Ef við getum ekki tekist á við þessa veiru – hver þá?

Alma Möller landlæknir segir að Íslendingar séu dugleg og upplýst þjóð. „Við kunnum að standa saman þegar á þarf að halda og ef við getum ekki tekist á við þessa veiru – hver þá?“

Alma Möller, landlæknir.
Alma Möller, landlæknir.
Auglýsing

Um 650 manns hafa skráð sig í bak­varð­ar­sveit heil­brigð­is­kerf­is­ins vegna COVID-19 far­ald­urs­ins. Alma Möller land­lækn­ir fagn­aði þessu sér­stak­lega á upp­lýs­inga­fundi almanna­varna í dag. Hún sagði nýjar ­stéttir að bjóða fram krafta sína, m.a. nátt­úru­fræð­inga í heil­brigð­is­þjón­ust­u og sjúkra­þjálf­ara. Þá geta lækna- og hjúkr­un­ar­fræði­nemar nú skráð sig í sveit­ina og hafa við­brögðin frá þeim hópum þegar verið góð.

Alma hvatti svo íslenska þjóð til dáða með þessum orð­um: „Ís­lend­ing­ar eru dug­leg og upp­lýst þjóð. Við eigum frá­bær­lega menntað og dug­leg­t heil­brigð­is­starfs­fólk. Við erum með góða inn­viði. Við kunnum að standa sam­an­ þegar á þarf að halda og ef við getum ekki tek­ist á við þessa veiru – hver þá?“

Auglýsing

Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir greindi frá því á fund­in­um að 60 pró­sent nýrra smita síð­asta sól­ar­hring­inn hafi greinst hjá fólki sem þegar er í sótt­kví. Þetta segir hann ánægju­legt og styðji enn fremur þær að­gerðir sem gripið hefur verið til hér á landi sem fel­ast í því að greina fljótt, ein­angra smit­aða og beita sótt­kví.

Á Land­spít­al­anum liggja nú ell­efu sjúk­lingar vegna COVID-19. T­veir eru á gjör­gæslu en hvor­ugur þeirra er í önd­un­ar­vél.

­Sex­tíu ný smit greindust síð­asta sól­ar­hring­inn sem er um 16 ­pró­sent af öllum sýnum sem tekin voru á sama tíma­bili. Þórólfur sagði að erfitt væri að sjá það á þess­ari stundu hvort að við­búið væri að verstu spár um út­breiðslu muni ræt­ast eða þær bestu. Sveiflan í smitum væri tölu­verð á milli­ daga.

Færri sýni hafa verið tekin síð­ustu daga en dag­ana á und­an­ og engin sýni hafa verið tekin hjá Íslenskri erfða­grein­ingu í tvo sól­ar­hringa. Þetta skýrist af vöntun á sýna­tökupinn­um. Þórólfur sagð­ist binda vonir við það að fleiri pinnar komi til lands­ins í vik­unni en benti einnig á að verið væri að kanna gæði sýna­tökupinna sem stoð­tækja­fyr­ir­tækið Össur á. „Ef það reyn­ist vel þá er hægt að gefa aftur í í sýna­tök­um.“

Haldið áfram að þvo og spritta

Þórólfur og Alma hvöttu lands­menn áfram að taka þátt í sam­fé­lags­legum aðgerðum sem fel­ast m.a. í ítar­legu hrein­læti, hand­þvotti og ­sprittun sem og að halda fjar­lægð á milli sín og vernda við­kvæma hópa. „Þetta er ákveðin áskor­un, að halda þetta út, en ég er viss um að ef við gerum þetta og virðum þá mun okkur takast vel.“

Nokkur umræða hefur verið í sam­fé­lag­inu um sam­göngu­bann í far­aldr­in­um. Þórólfur segir að slík bönn myndu að öllum lík­indum skila mjög litlu. Það sýni reynslan og það sýni fræð­in. Ströng­ustu sam­göngu­bönn mynd­u að­eins fresta far­aldri um nokkra daga eða vik­ur. En vand­inn væri þá ekki úr ­sög­unni. Þegar opnað yrði aftur og veiran ekki útdauð gæti far­ald­ur­inn bloss­að ­upp að nýju. Því séu yfir­völd ekki með sam­göngu­bann á teikni­borð­inu.

Sam­kvæmt spálík­an­inu nú og þróun far­aldra almennt þá tek­ur það far­aldur 6-8 vikur að ganga yfir. Spurn­ingin nú er hins vegar sú hvað topp­ur­inn verður hár og hversu vel tekst að teygja á far­aldr­in­um, sagð­i Þórólf­ur. Því er spáð að toppnum verði náð um miðjan apr­íl. „En þetta get­ur teygst alveg inn í maí og hugs­an­lega lengur en það.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hópur fólks mótmælti fyrir utan höfuðstöðvar Landsbankans árið 2016 vegna Borgunarmálsins.
Eignarhaldsfélagið Borgun hefur tvöfaldað fjárfestingu sína í Borgun
Félag sem keypti hlut ríkisbanka í greiðslumiðlunarfyrirtækinu Borgun bak við luktar dyr haustið 2014 hefur fengið háar arðgreiðslur, selt hlut sinn og haldið eftir verðmætum bréfum í Visa Inc. Eigendur þess hafa tvöfaldað upphaflega fjárfestingu sína.
Kjarninn 9. ágúst 2020
Aðdáendur GusGus gefa út ljósmyndabók um hljómsveitina
Á aldarfjórðungsafmæli raftónlistarhljómsveitarinnar GusGus safnar hópur aðdáenda fyrir útgáfu bókar um feril hennar.
Kjarninn 9. ágúst 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Kyrkingartakið
Kjarninn 9. ágúst 2020
Ólafur Elíasson
Þetta er nú meira klúðrið
Kjarninn 9. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason og Kári Stefánsson.
Kári og Þórólfur kalla eftir hagrænu uppgjöri stjórnvalda
„Stjórnvöld eiga nú að segja hvað þau vilja,“ segir Kári Stefánsson. „Ef við viljum halda veirunni í lágmarki þá þurfum við að gera þetta eins og við höfum verið að gera,“ segir Þórólfur Guðnason. Hagrænt uppgjör vanti frá stjórnvöldum.
Kjarninn 9. ágúst 2020
Einn sjúklingur með COVID-19 liggur á gjörgæsludeild Landspítalans.
114 með COVID-19 – 962 í sóttkví
Þrjú ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær. Ekkert virkt smit greindist við landamærin.114 manns eru nú með COVID-19 og í einangrun.
Kjarninn 9. ágúst 2020
Flaug 6.000 kílómetra yfir hafið og heim
Sástu spóa suð‘r í flóa í sumar? Ef hann er ekki þegar floginn til vetrarstöðvanna eru allar líkur á því að hann sé að undirbúa brottför. Spóinn Ékéké kom hingað í vor. Flakkaði um landið áður en hún flaug beinustu leið til Vestur-Afríku.
Kjarninn 9. ágúst 2020
Rúllustigarnir eru enn tómir. En listaverkin eru komin á sinn stað.
Loksins – eftir 13 ára seinkun
Þegar tilkynnt var um byggingu nýs flugvallar og flugstöðvar í Berlín árið 1996 átti framkvæmdum að ljúka árið 2007. Nú hillir undir að hann verði tekinn í notkun, þrettán árum á eftir áætlun.
Kjarninn 9. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent