7 milljörðum í fyrra

Rekstrarafkoma Sýnar versnaði mikið milli ára. Niðurfærsla á viðskiptavild litaði afkomu ársins í fyrra.

Sýn - Fjölmiðlar
Auglýsing

Tap árs­ins nam 1,7 millj­örðum króna miðað við hagnað upp á 443 millj­ónir króna árið 2018.

Hagn­aður árs­ins að frá­dreg­inni nið­ur­færslu á við­skipta­vild var 703 millj­ónir króna, að því er segir í til­kynn­ingu félags­ins til kaup­hallar.

Ein­skiptis­kostn­aður árs­ins nam 358 millj­ónum króna.

Auglýsing

Tap á síð­ustu þremur mán­uðum árs­ins 2019 nam tveimur millj­örðum króna sam­an­borið við 193 milljón króna hagnað á sama tíma­bili í fyrra. 

Við­skipta­vild var færð niður um 2,4 millj­arða króna sem skýrir tapið á síð­ustu þremur mán­uðum árs­ins. 

„Upp­gjör síð­asta árs liggur nú fyrir með tap uppá 1.748 millj­ónir króna. Það ætti ekki að vera margt þar sem kemur á óvart enda eru sjóð­streymi og EBITDA árs­ins í takt við horf­ur. Árið markast af því að verið var að fram­kvæma miklar breyt­ingar á rekstr­inum og færa niður við­skipta­vild. Jákvæð breyt­ing er veru­lega bætt sjóð­streymi en frjálst fjár­flæði eykst um yfir millj­arð króna. Á síð­asta ári fór fyr­ir­tækið fyrst í sam­eig­in­lega stefnu­mót­un. Í fram­haldi af því var skipu­riti breytt og nýir fram­kvæmda­stjórar eru nú í öllum stöð­um, utan tækni­s­viðs. Tækni­sviði var skipt upp og sett að hluta undir rekstr­ar­svið, sem mun auk skil­virkni og hraða fram­förum í starfrænni aðlög­un. Við inn­leiddum nýja vöru­merkja– og sam­skipta­stefnu og fórum í fram­haldi af því í 4DX átaks­verk­efni. Ánægja við­skipta­vina jókst strax umtals­vert í kjöl­far­ið. Nú erum við í stöðu til að sækja fram,“ segir Heiðar Guðjónsson, for­stjóri, í til­kynn­ingu.

Hann segir enn fremur að lyk­ill­inn að rekstr­ar­ár­angri sé fólg­inn í því að umbreyta föstum kostn­aði í breyti­leg­an. „Þar eru ýmis verk­efni í gangi. Við erum að auka útvistun verk­efna auk þess sem við erum enn að hag­ræða með því að efla frek­ari sam­vinnu á milli deilda fyr­ir­tæk­is­ins. Varð­andi fram­tíð fjar­skipta þá skiptir mestu að fjár­fest­ingar séu mark­vissar með til­liti til öryggis og hag­kvæmni. Mik­il­vægur liður í því var yfir­lýs­ing fjar­skipta­fyr­ir­tækj­anna frá 19. des­em­ber síð­ast liðn­um, þó enn sé of snemmt að full­yrða um árangur af því starf­i,“ segir Heiðar enn­frem­ur.

Helstu atriði úr upp­gjöri félags­ins, má sjá hér að neð­an.

• Tap árs­ins nam 1.748 millj­ónum króna miðað við hagnað upp á 443 millj­ónir króna árið 2018. Hagn­aður árs­ins að frá­dreg­inni nið­ur­færslu á við­skipta­vild var 703 millj­ónir króna. Ein­skiptis­kostn­aður árs­ins nemur 358 millj­ónum króna.

• Hand­bært fé frá rekstri á fjórð­ungnum nam 1.953 millj­ónum króna sam­an­borið við 1.358 millj­ónir króna á sama tíma­bili árið áður, sem er aukn­ing um 44%.

• Heild­ar­fjár­fest­ingar félags­ins á árinu námu 4.719 millj­ónum króna þar af eru fjár­fest­ingar í var­an­legum rekstr­ar­fjár­munum og óefn­is­legum eignum (án sýn­ing­ar­rétta) 1.833 millj­ónir króna og fjár­fest­ing í sýn­ing­ar­réttum 2.789 millj­ónir króna.

• Fjár­mögn­un­ar­hreyf­ingar félags­ins á árinu voru nei­kvæðar um 380 millj­ónir króna á móti jákvæðum hreyf­ingum upp á 434 millj­ónum króna á árinu 2018 sem er breyt­ing um 814 millj­ónir króna.

• Eig­in­fjár­hlut­fall Sýn hf. var 27,5% í lok árs 2019.

• Mark­mið stjórn­enda er að ná auk­inni fram­legð og betra sjóð­streymi úr rekstri félags­ins á árinu 2020. Fjár­fest­ingar árs­ins verða í kringum 1 millj­arð.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Borgaralaun eða ekki borgaralaun?
Yfirvöld á Spáni vilja lögleiða grunnframfærslu til fólks þar í landi – og ekki einungis vegna þess ástands sem nú ríkir heldur vilja þau festa hana varanlega í sessi. Sumir hafa kallað þetta borgaralaun en líklegast er það ofsögum sagt.
Kjarninn 8. apríl 2020
Þorsteinn Víglundsson
Þorsteinn tekur aftur við BM Vallá
Þorsteinn Víglundsson hefur verið ráðinn forstjóri eignarhaldsfélagsins Hornsteins, sem á og rekur félögin BM Vallá, Björgun og Sementsverksmiðjuna. Þorsteinn var áður forstjóri BM Vallá frá 2002 til 2010.
Kjarninn 8. apríl 2020
Ráðherrar í ríkisstjórn Íslands fá myndarlega launahækkun.
Laun þingmanna og ráðherra hækkuðu um 6,3 prósent í byrjun árs 2020
Launahækkun sem þingmenn, ráðherrar og aðrir háttsettir embættismenn frestuðu í fyrra í tengslum við gerð Lífskjarasamninganna tók gildi 1. janúar. Laun ráðherra hækkuðu um vel yfir hundrað þúsund krónur.
Kjarninn 8. apríl 2020
Þorsteinn Víglundsson.
Þorsteinn Víglundsson segir af sér þingmennsku
Varaformaður Viðreisnar hefur tilkynnt forseta Alþingis að hann segi af sér þingmennsku frá 14. apríl næstkomandi til taka að sér „spennandi verkefni á vettvangi atvinnulífsins“.
Kjarninn 8. apríl 2020
Grímur Atlason
To be or not to be inspired by Iceland
Kjarninn 8. apríl 2020
Eyrún Magnúsdóttir
Af fréttum og klósettpappír – má lýðræðið bíða?
Kjarninn 7. apríl 2020
Klikkið
Klikkið
Klikkið – Viðtal við Héðinn Unnsteinsson
Kjarninn 7. apríl 2020
Snjólaug Ólafsdóttir
Hvað getum við lært af COVID-19 um sjálfbærni og loftslagslausnir?
Kjarninn 7. apríl 2020
Meira úr sama flokkiErlent