Apple og Google eru að yfirfara íslenska smitrakningaforritið

Bandarísku stórfyrirtækin Apple og Google eru að yfirfara snjallsímaforritið Rakning C-19, sem heilbrigðisyfirvöld hafa látið smíða til að auðvelda smitrakningu á Íslandi. Appið verður aðgengilegt þegar þessari rýni er lokið.

Alma Möller landlæknir á fundinum í dag.
Alma Möller landlæknir á fundinum í dag.
Auglýsing

Snjall­símafor­ritið Rakn­ing C-19, sem ætlað er að auð­velda smitrakn­ingu vegna COVID-19 far­ald­urs­ins, er til­búið og lands­menn munu brátt geta sótt for­ritið fyrir bæði iPhone og Android-­snjall­síma.

For­ritið er í skoðun hjá bæði Apple og Google sem munu svo dreifa for­rit­inu í gegnum net­versl­anir sín­ar, sam­kvæmt því sem fram kom í máli Ölmu Möller land­læknis á dag­legum upp­lýs­inga­fundi vegna veiru­far­ald­urs­ins í dag.

„Al­veg eins og við viljum vanda okkur vilja Apple og Google gera það líka og eru að rýna til­gang þess og öryggi, svo þetta tekur ein­hvern tíma en við erum að nýta allar leiðir til að flýta þessu sem mest,“ sagði Alma, en til­kynn­ing verður send út um leið og for­ritið verður aðgengi­legt.

Auglýsing

Rúm vika er síðan hönnun á smitrakn­inga­for­rit­inu hóf­st, en sam­bæri­legum for­ritum hefur verið beitt til þess að auð­velda smitrakn­ingu í öðrum ríkj­um, til dæmis í Singapúr og Suð­ur­-Kóreu. Smitrakn­ing með hefð­bundnum leiðum er bæði tíma- og mann­afla­frek, auk þess sem erfitt getur reynst fyrir fólk sem reyn­ist sýkt af COVID-19 að rifja ferðir sínar nákvæm­lega upp.

Íslensk fyr­ir­tæki buð­ust til að hjálpa til við þró­un­ina

Land­lækn­is­emb­ættið ber ábyrgð á for­rit­inu, en íslensku fyr­ir­tækin Aranja, Koli­bri, Stokk­ur, Sensa og Sam­sýn auk for­rit­ara frá Íslenskri erfða­grein­ingu og Syndis buðu fram aðstoð sína við smíð­ina án end­ur­gjalds, sam­kvæmt til­kynn­ingu á vef emb­ættis land­lækn­is. Þar segir einnig að í hönn­un­arteym­inu hafi einnig verið reynt fólk sem hefur starfað í tugi ára við upp­lýs­inga­ör­yggi og per­sónu­vernd.

„Notkun apps­ins byggir á sam­þykki not­enda, bæði til að taka appið í notkun og til miðl­unar upp­lýs­inga síðar meir ef þess ger­ist þörf, en þetta er kallað tvö­falt sam­þykki. Appið notar GPS stað­setn­ing­ar­gögn og eru upp­lýs­ingar um ferðir við­kom­andi ein­göngu vistaðar á síma not­anda. Ef not­andi grein­ist með smit og rakn­ingateymið þarf að rekja ferðir þá fær not­andi beiðni um að miðla þeim upp­lýs­ingum til rakn­ingateym­is­ins. 

Um leið og smitrakn­ingateymið biður um aðgang að gögn­unum mun það einnig óska eftir kenni­tölu við­kom­andi svo ekki fari á milli mála hver er á bak­við gögn­in. Þannig er tryggt að eng­inn hefur aðgang að þessum upp­lýs­ingum nema að not­and­inn vilji það. Stað­setn­ing­ar­gögn­unum verður svo eytt um leið og rakn­ingateymið þarf ekki lengur á þeim að halda,“ segir um virkni for­rits­ins í til­kynn­ingu á vef land­lækn­is­emb­ætt­is­ins.

„Hönn­un­arteymið var í reglu­legu sam­bandi við Per­sónu­vernd til að upp­lýsa um verk­efnið og eru öllum þessum aðilum færðar miklar þakk­ir. Öryggi kerf­is­ins hefur nú stað­ist úttekt óháðs aðila,“ segir einnig á vef emb­ættis land­lækn­is.

Emb­ættið segir að því fleiri sem sæki app­ið, þeim mun betur muni það gagn­ast smitrakn­ingateym­inu, en einnig segir að appið muni gagn­ast við „að­stoða alla, sem velja að taka þátt, við að rifja upp ferðir sín­ar.“

Biðlað er til almenn­ings um að sækja for­ritið og vista á símum sínum þegar það verður aðgengi­legt, í þeirri við­leitni að halda áfram í því verk­efni að lág­marka skað­ann af COVID-19.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví: Höfum hjakkað í sama farinu
„Á undanförnum árum höfum við verið að hjakka í sama farinu. Við höfum verið að nýta okkur þennan enn eina hvalreka sem ferðaþjónustan hefur verið,“ segir þingmaður Pírata.
Kjarninn 6. júní 2020
Leikhópurinn Lotta: Bakkabræður
Bakkabræður teknir í samfélagssátt
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Bakkabræður í uppsetningu Leikhópsins Lottu.
Kjarninn 6. júní 2020
Heil vika án nýrra smita
Nýgreind smit síðasta sólarhringinn: Núll. Greind smit síðustu sjö sólarhringa: Núll. Í dag eru tímamót í baráttu Íslendinga gegn COVID-19. Í baráttunni gegn litla gaddaboltanum, veirunni sem virðist ekki hafa tekist að finna líkama að sýkja í viku.
Kjarninn 6. júní 2020
Jói Sigurðsson, sem sést hér fyrir miðju á myndinni og Þorgils Sigvaldason, sem stendur lengst til hægri, fengu hugmyndina að CrankWheel árið 2014.
Hafa tekist á við vaxtarverki vegna heimsfaraldursins
CrankWheel er íslenskt nýsköpunarfyrirtæki sem hefur vaxið nokkuð að undanförnu vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins, enda gerir tæknilausn fyrirtækisins sölufólki kleift að leysa störf sín af hendi úr fjarlægð.
Kjarninn 6. júní 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Viðtal við Christof Wehmeier
Kjarninn 6. júní 2020
Víða í Bandaríkjunum standa yfir mótmæli í kjölfar morðsins á George Floyd.
Vöxtur Antifa í Bandaríkjunum andsvar við uppgangi öfgahægrisins
Bandarískir ráðamenn saka Antifa um að bera ábyrgð á því að mótmælin sem nú einkenna bandarískt þjóðlíf hafi brotist út í óeirðir. Trump vill að hreyfingin verði stimpluð sem hryðjuverkasamtök en það gæti reynst erfitt.
Kjarninn 6. júní 2020
Hugmyndir um að hækka vatnsborð Hagavatns með því að stífla útfall þess, Farið, eru ekki nýjar af nálinni.
Ber að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu Hagavatnsvirkjunar
Íslenskri vatnsorku ehf. ber að sögn Orkustofnunar að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu fyrirhugaðrar Hagavatnsvirkjunar í frummatsskýrslu. Þá ber fyrirtækinu einnig að bera saman 9,9 MW virkjun og fyrri áform um stærri virkjanir.
Kjarninn 6. júní 2020
Telur stjórnvöld vinna gegn eigin markmiðum með hagræðingarkröfu á Hafró
Forstjóri Hafrannsóknastofnunar segir að stjórnvöld gangi gegn eigin markmiðum um eflingu haf- og umhverfisrannsókna með því að gera sífellda hagræðingarkröfu á Hafró. Hann segir stofnunina sinna hættulega litlum grunnrannsóknum.
Kjarninn 5. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent