Beiðni um endurupptöku hafnað

Kærunefnd útlendingamála hefur hafnað beiðni um endurupptöku á máli systkinanna Ali, Kayan, Saja og Jadin og foreldra þeirra frá Írak.

Ali, Kayan, Saja og Jadin
Ali, Kayan, Saja og Jadin
Auglýsing

Kærunefnd útlendingamála hefur hafnað beiðni um endurupptöku á máli systkinanna Ali, Kayan, Saja og Jadin og foreldra þeirra frá Írak. Frá þessu greindi Sema Erla Serdar, ­stofn­andi Sol­aris – hjálp­ar­sam­taka fyrir hæl­is­leit­endur og flótta­fólk á Íslandi, á Face­book-­síðu sinni í gærkvöldi.

Brottvísun fjölskyldunnar var frestað í síðustu viku en hún hefur vakið mikil viðbrögð hjá Íslendingum. Tugir mættu í mótmælagöngu í gær á vegum No Borders, Solaris og Réttar barna á flótta en gangan var „í samstöðu með fólki á flótta, gegn fasisma ríkis og einstaklinga.“

Sema Erla segir að fjölskyldan muni fara í beinu einkaflugi í boði íslenskra yfirvalda til Grikklands á miðvikudag eða fimmtudag. „Við erum að fara að senda fjögur flóttabörn, á aldrinum eins til níu ára, í mjög viðkvæmri stöðu, á götuna í Grikklandi þar sem ríkir neyðarástand og nýnasistar munu taka á móti þeim með ofbeldi, svívirðingum og niðurlægjandi og ómannúðlegri meðferð,“ skrifar hún.

Auglýsing

Hræðilegt ástand við Miðjarðarhaf

Rauði kross­inn á Íslandi mót­mælti í síðustu viku fyr­ir­hug­uðum brott­vís­unum barna­fjöl­skyldna til Grikk­lands þar sem þær hafa alþjóð­lega vernd. Í til­kynn­ingu frá Rauða kross­inum kemur fram að íslensk stjórn­völd hafi hingað til ekki sent börn frá Íslandi til Grikk­lands en nú hafi að minnsta kosti fimm fjöl­skyldur fengið til­kynn­ingu um að íslensk stjórn­völd muni flytja þau til Grikk­lands á næstu dögum og vik­um.

„Á sama tíma ber­ast fregnir af hræði­legu ástandi við Mið­jarð­ar­haf, t.a.m. drukknun ungs drengs þegar hann og fjöl­skylda hans fóru yfir hafið frá Tyrk­landi á ótryggum bát. Þá er afar við­kvæmt ástand við landa­mæri Tyrk­lands og Grikk­lands þar sem fréttir herma að um 13.000 flótta­menn bíði inn­göngu. Þá ber­ast einnig fregnir af harð­ræði grísku lög­regl­unnar og öðrum yfir­völdum og að fólki sé meinað inn­göngu. Mikil ólga og andúð fólks í Grikk­landi á flótta­fólki er einnig áber­andi í fjöl­miðlum sem ætla má að fari aðeins vax­and­i,“ segir í til­kynn­ingu Rauða kross­ins.

Útlendingastofnun stendur við bak þessara ákvarðana með góðri samvisku

Þorsteinn Gunnarsson, settur forstjóri Útlendingastofnunar, sagði í samtali við RÚV í síðustu viku að ástandið í Grikklandi, og sérstaklega við landamæri Tyrklands, væri grafalvarlegt. Útlendingastofnun félli hins vegar ekki frá brottvísunum þar sem þær stæðust útlendingalög og fjölskyldurnar væru þegar með alþjóðlega vernd í Grikklandi. 

„Eini hópurinn sem við skoðum að senda til baka til Grikklands eru einstaklingar sem hafa fengið þar jákvæða niðurstöðu, alþjóðlega vernd,“ sagði Þorsteinn.

Aðspurður hvort ástandið í Grikklandi, sérstaklega eins og það hefur verið síðustu viku, væri nægilega gott til að Íslendingar gætu með góðri samvisku vísað barnafjölskyldum þangað sagði hann svo vera. 

„Samkvæmt lögum um útlendinga þá er okkur ekki heimilt að senda neinn til baka sem gæti átt hættu á ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð. Meðan við förum eftir því, já, þá getum við staðið við bak þessara ákvarðana með góðri samvisku,“ sagði Þorsteinn við RÚV. 

Segir Íslendinga skrá sig á spjöld sögunnar

Sema Erla segir í færslu sinni að Íslendingar séu að fara að senda börn sem annað hvort hafa verið um árabil á flótta eða eru fædd á flótta – aftur á flótta um ókomna tíð. „Við erum að fara að skrá okkur á spjöld sögunnar fyrir að vera ríkið sem sendir flóttabörn í eymd, vonleysi, ótta og óöryggi í Grikklandi á sama tíma og önnur ríki eru að opna faðminn og bjóða flóttabörnum frá Grikklandi að koma í skjól og öryggi til sín.“

Þá séu Íslendingar að fara að senda börnin í skelfilegar aðstæður sem „við myndum aldrei sætta okkur við fyrir okkur sjálf eða börnin okkar. Þessi forkastanlega aðgerð verður framkvæmd í andstöðu við skýran vilja þess samfélags sem yfirvöld eru í forsvari fyrir. Skömm ykkar er mikil. Við munum ekki fyrirgefa. Við munum aldrei gleyma. Sagan mun dæma ykkur hart,“ skrifar hún að lokum.

Kærunefnd útlendingamála hefur hafnað beiðni um endurupptöku á máli systkinanna Ali, Kayan, Saja og Jadin og ungra...

Posted by Sema Erla Serdar on Monday, March 9, 2020

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Tibor starfar á Kaffibrennslunni á Laugavegi í Reykjavík.
„Ég get ekki grátið fyrir innan afgreiðsluborðið“
„Ég upplifi þessar bætur sem áverka ofan á áfallið sem við, þau sem lifðum af, vorum þegar að ganga í gegnum,“ segir Vasile Tibor Andor sem lifði eldsvoðann á Bræðraborgarstíg af. „Flest okkar misstu allt sem við eigum og heilsu okkar, von og framtíð.“
Kjarninn 19. júní 2021
Frá vígslu málverkanna í febrúar árið 2018. Síðan þá hafa þau ekki verið sýnd hlið við hlið.
Portrettmyndir Obama-hjónanna gera víðreist um Bandaríkin
Aðsóknarmet var slegið í National Portrait Gallery í Washington D.C. eftir að opinberar portrettmyndir Obama-hjónanna bættust í safneignina árið 2018. Nú eru myndirnar á leið í 11 mánaða reisu vítt og breitt um Bandaríkin.
Kjarninn 19. júní 2021
Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar.
Afnám leiguþaks gæti orðið Löfven að falli
Svíþjóð hefur, líkt og önnur lönd í Evrópu, reynt að sporna gegn hröðum leiguverðshækkunum með leiguþaki. Nú gæti farið svo að sænska ríkisstjórnin falli vegna áforma um að afnema slíkar takmarkanir fyrir nýbyggingar.
Kjarninn 18. júní 2021
Frá Akureyri.
Starfsfólki sagt upp á hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri
Forseti ASÍ gagnrýnir hagræðingaraðgerðir sem bitna fyrst og fremst á starfsfólki að hennar mati. Heilsuvernd tók við rekstri Öldrunarheimila Akureyrar í apríl á þessu ári.
Kjarninn 18. júní 2021
Kona gengur fram hjá minningarvegg um fórnarlömb COVID-19 í London.
Delta-afbrigðið á fleygiferð á Bretlandseyjum
Tilfellum af COVID-19 fjölgaði um 50 prósent í Bretlandi á einum mánuði frá 5. maí til 7. júní. Smitum af völdum Delta-afbrigðisins svokallaða fjölgaði um tæp 80 prósent milli vikna. Ný bylgja segja sumir en aðrir benda á að hún verði aldrei skæð.
Kjarninn 18. júní 2021
Komum erlendra ferðamanna til landsins fækkaði um 81 prósent milli 2019 og 2020.
Íslendingar eyddu minna á ferðalögum innanlands í fyrra heldur en árið 2019
Heildarútgjöld íslenskra ferðamanna innanlands námu 122 milljörðum króna í fyrra og drógust saman um 14 prósent frá 2019. Hlutfall ferðaþjónustu í landsframleiðslu dróst saman um rúmlega helming á tímabilinu, fór úr átta prósentum niður í 3,9 prósent.
Kjarninn 18. júní 2021
Upplýsingar um alla hluthafa og hversu mikið þeir eiga í skráðum félögum hafa legið fyrir á opinberum vettvangi undanfarið. Þetta telur Persónuvernd stríða gegn lögum.
Persónuvernd telur víðtæka birtingu hluthafalista fara gegn lögum
Vegna nýlegra lagabreytinga hefur verið hægt að nálgast heildarhluthafalista skráðra félaga í Kauphöllinni í samstæðureikningum á vef Skattsins. Persónuvernd telur þessa víðtæku birtingu fara gegn lögum.
Kjarninn 18. júní 2021
Flókið að fást við fólk sem lætur sannleikann ekki þvælast fyrir sér
Kerfið brást Helgu Björgu harðlega eftir að hún upplifði stöðugt áreiti borgarfulltrúa Miðflokksins í um tvö ár án þess að geta borið hönd fyrir höfuð sér. Málið hefur haft margvíslegar alvarlegar afleiðingar á andlega og líkamlega heilsu hennar.
Kjarninn 18. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent