Heilbrigðisstarfsfólk í Svíþjóð fær ríflegar álagsgreiðslur – Neyðaráætlun virkjuð í Stokkhólmi

Svíar hafa verið seinir til viðbragða í faraldri kórónuveirunnar. Þeir hafa ekki viljað loka samkomustöðum og forsætisráðherrann hefur sagt þjóðinni að „haga sér eins og fullorðið fólk“. Að minnsta kosti 282 eru látnir – fimm sinnum fleiri en í Noregi.

Bráðabirgðasjúkrahúsi komið upp í sal í Stokkhólmi.
Bráðabirgðasjúkrahúsi komið upp í sal í Stokkhólmi.
Auglýsing

Neyð­ar­á­ætl­un hefur verið virkjuð í Stokk­hólmi vegna far­ald­urs COVID-19 sjúk­dóms­ins. Í á­ætl­un­inni er mest áhersla lögð á að manna gjör­gæslu­deildir sjúkra­húsa. Vinnu­skylda er nú 48 klukku­stundir á viku. Starfs­menn fá greitt álag sem getur hækk­ar ­laun þeirra meira en tvö­falt á meðan neyð­ar­á­ætl­unin er í gildi.

Borg­ar­yf­ir­völd til­kynntu í morgun um virkjun áætl­un­ar­inn­ar. Sam­kvæmt henni má kalla til­ heil­brigð­is­starfs­fólk af öðrum sjúkra­húsum til starfa þar sem álagið er mest. Þó ber þess að gæta að starfs­menn fái hvíld.

„Neyð­ar­á­ætl­un­in er ekki lausn til langs tíma hvað varðar skort á starfs­mönn­um,“ hef­ur Afton­bla­det eftir Joakim Lars­son, stjórn­ar­for­manni sam­starfs­nefnd sveit­ar­fé­laga í Sví­þjóð. „Það verður að tryggja hvíld og end­ur­heimt starfs­manna til lengri ­tíma lit­ið. Stjórn­endur verða þess vegna að finna aðrar lausnir til að bæta ­mönn­un.“

Auglýsing

Svíar hafa ekki gripið til sam­bæri­legra aðgerða í far­aldr­inum og flestar þjóðir Evr­ópu. Þeir hafa ekki lokað veit­inga­hús­um, börum eða öðrum stöðum þar sem fólk kemur sam­an­ á. Stjórn­völd hafa haft þá yfir­lýstu stefnu að leyfa veirunni að dreifast hægt um sam­fé­lagið án þess að drekkja heil­brigð­is­kerf­inu og án þess að grípa til­ rót­tækra aðgerða. Þau hafa hins vegar forð­ast það að nota orðið „hjarð­ó­næmi“ í þessu sam­bandi.

Nið­ur­stað­an er þessi: 282 hafa dáið úr COVID-19, fimm sinnum fleiri en í nágranna­rík­in­u Nor­egi. Í Sví­þjóð var ekki tekin stefna um að skima mikið fyrir veirunni, líkt og á Íslandi, þó að síð­ustu daga hafi fleiri sýni verið tek­in. Stað­fest smit eru nú tæp­lega 5.500. Yfir 360 manns liggja á gjör­gæslu með COVID-19.

Far­alds­fræð­ing­ur­inn And­ers Tegn­ell hefur leitt við­brögð sænskra stjórn­valda við far­aldr­in­um. Þrátt ­fyrir að margir hafi gagn­rýnt þá stefnu sem hann hefur talað fyrir hefur hann haldið áfram sínu striki. Hann hefur m.a. verið spurður hvort ekki sé tíma­bært að afkvía Stokk­hólm, þar sem til­fellin eru lang­flest.

Anders Tegnell, faraldsfræðingur og ráðgjafi stjórnvalda í kórónufaraldrinum.

„Já, það hefur orðið aukn­ing en ekki svo stór­kost­leg enn sem komið er,“ sagði hann í byrjun viku. „Við erum að fara á það stig far­ald­urs­ins þar sem við munum sjá ­miklu fleiri til­felli næstu vik­urn­ar, fleira fólk á gjör­gæslu, en það er eins og í hverju öðru landi – það hefur hvergi verið hægt að hægja á útbreiðsl­unn­i að ein­hverju marki.“

For­sæt­is­ráð­herra Sví­þjóð­ar, Stefan Löf­ven, hefur sagt Svíum að „haga sér eins og full­orðið fólk“ og hefur varað fólk við því að ýta undir skelf­ingu og dreifa sögu­sögn­um.

Vís­inda­menn, m.a. lækn­ar, í Sví­þjóð, hafa þó lýst yfir þungum áhyggjum af aðgerða­leysi ­stjórn­valda. Í síð­ustu viku skrif­uðu 2.000 lækn­ar, kenn­arar og ýms­ir ­vís­inda­menn, undir bæna­skjal þar sem stjórn­völd voru ein­dregið hvött til þess að herða aðgerðir til að hægja á útbreiðsl­unni. „Við erum ekki að taka nóg­u ­mörg sýni, við erum ekki að rekja smit, við erum ekki að setja nógu marga í ein­angrun – við höfum sleppt veirunni lausri,“ hefur Guar­dian eftir Cecili­a ­Söder­berg-Nauclér, sér­fræð­ingi í ónæm­is­fræðum við Karol­insku-­stofn­un­ina. „Stjórn­völd eru að leiða okkur út í hörm­ung­ar.“

Á með­an ­stjórn­völd hafa talað hætt­una sem af veirunni staðar niður hafa margir Sví­ar verið hinir róleg­ustu, vanir því að hlusta á lýð­ræð­is­lega kosna full­trúa og emb­ætt­is­menn ­stjórn­kerf­is­ins sem hafa ávallt notið mik­ils traust almenn­ings. Fólk tekur mark á yfir­völdum og trúir því að þau viti bet­ur, geri það sem almenn­ingi er fyr­ir­ bestu.

Far­alds­fræð­ing­ur­inn Tegn­ell sagði nýverið um  harðar aðgerð­ir ­ná­granna­land­anna: „Vanda­málið við þessa nálgun er að þú þreytir allt kerf­ið. Það er ekki hægt að loka öllu mán­uðum saman – það er óger­leg­t.“

Ónæm­is­sér­fræð­ing­ur­inn ­Söder­berg-Nauclér er á öðru máli. „Rík­is­stjórnin heldur að hún geti ekki ­stöðvað þetta svo að hún hefur ákveðið að láta fólk deyja. Hún vill ekki hlust­a á stað­reyndir vís­inda­manna. [...] Við erum að sjá merki um hrað­ari vöxt en ­jafn­vel Ítalía gerði. Gjör­gæslu­pláss í Stokk­hólmi verða bráðum full og þeir skilja ekki að þá verður of seint að bregð­ast við.“

Ráð­gjafi ­rík­is­stjórn­ar­innar hefur gefið lítið fyrir slíkt tal. „Það eru engar sann­an­ir ­fyrir því að á þessu stigi skipti [harð­ari aðgerð­ir] máli. Það er mun á­hrifa­rík­ara að setja á stað­bundnar tak­mark­anir og það í eins stuttan tíma og ­mögu­legt er.“

Launa­lækkun vegna nið­ur­fell­ingar á álags­greiðslu

Hér á Ís­landi var snemma gripið til aðgerða sem mið­uðu að því að finna smit­aða, rekja smitin og ein­angra fólk eða setja í sótt­kví. Hér hefur ekki orðið veld­is­vöxtur í fjölda smit­aðra líkt og í Sví­þjóð. Hins vegar hafa svart­sýnu spár ræst hvað varðar fjölda alvar­legra veikra sem þurfa á gjör­gæslu­hjúkrun að halda.

Íslenskir hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar, ­sem hafa staðið í eld­línu far­ald­urs­ins síð­ustu vikur og starfað und­ir­ gríð­ar­legu álagi, vökn­uðu upp við vondan draum um mán­aða­mótin er sér­stakrar á­lags­greiðslu til þeirra var hætt. Eru dæmi um að laun þeirra hafi lækkað um 40 ­þús­und við þetta.

Eng­ar ­sér­stakar greiðslur vegna álags á Land­spít­al­anum í far­aldr­inum hafa ver­ið til­kynnt­ar.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ró hefur verið yfir í Flugstöð Leifs Eiríkssonar síðustu vikur. Það kann að breytast í sumar.
„Verðum tilbúin þegar flugfélögin koma“
Isavia segist geta brugðist hratt við þegar flugfélög vilja hefja flug til Íslands að nýju. „Við erum þegar tilbúin að taka við vélum og verðum tilbúin þegar flugfélögin koma,“ segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia.
Kjarninn 26. maí 2020
Hluti ríkisstjórnar Íslands.
Fylgisaukning ríkisstjórnarinnar að mestu gengin til baka
Ríkisstjórnarflokkarnir mælast nú sameiginlega með 40,5 prósent fylgi. Það er nánast sama fylgi og Píratar, Samfylking og Viðreisn mælast sameiginlega með. Mestu munar um lítinn stuðning við Framsóknarflokkinn.
Kjarninn 26. maí 2020
Myrka Ísland
Myrka Ísland
Myrka Ísland – Móðir mín í kví kví
Kjarninn 26. maí 2020
Borghildur Sölvey Sturludóttir
Af ást til skipulagsmála
Kjarninn 26. maí 2020
Hin flókna leið Icelandair að framhaldslífi
Þótt hluthafafundur Icelandair hafi samþykkt að leyfa félaginu að halda hlutafjárútboð eru mörg ljón í veginum að því markmiði að tryggja því rekstrarhæfi til framtíðar. Margt hefur verið gert á skömmum tíma til að gera stöðu Icelandair betri.
Kjarninn 26. maí 2020
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Does trust provide the key to changed environmental behaviour?
Kjarninn 25. maí 2020
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
„Þurfum að fara varlega í vindorkuna rétt eins og annað“
Umhverfis- og auðlindaráðherra sagði á þingi í dag að Íslendingar þyrftu að skoða vindorku út frá þeim þáttum er snúa að náttúru og náttúruvernd.
Kjarninn 25. maí 2020
Þríeykið: Þórólfur, Alma og Víðir.
Takk fyrir ykkur
„Í dag er stór dagur,“ sagði sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna í dag. Þar átti hann við enn eitt skrefið í afléttingu takmarkana. Í hugum landsmanna var dagurinn þó ekki síst stór því fundurinn var sá síðasti – í bili að minnsta kosti.
Kjarninn 25. maí 2020
Meira úr sama flokkiErlent