Biðla til starfsmanna um að taka leyfi ef kostur er

Starfsfólk Icelandair spurði mikið um uppsagnir á rafrænum starfsmannafundi sem fram fór á innra neti fyrirtækisins kl. 13 í dag. Ekki var þó tilkynnt um neinar slíkar, en fyrirtækið hefur beðið fólk um að taka launalaust leyfi, hafi það tök á.

flugturn-a-reykjavikurflugvelli_15610206252_o.jpg
Auglýsing

Engin sér­stök tíð­indi, umfram allt það sem fram hefur komið í dag, voru boðuð á starfs­manna­fundi hjá Icelandair sem fór fram kl. 13 í dag í gegnum fjar­funda­búnað fyr­ir­tæk­is­ins.

Í morgun biðl­aði flug­fé­lagið til starfs­manna sinna um að taka sér launa­laust leyfi næstu mán­uði, hefðu þeir tök á, en einnig var fólk spurt hvort það gæti hugsað sér að lækka starfs­hlut­fall sitt eða taka fæð­ing­ar­or­lof. ­Fólk var beðið um að láta yfir­menn sína vita, gæti það hugsað sér að leggj­ast á árarnar með þessum hætti, fyrir hádegi á morg­un, föstu­dag.

Spurn­ingum starfs­manna rigndi yfir stjórn­endur félags­ins á fund­inum og sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans var tölu­vert spurt um upp­sagn­ir, sem Bogi Nils Boga­son for­stjóri hefur sagt óhjá­kvæmi­legt að ráð­ast þurfi í.  Ekk­ert var þó gefið upp um slíkar aðgerðir á fund­in­um, en ljóst er að starfs­fólk er hugsi yfir sinni stöðu, sem eðli­legt er.

Auglýsing

Mark­aðsvirði flug­fé­lags­ins hefur hrapað um hátt í 20% það sem af er degi og ekki farið lægra frá því í jan­úar árið 2011.  Allra leiða er nú leitað til þess að lækka kostnað og bregð­ast við tekju­miss­inum sem öruggt er að flug­fé­lagið verði fyrir við þær for­dæma­lausu aðstæður sem nú eru uppi í heim­inum öll­um, ekki síst eftir að ferða­bann var ein­hliða sett á af hálfu stjórn­valda í Banda­ríkj­un­um.

Hafa ekki óskað eftir hjálp frá stjórn­völdum

Bogi Nils fund­aði með rík­is­stjórn­inni í stjórn­ar­ráð­inu í hádeg­inu. Hann ræddi við fjöl­miðla eftir þann fund og sagði við mbl.is að ekki hefði verið óskað eftir því að stjórn­völd réttu fyr­ir­tæk­inu sér­staka hjálp­ar­hönd að svo stöddu. Þá er haft eftir for­stjór­anum á Vísi að ekki hafi verið rætt að afskrá félagið tíma­bundið af hluta­bréfa­mark­aði.

Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra sagði í Bít­inu á Bylgj­unni í morgun að til greina kæmi að veita Icelandair hjálp­ar­hönd á þessum erf­iðum tím­um, upp að því marki sem raun­hæft væri. Ráð­herra sagði ótíma­bært að úttala sig um það hvernig slík hjálp gæti verið veitt.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðlaugur Þór Þórðarson, nýr umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra fer með málefni lista og menningu
Miklar tilfærslur eru á málaflokkum milli ráðuneyta í nýrri ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Samkvæmt forsetaúrskurði heyrir fjölmiðlar undir atvinnuvegaráðuneytið og nýtt ráðuneyti fer með málefni þjóðarleikvanga.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins á Kjarvalsstöðum í gær.
„Engin áform“ um að ríkið auki rekstrarframlög með tilkomu Borgarlínu
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segist ekki sjá fyrir sér að ríkið auki framlög sín til rekstrar almenningssamgangna höfuðborgarsvæðisins, eins og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og Strætó bs. hafa kallað eftir.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Franskur fiskveiðibátur lokar á skipaumferð um Calais í Frakklandi.
Frakkar og Bretar berjast enn um fiskinn í Ermarsundi
Enn er ósætti á milli Frakklands og Bretlands vegna fiskveiða í breskri landhelgi eftir Brexit. Á föstudaginn reyndu franskir sjómenn reyndu að loka fyrir vöruflutninga á milli landanna tveggja til að krefjast úthlutunar fleiri fiskveiðileyfa.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Sunnlenskir sjálfstæðismenn kalla eftir skýringum frá Bjarna Benediktssyni.
Ósáttir sunnlenskir sjálfstæðismenn krefja Bjarna um skýringar
Sjálfstæðismenn á Suðurlandi eru með böggum hildar yfir því að Guðrún Hafsteinsdóttir oddviti flokksins í kjördæminu eigi ekki sæti við ríkisstjórnarborðið nú þegar. Tíu af tólf ráðherrum eru þingmenn kjördæma höfuðborgarsvæðisins.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Bresk myndlistarkona málaði eitt hundrað málverk af eldgosinu í Fagradalsfjalli
Eldgosið í Fagradalsfjalli sem hófst í vor hefur vakið allskonar væringar hjá fólki. Amy Alice Riches ákvað að mála eitt málverk á dag af því í 100 daga. Hún safnar nú fyrir útgáfu bókar með verkunum.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Allt sem þú þarft að vita um nýjan stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar
Stefnt er að því að lækka skatta, selja banka og láta fjármagnseigendur greiða útsvar. Auðvelda á fyrirtækjum að virkja vind og endurskoða lög um rammaáætlun.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra við kynningu stjórnarsáttmálans á Kjarvalsstöðum í dag.
Talað um að lækka mögulega skatta en engu lofað
Engar almennar skattkerfisbreytingar eru útfærðar í nýjum stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Forsætisráðherra segir að horft verði til þess að lækka skatta á þá tekjulægstu eða til að bæta samkeppnisstöðu fyrirtækja ef svigrúm gefist.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Álfheiður Eymarsdóttir
Kosningaframkvæmd fjórflokksins
Kjarninn 28. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent