Samkomulag í höfn um styttingu vinnuviku vaktavinnufólks

Tímamót urðu í kjaraviðræðum aðildarfélaga BSRB í gær er samkomulag náðist um styttingu vinnuviku vaktavinnufólks sem hefur verið forgangskrafa félaganna.

Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.
Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.
Auglýsing

Sonja Ýr Þor­bergs­dótt­ir, for­maður BSRB, segir að náð­st ­sam­komu­lag milli aðila kjara­deil­unnar um stytt­ingu vinnu­viku vakta­vinnu­fólks. Enn eigi eftir að ná sam­komu­lagi um launa­lið­inn og jöfnun launa. Við­ræður halda á­fram í dag og næstu daga en verk­falls­að­gerð­ir, sem mik­ill meiri­hluti félags­manna ­sam­þykkti, hefj­ast á mánu­dag náist ekki að semja fyrir þann tíma.

Í minn­is­blaði sem rík­is­lög­reglu­stjóri, sótt­varn­ar­læknir og land­læknir hafa sent frá sér er skorað á þá sem nú eiga í kjara­við­ræðum að leita allra leiða til að enda verk­falls­að­gerðir sem standa ­yfir og koma í veg fyrir fyr­ir­hug­aðar aðgerð­ir.

Sonja Ýr segir í sam­tali við Kjarn­ann að und­an­þágu­nefnd­ir ­vegna verk­falla taki til starfa strax í dag. Til þeirra er hægt að leggja fram beiðnir um und­an­þágur áður en fyr­ir­huguð verk­föll skella á.

Auglýsing

Lands­sam­band slökkvi­liðs- og sjúkra­flutn­inga­manna til­kynnt­i í morgun að þeir hefðu frestað verk­falls­að­gerðum sem áttu að hefj­ast í næst­u viku.

Aðild­ar­fé­lög BSRB eru í kjara­við­ræðum við rík­ið, Reykja­vík­ur­borg og Sam­band íslenskra sveit­ar­fé­laga. Um 18 þús­und manns eru í þessum félögum sam­an­lagt.

Hér má sjá lista yfir boð­aðar verk­falls­að­gerð­ir.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiInnlent