Apple og Google eru að yfirfara íslenska smitrakningaforritið

Bandarísku stórfyrirtækin Apple og Google eru að yfirfara snjallsímaforritið Rakning C-19, sem heilbrigðisyfirvöld hafa látið smíða til að auðvelda smitrakningu á Íslandi. Appið verður aðgengilegt þegar þessari rýni er lokið.

Alma Möller landlæknir á fundinum í dag.
Alma Möller landlæknir á fundinum í dag.
Auglýsing

Snjall­símafor­ritið Rakn­ing C-19, sem ætlað er að auð­velda smitrakn­ingu vegna COVID-19 far­ald­urs­ins, er til­búið og lands­menn munu brátt geta sótt for­ritið fyrir bæði iPhone og Android-­snjall­síma.

For­ritið er í skoðun hjá bæði Apple og Google sem munu svo dreifa for­rit­inu í gegnum net­versl­anir sín­ar, sam­kvæmt því sem fram kom í máli Ölmu Möller land­læknis á dag­legum upp­lýs­inga­fundi vegna veiru­far­ald­urs­ins í dag.

„Al­veg eins og við viljum vanda okkur vilja Apple og Google gera það líka og eru að rýna til­gang þess og öryggi, svo þetta tekur ein­hvern tíma en við erum að nýta allar leiðir til að flýta þessu sem mest,“ sagði Alma, en til­kynn­ing verður send út um leið og for­ritið verður aðgengi­legt.

Auglýsing

Rúm vika er síðan hönnun á smitrakn­inga­for­rit­inu hóf­st, en sam­bæri­legum for­ritum hefur verið beitt til þess að auð­velda smitrakn­ingu í öðrum ríkj­um, til dæmis í Singapúr og Suð­ur­-Kóreu. Smitrakn­ing með hefð­bundnum leiðum er bæði tíma- og mann­afla­frek, auk þess sem erfitt getur reynst fyrir fólk sem reyn­ist sýkt af COVID-19 að rifja ferðir sínar nákvæm­lega upp.

Íslensk fyr­ir­tæki buð­ust til að hjálpa til við þró­un­ina

Land­lækn­is­emb­ættið ber ábyrgð á for­rit­inu, en íslensku fyr­ir­tækin Aranja, Koli­bri, Stokk­ur, Sensa og Sam­sýn auk for­rit­ara frá Íslenskri erfða­grein­ingu og Syndis buðu fram aðstoð sína við smíð­ina án end­ur­gjalds, sam­kvæmt til­kynn­ingu á vef emb­ættis land­lækn­is. Þar segir einnig að í hönn­un­arteym­inu hafi einnig verið reynt fólk sem hefur starfað í tugi ára við upp­lýs­inga­ör­yggi og per­sónu­vernd.

„Notkun apps­ins byggir á sam­þykki not­enda, bæði til að taka appið í notkun og til miðl­unar upp­lýs­inga síðar meir ef þess ger­ist þörf, en þetta er kallað tvö­falt sam­þykki. Appið notar GPS stað­setn­ing­ar­gögn og eru upp­lýs­ingar um ferðir við­kom­andi ein­göngu vistaðar á síma not­anda. Ef not­andi grein­ist með smit og rakn­ingateymið þarf að rekja ferðir þá fær not­andi beiðni um að miðla þeim upp­lýs­ingum til rakn­ingateym­is­ins. 

Um leið og smitrakn­ingateymið biður um aðgang að gögn­unum mun það einnig óska eftir kenni­tölu við­kom­andi svo ekki fari á milli mála hver er á bak­við gögn­in. Þannig er tryggt að eng­inn hefur aðgang að þessum upp­lýs­ingum nema að not­and­inn vilji það. Stað­setn­ing­ar­gögn­unum verður svo eytt um leið og rakn­ingateymið þarf ekki lengur á þeim að halda,“ segir um virkni for­rits­ins í til­kynn­ingu á vef land­lækn­is­emb­ætt­is­ins.

„Hönn­un­arteymið var í reglu­legu sam­bandi við Per­sónu­vernd til að upp­lýsa um verk­efnið og eru öllum þessum aðilum færðar miklar þakk­ir. Öryggi kerf­is­ins hefur nú stað­ist úttekt óháðs aðila,“ segir einnig á vef emb­ættis land­lækn­is.

Emb­ættið segir að því fleiri sem sæki app­ið, þeim mun betur muni það gagn­ast smitrakn­ingateym­inu, en einnig segir að appið muni gagn­ast við „að­stoða alla, sem velja að taka þátt, við að rifja upp ferðir sín­ar.“

Biðlað er til almenn­ings um að sækja for­ritið og vista á símum sínum þegar það verður aðgengi­legt, í þeirri við­leitni að halda áfram í því verk­efni að lág­marka skað­ann af COVID-19.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rauða kjötið: Áætlunin sem á að bjarga Boris
Pólitísk framtíð Boris Johnson er um margt óljós eftir að hann baðst afsökunar á að hafa verið viðstaddur garðveislu í Downingstræti í maí 2020 þegar útgöngubann vegna COVID-19 var í gildi. „Rauða kjötið“ nefnist áætlun sem á að halda Johnson í embætti.
Kjarninn 17. janúar 2022
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata.
Spurði forsætisráðherra út í bréfið til Kára
Þingmaður Pírata spurði forsætisráðherra á þingi í dag hver tilgangurinn með bréfi hennar til forstjóra ÍE hefði verið og hvers vegna hún tjáði sig um afstöðu sína gagnvart úrskurði Persónuverndar við forstjóra fyrirtækisins sem úrskurðurinn fjallaði um.
Kjarninn 17. janúar 2022
Mun meira kynbundið ofbeldi í útgöngubanni
Þrátt fyrir að útgöngubann auki verulega líkur á ofbeldi gagnvart konum og transfólki hefur málaflokkurinn fengið lítið sem ekkert fjármagn í aðgerðum stjórnvalda víða um heim til að bregðast við afleiðingar heimsfaraldursins.
Kjarninn 17. janúar 2022
Heimild til að slíta félögum sett í lög 2016 – Fyrsta tilkynning send út 2022
Fyrir helgi sendi Skatturinn í fyrsta sinn út tilkynningar til 58 félaga sem hafa ekki skilað inn ársreikningum þar sem boðuð eru slit á þeim. Lögin voru sett árið 2016 en ráðherra undirritaði ekki reglugerð sem virkjaði slitaákvæðið fyrr í haust.
Kjarninn 17. janúar 2022
Umfjallanir um liprunarbréf Jakobs Frímanns og „Karlmennskuspjallið“ ekki brot á siðareglum
Hvorki DV né 24.is brutu gegn siðareglum Blaðamannafélags Íslands með umfjöllunum sínum um Jakob Frímann Magnússon annars vegar og „Karlmennskuspjallið“ hins vegar.
Kjarninn 17. janúar 2022
Greiðslubyrðin svipuð og fyrir faraldurinn
Í kjölfar mikilla vaxtalækkana hjá Seðlabankanum lækkuðu afborganir af húsnæðislánum til muna. Þessi lækkun er nú að miklu leyti gengin til baka, þar sem bæði húsnæðisverð og vextir hafa hækkað á undanförnum mánuðum.
Kjarninn 17. janúar 2022
Ármann Kr. Ólafsson hefur verið oddviti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi og bæjarstjóri frá árinu 2012.
Ármann ætlar ekki að gefa kost á sér til endurkjörs í Kópavogi
Ármann Kr. Ólafsson oddviti Sjálfstæðisflokksins og bæjarstjóri í Kópavogi frá árinu 2012 ætlar ekki að sækjast eftir endurkjöri í sveitarstjórnarkosningunum í maí.
Kjarninn 17. janúar 2022
Það að skipa stjórn yfir Landspítala var á meðal mála sem stjórnarflokkarnir náðu saman um í nýjum stjórnarsáttmála.
Sjö manna stjórn yfir Landspítala verði skipuð til tveggja ára í senn
Skipunartími stjórnarmanna í nýrri stjórn Landspítala verður einungis tvö ár, samkvæmt nýjum frumvarpsdrögum. Talið er mikilvægt að hægt verði að skipa ört í stjórnina fólk sem hefur sérþekkingu á þeim verkefnum sem Landspítali tekst á við hverju sinni.
Kjarninn 17. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent