Sjálfboðaliðar keyra út matvæli og nauðsynjavörur til fólks sem á þarf að halda

Hópur sjálfboðaliða hefur komið sér saman og í samvinnu við Fjölskylduhjálp Íslands hefur hann ákveðið að koma matvælum og nauðsynjum til fjölskyldna og einstaklinga sem reiða sig á matarúthlutanir í hverjum mánuði.

Grænmeti
Auglýsing

Hópur sjálf­boða­liða og Fjöl­skyldu­hjálp Íslands hafa tekið höndum saman til að koma mat­vælum og nauð­synjum til fjöl­skyldna og ein­stak­linga sem reiða sig á mat­ar­út­hlut­anir í hverjum mán­uði, en vegna sam­komu­banns sem tekur gildi á morgun er ekki lengur hægt að við­hafa hefð­bundnar leiðir til úthlut­un­ar.

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá sjálf­boða­liða­hópn­um.

Ákveðið hefur verið að setja af stað vinnu við skrán­ing­ar­síðu, að fengnu leyfi frá Almanna­vörnum og með vit­und emb­ættis sótt­varn­ar­lækn­is. Þar verður hægt að senda inn beiðnir um úthlutun og á morgun verður opnað síma­ver þar sem hægt er að hringja inn í síma­núm­erið 551-3360. Síma­verið verður mannað fólki sem talar íslensku, pólsku, spænsku og arab­ísku og er ætlað þeim sem ekki hafa aðgang að net­inu, sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá hópn­um.

Auglýsing

Gripið til allra nauð­syn­legra var­úð­ar­ráð­staf­ana við afhend­ingu

Þá kemur fram í til­kynn­ingu að allt að 500 heim­ili á höf­uð­borg­ar­svæð­inu reiði sig á úthlut­anir af þessu tagi og því komi sam­komu­bannið afar illa við þetta fólk. Með því að sýna sam­stöðu og reiða sig á góð­vild ann­arra hafi hins vegar tek­ist með sam­stilltu átaki að fá fjölda fólks, stofn­ana, fyr­ir­tækja, sam­taka og ann­arra til að sjá til þess að úthlut­anir fari fram.

Farið verður í sam­vinnu við Slysa­varna­fé­lagið Lands­björgu með úthlut­anir til þeirra sem treysta á þær og mun það vænt­an­lega hefj­ast um miðja viku. Gripið er til allra nauð­syn­legra var­úð­ar­ráð­staf­ana við afhend­ingu í sam­ræmi við opin­ber til­mæli og aðgerð­ir, að því er fram kemur í til­kynn­ing­unni.

Átakið fengið gríð­ar­lega góðar und­ir­tektir

Stein­grímur Sæv­arr Ólafs­son, for­svars­maður hóps­ins, segir í sam­tali við Kjarn­ann að átakið hafi fengið gríð­ar­lega góðar mót­tökur og und­ir­tekt­ir.

Hann segir enn fremur að allir átti sig á að þessir við­kvæmu hópar – á borð við inn­flytj­end­ur, aldr­aða, hæl­is­leit­endur og fleiri – þurfi á frek­ari aðstoð að halda.

Þegar Stein­grímur er spurður út í það hvernig þetta verk­efni hafi byrjað þá segir hann að gæða­hjónin Rósa Braga­dóttir og Ásgeir Ásgeirs­son, sem ekk­ert aumt megi sjá, hafi fengið þessa hug­mynd og fengið fólk sem hugsar á sömu nótum til að taka þátt í verk­efn­inu.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Býfluga á kafi í villiblómi.
Búa til blómabelti vítt og breitt fyrir býflugur
Býflugum hefur fækkað gríðarlega mikið síðustu áratugi svo í mikið óefni stefnir. Náttúruverndarsamtök í Bretlandi fengu þá hugmynd fyrir nokkrum árum að byggja upp net blómabelta um landið til að bjarga býflugunum.
Kjarninn 14. júlí 2020
Ásta Sigríður Fjeldsted
Ásta Sigríður Fjeldsted nýr framkvæmdastjóri Krónunnar
Ásta Sigríður Fjeldsted hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Krónunnar.
Kjarninn 14. júlí 2020
Atvinnuleysi komið undir tíu prósent
Atvinnuleysi hérlendis hefur lækkað hratt að undanförnu en þar skiptir mestu hröð lækkun atvinnuleysis vegna minnkaðs starfshlutfalls. Almennt atvinnuleysi mælist 7,5 prósent og hefur lítið sem ekkert breyst frá því í apríl.
Kjarninn 14. júlí 2020
Salt Pay talið hæft til að fara með virkan eignarhlut í Borgun
Fjármálaeftirlitsnefnd Seðlabanka Íslands hefur komist að þeirri niðurstöðu að Salt Pay, með skráð aðsetur á Caymaneyjum, sé hæft til að fara með yfir 50 prósent virkan eignarhlut í Borgun.
Kjarninn 14. júlí 2020
Frá fundinum í dag
Fjögur lönd til viðbótar ekki talin áhættusvæði
Alls eru sex lönd sem ekki eru talin áhættusvæði; Danmörk, Noregur, Finnland, Þýskaland, Grænland og Færeyjar. Fólk sem kemur þaðan og hefur dvalið þar í tvær vikur samfleytt þarf ekki að fara í skimun við komuna til landsins frá og með 16. júlí.
Kjarninn 14. júlí 2020
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra.
227 stuðningslán fyrir tæpa 2,2 milljarða
Alls hafa fyrirtæki hér á landi sótt um 227 stuðningslán fyrir tæpa 2,2 milljarða króna síðan opnað var fyrir umsóknir þann 9. júlí.
Kjarninn 14. júlí 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
„Vissuð þið að það er ekki refsivert á Íslandi að stela launum af vinnuaflinu?“
Formaður Eflingar hefur gert kröfu á stjórnvöld og stílað á fimm ráðuneyti. Hún vill að þau standi við gefin loforð um að heimildir til refsinga verði auknar, í samráði við aðila vinnumarkaðarins, ef atvinnurekandi brýtur gegn lágmarkskjörum launamanns.
Kjarninn 14. júlí 2020
Þinglýstum kaupsamningum fækkaði á milli ára í flestum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Smávægileg aukning varð í Mosfellsbæ og á Seltjarnarnesi.
Þinglýstum kaupsamningum á höfuðborgarsvæðinu fækkar milli ára
Þinglýstum kaupsamningum fjölgar víða utan höfuðborgarsvæðisins á öðrum ársfjórðungi miðað við sama tíma í fyrra. Alls fækkaði þeim um 31 prósent innan höfuðborgarsvæðisins en fjölgaði um 0,5 prósent utan þess.
Kjarninn 14. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent