Samkomulag í höfn um styttingu vinnuviku vaktavinnufólks

Tímamót urðu í kjaraviðræðum aðildarfélaga BSRB í gær er samkomulag náðist um styttingu vinnuviku vaktavinnufólks sem hefur verið forgangskrafa félaganna.

Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.
Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.
Auglýsing

Sonja Ýr Þor­bergs­dótt­ir, for­maður BSRB, segir að náð­st ­sam­komu­lag milli aðila kjara­deil­unnar um stytt­ingu vinnu­viku vakta­vinnu­fólks. Enn eigi eftir að ná sam­komu­lagi um launa­lið­inn og jöfnun launa. Við­ræður halda á­fram í dag og næstu daga en verk­falls­að­gerð­ir, sem mik­ill meiri­hluti félags­manna ­sam­þykkti, hefj­ast á mánu­dag náist ekki að semja fyrir þann tíma.

Í minn­is­blaði sem rík­is­lög­reglu­stjóri, sótt­varn­ar­læknir og land­læknir hafa sent frá sér er skorað á þá sem nú eiga í kjara­við­ræðum að leita allra leiða til að enda verk­falls­að­gerðir sem standa ­yfir og koma í veg fyrir fyr­ir­hug­aðar aðgerð­ir.

Sonja Ýr segir í sam­tali við Kjarn­ann að und­an­þágu­nefnd­ir ­vegna verk­falla taki til starfa strax í dag. Til þeirra er hægt að leggja fram beiðnir um und­an­þágur áður en fyr­ir­huguð verk­föll skella á.

Auglýsing

Lands­sam­band slökkvi­liðs- og sjúkra­flutn­inga­manna til­kynnt­i í morgun að þeir hefðu frestað verk­falls­að­gerðum sem áttu að hefj­ast í næst­u viku.

Aðild­ar­fé­lög BSRB eru í kjara­við­ræðum við rík­ið, Reykja­vík­ur­borg og Sam­band íslenskra sveit­ar­fé­laga. Um 18 þús­und manns eru í þessum félögum sam­an­lagt.

Hér má sjá lista yfir boð­aðar verk­falls­að­gerð­ir.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ásthildur Lóa Þórsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, er ein þeirra sem skráð voru sem hagsmunaverðir á vegum samtakanna.
Hagsmunasamtök heimilanna þau einu sem hafa tilkynnt hagsmunaverði
Ekkert stóru hagsmunasamtakanna í landinu hefur tilkynnt starfsmenn sína sem vinna við að hafa áhrif á ákvarðanir stjórnvalda sem hagsmunaverði, þrátt fyrir að lög sem krefjist þess hafi tekið gildi fyrir tveimur mánuðum.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Þorsteinn Vilhjálmsson
Sprautur, siður og réttur
Kjarninn 26. febrúar 2021
Símon Sigvaldason
Dómsmálaráðherra gerir tillögu um að skipa Símon Sigvaldason í Landsrétt
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir vill að Símon Sigvaldason verði skipaður í eina lausa stöðu við Landsrétt. Það þýðir að Jón Finnbjörnsson, sem er í leyfi og sótti um endurskipun, fær hana ekki.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Magnús Ragnarsson framkvæmdastjóri hjá Símanum.
Býst við að Viaplay hækki verðið þegar íþróttapakkinn stækkar
Magnús Ragnarsson framkvæmdastjóri hjá Símanum býst við því að Viaplay hækki verðið á áskriftum sínum þegar íþróttapakkinn þeirra stækkar. „Annað væri bara skaðleg undirverðlagning,“ sagði Magnús í nýjum þætti af Tæknivarpinu.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Sambærilegum smáhýsum hefur þegar verið komið upp í Gufunesi.
Smáhýsi fyrir heimilislausa í Laugardalnum þokast nær
Áform um smáhýsi fyrir heimilislausa á borgarlandi milli Suðurlandsbrautar og Fjölskyldu- og húsdýragarðsins hafa verið samþykkt í skipulags- og samgönguráði. Íþróttafélög, fasteignafélagið Reitir og fleiri lögðust gegn þessari staðsetningu smáhýsanna.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Einkaneysla Íslendinga dróst lítið saman, þrátt fyrir samkomutakmarkanir
Minni samdráttur í fyrra en áður var áætlað
Landsframleiðsla dróst saman um 6,6 prósent í fyrra samkvæmt nýútgefnum þjóðhagsreikningum Hagstofu. Þetta er nokkuð minni samdráttur en Seðlabankinn og Íslandsbankinn höfðu áætlað.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Einn hefur skráð sig sem hagsmunavörð
Þrátt fyrir að lög sem kveða á um skráningu hagsmunavarða hafi tekið gildi í byrjun árs hefur einungis einn skráð sig hjá hinu opinbera. Vinna við sérstakt vefsvæði, þar sem upplýsingar um skráða hagsmunaverði verða aðgengilegar, er á lokastigi.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Maggi Ragg um framtíð sjónvarps á Íslandi
Kjarninn 26. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent