Landsréttur vísar málum Sigur Rósar til efnismeðferðar í héraðsdómi

Landsréttur hefur úrskurðað að Héraðsdómur Reykjavíkur taki skattamál meðlima hljómsveitarinnar Sigur Rósar til efnislegrar meðferðar en þeim málum hafði verið vísað frá dómi 4. október síðastliðinn.

Jónsi í Sigur rós
Auglýsing

Lands­réttur hefur úrskurðað að Hér­aðs­dómur Reykja­víkur taki skatta­mál með­lima hljóm­sveit­ar­innar Sigur Rósar til efn­is­legrar með­ferð­ar. Þetta kemur fram í vef skatt­rann­sókn­ar­stjóra í dag. 

Máli hér­­aðs­sak­­­sókn­­ara á hendur fjórum liðs­­­mönnum hljóm­­­sveit­­ar­innar Sigur Rósar var vísað frá dómi þann 4. októ­ber síð­ast­lið­inn. Hér­­aðs­sak­­sókn­­ari áfrýj­aði mál­inu.

Bjarn­freður Ólafs­­­­son, lög­­­­­maður nú­ver­andi og fyrr­ver­andi liðs­­­manna Sig­ur Rós­ar og end­­­­ur­­­­skoð­anda hljóm­­­­sveit­­­­ar­inn­­­­ar, lagði fram frá­­­­vís­un­­­­ar­­­­kröfu, við fyr­ir­­­­töku máls­ins þann 20. maí síð­­ast­lið­inn.

Auglýsing

Jón Þór Birg­is­­­­son, söngv­­­­ari Sigur Rós­­­­ar, og end­­­­ur­­­­skoð­andi hans, Gunnar Þór Ásgeir­s­­­son, voru ákærðir fyrir að hafa komið félagi í eigu Jóns Þórs undan greiðslu tekju­skatts af rúm­­­­lega 700 millj­­­­ónum króna. Ákæran var lögð fram í Hér­­­­aðs­­­­dómi Reykja­víkur í byrjun apríl síð­­­ast­lið­ins þegar Sigur Rós­­­­ar-­­­­málið var þing­­­­fest. Jón Þór og end­­­­ur­­­­skoð­andi hans neit­uðu báðir sök.

Málið snérist um sam­lags­­­­fé­lagið Frakk sem Jón Þór á. Í ákærunni er Jóni Þór og end­­­­ur­­­­skoð­and­­­­anum gefið að sök að hafa ekki staðið skil á skatt­fram­­­­tölum vegna gjald­ár­anna 2011 til 2015. Þetta var önnur ákæran á hendur Jóni Þór og end­­­­ur­­­­skoð­anda hans en söngv­­­­ar­inn er einnig ákærður fyrir brot sem tengj­­­­ast félögum í eigu liðs­­­­manna Sigur Rós­­­­ar. Þar nema meint brot hans 43 millj­­­­ónum króna og var söngv­­­­ar­inn því ákærður fyrir 190 millj­­­­óna skatta­laga­brot.

Allir liðs­­­­menn Sigur Rósar nema Kjartan Sveins­­­­son voru ákærðir fyrir meiri­háttar skatta­laga­brot með því að hafa staðið skil á efn­is­­­­lega röngum skatta­fram­­­­tölum gjald­árin 2011 til og með 2014. Kjartan var sagður hafa staðið skil á efn­is­­­­lega röngum skatta­fram­­­­tölum árin 2012 og 2014.

Þremur liðs­­­­mönnum sveit­­­­ar­inn­­­­ar, Georg Holm, Jón Þór og Orri Páll Dýra­­­­son, var gefið að sök að hafa kom­ist undan greiðslu tekju­skatts og fjár­­­­­­­magns­skatts. Kjart­an, sem hætti í Sigur Rós fyrir rúmum sex árum, var ákærður fyrir að hafa kom­ist hjá því að greiða tekju­skatt. Sak­­­­sókn­­­­ari sagði að þeir hefðu sleppt því að telja fram rekstr­­­­ar­­­­tekjur félags­­­­ins á þessum árum sem námu rúmum 700 millj­­­­ónum og þannig komið félag­inu undan greiðslu tekju­skatts upp á 146 millj­­­­ón­­­­ir.

Sam­þætt­ing mála að efni og í tíma hjá skatt­yf­ir­völd­um, ákæru­valdi og dóm­stólum til staðar

Á vef skatt­rann­sókn­ar­stjóra kemur fram að í 4. gr. 7. samn­ings­við­auka mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu segi að eng­inn skuli sæta lög­sókn né refs­ingu að nýju í saka­máli fyrir brot sem hann hafi þegar verið sýkn­aður af eða sak­felldur fyrir með loka­dómi sam­kvæmt lögum og saka­mála­rétt­ar­fari við­kom­andi rík­is.

„End­urá­kvörðun rík­is­skatt­stjóra á sköttum ákærðu og álagn­ing 25% álags lauk með úrskurði rík­is­skatt­stjóra 12. des­em­ber 2018, sem þeir undu, en alls námu van­greiddir skattar tæpum 200 millj­ónum króna.

Hér­aðs­sak­sóknar gaf út ákæru 28. febr­úar 2019 og var málið þing­fest 3. mars 2019. Í dómi lands­réttar frá 28. febr­úar 2020 segir að mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu hafi kveðið upp fjölda dóma á grund­velli þessa ákvæðis en dóma­fram­kvæmdin sem lýtur að þessu álita­efni hafi tekið breyt­ingum og sé atviks­bund­in. Varð­andi tvö helstu ágrein­ings­at­rið­in, þ.e. efn­is­lega sam­þætt­ingu og sam­þætt­ingu í tíma, komst dóm­ur­inn að þeirri nið­ur­stöðu að sam­þætt­ing mála að efni og í tíma hjá skatt­yf­ir­völdum og ákæru­valdi og dóm­stólum hafi verið til stað­ar. Þess vegna beri hér­aðs­dómi að taka málið til efn­is­legrar með­ferð­ar,“ segir enn fremur á vef skatt­rann­sókn­ar­stjóra.  

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Berglind Rós Magnúsdóttir
Umhyggjuhagkerfi, arðrán og ástarkraftur
Kjarninn 9. apríl 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Engin ákvörðun verið tekin um að halda Íslandi lokuðu þar til að bóluefni finnst
Ummæli Lilju D. Alfreðsdóttur, um að bóluefni við kórónuveirunni sé forsenda þess að hægt sé að opna Ísland að nýju fyrir ferðamönnum, hafa vakið athygli. Nú hefur ráðherra ferðamála stigið fram og sagt enga ákvörðun hafa verið tekna um málið.
Kjarninn 9. apríl 2020
Kristín Ólafsdóttir og Vilborg Oddsdóttir
Ekki gleyma þeim!
Kjarninn 9. apríl 2020
Landspítalinn fékk 17 fullkomnar öndunarvélar frá 14 íslenskum fyrirtækjum
Nokkur íslensk fyrirtæki, sem vilja ekki láta nafns síns getið, hafa gefið Landspítalanum fullkomnar öndunarvélar og ýmsan annan búnað. Með því vilja þau leggja sitt að mörkum við að styðja við íslenskt heilbrigðiskerfi á erfiðum tímum.
Kjarninn 9. apríl 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Kvikmyndagerð í skugga COVID-19
Kjarninn 9. apríl 2020
Fleiri náðu bata í gær en greindust með virk COVID-smit
Þeim sem eru með virk COVID-smit á Íslandi fækkaði um 23 á milli daga. Það fækkaði einnig um tvo á gjörgæslu.
Kjarninn 9. apríl 2020
Hjálmar Gíslason
Eftir COVID: Leiðarljós við uppbyggingu
Kjarninn 9. apríl 2020
Erlendum ríkisborgurum sem ákveða að búa á Íslandi hefur fjölgað gríðarlega hratt á undanförnum árum. Stór hluti þess vinnuafls sem unnið hefur við mannaflsfrekar framkvæmdir hefur til að mynda verið útlendingar.
Tæplega fjórðungur umsækjenda um hlutabætur erlendir ríkisborgarar
Um 23 prósent starfandi íbúa landsins hafa annað hvort sótt um hlutabætur eða skrá sig á almenna atvinnuleysisskrá. Erlendir ríkisborgarar eru um 20 prósent af vinnuafli landsins en tæplega fjórðungur þeirra sem sótt hafa um hlutabætur eru útlendingar.
Kjarninn 9. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent