Tæplega 5.500 komnir í sóttkví

Á sjötta þúsund manns eru nú í sóttkví víða um land vegna nýju kórónuveirunnar. Greindum smitum hefur fjölgað um rúmlega sextíu milli daga.

Kórónaveiran
Auglýsing

Stað­fest smit af nýju kór­ónu­veirunni eru nú orðin 473 hér á landi. Þau voru 409 í gær. 5.448 manns eru í sótt­kví víða um land. Til sam­an­burðar eru íbúar Sel­tjarn­ar­ness um 4.600 og Skaga­menn rúm­lega 7.200.

Greindum smitum hefur því fjölgað um 64 á einum sól­ar­hring. ­Svipað gerð­ist í gær á milli daga. Þá eru tæp­lega 1300 fleiri í sótt­kví í dag en í gær.

Sex eru á sjúkra­húsi vegna COVID-19 en 22 sjúk­lingar hafa náð bata. 

Auglýsing

Þetta kemur fram á vefnum Covid.­is. Sam­kvæmt gögnum sem þar birt­ast hefur einn maður á tíræð­is­aldri sýkst af veirunni hér á landi og fimm börn yngri en tíu ára. Flest smitin hafa greinst í ald­urs­hópnum 40-49 ára. 

Upp­runi 157 smita er óþekkt­ur. 161 smit er rakið til­ út­landa og 155 eru svokölluð inn­an­lands­smit. 

Fjölgun fólks í sótt­kví má m.a. rekja til þess að nú þurfa all­ir ­sem búsettir eru á Íslandi að fara í sótt­kví eftir heim­komu frá útlönd­um. ­Sam­tals hafa 753 nú lokið sótt­kví.

Tæp­lega 9.800 sýni hafa verið tek­in. Sýna­tökur voru mun ­færri í gær en dag­ana á und­an. Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir greindi frá­ því á upp­lýs­inga­fundi í gær að það stefndi í tíma­bund­inn skort á sýna­tökupinn­um og því væri nú for­gangs­raðað í sýna­tök­ur. Þeir sem sýna ein­kenni eða hafa umgeng­ist þá sem hafa sýkst eru enn allir teknir í sýna­töku. 

Von­ast hann til að nýir pinnar kom­i til lands­ins á næst­unni svo hægt verði að halda áfram að skima ræki­lega fyr­ir­ veirunni.

Þórólfur sagði einnig á fund­inum í gær að aukn­ing milli daga í fjölda greindra smita sýndi að far­ald­ur­inn væri í vexti eins og búast mátt­i við.  „Við munum halda áfram þeim að­gerðum sem við höfum beitt; greina snemma, ein­angra og beita í sótt­kví. Þetta eru mik­il­væg­ustu aðgerð­irnar sem við getum beitt til að hefta útbreiðsl­una.“

Ítrek­aði hann mik­il­vægi sótt­kvíar og að þeir sem væru í sótt­kví færu að fyr­ir­mæl­u­m. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Við erum hérna á haus, algjörlega að drukkna“
„Þessi hjúkrun er það erfiðasta sem þú getur lent í,“ segir hjúkrunardeildarstjóri gjörgæslunnar í Fossvogi í samtali við Kjarnann. Að veikjast af nýjum sjúkdómi, lenda á gjörgæslu og jafnvel í öndunarvél er ógnvekjandi. „Já, fólk er hrætt.“
Kjarninn 2. apríl 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Ný streymiveita opnar á Íslandi
Kjarninn 2. apríl 2020
Guðjón Sigurbjartsson
Landbúnaður og lopapeysur
Kjarninn 2. apríl 2020
Alma Möller, landlæknir.
Alma: Það verður að leysa þessa deilu
Landlæknir lýsir yfir áhyggjum sínum af stöðu kjarasamninga hjúkrunarfræðinga og biðlar til samninganefnda ríkisins og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga að setjast að samningaborðinu.
Kjarninn 2. apríl 2020
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn
„Ef þið eruð pirruð þarna úti, ekki láta það bitna á starfsfólki verslana“
Fjölmargar ábendingar hafa borist yfirlögregluþjóni þess efnis að viðskiptavinir verslana komi illa fram við starfsfólkið.
Kjarninn 2. apríl 2020
Stefán Ólafsson
Lækkun tryggingagjalds vegi á móti launahækkun
Kjarninn 2. apríl 2020
Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Nærri tíu milljónir hafa sótt um atvinnuleysisbætur í Bandaríkjunum
Um 6,6 milljónir Bandaríkjamanna hafa sótt um atvinnuleysisbætur undanfarna viku, sem er gjörsamlega án fordæma. Í hruninu fyrir röskum áratug fór fjöldinn hæst í 665 þúsund bótaumsóknir á einni viku.
Kjarninn 2. apríl 2020
Níutíu og níu smit greind í gær
Staðfest smit af kórónuveirunni eru orðin rúmlega 1.300 talsins.
Kjarninn 2. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent