Tæplega 5.500 komnir í sóttkví

Á sjötta þúsund manns eru nú í sóttkví víða um land vegna nýju kórónuveirunnar. Greindum smitum hefur fjölgað um rúmlega sextíu milli daga.

Kórónaveiran
Auglýsing

Stað­fest smit af nýju kór­ónu­veirunni eru nú orðin 473 hér á landi. Þau voru 409 í gær. 5.448 manns eru í sótt­kví víða um land. Til sam­an­burðar eru íbúar Sel­tjarn­ar­ness um 4.600 og Skaga­menn rúm­lega 7.200.

Greindum smitum hefur því fjölgað um 64 á einum sól­ar­hring. ­Svipað gerð­ist í gær á milli daga. Þá eru tæp­lega 1300 fleiri í sótt­kví í dag en í gær.

Sex eru á sjúkra­húsi vegna COVID-19 en 22 sjúk­lingar hafa náð bata. 

Auglýsing

Þetta kemur fram á vefnum Covid.­is. Sam­kvæmt gögnum sem þar birt­ast hefur einn maður á tíræð­is­aldri sýkst af veirunni hér á landi og fimm börn yngri en tíu ára. Flest smitin hafa greinst í ald­urs­hópnum 40-49 ára. 

Upp­runi 157 smita er óþekkt­ur. 161 smit er rakið til­ út­landa og 155 eru svokölluð inn­an­lands­smit. 

Fjölgun fólks í sótt­kví má m.a. rekja til þess að nú þurfa all­ir ­sem búsettir eru á Íslandi að fara í sótt­kví eftir heim­komu frá útlönd­um. ­Sam­tals hafa 753 nú lokið sótt­kví.

Tæp­lega 9.800 sýni hafa verið tek­in. Sýna­tökur voru mun ­færri í gær en dag­ana á und­an. Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir greindi frá­ því á upp­lýs­inga­fundi í gær að það stefndi í tíma­bund­inn skort á sýna­tökupinn­um og því væri nú for­gangs­raðað í sýna­tök­ur. Þeir sem sýna ein­kenni eða hafa umgeng­ist þá sem hafa sýkst eru enn allir teknir í sýna­töku. 

Von­ast hann til að nýir pinnar kom­i til lands­ins á næst­unni svo hægt verði að halda áfram að skima ræki­lega fyr­ir­ veirunni.

Þórólfur sagði einnig á fund­inum í gær að aukn­ing milli daga í fjölda greindra smita sýndi að far­ald­ur­inn væri í vexti eins og búast mátt­i við.  „Við munum halda áfram þeim að­gerðum sem við höfum beitt; greina snemma, ein­angra og beita í sótt­kví. Þetta eru mik­il­væg­ustu aðgerð­irnar sem við getum beitt til að hefta útbreiðsl­una.“

Ítrek­aði hann mik­il­vægi sótt­kvíar og að þeir sem væru í sótt­kví færu að fyr­ir­mæl­u­m. 

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 27. þáttur: Konungdæmið í norðri
Kjarninn 26. nóvember 2020
Kolbeinn Óttarsson Proppé
Aðgerðir fyrir fólk – staðreyndir skipta máli
Kjarninn 26. nóvember 2020
„Látum Amazon borga“
Starfsmenn Amazon munu á svörtum föstudegi efna til mótmæla og jafnvel verkfalla á starfsstöðvum Amazon víða um heim. Alþýðusamband Íslands er orðið þátttakandi í alþjóðlegri herferð undir yfirskriftinni „Látum Amazon borga“.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Togarinn Júlíus Geirmundsson.
Skipstjórnarmenn hjá Samherja segjast „án málsvara og stéttarfélags“
Sautján skipstjórar og stýrimenn hjá Samherja gagnrýna eigið stéttarfélag harðlega fyrir að hafa staðið að lögreglukæru á hendur skipstjóra Júlíusar Geirmundssonar og segja umfjöllun um málið gefa ranga mynd af lífinu til sjós.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir og Katrín Jakobsdóttir
Spurði Katrínu af hverju hún væri „að mylja undir þá ríku“
Þingmaður Pírata og forsætisráðherra voru aldeilis ekki sammála á þingi í dag um það hvort stjórnvöld væru að „mylja undir þá ríku“ með aðgerðum vegna COVID-19 faraldursins.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: Stöndum á krossgötum
Sóttvarnalæknir segir að á sama tíma og að mikið ákall sé í samfélaginu um að aflétta takmörkunum megi sjá merki um að faraldurinn gæti verið að fara af stað enn á ný.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Ekki fleiri PS5 á Íslandi á þessu ári
Kjarninn 26. nóvember 2020
Borgin gefur ríkinu út næstu viku til að borga 8,7 milljarða króna, annars mun hún höfða mál
Reykjavíkurborg telur að hún hafi verið útilokuð frá því að hljóta framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga árum saman og að sú útilokun sé bæði andstæð lögum og stjórnarskrá. Hún fer fram á 8,7 milljarða króna auk vaxta og dráttarvaxta.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent