Heilbrigðisstarfsfólk í Svíþjóð fær ríflegar álagsgreiðslur – Neyðaráætlun virkjuð í Stokkhólmi

Svíar hafa verið seinir til viðbragða í faraldri kórónuveirunnar. Þeir hafa ekki viljað loka samkomustöðum og forsætisráðherrann hefur sagt þjóðinni að „haga sér eins og fullorðið fólk“. Að minnsta kosti 282 eru látnir – fimm sinnum fleiri en í Noregi.

Bráðabirgðasjúkrahúsi komið upp í sal í Stokkhólmi.
Bráðabirgðasjúkrahúsi komið upp í sal í Stokkhólmi.
Auglýsing

Neyð­ar­á­ætl­un hefur verið virkjuð í Stokk­hólmi vegna far­ald­urs COVID-19 sjúk­dóms­ins. Í á­ætl­un­inni er mest áhersla lögð á að manna gjör­gæslu­deildir sjúkra­húsa. Vinnu­skylda er nú 48 klukku­stundir á viku. Starfs­menn fá greitt álag sem getur hækk­ar ­laun þeirra meira en tvö­falt á meðan neyð­ar­á­ætl­unin er í gildi.

Borg­ar­yf­ir­völd til­kynntu í morgun um virkjun áætl­un­ar­inn­ar. Sam­kvæmt henni má kalla til­ heil­brigð­is­starfs­fólk af öðrum sjúkra­húsum til starfa þar sem álagið er mest. Þó ber þess að gæta að starfs­menn fái hvíld.

„Neyð­ar­á­ætl­un­in er ekki lausn til langs tíma hvað varðar skort á starfs­mönn­um,“ hef­ur Afton­bla­det eftir Joakim Lars­son, stjórn­ar­for­manni sam­starfs­nefnd sveit­ar­fé­laga í Sví­þjóð. „Það verður að tryggja hvíld og end­ur­heimt starfs­manna til lengri ­tíma lit­ið. Stjórn­endur verða þess vegna að finna aðrar lausnir til að bæta ­mönn­un.“

Auglýsing

Svíar hafa ekki gripið til sam­bæri­legra aðgerða í far­aldr­inum og flestar þjóðir Evr­ópu. Þeir hafa ekki lokað veit­inga­hús­um, börum eða öðrum stöðum þar sem fólk kemur sam­an­ á. Stjórn­völd hafa haft þá yfir­lýstu stefnu að leyfa veirunni að dreifast hægt um sam­fé­lagið án þess að drekkja heil­brigð­is­kerf­inu og án þess að grípa til­ rót­tækra aðgerða. Þau hafa hins vegar forð­ast það að nota orðið „hjarð­ó­næmi“ í þessu sam­bandi.

Nið­ur­stað­an er þessi: 282 hafa dáið úr COVID-19, fimm sinnum fleiri en í nágranna­rík­in­u Nor­egi. Í Sví­þjóð var ekki tekin stefna um að skima mikið fyrir veirunni, líkt og á Íslandi, þó að síð­ustu daga hafi fleiri sýni verið tek­in. Stað­fest smit eru nú tæp­lega 5.500. Yfir 360 manns liggja á gjör­gæslu með COVID-19.

Far­alds­fræð­ing­ur­inn And­ers Tegn­ell hefur leitt við­brögð sænskra stjórn­valda við far­aldr­in­um. Þrátt ­fyrir að margir hafi gagn­rýnt þá stefnu sem hann hefur talað fyrir hefur hann haldið áfram sínu striki. Hann hefur m.a. verið spurður hvort ekki sé tíma­bært að afkvía Stokk­hólm, þar sem til­fellin eru lang­flest.

Anders Tegnell, faraldsfræðingur og ráðgjafi stjórnvalda í kórónufaraldrinum.

„Já, það hefur orðið aukn­ing en ekki svo stór­kost­leg enn sem komið er,“ sagði hann í byrjun viku. „Við erum að fara á það stig far­ald­urs­ins þar sem við munum sjá ­miklu fleiri til­felli næstu vik­urn­ar, fleira fólk á gjör­gæslu, en það er eins og í hverju öðru landi – það hefur hvergi verið hægt að hægja á útbreiðsl­unn­i að ein­hverju marki.“

For­sæt­is­ráð­herra Sví­þjóð­ar, Stefan Löf­ven, hefur sagt Svíum að „haga sér eins og full­orðið fólk“ og hefur varað fólk við því að ýta undir skelf­ingu og dreifa sögu­sögn­um.

Vís­inda­menn, m.a. lækn­ar, í Sví­þjóð, hafa þó lýst yfir þungum áhyggjum af aðgerða­leysi ­stjórn­valda. Í síð­ustu viku skrif­uðu 2.000 lækn­ar, kenn­arar og ýms­ir ­vís­inda­menn, undir bæna­skjal þar sem stjórn­völd voru ein­dregið hvött til þess að herða aðgerðir til að hægja á útbreiðsl­unni. „Við erum ekki að taka nóg­u ­mörg sýni, við erum ekki að rekja smit, við erum ekki að setja nógu marga í ein­angrun – við höfum sleppt veirunni lausri,“ hefur Guar­dian eftir Cecili­a ­Söder­berg-Nauclér, sér­fræð­ingi í ónæm­is­fræðum við Karol­insku-­stofn­un­ina. „Stjórn­völd eru að leiða okkur út í hörm­ung­ar.“

Á með­an ­stjórn­völd hafa talað hætt­una sem af veirunni staðar niður hafa margir Sví­ar verið hinir róleg­ustu, vanir því að hlusta á lýð­ræð­is­lega kosna full­trúa og emb­ætt­is­menn ­stjórn­kerf­is­ins sem hafa ávallt notið mik­ils traust almenn­ings. Fólk tekur mark á yfir­völdum og trúir því að þau viti bet­ur, geri það sem almenn­ingi er fyr­ir­ bestu.

Far­alds­fræð­ing­ur­inn Tegn­ell sagði nýverið um  harðar aðgerð­ir ­ná­granna­land­anna: „Vanda­málið við þessa nálgun er að þú þreytir allt kerf­ið. Það er ekki hægt að loka öllu mán­uðum saman – það er óger­leg­t.“

Ónæm­is­sér­fræð­ing­ur­inn ­Söder­berg-Nauclér er á öðru máli. „Rík­is­stjórnin heldur að hún geti ekki ­stöðvað þetta svo að hún hefur ákveðið að láta fólk deyja. Hún vill ekki hlust­a á stað­reyndir vís­inda­manna. [...] Við erum að sjá merki um hrað­ari vöxt en ­jafn­vel Ítalía gerði. Gjör­gæslu­pláss í Stokk­hólmi verða bráðum full og þeir skilja ekki að þá verður of seint að bregð­ast við.“

Ráð­gjafi ­rík­is­stjórn­ar­innar hefur gefið lítið fyrir slíkt tal. „Það eru engar sann­an­ir ­fyrir því að á þessu stigi skipti [harð­ari aðgerð­ir] máli. Það er mun á­hrifa­rík­ara að setja á stað­bundnar tak­mark­anir og það í eins stuttan tíma og ­mögu­legt er.“

Launa­lækkun vegna nið­ur­fell­ingar á álags­greiðslu

Hér á Ís­landi var snemma gripið til aðgerða sem mið­uðu að því að finna smit­aða, rekja smitin og ein­angra fólk eða setja í sótt­kví. Hér hefur ekki orðið veld­is­vöxtur í fjölda smit­aðra líkt og í Sví­þjóð. Hins vegar hafa svart­sýnu spár ræst hvað varðar fjölda alvar­legra veikra sem þurfa á gjör­gæslu­hjúkrun að halda.

Íslenskir hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar, ­sem hafa staðið í eld­línu far­ald­urs­ins síð­ustu vikur og starfað und­ir­ gríð­ar­legu álagi, vökn­uðu upp við vondan draum um mán­aða­mótin er sér­stakrar á­lags­greiðslu til þeirra var hætt. Eru dæmi um að laun þeirra hafi lækkað um 40 ­þús­und við þetta.

Eng­ar ­sér­stakar greiðslur vegna álags á Land­spít­al­anum í far­aldr­inum hafa ver­ið til­kynnt­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni hættir sem forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur
Forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, Bjarni Bjarnason, óskaði eftir því á fundi stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur að láta af störfum sem forstjóri í mars á næsta ári. Þá verða tólf ár liðin síðan Bjarni tók við forstjórastöðunni.
Kjarninn 26. september 2022
Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri.
Orkumálastýra fer spennt til vinnu á hverjum morgni – Ekki bara dökk ský í loftslagsmálum
„Það sem mun koma okkur á leiðarenda og út úr þessu hættuástandi er heitstrenging þess að vinna saman,“ segir Halla Hrund Logadóttir, forstjóri Orkustofnunar. Koma þurfi hlutunum í verk heima fyrir en ekki síður að beita sér í þágu fátækari ríkja.
Kjarninn 26. september 2022
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Hættið þessu fikti strákar!
Kjarninn 26. september 2022
Fyrstu meðalhraðamyndavélarnar hér á landi voru settar upp í fyrra. Ávinningurinn af þeim, í formi lægri slysakostnaðar, er sagður geta verið tífaldur á við kostnaðinn við að halda úti kerfunum.
Meðalhraðaeftirlit gæti verið „arðbærasta“ umferðaröryggismálið
Drög að nýrri umferðaröryggisáætlun stjórnvalda hafa verið birt. Þar segir að innleiðing meðalhraðaeftirlits á vegum landsins gæti talist arðbærasta umferðaröryggisframkvæmdin sem völ er á og að innleiðing slíks eftirlits verði forgangsmál næstu árin.
Kjarninn 26. september 2022
Kallað var eftir auknum kaupmætti í kröfugöngu verkalýðsins 1. maí síðastliðinn.
Kaupmáttur hefur rýrnað um 4,2 prósent á þessu ári og hefur ekki verið minni síðan 2020
Í júní síðastliðnum lauk tólf ára samfelldu skeiði þar sem kaupmáttur launa jókst, sé horft til breytinga milli ára. Á síðasta ári hefur kaupmátturinn himns vegar rýrnað um 1,6 prósent og hefur ekki verið minni síðan í lok árs 2020.
Kjarninn 26. september 2022
Guðmundur Ingi Guðbrandsson er félags- og vinnumarkaðsráðherra.
Vill lengja tímabil endurhæfingarlífeyris úr þremur árum í fimm
Stjórnvöld vilja gera fólki kleift að fá greiddan endurhæfingarlífeyri í lengri tíma en nú er gert ráð fyrir í lögum. Tilgangurinn er að reyna að fækka þeim sem fara á örorku og fjölga þeim sem snúa aftur til vinnu.
Kjarninn 26. september 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Google Analytics bann og GTA6 myndbroti lekið
Kjarninn 26. september 2022
„Lukkuriddararnir“ í bakgarðinum
Þrír fyrrverandi þingmenn, fjögur erlend stórfyrirtæki, félag í eigu svokallaðs hrunverja og fólk úr sveitum Vesturlands koma við sögu í frásögn Sunnu Óskar Logadóttur af fundi þar sem vindorkufyrirtæki kynntu áform sín.
Kjarninn 26. september 2022
Meira úr sama flokkiErlent