Apple og Google eru að yfirfara íslenska smitrakningaforritið

Bandarísku stórfyrirtækin Apple og Google eru að yfirfara snjallsímaforritið Rakning C-19, sem heilbrigðisyfirvöld hafa látið smíða til að auðvelda smitrakningu á Íslandi. Appið verður aðgengilegt þegar þessari rýni er lokið.

Alma Möller landlæknir á fundinum í dag.
Alma Möller landlæknir á fundinum í dag.
Auglýsing

Snjall­símafor­ritið Rakn­ing C-19, sem ætlað er að auð­velda smitrakn­ingu vegna COVID-19 far­ald­urs­ins, er til­búið og lands­menn munu brátt geta sótt for­ritið fyrir bæði iPhone og Android-­snjall­síma.

For­ritið er í skoðun hjá bæði Apple og Google sem munu svo dreifa for­rit­inu í gegnum net­versl­anir sín­ar, sam­kvæmt því sem fram kom í máli Ölmu Möller land­læknis á dag­legum upp­lýs­inga­fundi vegna veiru­far­ald­urs­ins í dag.

„Al­veg eins og við viljum vanda okkur vilja Apple og Google gera það líka og eru að rýna til­gang þess og öryggi, svo þetta tekur ein­hvern tíma en við erum að nýta allar leiðir til að flýta þessu sem mest,“ sagði Alma, en til­kynn­ing verður send út um leið og for­ritið verður aðgengi­legt.

Auglýsing

Rúm vika er síðan hönnun á smitrakn­inga­for­rit­inu hóf­st, en sam­bæri­legum for­ritum hefur verið beitt til þess að auð­velda smitrakn­ingu í öðrum ríkj­um, til dæmis í Singapúr og Suð­ur­-Kóreu. Smitrakn­ing með hefð­bundnum leiðum er bæði tíma- og mann­afla­frek, auk þess sem erfitt getur reynst fyrir fólk sem reyn­ist sýkt af COVID-19 að rifja ferðir sínar nákvæm­lega upp.

Íslensk fyr­ir­tæki buð­ust til að hjálpa til við þró­un­ina

Land­lækn­is­emb­ættið ber ábyrgð á for­rit­inu, en íslensku fyr­ir­tækin Aranja, Koli­bri, Stokk­ur, Sensa og Sam­sýn auk for­rit­ara frá Íslenskri erfða­grein­ingu og Syndis buðu fram aðstoð sína við smíð­ina án end­ur­gjalds, sam­kvæmt til­kynn­ingu á vef emb­ættis land­lækn­is. Þar segir einnig að í hönn­un­arteym­inu hafi einnig verið reynt fólk sem hefur starfað í tugi ára við upp­lýs­inga­ör­yggi og per­sónu­vernd.

„Notkun apps­ins byggir á sam­þykki not­enda, bæði til að taka appið í notkun og til miðl­unar upp­lýs­inga síðar meir ef þess ger­ist þörf, en þetta er kallað tvö­falt sam­þykki. Appið notar GPS stað­setn­ing­ar­gögn og eru upp­lýs­ingar um ferðir við­kom­andi ein­göngu vistaðar á síma not­anda. Ef not­andi grein­ist með smit og rakn­ingateymið þarf að rekja ferðir þá fær not­andi beiðni um að miðla þeim upp­lýs­ingum til rakn­ingateym­is­ins. 

Um leið og smitrakn­ingateymið biður um aðgang að gögn­unum mun það einnig óska eftir kenni­tölu við­kom­andi svo ekki fari á milli mála hver er á bak­við gögn­in. Þannig er tryggt að eng­inn hefur aðgang að þessum upp­lýs­ingum nema að not­and­inn vilji það. Stað­setn­ing­ar­gögn­unum verður svo eytt um leið og rakn­ingateymið þarf ekki lengur á þeim að halda,“ segir um virkni for­rits­ins í til­kynn­ingu á vef land­lækn­is­emb­ætt­is­ins.

„Hönn­un­arteymið var í reglu­legu sam­bandi við Per­sónu­vernd til að upp­lýsa um verk­efnið og eru öllum þessum aðilum færðar miklar þakk­ir. Öryggi kerf­is­ins hefur nú stað­ist úttekt óháðs aðila,“ segir einnig á vef emb­ættis land­lækn­is.

Emb­ættið segir að því fleiri sem sæki app­ið, þeim mun betur muni það gagn­ast smitrakn­ingateym­inu, en einnig segir að appið muni gagn­ast við „að­stoða alla, sem velja að taka þátt, við að rifja upp ferðir sín­ar.“

Biðlað er til almenn­ings um að sækja for­ritið og vista á símum sínum þegar það verður aðgengi­legt, í þeirri við­leitni að halda áfram í því verk­efni að lág­marka skað­ann af COVID-19.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Enn ein tilraun gerð til að semja um verndun úthafanna
Stjórnvöld á Íslandi, í Rússlandi og Kína vilja að fiskveiðar verði ekki settar inn í samning þjóðríkja um verndun hafsins. Stærstur hluti úthafanna er alþjóðlegt hafsvæði. Innan við 2 prósent þess nýtur verndar.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Hafnfirðingar stefna að því að hefja vinnu við sérstaka hjólreiðaáætlun bæjarins á næstunni.
Hafnarfjörður ætlar að hefja vinnu við hjólreiðaáætlun
Skipulags- og byggingarráð Hafnarfjarðar hefur ákveðið að fela starfshópi með fulltrúum allra flokka að hefja vinnu við sérstaka hjólreiðaáætlun bæjarins. Örfá sveitarfélög hafa til þessa gert sérstakar áætlanir um hjólreiðar.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Umhverfismat stækkunar Sigöldustöðvar er hafið. Landsvirkjun áformar að stækka tvær virkjanir til viðbótar á svæðinu
Landsvirkjun geri skýra grein fyrir forsendum stækkunar Sigöldustöðvar
Skipulagsstofnun vill að Landsvirkjun geri skýrari grein fyrir tilgangi og forsendum fyrirhugaðrar stækkunar Sigölduvirkjunar. Stækkunin myndi aðeins auka orkuframleiðslu lítillega. Meira vatn þurfi til að meira rafmagn verði framleitt.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Bensínlítrinn lækkaði í fyrsta sinn á þessu ári en hlutdeild olíufélaganna í hverjum seldum lítra eykst
Framan af ári voru olíufélögin ekki að velta miklum hækkunum á bensíni út í verðið sem neytendum var boðið upp á. Nú þegar heimsmarkaðsverð hefur lækkað umtalsvert eru félögin að samak skapi að velta lækkunum hægar út í verðlagið en tilefni er til.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Sortuæxli myndast þegar fólk verður fyrir sólbruna og raunar þrefaldast líkurnar á að fólk þrói með sér húðkrabbamein við það eitt að sólbrenna á tveggja ára fresti.
Óttast fjölgun tilfella sortuæxla samhliða hlýnandi veðri
Sérfræðingar í Bretlandi óttast að tilfellum húðkrabbameins muni fjölga samhliða loftslagsbreytingum og hvetja fólk til að vera vart um sig í sólinni.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Kaupfélag Skagfirðinga hefur hagnast um 18 milljarða króna á fjórum árum
Eigið fé Kaupfélags Skagfirðinga, samvinnufélags í eigu 1.465 félagsmanna með höfuðstöðvar á Sauðárkróki, hefur þrefaldast frá árinu 2010 og er 49,5 milljarðar. Eignir félagsins eru metnar á tæplega 80 milljarða. Verðmætasta bókfærða eignin er kvóti.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Áfengi spilar afar stjórt hlutverk í danskri unglingamenningu.
Danskir menntaskólar endurhugsi drykkjumenninguna
Danska heilbrigðisstofnunin hefur sent menntaskólum landsins bréf þar sem óskað er eftir því að hætt verði að gera áfengi hátt undir höfði á viðburðum á vegum skólanna.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vilja gera óperuna aðgengilega fyrir Íslendinga
Kammeróperan ætlar að flytja meistarverkið Così fan tutte eftir Mozart íslensku á óperukvöldverði í Iðnó. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina fund.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent