Vaktaálagsauki hjúkrunarfræðinga hugsaður sem tímabundið átak

Fjármála- og efnahagsráðherra segir að tímabundnu átaki um sérstakt vaktaálag hjúkrunarfræðinga á Landspítalanum hafi lokið á óheppilegum tíma – í miðjum faraldri. Þó hafi verið ljóst frá upphafi að átakinu myndi ljúka á þessum tíma.

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra.
Auglýsing

Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra sagði í óund­ir­búnum fyr­ir­spurna­tíma á Alþingi í dag að fram­kvæmd hefðu verið nokkur ólík tíma­bundið átök á Land­spít­al­anum til að bæta kjör hjúkr­un­ar­fræð­inga á spít­al­an­um. Hann sagði að það hefði verið óheppi­legt að einu slíku hefði verið að ljúka núna þegar COVID-19 far­ald­ur­inn stendur yfir – því það komi út sem launa­lækk­un. 

Sóley Hall­dórs­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ingur á Land­spít­al­an­um, skrif­aði stöðu­upp­færslu á Face­book í gær sem vakið hefur mikla athygli. Þá greindi hún frá því að laun hennar hefðu lækkað um 41 þús­und krónur í gær þar sem vakta­á­lags­auki hefði verið tek­inn af hjúkr­un­ar­fræð­ingum um þessi mán­aða­mót. 

„Ég var að koma heim úr frá­bæru og gef­andi vinn­unni minni á gjör­gæsl­unni í Foss­vogi, starf­inu mínu sem ég elska! Vaktin var sér­lega strembin í dag, ég sinnti tveimur sjúk­lingum með covid19 í önd­un­ar­vél ásamt því að leið­beina frá­bærum bak­verði sem kom­inn er til að aðstoða á erf­iðum tím­um. Ég var klædd í hlífð­ar­fatnað í 7,5 klst með til­heyr­andi óþæg­indum til að forð­ast smit. Á morgun ætla ég að vinna auka­lega morg­un­vakt og næt­ur­vakt vegna erf­iðra aðstæðna á deild­inni (eitt­hvað sem allir sem vinna þar gera við þessar aðstæð­ur). Og hjúkr­un­ar­fræð­ingar eru samn­ings­lausir ... og já og launin mín lækk­uðu um 41 þús­und krónur í dag. Það hlýtur ein­hver að segja bráðum við mig og sam­starfs­fólk mitt 1. apríl ... eða ekki,“ skrifar Sól­ey. 

Auglýsing

Ég vildi óska þess að launa­seð­ill­inn minn í dag væri 1. apr­ílgabb! Launin mín lækk­uðu um 41 þús­und krónur í dag þar sem...

Posted by Sóley Hall­dórs­dóttir on Wed­nes­day, April 1, 2020


Segir samn­inga­við­ræður hafa skilað miklu

Bjarni sagði á Alþingi í dag að allan tím­ann hefði verið ljóst að um tíma­bundið átak væri að ræða „og verk­efnið núna er að búa þannig um kjara­samn­ings­gerð­ina að allir hjúkr­un­ar­fræð­ingar geti notið góðs af stöð­unni og fengið þegar uppi er staðið betri kjör.“

Fram kom í máli ráð­herr­ans að ríkið hefði verið í við­ræðum við hjúkr­un­ar­fræð­inga frá því áður en samn­ing­arnir urðu laus­ir. „Samn­ingslotan sem núna stendur yfir hefur skilað veru­lega miklu, sömu­leiðis sér­stakt átak sem hefur verið í gangi á und­an­förnum árum á Land­spít­al­an­um. Þar hefur til dæmis verið unnið í þremur lotum inn á stofn­un­inni til að bæta starfs­um­hverfi hjúkr­un­ar­fræð­inga til að gera starfið meira aðlag­and­i.“ 

Það væri að skila sér í því að í mið­lægum nýjum kjara­samn­ingum væri að verða grund­vall­ar­breyt­ing á vakta­fyr­ir­komu­lagi – ekki ein­ungis hjúkr­un­ar­fræð­inga heldur ann­arra stétta. „Og er komið í raun sam­komu­lag um þessa breyt­ingu sem var megin áherslu­at­riði hjúkr­un­ar­fræð­inga í þess­ari kjara­lotu á þeim tíma sem við erum núna að tala sam­an. Um þetta er komið sam­komu­lag sem mun leiða til þess að vakta­vinnu­fólk mun þurfa að vinna færri vinnu­stundir í hverri viku og vakta­fyr­ir­komu­lagið verður tekið upp til end­ur­skoð­un­ar,“ sagði Bjarn­i. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Helga Dögg Sverrisdóttir
Bætum kynfræðsluna en látum lestrargetu drengja eiga sig
Kjarninn 24. janúar 2021
Ný útlán banka til fyrirtækja umfram uppgreiðslur voru um átta milljarðar í fyrra
Ný útlán til atvinnufyrirtækja landsins á nýliðnu ári voru innan við tíu prósent þess sem þau voru árið 2019 og 1/27 af því sem þau voru árið 2018.
Kjarninn 24. janúar 2021
Býst við að 19 þúsund manns flytji hingað á næstu fimm árum
Mannfjöldaspá Hagstofu gerir ráð fyrir að fjöldi aðfluttra umfram brottfluttra á næstu fimm árum muni samsvara íbúafjölda Akureyrar.
Kjarninn 24. janúar 2021
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra.
Áfram gakk – En eru allir í takt?
Fulltrúar atvinnulífsins taka vel í skýra stefnumörkun utanríkisráðherra í átt að eflingu utanríkisviðskipta. Þó er kallað eftir heildstæðari mennta- og atvinnustefnu sem væri grundvöllur fjölbreyttara atvinnulífs og öflugri útflutningsgreina.
Kjarninn 24. janúar 2021
Pylsuvagn á Ráðhústorginu árið 1954.
Hundrað ára afmæli Cafe Fodkold
Árið 1921 hafði orðið skyndibiti ekki verið fundið upp. Réttur sem íbúum Kaupmannahafnar stóð þá, í fyrsta sinn, til boða að seðja hungrið með, utandyra standandi upp á endann, varð síðar eins konar þjóðareinkenni Dana. Og heitir pylsa.
Kjarninn 24. janúar 2021
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
„Birtingarmynd af eindæma skilningsleysi stjórnvalda“
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að félags- og barnamálaráðherra hafi tekist að hækka flækjustigið svo mikið varðandi sérstakan styrk til íþrótta- og tómstundastarfs barna frá tekjulágum heimilum að foreldrar geti ekki nýtt sér styrkinn.
Kjarninn 23. janúar 2021
Jón Baldvin Hannibalsson
Fimm hundruð milljarða spurningin – Í næstu kosningum
Kjarninn 23. janúar 2021
Freyja Haraldsdóttir
Baráttunni ekki lokið á meðan fólk gleymist og situr eftir
Freyja Haraldsdóttir segist vera þakklát fyrir að vera bólusett og að heilbrigðisyfirvöld hafi sett hópinn sem hún tilheyrir í forgang. Hún bendir þó á að fatlað fólk með aðstoð heima hafi gleymst í bólusetningarferlinu.
Kjarninn 23. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent