Breytingar Áslaugar Örnu á lögum um almannavarnir verði einungis til bráðabirgða

Allsherjar- og menntamálanefnd afgreiddi í gær frumvarp um borg­ara­lega skyldu starfs­manna opin­berra aðila. Kennarasamband Íslands gagnrýndi frumvarpið harðlega í vikunni.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
Auglýsing

Alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd hefur afgreitt frum­varp Áslaugar Örnu Sig­ur­björns­dóttur dóms­mála­ráð­herra um breyt­ingu á lögum um almanna­varnir er varðar borg­ara­lega skyldu starfs­manna opin­berra aðila. 

Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans leggur nefndin til að verði frum­varpið að lögum skuli þau falla úr gildi þann 31. des­em­ber næst­kom­andi og þar af leið­andi skuli það ein­ungis vera til bráða­birgða. 

Í frum­varp­inu, sem var lagt fram í byrjun vik­unn­ar, felst að tryggja eigi laga­grund­­völl fyrir heim­ild opin­berra aðila til að færa starfs­­menn til í starfi á hætt­u­­stundu. Opin­berir aðilar sam­­kvæmt því eru ríki, sveit­­ar­­fé­lög og fyr­ir­tæki í þeirra eigu.

Auglýsing

Varð­andi til­­efni og nauð­syn frum­varps­ins kemur fram í grein­ar­gerð þess að á hætt­u­­stundu sé mik­il­vægt að opin­berir aðilar hafi svig­­rúm til þess að nýta mannauð sinn í þau verk­efni sem njóti for­­gangs hverju sinni. Þá geti starfs­­skyld­­ur, starfs­að­­stæður og starfs­­stöðvar starfs­­manna þurft að taka tíma­bundnum breyt­ing­­um.

„Und­an­farið hafa opin­berir aðilar mark­visst unnið að upp­­­færslu á við­bragðs­á­ætl­­unum meðal ann­­ars vegna snjó­­­flóða­hættu, eld­­gosa­hættu og far­­sótt­­ar­innar COVID-19. Í mörgum við­bragðs­á­ætl­­unum er tekið fram að heim­ilt sé að færa fólk milli starfa til að sinna verk­efnum sem hafa for­­gang á hætt­u­­stundu. Við þá vinnu hefur komið í ljós að nauð­­syn­­legt er að tryggja laga­grund­­völl fyrir heim­ild opin­berra aðila til að færa starfs­­menn til í starfi eftir þörf­­um. Slík heim­ild þarf að vera til staðar óháð efni við­bragðs­á­ætl­­ana þar sem taka þarf ákvarð­­anir hratt og örugg­­lega á hætt­u­­stund­u,“ segir í grein­ar­gerð frum­varps­ins.

Kjarn­inn greindi frá því í vik­unni að Kenn­­ara­­sam­­band Íslands hefði lagst alfarið gegn því að frum­varpið yrði sam­­þykkt óbreytt. Það taldi að þegar hætt­u­á­­stand væri gæti skap­­ast öfl­­ugur hvati fyrir stjórn­­­mála­­menn að ganga lengra en rétt­læt­an­­legt væri til að mæta þeirri ógn sem að stafar. Með frum­varp­inu væru stjórn­­völd að auka stór­­kost­­lega völd sín yfir opin­berum starfs­­mönn­­um.

Starfs­menn skuli halda óbreyttum launa­kjörum

Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans leggur alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd til að við lögin bæt­ist nýtt ákvæði til bráða­birgða og að þar komi fram að það sé borg­ara­leg skylda starfs­manna opin­berra aðila að gegna störfum í þágu almanna­varna á hættu­stundu. Opin­berum aðilum verði heim­ilt að breyta tíma­bundið starfs­skyldum starfs­manna og að flytja þá tíma­bundið milli starfs­stöðva og opin­berra aðila til að sinna verk­efnum sem hafa for­gang á hættu­stundu. Þá skuli starfs­menn halda óbreyttum launa­kjör­um. Þó verði því bætt við að starfs­maður þurfi ekki að sinna þess­ari skyldu ef heilsu­far hans sé í hættu, eða ein­hvers sem hann ber ábyrgð á. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ferðaþjónustufyrirtæki réðust í verulegar fjárfestingar á síðustu árum.
Útlit var fyrir fjórðungs fjölgun hótelherbergja
Nýting hótelherbergja hér á landi hafði versnað fyrir útbreiðslu faraldursins en þrátt fyrir það var útlit fyrir allt að fjórðungs fjölgun hótelherbergja 2020-2022. Hætt var því við að nýting hótela hefði enn versnað þótt COVID-19 hefði ekki komið til.
Kjarninn 3. júní 2020
Fasteignamat íbúðarhúsnæðis lækkar víða miðsvæðis í Reykjavík
Fasteignamat Þjóðskrár á íbúðarhúsnæði lækkar víða miðsvæðis í Reykjavík frá yfirstandandi ári. Mikill munur er á þróun fasteignamatsins á milli hverfa höfuðborgarsvæðisins. Hæsta fermetraverðið á landinu er í Vesturbæ Reykjavíkur og Skerjafirði.
Kjarninn 2. júní 2020
Frá og með 15. júní býðst komufarþegum að fara í sýnatöku í stað sóttkvíar.
Efnahagsleg áhrif af opnun landsins „hjúpuð óvissu“
Efnahagslegar afleiðingar af því að halda landinu áfram lokuðu yrðu „gríðarlegar“. Alls óvíst er hvenær hægt yrði að aflétta ferðatakmörkunum án áhættu á að veiran berist hingað á ný. Boðið verður upp á sýnatöku við landamæri Íslands frá miðjum júní.
Kjarninn 2. júní 2020
Lýður og Ágúst Guðmundssynir.
Athugasemdir frá Lýð og Ágústi Guðmundssonum
Kjarninn 2. júní 2020
Ásmundur Einar Daðason er með húsnæðismálin á sinni könnu sem félagsmálaráðherra.
Áætlað að 4.000 manns búi í atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu
Samkvæmt nýlegu mati er áætlað að um 4.000 manns búi nú í atvinnu- og iðnaðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segist ætla að leggja fram frumvarp sitt um hlutdeildarlán á yfirstandandi þingi.
Kjarninn 2. júní 2020
Guðmundur Guðmundsson
Hlutverk vetnis í orku- og loftslagsmálum framtíðarinnar
Kjarninn 2. júní 2020
Með öllu óvíst er hversu hratt ferðaþjónustan mun geta tekið við sér eftir þetta áfall og stutt við efnahagsbatann.
Vísbendingar um að botninum sé náð
Heimili á Íslandi hafa sótt um að taka 13 milljarða króna út úr séreignarsparnaði og um 6.000 heimili hafa fengið greiðslufrest af lánum. Þá hafa vaxtalækkanir skilað sér í lægri afborgunum af lánum, ekki síst til heimila.
Kjarninn 2. júní 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Sóttvarnalæknir: Áhættan virðist ekki vera mikil
PCR-mæling hjá einkennalausum einstaklingum er ekki óyggjandi próf til að greina SARS-CoV-2 veiruna, segir sóttvarnalæknir. 0-4 dögum eftir smit geti niðurstaða úr sýnatöku verið neikvæð hjá þeim sem er smitaður.
Kjarninn 2. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent