Vaktaálagsauki hjúkrunarfræðinga hugsaður sem tímabundið átak

Fjármála- og efnahagsráðherra segir að tímabundnu átaki um sérstakt vaktaálag hjúkrunarfræðinga á Landspítalanum hafi lokið á óheppilegum tíma – í miðjum faraldri. Þó hafi verið ljóst frá upphafi að átakinu myndi ljúka á þessum tíma.

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra.
Auglýsing

Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra sagði í óund­ir­búnum fyr­ir­spurna­tíma á Alþingi í dag að fram­kvæmd hefðu verið nokkur ólík tíma­bundið átök á Land­spít­al­anum til að bæta kjör hjúkr­un­ar­fræð­inga á spít­al­an­um. Hann sagði að það hefði verið óheppi­legt að einu slíku hefði verið að ljúka núna þegar COVID-19 far­ald­ur­inn stendur yfir – því það komi út sem launa­lækk­un. 

Sóley Hall­dórs­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ingur á Land­spít­al­an­um, skrif­aði stöðu­upp­færslu á Face­book í gær sem vakið hefur mikla athygli. Þá greindi hún frá því að laun hennar hefðu lækkað um 41 þús­und krónur í gær þar sem vakta­á­lags­auki hefði verið tek­inn af hjúkr­un­ar­fræð­ingum um þessi mán­aða­mót. 

„Ég var að koma heim úr frá­bæru og gef­andi vinn­unni minni á gjör­gæsl­unni í Foss­vogi, starf­inu mínu sem ég elska! Vaktin var sér­lega strembin í dag, ég sinnti tveimur sjúk­lingum með covid19 í önd­un­ar­vél ásamt því að leið­beina frá­bærum bak­verði sem kom­inn er til að aðstoða á erf­iðum tím­um. Ég var klædd í hlífð­ar­fatnað í 7,5 klst með til­heyr­andi óþæg­indum til að forð­ast smit. Á morgun ætla ég að vinna auka­lega morg­un­vakt og næt­ur­vakt vegna erf­iðra aðstæðna á deild­inni (eitt­hvað sem allir sem vinna þar gera við þessar aðstæð­ur). Og hjúkr­un­ar­fræð­ingar eru samn­ings­lausir ... og já og launin mín lækk­uðu um 41 þús­und krónur í dag. Það hlýtur ein­hver að segja bráðum við mig og sam­starfs­fólk mitt 1. apríl ... eða ekki,“ skrifar Sól­ey. 

Auglýsing

Ég vildi óska þess að launa­seð­ill­inn minn í dag væri 1. apr­ílgabb! Launin mín lækk­uðu um 41 þús­und krónur í dag þar sem...

Posted by Sóley Hall­dórs­dóttir on Wed­nes­day, April 1, 2020


Segir samn­inga­við­ræður hafa skilað miklu

Bjarni sagði á Alþingi í dag að allan tím­ann hefði verið ljóst að um tíma­bundið átak væri að ræða „og verk­efnið núna er að búa þannig um kjara­samn­ings­gerð­ina að allir hjúkr­un­ar­fræð­ingar geti notið góðs af stöð­unni og fengið þegar uppi er staðið betri kjör.“

Fram kom í máli ráð­herr­ans að ríkið hefði verið í við­ræðum við hjúkr­un­ar­fræð­inga frá því áður en samn­ing­arnir urðu laus­ir. „Samn­ingslotan sem núna stendur yfir hefur skilað veru­lega miklu, sömu­leiðis sér­stakt átak sem hefur verið í gangi á und­an­förnum árum á Land­spít­al­an­um. Þar hefur til dæmis verið unnið í þremur lotum inn á stofn­un­inni til að bæta starfs­um­hverfi hjúkr­un­ar­fræð­inga til að gera starfið meira aðlag­and­i.“ 

Það væri að skila sér í því að í mið­lægum nýjum kjara­samn­ingum væri að verða grund­vall­ar­breyt­ing á vakta­fyr­ir­komu­lagi – ekki ein­ungis hjúkr­un­ar­fræð­inga heldur ann­arra stétta. „Og er komið í raun sam­komu­lag um þessa breyt­ingu sem var megin áherslu­at­riði hjúkr­un­ar­fræð­inga í þess­ari kjara­lotu á þeim tíma sem við erum núna að tala sam­an. Um þetta er komið sam­komu­lag sem mun leiða til þess að vakta­vinnu­fólk mun þurfa að vinna færri vinnu­stundir í hverri viku og vakta­fyr­ir­komu­lagið verður tekið upp til end­ur­skoð­un­ar,“ sagði Bjarn­i. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flestir Íslendingar breyttu ekki áfengisnotkun sinni í faraldrinum
Fimmtán prósent Íslendinga drukku oftar eða mun oftar en venjulega í mars og apríl en flestir breyttu þó ekki áfengisnotkun sinni á þessu tímabili.
Kjarninn 6. júní 2020
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví: Höfum hjakkað í sama farinu
„Á undanförnum árum höfum við verið að hjakka í sama farinu. Við höfum verið að nýta okkur þennan enn eina hvalreka sem ferðaþjónustan hefur verið,“ segir þingmaður Pírata.
Kjarninn 6. júní 2020
Leikhópurinn Lotta: Bakkabræður
Bakkabræður teknir í samfélagssátt
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Bakkabræður í uppsetningu Leikhópsins Lottu.
Kjarninn 6. júní 2020
Heil vika án nýrra smita
Nýgreind smit síðasta sólarhringinn: Núll. Greind smit síðustu sjö sólarhringa: Núll. Í dag eru tímamót í baráttu Íslendinga gegn COVID-19. Í baráttunni gegn litla gaddaboltanum, veirunni sem virðist ekki hafa tekist að finna líkama að sýkja í viku.
Kjarninn 6. júní 2020
Jói Sigurðsson, sem sést hér fyrir miðju á myndinni og Þorgils Sigvaldason, sem stendur lengst til hægri, fengu hugmyndina að CrankWheel árið 2014.
Hafa tekist á við vaxtarverki vegna heimsfaraldursins
CrankWheel er íslenskt nýsköpunarfyrirtæki sem hefur vaxið nokkuð að undanförnu vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins, enda gerir tæknilausn fyrirtækisins sölufólki kleift að leysa störf sín af hendi úr fjarlægð.
Kjarninn 6. júní 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Viðtal við Christof Wehmeier
Kjarninn 6. júní 2020
Víða í Bandaríkjunum standa yfir mótmæli í kjölfar morðsins á George Floyd.
Vöxtur Antifa í Bandaríkjunum andsvar við uppgangi öfgahægrisins
Bandarískir ráðamenn saka Antifa um að bera ábyrgð á því að mótmælin sem nú einkenna bandarískt þjóðlíf hafi brotist út í óeirðir. Trump vill að hreyfingin verði stimpluð sem hryðjuverkasamtök en það gæti reynst erfitt.
Kjarninn 6. júní 2020
Hugmyndir um að hækka vatnsborð Hagavatns með því að stífla útfall þess, Farið, eru ekki nýjar af nálinni.
Ber að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu Hagavatnsvirkjunar
Íslenskri vatnsorku ehf. ber að sögn Orkustofnunar að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu fyrirhugaðrar Hagavatnsvirkjunar í frummatsskýrslu. Þá ber fyrirtækinu einnig að bera saman 9,9 MW virkjun og fyrri áform um stærri virkjanir.
Kjarninn 6. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent