Fyrirtækjum sem fá brúarlán verði bannað að greiða út arð eða kaupa eigin bréf

Skipuð verður sérstök eftirlitsnefnd sem gefur ráðherra og Alþingi skýrslu um framkvæmd brúarlána sem fara í gegnum banka, að því er fram kemur í máli forsætisráðherra í dag.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Auglýsing

Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra bendir á í stöðu­upp­færslu á Face­book í dag að tölu­vert hafi verið rætt um arð­greiðslur til fyr­ir­tækja sem muni njóta rík­is­á­byrgðar í aðgerðum stjórn­valda en gagn­rýnt hefur verið í sam­fé­lag­inu að ekki hafi verið sett skil­yrði fyrir svoköll­uðum brú­ar­lán­um. 

„Þetta mál hefur verið rætt í efna­hags- og við­skipta­nefnd og mun nefndin gera til­lögur sem tryggja að fyr­ir­tæki sem fá rík­is­á­byrgð á hluta lána sinna verður bannað að greiða út arð eða kaupa eigin hluta­bréf á meðan rík­is­á­byrgðar nýt­ur,“ skrifar hún.

Brú­ar­lánin fela í sér að hið opin­bera gengur í ábyrgð fyrir helm­ing lána sem geta í heild numið allt að 70 millj­örðum króna. Með því að Seðla­bank­inn, fyrir hönd rík­is­ins, gangi í ábyrgð fyrir lán­unum þá er þess vænst að kjörin á þeim verði lægri en áður hafi sést í Íslands­sög­unni.

Auglýsing

Í fjár­auka­laga­frum­varp­inu segir um þessi lán: „Samn­ingur ráð­herra við Seðla­bank­ann skal eftir föngum tryggja end­ur­greiðslu slíkra við­bót­ar­lán­veit­inga og miða við að heild­ar­á­hætta rík­is­sjóðs vegna þeirra geti að hámarki numið 35 ma.kr.“

Katrín segir enn fremur að skipuð verði sér­stök eft­ir­lits­nefnd sem gefi ráð­herra og Alþingi skýrslu um fram­kvæmd brú­ar­lána sem fara í gegnum banka. Það sé mik­il­vægt að lög­gjaf­inn sýni þennan skýra vilja. Nefnd­ar­á­liti efna­hags- og við­skipta­nefndar verði dreift síðar í dag.

Tölu­vert hefur verið rætt um arð­greiðslur til fyr­ir­tækja sem munu njóta rík­is­á­byrgðar í aðgerðum stjórn­valda. Þetta mál...

Posted by Katrín Jak­obs­dóttir on Sunday, March 29, 2020


Brú­ar­lána­að­gerðin er ein helsta aðgerðin í pakk­anum sem rík­is­stjórnin kynnti í Hörpu um síð­ustu helgi. Í henni felst að auð­velda við­bót­ar­lán lána­stofn­ana til fyr­ir­tækja. Þetta verður gert þannig að ríkið semur við Seðla­banka Íslands um að færa lána­stofn­unum aukin úrræði til að veita við­bót­ar­fyr­ir­greiðslu til fyr­ir­tækja, í formi brú­ar­lána, sem orðið hafa fyrir veru­legu tekju­tapi vegna yfir­stand­andi aðstæðna.

­Seðla­bank­inn mun því veita ábyrgðir til lána­stofn­ana sem þær nýta til að veita við­bót­ar­lán upp að um 70 millj­arða króna. Aðal­við­skipta­bankar fyr­ir­tækja munu veita þessa fyr­ir­greiðslu og aðgerðin er í heild metin á um 80 millj­arða króna að teknu til­liti til auk­innar útlána­getu banka vegna lækk­unar á banka­skatti, sem mun aukast um tæp­lega 11 millj­arða króna. Hún kemur til við­bótar við svig­rúmið sem Seðla­bank­inn hefur þegar gef­ið, sem nemur um 350 millj­örðum með lækkum sveiflu­jöfn­un­ar­aukans síð­ast­lið­inn mið­viku­dag.

Til að fá bru­ár­lán þarf fyr­ir­tæki að hafa upp­lifað 40 pró­sent tekju­fall. Þessi skil­yrði hafa verið umdeild. Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, ræddi skil­yrðin í morg­un­út­varp­inu RÚV í vik­unni. „Þetta er allt saman mats­at­riði. Það má alltaf spyrja sig: hvað með fyr­ir­tæki sem hefur séð 37 pró­sent tekju­fall. Það kemst ekki yfir þrösk­uld­inn. Það er ein­fald­lega um mjög vöndu að ráða.“ Stjórn­völd búast við því að allt af helm­ingur af þeim lánum sem þau muni gang­ast í ábyrgðir fyrir muni ekki end­ur­greið­ast.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flestir Íslendingar breyttu ekki áfengisnotkun sinni í faraldrinum
Fimmtán prósent Íslendinga drukku oftar eða mun oftar en venjulega í mars og apríl en flestir breyttu þó ekki áfengisnotkun sinni á þessu tímabili.
Kjarninn 6. júní 2020
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví: Höfum hjakkað í sama farinu
„Á undanförnum árum höfum við verið að hjakka í sama farinu. Við höfum verið að nýta okkur þennan enn eina hvalreka sem ferðaþjónustan hefur verið,“ segir þingmaður Pírata.
Kjarninn 6. júní 2020
Leikhópurinn Lotta: Bakkabræður
Bakkabræður teknir í samfélagssátt
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Bakkabræður í uppsetningu Leikhópsins Lottu.
Kjarninn 6. júní 2020
Heil vika án nýrra smita
Nýgreind smit síðasta sólarhringinn: Núll. Greind smit síðustu sjö sólarhringa: Núll. Í dag eru tímamót í baráttu Íslendinga gegn COVID-19. Í baráttunni gegn litla gaddaboltanum, veirunni sem virðist ekki hafa tekist að finna líkama að sýkja í viku.
Kjarninn 6. júní 2020
Jói Sigurðsson, sem sést hér fyrir miðju á myndinni og Þorgils Sigvaldason, sem stendur lengst til hægri, fengu hugmyndina að CrankWheel árið 2014.
Hafa tekist á við vaxtarverki vegna heimsfaraldursins
CrankWheel er íslenskt nýsköpunarfyrirtæki sem hefur vaxið nokkuð að undanförnu vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins, enda gerir tæknilausn fyrirtækisins sölufólki kleift að leysa störf sín af hendi úr fjarlægð.
Kjarninn 6. júní 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Viðtal við Christof Wehmeier
Kjarninn 6. júní 2020
Víða í Bandaríkjunum standa yfir mótmæli í kjölfar morðsins á George Floyd.
Vöxtur Antifa í Bandaríkjunum andsvar við uppgangi öfgahægrisins
Bandarískir ráðamenn saka Antifa um að bera ábyrgð á því að mótmælin sem nú einkenna bandarískt þjóðlíf hafi brotist út í óeirðir. Trump vill að hreyfingin verði stimpluð sem hryðjuverkasamtök en það gæti reynst erfitt.
Kjarninn 6. júní 2020
Hugmyndir um að hækka vatnsborð Hagavatns með því að stífla útfall þess, Farið, eru ekki nýjar af nálinni.
Ber að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu Hagavatnsvirkjunar
Íslenskri vatnsorku ehf. ber að sögn Orkustofnunar að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu fyrirhugaðrar Hagavatnsvirkjunar í frummatsskýrslu. Þá ber fyrirtækinu einnig að bera saman 9,9 MW virkjun og fyrri áform um stærri virkjanir.
Kjarninn 6. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent