Apple og Google eru að yfirfara íslenska smitrakningaforritið

Bandarísku stórfyrirtækin Apple og Google eru að yfirfara snjallsímaforritið Rakning C-19, sem heilbrigðisyfirvöld hafa látið smíða til að auðvelda smitrakningu á Íslandi. Appið verður aðgengilegt þegar þessari rýni er lokið.

Alma Möller landlæknir á fundinum í dag.
Alma Möller landlæknir á fundinum í dag.
Auglýsing

Snjall­símafor­ritið Rakn­ing C-19, sem ætlað er að auð­velda smitrakn­ingu vegna COVID-19 far­ald­urs­ins, er til­búið og lands­menn munu brátt geta sótt for­ritið fyrir bæði iPhone og Android-­snjall­síma.

For­ritið er í skoðun hjá bæði Apple og Google sem munu svo dreifa for­rit­inu í gegnum net­versl­anir sín­ar, sam­kvæmt því sem fram kom í máli Ölmu Möller land­læknis á dag­legum upp­lýs­inga­fundi vegna veiru­far­ald­urs­ins í dag.

„Al­veg eins og við viljum vanda okkur vilja Apple og Google gera það líka og eru að rýna til­gang þess og öryggi, svo þetta tekur ein­hvern tíma en við erum að nýta allar leiðir til að flýta þessu sem mest,“ sagði Alma, en til­kynn­ing verður send út um leið og for­ritið verður aðgengi­legt.

Auglýsing

Rúm vika er síðan hönnun á smitrakn­inga­for­rit­inu hóf­st, en sam­bæri­legum for­ritum hefur verið beitt til þess að auð­velda smitrakn­ingu í öðrum ríkj­um, til dæmis í Singapúr og Suð­ur­-Kóreu. Smitrakn­ing með hefð­bundnum leiðum er bæði tíma- og mann­afla­frek, auk þess sem erfitt getur reynst fyrir fólk sem reyn­ist sýkt af COVID-19 að rifja ferðir sínar nákvæm­lega upp.

Íslensk fyr­ir­tæki buð­ust til að hjálpa til við þró­un­ina

Land­lækn­is­emb­ættið ber ábyrgð á for­rit­inu, en íslensku fyr­ir­tækin Aranja, Koli­bri, Stokk­ur, Sensa og Sam­sýn auk for­rit­ara frá Íslenskri erfða­grein­ingu og Syndis buðu fram aðstoð sína við smíð­ina án end­ur­gjalds, sam­kvæmt til­kynn­ingu á vef emb­ættis land­lækn­is. Þar segir einnig að í hönn­un­arteym­inu hafi einnig verið reynt fólk sem hefur starfað í tugi ára við upp­lýs­inga­ör­yggi og per­sónu­vernd.

„Notkun apps­ins byggir á sam­þykki not­enda, bæði til að taka appið í notkun og til miðl­unar upp­lýs­inga síðar meir ef þess ger­ist þörf, en þetta er kallað tvö­falt sam­þykki. Appið notar GPS stað­setn­ing­ar­gögn og eru upp­lýs­ingar um ferðir við­kom­andi ein­göngu vistaðar á síma not­anda. Ef not­andi grein­ist með smit og rakn­ingateymið þarf að rekja ferðir þá fær not­andi beiðni um að miðla þeim upp­lýs­ingum til rakn­ingateym­is­ins. 

Um leið og smitrakn­ingateymið biður um aðgang að gögn­unum mun það einnig óska eftir kenni­tölu við­kom­andi svo ekki fari á milli mála hver er á bak­við gögn­in. Þannig er tryggt að eng­inn hefur aðgang að þessum upp­lýs­ingum nema að not­and­inn vilji það. Stað­setn­ing­ar­gögn­unum verður svo eytt um leið og rakn­ingateymið þarf ekki lengur á þeim að halda,“ segir um virkni for­rits­ins í til­kynn­ingu á vef land­lækn­is­emb­ætt­is­ins.

„Hönn­un­arteymið var í reglu­legu sam­bandi við Per­sónu­vernd til að upp­lýsa um verk­efnið og eru öllum þessum aðilum færðar miklar þakk­ir. Öryggi kerf­is­ins hefur nú stað­ist úttekt óháðs aðila,“ segir einnig á vef emb­ættis land­lækn­is.

Emb­ættið segir að því fleiri sem sæki app­ið, þeim mun betur muni það gagn­ast smitrakn­ingateym­inu, en einnig segir að appið muni gagn­ast við „að­stoða alla, sem velja að taka þátt, við að rifja upp ferðir sín­ar.“

Biðlað er til almenn­ings um að sækja for­ritið og vista á símum sínum þegar það verður aðgengi­legt, í þeirri við­leitni að halda áfram í því verk­efni að lág­marka skað­ann af COVID-19.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eggert Þór Kristófersson er forstjóri Festi.
Festi ætlar að greiða út 657 milljóna króna arðinn í september
Festi hagnaðist um 525 milljónir króna á síðasta ársfjórðungi þrátt fyrir þær takmarkanir sem voru í gildi vegna COVID-19. Félagið frestaði arðgreiðslu vegna síðasta árs í apríl, en ætlar nú að greiða hana í næsta mánuði.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Útgáfufélag Fréttablaðsins tapaði 212 milljónum í fyrra
Rekstrartekjur útgáfufélagsins sem á Fréttablaðið, Hringbraut, DV og tengda miðla drógust saman á síðasta ári og tap varð á rekstrinum.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Trump sagði öruggt að opna bandaríska skóla því börn væru „næstum ónæm“ fyrir COVID-19.
Trump fer enn og aftur á svig við skilmála samfélagsmiðla
Donald Trump sagði í símaviðtali við Fox and Friends í gær að börn væru „næstum ónæm“ fyrir kórónuveirunni. Facebook-færslu frá forsetanum með ummælunum var eytt og Twitter frysti aðgang tengdan forsetanum.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Þórólfur Matthíasson
Af sykurpúðum
Kjarninn 6. ágúst 2020
Alma Möller, landlæknir.
Alma: Tækifærið er núna
Hópsýkingar munu halda áfram að koma upp hér á landi. „Við verðum að vera undir það búin að horfa upp á þetta næstu mánuði alla vega,“ segir sóttvarnalæknir. Landlæknir sagði að núna væri tækifærið til að kveða niður það smit sem hér er í gangi.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason og Alma Möller.
„Þannig mun okkur takast að koma okkur út úr þessu COVID-fári“
Sóttvarnalæknir hefur sent heilbrigðisráðherra minnisblað þar sem hann leggur til að landamæraskimun verði haldið áfram með sama hætti og verið hefur. Hann ítrekar mikilvægi persónulegra sóttvarna, skimunar og að beita einangrun og sóttkví.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Fordæma aðgerðir Icelandair í kjaraviðræðum
Norræna flutningamannasambandið sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem það fordæmir aðgerðir Icelandair í nýlegum kjarasamningaviðræðum. Samtökin segja þrýsting á stéttarfélög í formi hótana ekki leysa rekstrarvandann sem upp er kominn vegna COVID-19.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Rannsóknir hafa sýnt, án nokkurs vafa, að andlitsgrímur geta komið í veg fyrir COVID-19-smit á milli einstaklinga. Grímurnar gera þó mest gagn við ákveðnar aðstæður og þær þarf að nota á réttan hátt.
„Stutta svarið er já“ – grímur geta komið í veg fyrir smit
Rannsóknir hafa sýnt, án nokkurs vafa, að andlitsgrímur geta komið í veg fyrir COVID-19-smit á milli einstaklinga. Þetta skrifar Jón Magnús Jóhannesson, deildarlæknir á Landspítala, í nýju svari á Vísindavefnum.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent