Tilgangurinn að fórna litlum hagsmunum fyrir mikla

Formaður VR segir að svokölluð lífeyrisleið hafi aldrei komist í málefnalega umræðu innan samninganefndar ASÍ.

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Auglýsing

Ragnar Þór Ing­ólfs­son, for­maður VR, gerir grein fyrir afstöðu sinni á Face­book í dag varð­andi svo­kall­aða líf­eyr­is­leið sem Sam­tök atvinnu­lífs­ins (SA) báru á borð fyrir Alþýðu­sam­band Íslands (ASÍ) á dög­unum en ASÍ hafn­aði leið­inni í vik­unni. Ragnar Þór sagði sig úr mið­stjórn ASÍ á mánu­dag­inn. 

„Svo því sé haldið til haga þá hafa hug­myndir okkar um svo­kall­aða líf­eyr­is­leið, sem við lögðum til, ekk­ert að gera með að launa­fólk borgi sínar eigin hækk­anir og hefur ekk­ert með skoð­anir SA eða við­horf Við­skipta­ráðs að gera.

Þessi hug­mynd var fyrst og fremst okkar inn­legg í mögu­legar aðgerðir við að verja kaup­mátt launa, heim­il­in, verja fleiri störf og lífs­kjör okkar félags­manna og almenn­ings,“ skrifar Ragnar Þór á Face­book.

Auglýsing

Vill forð­ast mis­skiln­ing og rang­túlk­anir

Hann segir að með þess­ari leið hafi alltaf staðið til að fá stjórn­völd að borð­inu. Stórn­völd sem hafi verið til­búin að skoða aðgerðir varð­andi þak á vísi­tölu verð­tryggðra lána og fleiri mik­il­væg atriði sem skipti fólkið þeirra öllu máli. Það hafi jafn­framt staðið til að ræða við opin­beru félögin og að ræða kosti og galla allra leiða sem lagðar eru fram til að milda höggið sem framundan er.

En málið hafi aldrei kom­ist í mál­efna­lega umræðu innan samn­inga­nefndar ASÍ. „Þess vegna vil ég gera grein fyrir því, með ítar­legum hætti, til að forð­ast mis­skiln­ing og rang­túlk­an­ir,“ skrifar Ragnar Þór.

Verst að gera ekki neitt

Hann segir að versta leiðin í þess­ari stöðu sé að gera ekki neitt. „Það þýðir lítið að benda á ríkið í þessum efnum þar sem við sjálf erum rík­ið. Það er alveg sama hver skrifar reikn­ing­inn, hann fer inn um lúgu skatt­greið­enda hvernig sem fer. Í formi skerð­inga á rétt­ind­um, tapi rík­is­sjóðs, verð­bólgu og lægri kaup­mætti.

Ég tek það fram að rétt eins og flestir lands­menn hef ég veru­legar áhyggjur af mörgum þeim úrræðum sem rík­is­stjórnin hefur sett fram, í ábyrgð skatt­greið­enda, og hvernig fjár­mála­kerf­inu sé treyst i blindni fyrir 350 millj­arða útlána­svig­rúmi svo eitt­hvað sé nefn­t,“ skrifar hann.

Hug­myndin gekk út á kaup­mátt­ar­trygg­ingu

Ragnar Þór greinir frá því að hug­mynd VR hafi gengið út á kaup­mátt­ar­trygg­ingu. „Í dag er mót­fram­lag í líf­eyr­is­sjóði 11,5 pró­sent. Samið var um hækkun á mót­fram­lagi árið 2016. Það hækk­aði úr 8 pró­sent í 11,5 pró­sent í þrepum síð­asta hækkun var 1. júlí 2018. Í stað þess að fresta launa­hækk­unum er hægt að fara í aðrar aðgerðir sem munu hafa mun minni áhrif á eft­ir­spurn í hag­kerf­inu, það er að lækka tíma­bundið mót­fram­lag í líf­eyr­is­sjóði úr 11,5 pró­sent í 8 pró­sent.“

Með slíkri aðgerð væri verið að auka ráð­stöf­un­ar­tekjur launa­fólks og þar með einka­neysl­una en skerða tíma­bundið fjár­fest­ingar líf­eyr­is­sjóða sem hafi fáa fjár­fest­inga­kosti þar sem mark­aðir séu frjálsu falli.

Skil­yrði að verð­lag væri stöðugt á tíma­bil­inu

Skil­yrði fyrir því að stétt­ar­fé­lög væru til­búin að gefa slíkt eftir sé að verð­lag verði stöðugt á tíma­bil­inu, hækki ekki meira en sem nemur verð­bólgu­mark­mið Seðla­banka Íslands eða 2,5 pró­sent á ári. Í raun sé ekki verið að gefa eftir mót­fram­lag heldur að kaupa trygg­ingu fyrir því að launa­fólk verði ekki fyrir kaup­mátt­ar­skerð­ingu.

Ef verð­bólgan fari af stað þá verði engin breyt­ing á mót­fram­lagi í líf­eyr­is­sjóði og það greitt að fullu. Ef verð­bólga verði lág þá sé kaup­máttur tryggður með tíma­bund­inni lækkun á iðgjaldi í líf­eyr­is­sjóði. Auk þess sem færa megi fram mjög sterk rök fyrir því að lækkun á launa­kostn­aði leiði af sér minna atvinnu­leysi í þeirri kreppu sem Íslend­ingar eru á ganga í gegnum þessa dag­ana.

Sagan sýnir hvernig nið­ur­sveiflur hafa leikið launa­fólk

„Skerð­ing á líf­eyri sjóða­fé­laga líf­eyr­is­sjóða miðað við 3 mán­aða lækkun væri um 0,16 pró­sent eða um 772 krónur á mán­uði miðað við 40 ára gamlan ein­stak­ling sem er með 650.000 krónur í laun á mán­uð­i. Ef kaup­máttur myndi skerð­ast um 1 pró­sent þá væri það að kosta launa­fólk um 4.300 kr. á mán­uði miða við 650.000 kr. laun á mán­uð­i. Ef kaup­máttur myndi skerð­ast um 3 pró­sent eins og gerð­ist í nið­ur­sveifl­unni árið 2001 myndi það kosta launa­fólk um 12.900 kr. á mán­uði miðað við sömu for­send­ur,“ skrifar Ragnar Þór.

Hann veltir því fyrir sér hvort og hvenær væri hægt að ná aftur þeim kaup­mætti sem mögu­lega tap­ast í þeirri efna­hags­nið­ur­sveiflu sem við sjáum fram á. Sé litið til sög­unnar sjá­ist vel hvernig nið­ur­sveiflur hafi leikið launa­fólk.

Frá 1913 hafi verið átta nið­ur­sveifl­ur. Í öllum nema einni hafi kaup­máttur launa dreg­ist sam­an. Í sein­ustu þrem­ur: 1991 til 1992, 2001 og svo 2008 hafi kaup­máttur lækkað um -8, -3 og -15 pró­sent. Saga sein­ustu 100 ára standi því ekki með launa­fólki um þessa mund­ir.

Alltaf til­búin að koma aftur að samn­inga­borð­inu

„Að þessu sögðu ætti öllum að vera ljóst að til­gangur okkar var að verja kaup­mátt og hags­muni félags­manna okkar fyrst og síð­ast. Að fórna litlum hags­munum fyrir mikla.

Við erum alltaf til­búin að koma aftur að samn­inga­borð­inu en sættum okkur ekki við að gera ekki neitt,“ skrifar Ragnar Þór.

Kæru félag­ar. Svo því sé haldið til haga þá hafa hug­myndir okkar um svo­kall­aða líf­eyr­is­leið, sem við lögðum til, ekk­ert...

Posted by Ragnar Þór Ing­ólfs­son on Thurs­day, April 2, 2020


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Helga Dögg Sverrisdóttir
Bætum kynfræðsluna en látum lestrargetu drengja eiga sig
Kjarninn 24. janúar 2021
Ný útlán banka til fyrirtækja umfram uppgreiðslur voru um átta milljarðar í fyrra
Ný útlán til atvinnufyrirtækja landsins á nýliðnu ári voru innan við tíu prósent þess sem þau voru árið 2019 og 1/27 af því sem þau voru árið 2018.
Kjarninn 24. janúar 2021
Býst við að 19 þúsund manns flytji hingað á næstu fimm árum
Mannfjöldaspá Hagstofu gerir ráð fyrir að fjöldi aðfluttra umfram brottfluttra á næstu fimm árum muni samsvara íbúafjölda Akureyrar.
Kjarninn 24. janúar 2021
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra.
Áfram gakk – En eru allir í takt?
Fulltrúar atvinnulífsins taka vel í skýra stefnumörkun utanríkisráðherra í átt að eflingu utanríkisviðskipta. Þó er kallað eftir heildstæðari mennta- og atvinnustefnu sem væri grundvöllur fjölbreyttara atvinnulífs og öflugri útflutningsgreina.
Kjarninn 24. janúar 2021
Pylsuvagn á Ráðhústorginu árið 1954.
Hundrað ára afmæli Cafe Fodkold
Árið 1921 hafði orðið skyndibiti ekki verið fundið upp. Réttur sem íbúum Kaupmannahafnar stóð þá, í fyrsta sinn, til boða að seðja hungrið með, utandyra standandi upp á endann, varð síðar eins konar þjóðareinkenni Dana. Og heitir pylsa.
Kjarninn 24. janúar 2021
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
„Birtingarmynd af eindæma skilningsleysi stjórnvalda“
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að félags- og barnamálaráðherra hafi tekist að hækka flækjustigið svo mikið varðandi sérstakan styrk til íþrótta- og tómstundastarfs barna frá tekjulágum heimilum að foreldrar geti ekki nýtt sér styrkinn.
Kjarninn 23. janúar 2021
Jón Baldvin Hannibalsson
Fimm hundruð milljarða spurningin – Í næstu kosningum
Kjarninn 23. janúar 2021
Freyja Haraldsdóttir
Baráttunni ekki lokið á meðan fólk gleymist og situr eftir
Freyja Haraldsdóttir segist vera þakklát fyrir að vera bólusett og að heilbrigðisyfirvöld hafi sett hópinn sem hún tilheyrir í forgang. Hún bendir þó á að fatlað fólk með aðstoð heima hafi gleymst í bólusetningarferlinu.
Kjarninn 23. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent