Tilgangurinn að fórna litlum hagsmunum fyrir mikla

Formaður VR segir að svokölluð lífeyrisleið hafi aldrei komist í málefnalega umræðu innan samninganefndar ASÍ.

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Auglýsing

Ragnar Þór Ing­ólfs­son, for­maður VR, gerir grein fyrir afstöðu sinni á Face­book í dag varð­andi svo­kall­aða líf­eyr­is­leið sem Sam­tök atvinnu­lífs­ins (SA) báru á borð fyrir Alþýðu­sam­band Íslands (ASÍ) á dög­unum en ASÍ hafn­aði leið­inni í vik­unni. Ragnar Þór sagði sig úr mið­stjórn ASÍ á mánu­dag­inn. 

„Svo því sé haldið til haga þá hafa hug­myndir okkar um svo­kall­aða líf­eyr­is­leið, sem við lögðum til, ekk­ert að gera með að launa­fólk borgi sínar eigin hækk­anir og hefur ekk­ert með skoð­anir SA eða við­horf Við­skipta­ráðs að gera.

Þessi hug­mynd var fyrst og fremst okkar inn­legg í mögu­legar aðgerðir við að verja kaup­mátt launa, heim­il­in, verja fleiri störf og lífs­kjör okkar félags­manna og almenn­ings,“ skrifar Ragnar Þór á Face­book.

Auglýsing

Vill forð­ast mis­skiln­ing og rang­túlk­anir

Hann segir að með þess­ari leið hafi alltaf staðið til að fá stjórn­völd að borð­inu. Stórn­völd sem hafi verið til­búin að skoða aðgerðir varð­andi þak á vísi­tölu verð­tryggðra lána og fleiri mik­il­væg atriði sem skipti fólkið þeirra öllu máli. Það hafi jafn­framt staðið til að ræða við opin­beru félögin og að ræða kosti og galla allra leiða sem lagðar eru fram til að milda höggið sem framundan er.

En málið hafi aldrei kom­ist í mál­efna­lega umræðu innan samn­inga­nefndar ASÍ. „Þess vegna vil ég gera grein fyrir því, með ítar­legum hætti, til að forð­ast mis­skiln­ing og rang­túlk­an­ir,“ skrifar Ragnar Þór.

Verst að gera ekki neitt

Hann segir að versta leiðin í þess­ari stöðu sé að gera ekki neitt. „Það þýðir lítið að benda á ríkið í þessum efnum þar sem við sjálf erum rík­ið. Það er alveg sama hver skrifar reikn­ing­inn, hann fer inn um lúgu skatt­greið­enda hvernig sem fer. Í formi skerð­inga á rétt­ind­um, tapi rík­is­sjóðs, verð­bólgu og lægri kaup­mætti.

Ég tek það fram að rétt eins og flestir lands­menn hef ég veru­legar áhyggjur af mörgum þeim úrræðum sem rík­is­stjórnin hefur sett fram, í ábyrgð skatt­greið­enda, og hvernig fjár­mála­kerf­inu sé treyst i blindni fyrir 350 millj­arða útlána­svig­rúmi svo eitt­hvað sé nefn­t,“ skrifar hann.

Hug­myndin gekk út á kaup­mátt­ar­trygg­ingu

Ragnar Þór greinir frá því að hug­mynd VR hafi gengið út á kaup­mátt­ar­trygg­ingu. „Í dag er mót­fram­lag í líf­eyr­is­sjóði 11,5 pró­sent. Samið var um hækkun á mót­fram­lagi árið 2016. Það hækk­aði úr 8 pró­sent í 11,5 pró­sent í þrepum síð­asta hækkun var 1. júlí 2018. Í stað þess að fresta launa­hækk­unum er hægt að fara í aðrar aðgerðir sem munu hafa mun minni áhrif á eft­ir­spurn í hag­kerf­inu, það er að lækka tíma­bundið mót­fram­lag í líf­eyr­is­sjóði úr 11,5 pró­sent í 8 pró­sent.“

Með slíkri aðgerð væri verið að auka ráð­stöf­un­ar­tekjur launa­fólks og þar með einka­neysl­una en skerða tíma­bundið fjár­fest­ingar líf­eyr­is­sjóða sem hafi fáa fjár­fest­inga­kosti þar sem mark­aðir séu frjálsu falli.

Skil­yrði að verð­lag væri stöðugt á tíma­bil­inu

Skil­yrði fyrir því að stétt­ar­fé­lög væru til­búin að gefa slíkt eftir sé að verð­lag verði stöðugt á tíma­bil­inu, hækki ekki meira en sem nemur verð­bólgu­mark­mið Seðla­banka Íslands eða 2,5 pró­sent á ári. Í raun sé ekki verið að gefa eftir mót­fram­lag heldur að kaupa trygg­ingu fyrir því að launa­fólk verði ekki fyrir kaup­mátt­ar­skerð­ingu.

Ef verð­bólgan fari af stað þá verði engin breyt­ing á mót­fram­lagi í líf­eyr­is­sjóði og það greitt að fullu. Ef verð­bólga verði lág þá sé kaup­máttur tryggður með tíma­bund­inni lækkun á iðgjaldi í líf­eyr­is­sjóði. Auk þess sem færa megi fram mjög sterk rök fyrir því að lækkun á launa­kostn­aði leiði af sér minna atvinnu­leysi í þeirri kreppu sem Íslend­ingar eru á ganga í gegnum þessa dag­ana.

Sagan sýnir hvernig nið­ur­sveiflur hafa leikið launa­fólk

„Skerð­ing á líf­eyri sjóða­fé­laga líf­eyr­is­sjóða miðað við 3 mán­aða lækkun væri um 0,16 pró­sent eða um 772 krónur á mán­uði miðað við 40 ára gamlan ein­stak­ling sem er með 650.000 krónur í laun á mán­uð­i. Ef kaup­máttur myndi skerð­ast um 1 pró­sent þá væri það að kosta launa­fólk um 4.300 kr. á mán­uði miða við 650.000 kr. laun á mán­uð­i. Ef kaup­máttur myndi skerð­ast um 3 pró­sent eins og gerð­ist í nið­ur­sveifl­unni árið 2001 myndi það kosta launa­fólk um 12.900 kr. á mán­uði miðað við sömu for­send­ur,“ skrifar Ragnar Þór.

Hann veltir því fyrir sér hvort og hvenær væri hægt að ná aftur þeim kaup­mætti sem mögu­lega tap­ast í þeirri efna­hags­nið­ur­sveiflu sem við sjáum fram á. Sé litið til sög­unnar sjá­ist vel hvernig nið­ur­sveiflur hafi leikið launa­fólk.

Frá 1913 hafi verið átta nið­ur­sveifl­ur. Í öllum nema einni hafi kaup­máttur launa dreg­ist sam­an. Í sein­ustu þrem­ur: 1991 til 1992, 2001 og svo 2008 hafi kaup­máttur lækkað um -8, -3 og -15 pró­sent. Saga sein­ustu 100 ára standi því ekki með launa­fólki um þessa mund­ir.

Alltaf til­búin að koma aftur að samn­inga­borð­inu

„Að þessu sögðu ætti öllum að vera ljóst að til­gangur okkar var að verja kaup­mátt og hags­muni félags­manna okkar fyrst og síð­ast. Að fórna litlum hags­munum fyrir mikla.

Við erum alltaf til­búin að koma aftur að samn­inga­borð­inu en sættum okkur ekki við að gera ekki neitt,“ skrifar Ragnar Þór.

Kæru félag­ar. Svo því sé haldið til haga þá hafa hug­myndir okkar um svo­kall­aða líf­eyr­is­leið, sem við lögðum til, ekk­ert...

Posted by Ragnar Þór Ing­ólfs­son on Thurs­day, April 2, 2020


Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví: Höfum hjakkað í sama farinu
„Á undanförnum árum höfum við verið að hjakka í sama farinu. Við höfum verið að nýta okkur þennan enn eina hvalreka sem ferðaþjónustan hefur verið,“ segir þingmaður Pírata.
Kjarninn 6. júní 2020
Leikhópurinn Lotta: Bakkabræður
Bakkabræður teknir í samfélagssátt
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Bakkabræður í uppsetningu Leikhópsins Lottu.
Kjarninn 6. júní 2020
Heil vika án nýrra smita
Nýgreind smit síðasta sólarhringinn: Núll. Greind smit síðustu sjö sólarhringa: Núll. Í dag eru tímamót í baráttu Íslendinga gegn COVID-19. Í baráttunni gegn litla gaddaboltanum, veirunni sem virðist ekki hafa tekist að finna líkama að sýkja í viku.
Kjarninn 6. júní 2020
Jói Sigurðsson, sem sést hér fyrir miðju á myndinni og Þorgils Sigvaldason, sem stendur lengst til hægri, fengu hugmyndina að CrankWheel árið 2014.
Hafa tekist á við vaxtarverki vegna heimsfaraldursins
CrankWheel er íslenskt nýsköpunarfyrirtæki sem hefur vaxið nokkuð að undanförnu vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins, enda gerir tæknilausn fyrirtækisins sölufólki kleift að leysa störf sín af hendi úr fjarlægð.
Kjarninn 6. júní 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Viðtal við Christof Wehmeier
Kjarninn 6. júní 2020
Víða í Bandaríkjunum standa yfir mótmæli í kjölfar morðsins á George Floyd.
Vöxtur Antifa í Bandaríkjunum andsvar við uppgangi öfgahægrisins
Bandarískir ráðamenn saka Antifa um að bera ábyrgð á því að mótmælin sem nú einkenna bandarískt þjóðlíf hafi brotist út í óeirðir. Trump vill að hreyfingin verði stimpluð sem hryðjuverkasamtök en það gæti reynst erfitt.
Kjarninn 6. júní 2020
Hugmyndir um að hækka vatnsborð Hagavatns með því að stífla útfall þess, Farið, eru ekki nýjar af nálinni.
Ber að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu Hagavatnsvirkjunar
Íslenskri vatnsorku ehf. ber að sögn Orkustofnunar að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu fyrirhugaðrar Hagavatnsvirkjunar í frummatsskýrslu. Þá ber fyrirtækinu einnig að bera saman 9,9 MW virkjun og fyrri áform um stærri virkjanir.
Kjarninn 6. júní 2020
Telur stjórnvöld vinna gegn eigin markmiðum með hagræðingarkröfu á Hafró
Forstjóri Hafrannsóknastofnunar segir að stjórnvöld gangi gegn eigin markmiðum um eflingu haf- og umhverfisrannsókna með því að gera sífellda hagræðingarkröfu á Hafró. Hann segir stofnunina sinna hættulega litlum grunnrannsóknum.
Kjarninn 5. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent