Alma Möller: Spár segja að faraldurinn nái hámarki um miðjan apríl

Landlæknir segir að það séu til fleiri öndunarvélar en þær sem til eru á spítölum og að unnið sé að því að fá fleiri. Spár sem settar voru fram í dag geri ráð fyrir að faraldurinn nái hámarki um miðjan næsta mánuð.

Alma Möller landlæknir.
Alma Möller landlæknir.
Auglýsing

Sviðs­myndir sér­fræð­inga sem hafa unnið spá fyrir yfir­völd um hvernig veiru­far­ald­ur­inn sem nú geisar muni þró­ast segja að, sam­kvæmt bestu spá, verði hápunkt­ur­inn far­ald­urs­ins í kringum 10. apr­íl. ­Spáin gerir þó ráð fyrir að þessu geti skeikað um fimm daga í hvora átt­ina.

Þetta sagði Alma Möller land­læknir í sér­stökum þætti um COVID-19 sjúk­dóm­inn og veiruna sem veldur honum á RÚV í kvöld. 

Þar sagði hún einnig að sjúk­lingar sem þurfi að liggja inni á sjúkra­húsi geti, þegar kúf­inum er náð, verið um 40 að jafn­aði á hverjum tíma en að fjöldi þeirra geti farið upp í 110 manns.

Nóg sé til af önd­un­ar­vél­um, því fyrir utan þær 26 sem Land­spít­al­inn hefur yfir að ráða, og þær þrjár sem séu stað­settar á Akur­eyri, þá séu fleiri til í sjúkra­bílum og víð­ar. Auk þess sé unnið að því að fá fleiri vél­ar. 

Auglýsing
Í þætt­inum voru Alma og Viðir Reyn­is­son, yfir­lög­reglu­þjónn hjá emb­ætti rík­is­lög­reglu­stjóra, spurð út í ummæli Frosta Sig­ur­jóns­son­ar, fyrr­ver­andi þing­manns Fram­sókn­ar­flokks­ins, sem hefur farið mik­inn í gagn­rýni á við­brögð stjórn­valda við útbreiðslu veirunnar sem veldur COVID-19 sjúk­dómn­um. Ummæl­in, sem féllu í útvarps­þætt­inum Harma­geddon á X-inu í morg­un, voru þannig að Frosti sagði að hingað hefðu „út­lend­ingum frá hættu­svæðum [ver­ið] hleypt óskimuðum inn í landið til þess að koma smiti inn í sam­fé­lag­ið.“ 

Bæði Alma og Víðir höfn­uðu þessu alfar­ið. Víðir benti á að Íslend­ingar væru að gera mun meira en flestir í að rekja öll smit. Ástæða þess að ekki hafi verið gripið til þeirra ráða að loka land­inu fyrir ferða­mönnum væri sú að þeir væru mun ólík­legri til að smita hér­lend­is. 

Af þeim 250 smitum sem hafa greinst eru ein­ungis tveir ferða­menn og engin ann­ars stigs smit hafa verið rakin til ferða­manna. Víðir benti á að nú væri ferða­mönnum auk þess að fækka veru­lega, ein­fald­lega vegna þess að önnur lönd væru að loka sínum landa­mærum og ferða­lög að leggj­ast af. Því væri þetta ekki vanda­mál. 

Flest smitin sem greinst hefðu verið hér­lendis komu frá Íslend­ingum sem smit­uð­ust í skíða­ferðum erlendis og báru veiruna með sér hingað heim. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Halldóra Mogensen er formaður þingflokks Pírata.
Píratar leggja til að launahækkanir þingmanna og ráðherra falli niður
Þingflokkur Pírata vill að 6,3 prósent launahækkun kjörinna fulltrúa og æðstu embættismanna verði endurkölluð. Laun ráðherra hækkuðu um vel yfir hundrað þúsund krónur á mánuði í byrjun árs.
Kjarninn 8. apríl 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Fellir ellikerling Pútín?
Kjarninn 8. apríl 2020
„Faraldurinn er eins og staðan er núna á niðurleið“
Toppnum í nýsmitum COVID-19 hér á landi virðist náð, að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Faraldurinn er því á niðurleið, en Alma Möller landlæknir minnir á að enn sé nokkuð í að toppi verði náð hvað álag á heilbrigðiskerfið varðar.
Kjarninn 8. apríl 2020
Vel innan við þúsund virk smit – 633 hefur batnað af COVID-19
Tæplega tvö þúsund sýni voru rannsökuð í gær og af þeim reyndust þrjátíu jákvæð. Hjá Íslenskri erfðagreiningu fannst aðeins eitt nýt smit, annan daginn í röð.
Kjarninn 8. apríl 2020
Persónuleg barátta Boris Johnson við kórónuveiruna
Samstarfsmenn Boris Johnson sögðu hann „kátan“, aðeins hafa „væg einkenni“ og áfram „stýra landinu“ jafnvel eftir að hann var lagður inn á sjúkrahús í byrjun vikunnar. Johnson er nú á gjörgæslu og fær súrefni til að hjálpa honum að ná andanum.
Kjarninn 8. apríl 2020
Borgaralaun eða ekki borgaralaun?
Yfirvöld á Spáni vilja lögleiða grunnframfærslu til fólks þar í landi – og ekki einungis vegna þess ástands sem nú ríkir heldur vilja þau festa hana varanlega í sessi. Sumir hafa kallað þetta borgaralaun en líklegast er það ofsögum sagt.
Kjarninn 8. apríl 2020
Þorsteinn Víglundsson
Þorsteinn tekur aftur við BM Vallá
Þorsteinn Víglundsson hefur verið ráðinn forstjóri eignarhaldsfélagsins Hornsteins, sem á og rekur félögin BM Vallá, Björgun og Sementsverksmiðjuna. Þorsteinn var áður forstjóri BM Vallá frá 2002 til 2010.
Kjarninn 8. apríl 2020
Ráðherrar í ríkisstjórn Íslands fá myndarlega launahækkun.
Laun þingmanna og ráðherra hækkuðu um 6,3 prósent í byrjun árs 2020
Launahækkun sem þingmenn, ráðherrar og aðrir háttsettir embættismenn frestuðu í fyrra í tengslum við gerð Lífskjarasamninganna tók gildi 1. janúar. Laun ráðherra hækkuðu um vel yfir hundrað þúsund krónur.
Kjarninn 8. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent