Alma Möller: Spár segja að faraldurinn nái hámarki um miðjan apríl

Landlæknir segir að það séu til fleiri öndunarvélar en þær sem til eru á spítölum og að unnið sé að því að fá fleiri. Spár sem settar voru fram í dag geri ráð fyrir að faraldurinn nái hámarki um miðjan næsta mánuð.

Alma Möller landlæknir.
Alma Möller landlæknir.
Auglýsing

Sviðs­myndir sér­fræð­inga sem hafa unnið spá fyrir yfir­völd um hvernig veiru­far­ald­ur­inn sem nú geisar muni þró­ast segja að, sam­kvæmt bestu spá, verði hápunkt­ur­inn far­ald­urs­ins í kringum 10. apr­íl. ­Spáin gerir þó ráð fyrir að þessu geti skeikað um fimm daga í hvora átt­ina.

Þetta sagði Alma Möller land­læknir í sér­stökum þætti um COVID-19 sjúk­dóm­inn og veiruna sem veldur honum á RÚV í kvöld. 

Þar sagði hún einnig að sjúk­lingar sem þurfi að liggja inni á sjúkra­húsi geti, þegar kúf­inum er náð, verið um 40 að jafn­aði á hverjum tíma en að fjöldi þeirra geti farið upp í 110 manns.

Nóg sé til af önd­un­ar­vél­um, því fyrir utan þær 26 sem Land­spít­al­inn hefur yfir að ráða, og þær þrjár sem séu stað­settar á Akur­eyri, þá séu fleiri til í sjúkra­bílum og víð­ar. Auk þess sé unnið að því að fá fleiri vél­ar. 

Auglýsing
Í þætt­inum voru Alma og Viðir Reyn­is­son, yfir­lög­reglu­þjónn hjá emb­ætti rík­is­lög­reglu­stjóra, spurð út í ummæli Frosta Sig­ur­jóns­son­ar, fyrr­ver­andi þing­manns Fram­sókn­ar­flokks­ins, sem hefur farið mik­inn í gagn­rýni á við­brögð stjórn­valda við útbreiðslu veirunnar sem veldur COVID-19 sjúk­dómn­um. Ummæl­in, sem féllu í útvarps­þætt­inum Harma­geddon á X-inu í morg­un, voru þannig að Frosti sagði að hingað hefðu „út­lend­ingum frá hættu­svæðum [ver­ið] hleypt óskimuðum inn í landið til þess að koma smiti inn í sam­fé­lag­ið.“ 

Bæði Alma og Víðir höfn­uðu þessu alfar­ið. Víðir benti á að Íslend­ingar væru að gera mun meira en flestir í að rekja öll smit. Ástæða þess að ekki hafi verið gripið til þeirra ráða að loka land­inu fyrir ferða­mönnum væri sú að þeir væru mun ólík­legri til að smita hér­lend­is. 

Af þeim 250 smitum sem hafa greinst eru ein­ungis tveir ferða­menn og engin ann­ars stigs smit hafa verið rakin til ferða­manna. Víðir benti á að nú væri ferða­mönnum auk þess að fækka veru­lega, ein­fald­lega vegna þess að önnur lönd væru að loka sínum landa­mærum og ferða­lög að leggj­ast af. Því væri þetta ekki vanda­mál. 

Flest smitin sem greinst hefðu verið hér­lendis komu frá Íslend­ingum sem smit­uð­ust í skíða­ferðum erlendis og báru veiruna með sér hingað heim. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lerbjergskógurinn er nú kominn í eigu og umsjá Danska náttúrusjóðsins.
Danir gripnir kaupæði – „Við stöndum frammi fyrir krísu“
Lerbjergskógurinn mun héðan í frá fá að dafna án mannlegra athafna. Hann er hluti þess lands sem Danir hafa keypt saman til að auka líffræðilegan fjölbreytileika og draga úr áhrifum loftslagsbreytinga.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Þolendur kynfæralimlestinga, nauðgana, ofbeldis og fordóma sendir til baka til Grikklands
Tvær sómalskar konur standa nú frammi fyrir því að verða sendar til Grikklands af íslenskum stjórnvöldum og bíða þær brottfarardags. Þær eru báðar þolendur grimmilegs ofbeldis og þarfnast sárlega aðstoðar fagfólks til að vinna í sínum málum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Undirbúa sókn fjárfesta í flesta innviði samfélagsins „til að létta undir með hinu opinbera“
Í nýlegri kynningu vegna fyrirhugaðrar stofnunar á 20 milljarða innviðasjóði er lagt upp með að fjölmörg tækifæri séu í fjárfestingu á innviðum á Íslandi. Það eru ekki einungis hagrænir innviðir heldur líka félagslegir.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Bækur spila stórt hlutverk í lífi margra um jólahátíðina.
Rýnt í bækur og stjörnur
Bókahúsið er hlaðvarpsþáttur þar sem rætt er við rithöfunda og ýmsa sem koma að bókaútgáfu. Í sjötta þætti er spjallað um himingeiminn, ný skáldverk og ljóðabækur.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Teikning af mögulegri framtíðarsýn fyrir svæði Háskóla Íslands.
Fólk og mannlíf í forgangi í framtíðarsýn Háskóla Íslands
Háskóli Ísland og Reykjavíkurborg hafa í sameiningu dregið upp mynd af svæði HÍ til framtíðar með tilliti til legu Borgarlínu. Suðurgata breytist úr hraðbraut í borgargötu og gert er ráð fyrir að bílastæði færist í miðlæg bílastæðahús.
Kjarninn 26. nóvember 2021
Unnþór Jónsson
Upplýsingaóreiða er vandamál
Kjarninn 26. nóvember 2021
Nýtt COVID-afbrigði orsakar svartan föstudag í Kauphöllinni
Fjárfestar um allan heim brugðust illa við fréttum af nýju afbrigði kórónuveirunnar í morgun. Ekkert félag á aðalmarkaði hækkaði í virði við lokun markaða, en hlutabréfaverð í Icelandair og Play lækkaði um rúm 4 prósent yfir daginn.
Kjarninn 26. nóvember 2021
Vínbúðin stefnir nú út á Granda, þar sem fjöldi stórmarkaða er staðsettur.
Vínbúðin stefnir á Fiskislóð
ÁTVR segist ætla að ganga til samninga við eigendur húsnæðis að Fiskislóð 10 á Granda um leigu á plássi undir nýja Vínbúð. Ekki er búið að taka endanlega ákvörðun um lokun Vínbúðar í Austurstræti.
Kjarninn 26. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent