Íslandsbanki frestar greiðslu arðs – Enginn stóru bankanna greiðir út í ár

Allir stóru bankarnir þrír eru hættir við að greiða út arð vegna fordæmalausra aðstæðna á fjármálamörkuðum sem skapast hafa vegna útbreiðslu kórónuveirunnar.

íslandsbanki
Auglýsing

Stjórn Íslandsbanka, sem er að öllu leyti í eigu ríkisins, hefur ákveðið, í ljósi óvissu af völdum fordæmalausra aðstæðna á fjármálamörkuðum, að greiða ekki út arð til hluthafa á árinu 2019. „Jafnframt verður lagt til við aðalfund að stjórn bankans fái heimild til að kalla til sérstaks hluthafafundar síðar á þessu ári þar sem tillaga um greiðslu arðs af hagnaði fyrri rekstrarára kann að vera lögð fram.“ 

Þetta kemur fram í tilkynningu sem Íslandsbanki sendi Kauphöll Íslands í dag. Þar segir enn fremur að eiginfjárstaða bankans sé sterkt og með þessari ákvörðun sé bankinn „enn betur í stakk búinn að takast á við þær áskoranir sem framundan eru.“ Íslandsbanki ætlaði að greiða út 4,2 milljarða króna í arð í ár.

Auglýsing
Seðlabanki Íslands hafði beint þeim tilmælum til fjármálafyrirtækja að endurskoða allar arðgreiðslutillögur í ljósi óvissu í efnahagsumhverfinu vegna útbreiðslu kórónuveirunnar.

Bankaráð Landsbankans, sem er í 98 prósent eigu íslenska ríkisins, reið á vaðið á föstudag og tilkynnti að það myndi leggja til við aðalfund bankans að fresta arðgreiðslu. Upphaflega stóð til að greiða 9,45 milljarða króna út úr bankanum í arð. 

Fréttablaðið greindi frá því að Arion banki hefði frestað boðaðri tíu milljarða króna arðgreiðslu til hluthafa að fjárhæð samtals tíu milljarðar króna um tvo mánuði. Í tilkynningu sem Arion banki sendi frá sér á föstudag kom fram að bankanum hafi borist skriflegar beiðnir frá hluthöfum, sem ráða yfir meira en þriðjungi hlutafjár, um frestun ákvörðunar á greiðslu arðs á aðalfundi en hann fer fram 17. mars næstkomandi. 

Blaðið sagðist hafa heimildir fyrir því að frumkvæðið um að fresta arðgreiðslunni hefði komið frá bandaríska vogunarsjóðsins Taconic Capital, stærsta hluthafa Arion banka með rúmlega 23,5 prósenta hlut.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda Viðreisnar, mun starfa áfram með flokknum.
Sættir hafa náðst hjá Viðreisn og Benedikt starfar áfram innan flokksins
Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður Viðreisnar greinir frá því í dag að samkomulag hafi náðst um að hann starfi áfram með flokknum.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meirihluti þjóðarinnar er bólusettur og meirihluti þeirra sem eru að greinast með veiruna er bólusettur.
116 óbólusettir greinst á einni viku
Um 64 prósent þeirra sem eru með COVID-19 á landinu eru á aldrinum 18-39 ára. Flestir sem greinst hafa síðustu daga eru bólusettir en 116 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á einni viku.
Kjarninn 26. júlí 2021
Þórður Snær Júlíusson
Endalok tálmyndar um endurkomu hins eðlilega lífs
Kjarninn 26. júlí 2021
Himinn og haf skilja fátækari ríki heims og þau ríkari að þegar kemur að bólusetningum.
Þórólfur: Hægt að hafa margar skoðanir á siðferði bólusetninga
Að baki þeirri ákvörðun að gefa fólki bólusettu með Janssen örvunarskammt býr að sögn sóttvarnalæknis sú stefna að reyna að bólusetja sem flesta hér á landi með áhrifaríkum hætti. 1,32 prósent íbúa fátækustu ríkja heims hafa verið bólusett.
Kjarninn 26. júlí 2021
Sajid Javid heilbrigðisráðherra Bretlands tók við af Matt Hancock fyrr í sumar.
Biðst afsökunar á að hafa sagt fólki að hætta að „hnipra sig saman“ andspænis veirunni
Sajid Javid heilbrigðisráðherra Bretlands segist hafa notað óheppilegt orðfæri til að lýsa því hvernig landar hans þyrftu að fara að lifa með veirunni, í ljósi útbreiddra bólusetninga.
Kjarninn 25. júlí 2021
DÓTTIR er stuttmynd um ást, þráhyggju og brotna sjálfsmynd.
Stuttmyndin DÓTTIR er „ástarbréf til Íslands“
Sofia Novakova, leik- og kvikmyndagerðarkona frá Slóvakíu, er þessa dagana að taka upp stuttmyndina DÓTTIR hér á landi. Safnað er fyrir útgáfu myndarinnar á Karolina Fund.
Kjarninn 25. júlí 2021
Hólmfríður Árnadóttir menntunarfræðingur og Heiða Guðný Ásgeirsdóttir bóndi skipa 1. og 2. sæti á lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi.
Þjórsáin okkar allra
Kjarninn 25. júlí 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir ríkisstjórnina ræða málin í þaula og hafa verið í meginatriðum samstíga um aðgerðir í faraldrinum hingað til.
Stjórnmálin falli ekki í þá freistni að gera sóttvarnir að „pólitísku bitbeini“
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir samstöðu í ríkisstjórn um þær hertu aðgerðir sem tóku gildi í dag. Hún segist vilja forðast að sóttvarnir verði að pólitísku bitbeini fyrir kosningar og telur að það muni reyna á stjórnmálin á næstu vikum.
Kjarninn 25. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent