Smitum fjölgað um rúmlega 90 á einum sólarhring

Staðfest smit af nýju kórónuveirunni eru nú orðin 568 hér á landi. Í gær voru þau 473. Í dag eru 6.340 í sóttkví en í gær var fjöldinn 5.448. Tæplega 1.100 manns hafa lokið sóttkví.

kórónuveiran
Auglýsing

Stað­fest smit af nýju kór­ónu­veirunni eru nú orðin 568 hér á landi. Í gær voru þau 473. Í dag eru 6.340 í sótt­kví en í gær var fjöld­inn 5.448. Tæp­lega 1.100 manns hafa lokið sótt­kví. Smit af óþekktum upp­runa eru nú orðin fleiri en inn­an­lands­smit svokölluð og smit sem rekja má beint til dvalar erlend­is.

Í gær lágu tólf á sjúkra­húsi vegna COVID-19 sjúk­dóms­ins. Þá höfðu 9.768 sýni verið tek­in. Á mið­nætti í gær höfðu 10.118 sýni verið tek­in.

Auglýsing

Færri sýni hafa verið tekin síð­ustu tvo sól­ar­hringa en dag­ana á undan vegna vönt­unar á sýna­tökupinnum sem nauð­syn­legir eru til rann­sókn­anna. Alma Möller land­lækn­ir ­sagði á upp­lýs­inga­fundi almanna­varna í gær að von væri á send­ingu innan skamm­s og stærri send­ingu í kjöl­far­ið.

Á fund­inum í gær voru einnig boð­aðar hert­ari aðgerðir til að hefta útbreiðslu veirunn­ar. Til stendur að við­mið um fjölda þeirra sem mega koma saman verði lækk­uð, mögu­lega í 20-40. Þá stendur einnig til að tak­marka ­starf­semi þar sem nánd er mik­il, m.a. hár­greiðslu­stofa og nudd­stofa, svo dæmi ­séu tek­in. Hert­ari fjölda­tak­mark­anir munu hafa áhrif á versl­anir og veit­inga­hús þar sem ekki er hægt að halda tveggja metra fjar­lægð milli fólks. 

Tryggt að hægt verði að nálg­ast mat­vöru

Víð­ir ­Reyn­is­son, yfir­lög­reglu­þjónn almanna­varna­deildar rík­is­lög­reglu­stjóra, sagði í gær­kvöldi að tryggt yrði að apó­tek og mat­vöru­versl­anir muni geta starfað áfram ­með þeim hætti að almenn­ingur hafi greiðan aðgang að öllum nauð­synjum og öðrum vör­um.

Eins og áður hefur komið í umræð­unni er birgða­staða hér á landi góð og engin merki um að breyt­ing verði á því.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Charles Michel, formaður leiðtogaráðs ESB, á blaðamannafundi síðasta föstudag.
Erfiðar viðræður um björgunarpakka ESB framundan
Aðildarríki Evrópusambandsins munu reyna að sammælast um björgunarpakka vegna efnahagslegra afleiðinga COVID-19 faraldursins næsta föstudag. Búist er við erfiðum viðræðum þar sem mikill ágreiningur ríkir milli landa um stærð og eðli útgjaldanna.
Kjarninn 12. júlí 2020
Stíflurnar loka fyrir flæði sjávar úr Adríahafi inn í Feneyjalónið.
Feneyingar prófa flóðavarnir sem beðið hefur verið eftir
Framkvæmdir við flóðavarnakerfi Feneyinga hafa staðið yfir frá því 2003. Verkefnið er langt á eftir áætlun og kostnaður við það hefur margfaldast.
Kjarninn 12. júlí 2020
Meiri áhugi virðist vera á íbúðum utan höfuðborgarsvæðisins.
Fleiri kaupa utan Reykjavíkur
Talið er að vaxtalækkanir Seðlabankans hafi komið í veg fyrir mikla niðursveiflu á íbúðamarkaðnum, sem tekið hefur við sér að nokkru leyti á síðustu mánuðum. Fleiri kjósa þó að kaupa íbúð utan höfuðborgarsvæðisins heldur en innan þess.
Kjarninn 12. júlí 2020
Trump stígur í vænginn við Færeyinga
Bandaríkjamenn hafa mikinn áhuga á aukinni samvinnu við Færeyinga. Þótt í orði kveðnu snúist sá áhugi ekki um hernaðarsamvinnu dylst engum hvað að baki býr.
Kjarninn 12. júlí 2020
Fé á leið til slátrunar.
Bændum á Íslandi heimilt að aflífa dýr utan sláturhúsa með ýmsum aðferðum
Yrði sláturhús á Íslandi óstarfhæft vegna hópsmits yrði fyrsti kosturinn sá að senda dýr til slátrunar í annað sláturhús. Ef aflífa þarf dýr utan sláturhúsa mega bændur beita til þess ýmsum aðferðum, m.a. gösun, höfuðhöggi og pinnabyssu.
Kjarninn 12. júlí 2020
Þriðjungsfjölgun í Siðmennt á rúmu einu og hálfu ári
Af trúfélögum bætti Stofnun múslima á Íslandi við sig hlutfallslega flestum meðlimum á síðustu mánuðum. Meðlimum þjóðkirkjunnar heldur áfram að fækka en hlutfallslega var mesta fækkunin hjá Zúistum.
Kjarninn 11. júlí 2020
Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóri Hveragerðis.
„Við þurfum fleiri ferðamenn“
Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur nauðsynlegt að fleiri ferðamenn komi til Íslands sem fyrst og vill breytingar á fyrirkomulagi skimana á Keflavíkurflugvelli.
Kjarninn 11. júlí 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Frekju og yfirgangi Ísraels engin takmörk sett
Kjarninn 11. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent