Sjálfboðaliðar keyra út matvæli og nauðsynjavörur til fólks sem á þarf að halda

Hópur sjálfboðaliða hefur komið sér saman og í samvinnu við Fjölskylduhjálp Íslands hefur hann ákveðið að koma matvælum og nauðsynjum til fjölskyldna og einstaklinga sem reiða sig á matarúthlutanir í hverjum mánuði.

Grænmeti
Auglýsing

Hópur sjálf­boða­liða og Fjöl­skyldu­hjálp Íslands hafa tekið höndum saman til að koma mat­vælum og nauð­synjum til fjöl­skyldna og ein­stak­linga sem reiða sig á mat­ar­út­hlut­anir í hverjum mán­uði, en vegna sam­komu­banns sem tekur gildi á morgun er ekki lengur hægt að við­hafa hefð­bundnar leiðir til úthlut­un­ar.

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá sjálf­boða­liða­hópn­um.

Ákveðið hefur verið að setja af stað vinnu við skrán­ing­ar­síðu, að fengnu leyfi frá Almanna­vörnum og með vit­und emb­ættis sótt­varn­ar­lækn­is. Þar verður hægt að senda inn beiðnir um úthlutun og á morgun verður opnað síma­ver þar sem hægt er að hringja inn í síma­núm­erið 551-3360. Síma­verið verður mannað fólki sem talar íslensku, pólsku, spænsku og arab­ísku og er ætlað þeim sem ekki hafa aðgang að net­inu, sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá hópn­um.

Auglýsing

Gripið til allra nauð­syn­legra var­úð­ar­ráð­staf­ana við afhend­ingu

Þá kemur fram í til­kynn­ingu að allt að 500 heim­ili á höf­uð­borg­ar­svæð­inu reiði sig á úthlut­anir af þessu tagi og því komi sam­komu­bannið afar illa við þetta fólk. Með því að sýna sam­stöðu og reiða sig á góð­vild ann­arra hafi hins vegar tek­ist með sam­stilltu átaki að fá fjölda fólks, stofn­ana, fyr­ir­tækja, sam­taka og ann­arra til að sjá til þess að úthlut­anir fari fram.

Farið verður í sam­vinnu við Slysa­varna­fé­lagið Lands­björgu með úthlut­anir til þeirra sem treysta á þær og mun það vænt­an­lega hefj­ast um miðja viku. Gripið er til allra nauð­syn­legra var­úð­ar­ráð­staf­ana við afhend­ingu í sam­ræmi við opin­ber til­mæli og aðgerð­ir, að því er fram kemur í til­kynn­ing­unni.

Átakið fengið gríð­ar­lega góðar und­ir­tektir

Stein­grímur Sæv­arr Ólafs­son, for­svars­maður hóps­ins, segir í sam­tali við Kjarn­ann að átakið hafi fengið gríð­ar­lega góðar mót­tökur og und­ir­tekt­ir.

Hann segir enn fremur að allir átti sig á að þessir við­kvæmu hópar – á borð við inn­flytj­end­ur, aldr­aða, hæl­is­leit­endur og fleiri – þurfi á frek­ari aðstoð að halda.

Þegar Stein­grímur er spurður út í það hvernig þetta verk­efni hafi byrjað þá segir hann að gæða­hjónin Rósa Braga­dóttir og Ásgeir Ásgeirs­son, sem ekk­ert aumt megi sjá, hafi fengið þessa hug­mynd og fengið fólk sem hugsar á sömu nótum til að taka þátt í verk­efn­inu.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Berglind Rós Magnúsdóttir
Umhyggjuhagkerfi, arðrán og ástarkraftur
Kjarninn 9. apríl 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Engin ákvörðun verið tekin um að halda Íslandi lokuðu þar til að bóluefni finnst
Ummæli Lilju D. Alfreðsdóttur, um að bóluefni við kórónuveirunni sé forsenda þess að hægt sé að opna Ísland að nýju fyrir ferðamönnum, hafa vakið athygli. Nú hefur ráðherra ferðamála stigið fram og sagt enga ákvörðun hafa verið tekna um málið.
Kjarninn 9. apríl 2020
Kristín Ólafsdóttir og Vilborg Oddsdóttir
Ekki gleyma þeim!
Kjarninn 9. apríl 2020
Landspítalinn fékk 17 fullkomnar öndunarvélar frá 14 íslenskum fyrirtækjum
Nokkur íslensk fyrirtæki, sem vilja ekki láta nafns síns getið, hafa gefið Landspítalanum fullkomnar öndunarvélar og ýmsan annan búnað. Með því vilja þau leggja sitt að mörkum við að styðja við íslenskt heilbrigðiskerfi á erfiðum tímum.
Kjarninn 9. apríl 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Kvikmyndagerð í skugga COVID-19
Kjarninn 9. apríl 2020
Fleiri náðu bata í gær en greindust með virk COVID-smit
Þeim sem eru með virk COVID-smit á Íslandi fækkaði um 23 á milli daga. Það fækkaði einnig um tvo á gjörgæslu.
Kjarninn 9. apríl 2020
Hjálmar Gíslason
Eftir COVID: Leiðarljós við uppbyggingu
Kjarninn 9. apríl 2020
Erlendum ríkisborgurum sem ákveða að búa á Íslandi hefur fjölgað gríðarlega hratt á undanförnum árum. Stór hluti þess vinnuafls sem unnið hefur við mannaflsfrekar framkvæmdir hefur til að mynda verið útlendingar.
Tæplega fjórðungur umsækjenda um hlutabætur erlendir ríkisborgarar
Um 23 prósent starfandi íbúa landsins hafa annað hvort sótt um hlutabætur eða skrá sig á almenna atvinnuleysisskrá. Erlendir ríkisborgarar eru um 20 prósent af vinnuafli landsins en tæplega fjórðungur þeirra sem sótt hafa um hlutabætur eru útlendingar.
Kjarninn 9. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent