Alma Möller: Spár segja að faraldurinn nái hámarki um miðjan apríl

Landlæknir segir að það séu til fleiri öndunarvélar en þær sem til eru á spítölum og að unnið sé að því að fá fleiri. Spár sem settar voru fram í dag geri ráð fyrir að faraldurinn nái hámarki um miðjan næsta mánuð.

Alma Möller landlæknir.
Alma Möller landlæknir.
Auglýsing

Sviðsmyndir sérfræðinga sem hafa unnið spá fyrir yfirvöld um hvernig veirufaraldurinn sem nú geisar muni þróast segja að, samkvæmt bestu spá, verði hápunkturinn faraldursins í kringum 10. apríl. Spáin gerir þó ráð fyrir að þessu geti skeikað um fimm daga í hvora áttina.

Þetta sagði Alma Möller landlæknir í sérstökum þætti um COVID-19 sjúkdóminn og veiruna sem veldur honum á RÚV í kvöld. 

Þar sagði hún einnig að sjúklingar sem þurfi að liggja inni á sjúkrahúsi geti, þegar kúfinum er náð, verið um 40 að jafnaði á hverjum tíma en að fjöldi þeirra geti farið upp í 110 manns.

Nóg sé til af öndunarvélum, því fyrir utan þær 26 sem Landspítalinn hefur yfir að ráða, og þær þrjár sem séu staðsettar á Akureyri, þá séu fleiri til í sjúkrabílum og víðar. Auk þess sé unnið að því að fá fleiri vélar. 

Auglýsing


Í þættinum voru Alma og Viðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra, spurð út í ummæli Frosta Sigurjónssonar, fyrrverandi þingmanns Framsóknarflokksins, sem hefur farið mikinn í gagnrýni á viðbrögð stjórnvalda við útbreiðslu veirunnar sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. Ummælin, sem féllu í útvarpsþættinum Harmageddon á X-inu í morgun, voru þannig að Frosti sagði að hingað hefðu „útlendingum frá hættusvæðum [verið] hleypt óskimuðum inn í landið til þess að koma smiti inn í samfélagið.“ 

Bæði Alma og Víðir höfnuðu þessu alfarið. Víðir benti á að Íslendingar væru að gera mun meira en flestir í að rekja öll smit. Ástæða þess að ekki hafi verið gripið til þeirra ráða að loka landinu fyrir ferðamönnum væri sú að þeir væru mun ólíklegri til að smita hérlendis. 

Af þeim 250 smitum sem hafa greinst eru einungis tveir ferðamenn og engin annars stigs smit hafa verið rakin til ferðamanna. Víðir benti á að nú væri ferðamönnum auk þess að fækka verulega, einfaldlega vegna þess að önnur lönd væru að loka sínum landamærum og ferðalög að leggjast af. Því væri þetta ekki vandamál. 

Flest smitin sem greinst hefðu verið hérlendis komu frá Íslendingum sem smituðust í skíðaferðum erlendis og báru veiruna með sér hingað heim. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Odd Emil Ingebrigtsen, sjávarútvegsráðherra Noregs.
Norski sjávarútvegsráðherrann segir að Samherji sé með „laskað mannorð“
Sjávarútvegsráðherra Noregs segist gruna að Samherji sé að reyna að komast í kringum reglur um eignarhald erlendra aðila á norskum fiskveiðikvóta og hefur gripið til aðgerða. Hann felur ekki neikvæðni sína í garð Samherja.
Kjarninn 9. maí 2021
Jón Gnarr
Af þrælmennum
Kjarninn 9. maí 2021
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar
Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent