Heilbrigðisstarfsfólk í Svíþjóð fær ríflegar álagsgreiðslur – Neyðaráætlun virkjuð í Stokkhólmi

Svíar hafa verið seinir til viðbragða í faraldri kórónuveirunnar. Þeir hafa ekki viljað loka samkomustöðum og forsætisráðherrann hefur sagt þjóðinni að „haga sér eins og fullorðið fólk“. Að minnsta kosti 282 eru látnir – fimm sinnum fleiri en í Noregi.

Bráðabirgðasjúkrahúsi komið upp í sal í Stokkhólmi.
Bráðabirgðasjúkrahúsi komið upp í sal í Stokkhólmi.
Auglýsing

Neyð­ar­á­ætl­un hefur verið virkjuð í Stokk­hólmi vegna far­ald­urs COVID-19 sjúk­dóms­ins. Í á­ætl­un­inni er mest áhersla lögð á að manna gjör­gæslu­deildir sjúkra­húsa. Vinnu­skylda er nú 48 klukku­stundir á viku. Starfs­menn fá greitt álag sem getur hækk­ar ­laun þeirra meira en tvö­falt á meðan neyð­ar­á­ætl­unin er í gildi.

Borg­ar­yf­ir­völd til­kynntu í morgun um virkjun áætl­un­ar­inn­ar. Sam­kvæmt henni má kalla til­ heil­brigð­is­starfs­fólk af öðrum sjúkra­húsum til starfa þar sem álagið er mest. Þó ber þess að gæta að starfs­menn fái hvíld.

„Neyð­ar­á­ætl­un­in er ekki lausn til langs tíma hvað varðar skort á starfs­mönn­um,“ hef­ur Afton­bla­det eftir Joakim Lars­son, stjórn­ar­for­manni sam­starfs­nefnd sveit­ar­fé­laga í Sví­þjóð. „Það verður að tryggja hvíld og end­ur­heimt starfs­manna til lengri ­tíma lit­ið. Stjórn­endur verða þess vegna að finna aðrar lausnir til að bæta ­mönn­un.“

Auglýsing

Svíar hafa ekki gripið til sam­bæri­legra aðgerða í far­aldr­inum og flestar þjóðir Evr­ópu. Þeir hafa ekki lokað veit­inga­hús­um, börum eða öðrum stöðum þar sem fólk kemur sam­an­ á. Stjórn­völd hafa haft þá yfir­lýstu stefnu að leyfa veirunni að dreifast hægt um sam­fé­lagið án þess að drekkja heil­brigð­is­kerf­inu og án þess að grípa til­ rót­tækra aðgerða. Þau hafa hins vegar forð­ast það að nota orðið „hjarð­ó­næmi“ í þessu sam­bandi.

Nið­ur­stað­an er þessi: 282 hafa dáið úr COVID-19, fimm sinnum fleiri en í nágranna­rík­in­u Nor­egi. Í Sví­þjóð var ekki tekin stefna um að skima mikið fyrir veirunni, líkt og á Íslandi, þó að síð­ustu daga hafi fleiri sýni verið tek­in. Stað­fest smit eru nú tæp­lega 5.500. Yfir 360 manns liggja á gjör­gæslu með COVID-19.

Far­alds­fræð­ing­ur­inn And­ers Tegn­ell hefur leitt við­brögð sænskra stjórn­valda við far­aldr­in­um. Þrátt ­fyrir að margir hafi gagn­rýnt þá stefnu sem hann hefur talað fyrir hefur hann haldið áfram sínu striki. Hann hefur m.a. verið spurður hvort ekki sé tíma­bært að afkvía Stokk­hólm, þar sem til­fellin eru lang­flest.

Anders Tegnell, faraldsfræðingur og ráðgjafi stjórnvalda í kórónufaraldrinum.

„Já, það hefur orðið aukn­ing en ekki svo stór­kost­leg enn sem komið er,“ sagði hann í byrjun viku. „Við erum að fara á það stig far­ald­urs­ins þar sem við munum sjá ­miklu fleiri til­felli næstu vik­urn­ar, fleira fólk á gjör­gæslu, en það er eins og í hverju öðru landi – það hefur hvergi verið hægt að hægja á útbreiðsl­unn­i að ein­hverju marki.“

For­sæt­is­ráð­herra Sví­þjóð­ar, Stefan Löf­ven, hefur sagt Svíum að „haga sér eins og full­orðið fólk“ og hefur varað fólk við því að ýta undir skelf­ingu og dreifa sögu­sögn­um.

Vís­inda­menn, m.a. lækn­ar, í Sví­þjóð, hafa þó lýst yfir þungum áhyggjum af aðgerða­leysi ­stjórn­valda. Í síð­ustu viku skrif­uðu 2.000 lækn­ar, kenn­arar og ýms­ir ­vís­inda­menn, undir bæna­skjal þar sem stjórn­völd voru ein­dregið hvött til þess að herða aðgerðir til að hægja á útbreiðsl­unni. „Við erum ekki að taka nóg­u ­mörg sýni, við erum ekki að rekja smit, við erum ekki að setja nógu marga í ein­angrun – við höfum sleppt veirunni lausri,“ hefur Guar­dian eftir Cecili­a ­Söder­berg-Nauclér, sér­fræð­ingi í ónæm­is­fræðum við Karol­insku-­stofn­un­ina. „Stjórn­völd eru að leiða okkur út í hörm­ung­ar.“

Á með­an ­stjórn­völd hafa talað hætt­una sem af veirunni staðar niður hafa margir Sví­ar verið hinir róleg­ustu, vanir því að hlusta á lýð­ræð­is­lega kosna full­trúa og emb­ætt­is­menn ­stjórn­kerf­is­ins sem hafa ávallt notið mik­ils traust almenn­ings. Fólk tekur mark á yfir­völdum og trúir því að þau viti bet­ur, geri það sem almenn­ingi er fyr­ir­ bestu.

Far­alds­fræð­ing­ur­inn Tegn­ell sagði nýverið um  harðar aðgerð­ir ­ná­granna­land­anna: „Vanda­málið við þessa nálgun er að þú þreytir allt kerf­ið. Það er ekki hægt að loka öllu mán­uðum saman – það er óger­leg­t.“

Ónæm­is­sér­fræð­ing­ur­inn ­Söder­berg-Nauclér er á öðru máli. „Rík­is­stjórnin heldur að hún geti ekki ­stöðvað þetta svo að hún hefur ákveðið að láta fólk deyja. Hún vill ekki hlust­a á stað­reyndir vís­inda­manna. [...] Við erum að sjá merki um hrað­ari vöxt en ­jafn­vel Ítalía gerði. Gjör­gæslu­pláss í Stokk­hólmi verða bráðum full og þeir skilja ekki að þá verður of seint að bregð­ast við.“

Ráð­gjafi ­rík­is­stjórn­ar­innar hefur gefið lítið fyrir slíkt tal. „Það eru engar sann­an­ir ­fyrir því að á þessu stigi skipti [harð­ari aðgerð­ir] máli. Það er mun á­hrifa­rík­ara að setja á stað­bundnar tak­mark­anir og það í eins stuttan tíma og ­mögu­legt er.“

Launa­lækkun vegna nið­ur­fell­ingar á álags­greiðslu

Hér á Ís­landi var snemma gripið til aðgerða sem mið­uðu að því að finna smit­aða, rekja smitin og ein­angra fólk eða setja í sótt­kví. Hér hefur ekki orðið veld­is­vöxtur í fjölda smit­aðra líkt og í Sví­þjóð. Hins vegar hafa svart­sýnu spár ræst hvað varðar fjölda alvar­legra veikra sem þurfa á gjör­gæslu­hjúkrun að halda.

Íslenskir hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar, ­sem hafa staðið í eld­línu far­ald­urs­ins síð­ustu vikur og starfað und­ir­ gríð­ar­legu álagi, vökn­uðu upp við vondan draum um mán­aða­mótin er sér­stakrar á­lags­greiðslu til þeirra var hætt. Eru dæmi um að laun þeirra hafi lækkað um 40 ­þús­und við þetta.

Eng­ar ­sér­stakar greiðslur vegna álags á Land­spít­al­anum í far­aldr­inum hafa ver­ið til­kynnt­ar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Á meðal íbúða sem Bjarg leigufélag, sem er óhagnaðardrifið, hefur byggt og leigir nú út eru íbúðir við Hallgerðargötu í Laugarneshverfi.
Þeir sem leigja af óhagnaðardrifnum leigufélögum mun ánægðari en aðrir
Uppbygging almennra íbúða í gegnum óhagnaðardrifin leigufélög hefur aukið verulega framboð á húsnæði fyrir fólk með lágar tekjur. Leigjendur í kerfinu eru mun ánægðari en aðrir leigjendur og telja sig búa við meira húsnæðisöryggi.
Kjarninn 18. október 2021
Húsnæði Seðlabanka Íslands
Gagnrýnir skarpa hækkun sveiflujöfnunaraukans
Dósent í fjármálum við Háskóla Íslands segir mikla hækkun á eiginfjárkröfum fjármálafyrirtækja ekki vera í samræmi við eigið áhættumat Seðlabankans og úr takti við helstu samanburðarlönd.
Kjarninn 17. október 2021
Búinn að eyða 500 til 600 klukkustundum samhliða fullri dagvinnu í eldgosið
Ljósmyndabókin „Í návígi við eldgos“ inniheldur 100 tilkomumestu og skemmtilegustu myndirnar úr ferðum Daníels Páls Jónssonar að eldgosinu í Fagradalsfjalli. Hann safnar nú fyrir útgáfu hennar.
Kjarninn 17. október 2021
Þótt ferðamenn séu farnir að heimsækja Ísland í meira magni en í fyrra, og störfum í geiranum hafi samhliða fjölgað, er langur vegur að því að ferðaþjónustan skapi jafn mörg störf og hún gerði fyrir heimsfaraldur.
Langtímaatvinnuleysi 143 prósent meira en það var fyrir kórónuveirufaraldur
Þótt almennt atvinnuleysi sé komið niður í sömu hlutfallstölu og fyrir faraldur þá er atvinnuleysið annars konar nú. Þúsundir eru á tímabundnum ráðningastyrkjum og 44 prósent atvinnulausra hafa verið án vinnu í ár eða lengur.
Kjarninn 17. október 2021
Eiríkur Ragnarsson
Af hverju er aldrei neitt til í IKEA?
Kjarninn 17. október 2021
Karl Gauti Hjaltason er oddviti Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
„Það er búið að eyðileggja atkvæðin í þessu kjördæmi“
Atkvæðin í kosningunum í Norðvesturkjördæmi „eru því miður ónýt,“ segir Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi sýslumaður og „vafaþingmaður“ Miðflokksins. „Það getur enginn í raun og veru treyst því að ekki hafi verið átt við þessi atkvæði“.
Kjarninn 17. október 2021
Gabby Petito
Verður morðið á Gabby Petito leyst á TikTok?
Margrét Valdimarsdóttir, doktor í afbrotafræði, segir enga ástæðu til að óttast breyttan veruleika við umfjöllun sakamála en mikilvægt sé að að gera greinarmun á sakamálum sem afþreyingu og lögreglurannsókn.
Kjarninn 17. október 2021
Lars Løkke fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur og formaður í Venstre.
Klækjarefurinn Lars Løkke ekki á förum úr pólitík
Þegar Lars Løkke Rasmussen sagði af sér formennsku í danska Venstre flokknum 2019 töldu margir að dagar hans í stjórnmálum yrðu brátt taldir. Skoðanakannanir benda til annars, nýstofnaður flokkur Lars Løkke nýtur talsverðs fylgis kjósenda.
Kjarninn 17. október 2021
Meira úr sama flokkiErlent