Alma Möller: Spár segja að faraldurinn nái hámarki um miðjan apríl

Landlæknir segir að það séu til fleiri öndunarvélar en þær sem til eru á spítölum og að unnið sé að því að fá fleiri. Spár sem settar voru fram í dag geri ráð fyrir að faraldurinn nái hámarki um miðjan næsta mánuð.

Alma Möller landlæknir.
Alma Möller landlæknir.
Auglýsing

Sviðs­myndir sér­fræð­inga sem hafa unnið spá fyrir yfir­völd um hvernig veiru­far­ald­ur­inn sem nú geisar muni þró­ast segja að, sam­kvæmt bestu spá, verði hápunkt­ur­inn far­ald­urs­ins í kringum 10. apr­íl. ­Spáin gerir þó ráð fyrir að þessu geti skeikað um fimm daga í hvora átt­ina.

Þetta sagði Alma Möller land­læknir í sér­stökum þætti um COVID-19 sjúk­dóm­inn og veiruna sem veldur honum á RÚV í kvöld. 

Þar sagði hún einnig að sjúk­lingar sem þurfi að liggja inni á sjúkra­húsi geti, þegar kúf­inum er náð, verið um 40 að jafn­aði á hverjum tíma en að fjöldi þeirra geti farið upp í 110 manns.

Nóg sé til af önd­un­ar­vél­um, því fyrir utan þær 26 sem Land­spít­al­inn hefur yfir að ráða, og þær þrjár sem séu stað­settar á Akur­eyri, þá séu fleiri til í sjúkra­bílum og víð­ar. Auk þess sé unnið að því að fá fleiri vél­ar. 

Auglýsing
Í þætt­inum voru Alma og Viðir Reyn­is­son, yfir­lög­reglu­þjónn hjá emb­ætti rík­is­lög­reglu­stjóra, spurð út í ummæli Frosta Sig­ur­jóns­son­ar, fyrr­ver­andi þing­manns Fram­sókn­ar­flokks­ins, sem hefur farið mik­inn í gagn­rýni á við­brögð stjórn­valda við útbreiðslu veirunnar sem veldur COVID-19 sjúk­dómn­um. Ummæl­in, sem féllu í útvarps­þætt­inum Harma­geddon á X-inu í morg­un, voru þannig að Frosti sagði að hingað hefðu „út­lend­ingum frá hættu­svæðum [ver­ið] hleypt óskimuðum inn í landið til þess að koma smiti inn í sam­fé­lag­ið.“ 

Bæði Alma og Víðir höfn­uðu þessu alfar­ið. Víðir benti á að Íslend­ingar væru að gera mun meira en flestir í að rekja öll smit. Ástæða þess að ekki hafi verið gripið til þeirra ráða að loka land­inu fyrir ferða­mönnum væri sú að þeir væru mun ólík­legri til að smita hér­lend­is. 

Af þeim 250 smitum sem hafa greinst eru ein­ungis tveir ferða­menn og engin ann­ars stigs smit hafa verið rakin til ferða­manna. Víðir benti á að nú væri ferða­mönnum auk þess að fækka veru­lega, ein­fald­lega vegna þess að önnur lönd væru að loka sínum landa­mærum og ferða­lög að leggj­ast af. Því væri þetta ekki vanda­mál. 

Flest smitin sem greinst hefðu verið hér­lendis komu frá Íslend­ingum sem smit­uð­ust í skíða­ferðum erlendis og báru veiruna með sér hingað heim. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þriðjungsfjölgun í Siðmennt á rúmu einu og hálfu ári
Af trúfélögum bætti Stofnun múslima á Íslandi við sig hlutfallslega flestum meðlimum á síðustu mánuðum. Meðlimum þjóðkirkjunnar heldur áfram að fækka en hlutfallslega var mesta fækkunin hjá Zúistum.
Kjarninn 11. júlí 2020
Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóri Hveragerðis.
„Við þurfum fleiri ferðamenn“
Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur nauðsynlegt að fleiri ferðamenn komi til Íslands sem fyrst og vill breytingar á fyrirkomulagi skimana á Keflavíkurflugvelli.
Kjarninn 11. júlí 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Frekju og yfirgangi Ísraels engin takmörk sett
Kjarninn 11. júlí 2020
Sjávarútvegurinn hefur bætt við sig störfum á meðan hart hefur verið í ári hjá ferðaþjónustunni.
Ferðaþjónustan skreppur saman en sjávarútvegurinn er í sókn
Rúmlega helmingi færri störfuðu í ferðaþjónustu á síðasta ársfjórðungi miðað við árið á undan. Störfum í sjávarútvegi hefur hins vegar fjölgað um helming.
Kjarninn 11. júlí 2020
„Þegar dætrum mínum var ógnað, náðu þeir mér“
Þegar Guðrún Jónsdóttir gekk inn í Kvennaathvarfið árið 1988 til að taka sína fyrstu vakt mætti henni kasólétt kona með glóðarauga. Hún hafði gengið inn í heim sem hafði fram til þessa verið henni gjörsamlega hulinn. „Ég grét í heilan sólarhring.“
Kjarninn 11. júlí 2020
Eldishús með Aviary Pro 10 varpkerfi frá Hellmann sambærilegt kerfum sem verða í notkun að Vallá.
Stjörnuegg vill fjölga fuglum í allt að 95 þúsund að Vallá
Fyrirtækið Stjörnuegg hf. áformar breytingar á eldishúsum sínum að Vallá á Kjalarnesi sem yrðu til þess að hægt væri að koma þar fyrir 95 þúsund fuglum í stað 50 þúsund nú. Slíkum fjölda fylgja um 3.500 tonn af hænsnaskít á ári.
Kjarninn 11. júlí 2020
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kvótaþak óbreytt í tillögum – sem og hvað aðilar þurfi að eiga hvor í öðrum til að teljast tengdir
Lokaskýrsla verkefnastjórnar um bætt eftirlit með fiskveiðiauðlindinni hefur litið dagsins ljós og hefur hún verið afhent Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegsráðherra. Einn stjórnarmeðlimur setur sérstakan fyrirvara við skýrsluna.
Kjarninn 10. júlí 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 39. þáttur: Naumlega sloppið!
Kjarninn 10. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent