Íslandsbanki frestar greiðslu arðs – Enginn stóru bankanna greiðir út í ár

Allir stóru bankarnir þrír eru hættir við að greiða út arð vegna fordæmalausra aðstæðna á fjármálamörkuðum sem skapast hafa vegna útbreiðslu kórónuveirunnar.

íslandsbanki
Auglýsing

Stjórn Íslands­banka, sem er að öllu leyti í eigu rík­is­ins, hefur ákveð­ið, í ljósi óvissu af völdum for­dæma­lausra aðstæðna á fjár­mála­mörk­uð­um, að greiða ekki út arð til hlut­hafa á árinu 2019. „Jafn­framt verður lagt til við aðal­fund að stjórn bank­ans fái heim­ild til að kalla til sér­staks hlut­hafa­fundar síðar á þessu ári þar sem til­laga um greiðslu arðs af hagn­aði fyrri rekstr­ar­ára kann að vera lögð fram.“ 

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu sem Íslands­banki sendi Kaup­höll Íslands í dag. Þar segir enn fremur að eig­in­fjár­staða bank­ans sé sterkt og með þess­ari ákvörðun sé bank­inn „enn betur í stakk búinn að takast á við þær áskor­anir sem framundan eru.“ Íslands­banki ætl­aði að greiða út 4,2 millj­arða króna í arð í ár.

Auglýsing
Seðlabanki Íslands hafði beint þeim til­mælum til fjár­mála­fyr­ir­tækja að end­ur­skoða allar arð­greiðslu­til­lögur í ljósi óvissu í efna­hags­um­hverf­inu vegna útbreiðslu kór­ónu­veirunn­ar.

Banka­ráð Lands­bank­ans, sem er í 98 pró­sent eigu íslenska rík­is­ins, reið á vaðið á föstu­dag og til­kynnti að það myndi leggja til við aðal­fund bank­ans að fresta arð­greiðslu. Upp­haf­lega stóð til að greiða 9,45 millj­arða króna út úr bank­anum í arð. 

Frétta­blaðið greindi frá því að Arion banki hefði frestað boð­aðri tíu millj­arða króna arð­greiðslu til hlut­hafa að fjár­hæð sam­tals tíu millj­arðar króna um tvo mán­uði. Í til­kynn­ingu sem Arion banki sendi frá sér á föstu­dag kom fram að bank­anum hafi borist skrif­legar beiðnir frá hlut­höf­um, sem ráða yfir meira en þriðj­ungi hluta­fjár, um frestun ákvörð­unar á greiðslu arðs á aðal­fundi en hann fer fram 17. mars næst­kom­and­i. 

Blaðið sagð­ist hafa heim­ildir fyrir því að frum­kvæðið um að fresta arð­greiðsl­unni hefði komið frá banda­ríska vog­un­ar­sjóðs­ins Taconic Capital, stærsta hlut­hafa Arion banka með rúm­lega 23,5 pró­senta hlut.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiInnlent