Sjálfstæðisflokkurinn tapar fjórum prósentustigum milli kannana

Vinstri græn og Píratar bæta við sig fylgi milli kannana en Sjálfstæðisflokkurinn missir umtalsvert af þeirri fylgisaukningu sem hann mældist með í mars.

Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Auglýsing

Fylgi Sjálf­stæð­is­flokks­ins mælist 23,5 pró­sent í nýj­ustu könnun MMR. Það hafði rokið upp í síð­ustu könnun á und­an, sem birt var 23. mars, og mæld­ist þá 27,4 pró­sent, sem var mesta fylgi sem flokk­ur­inn hafði mælst með frá því um sum­arið 2017, eða fyrir síð­ustu kosn­ing­ar. 

Þeir flokkar sem bæta mest við sig nú eru Vinstri græn, flokkur Katrínar Jak­obs­dóttur for­sæt­is­ráð­herra, sem mælist með 12,3 pró­sent fylgi og bætir við sig 2,5 pró­sentu­stig­um, og Pírat­ar, sem njóta stuðn­ings 12,2 pró­sent kjós­enda sem er tveimur pró­sentu­stigum meira en þeir mæld­ust með í mar­s. 

Stuðn­ingur við rík­is­stjórn­ina jókst milli mæl­inga um þrjú pró­sentu­stig og er nú 56,2 pró­sent. Alls hefur hann auk­ist um 17,4 pró­sentu­stig frá því í lok febr­ú­ar, þegar sú krísa sem nú stendur yfir vegna útbreiðslu veirunnar sem veldur COVID-19 sjúk­dómnum var ekki hafin að fullu hér­lend­is. 

Auglýsing
Samfylkingin mælist áfram næst stærsti flokkur lands­ins með 14,1 pró­sent fylgi sem er aðeins minna en flokk­ur­inn var með í mars. Mið­flokk­ur­inn, sem mæld­ist með 15,1 pró­sent fylgi í jan­ú­ar, er nú með 10,7 pró­sent sem er undir kjör­fylgi hans. 

Við­reisn stendur nán­ast í stað milli kann­ana og mælist með 9,6 pró­sent fylgi og fylgi Fram­sókn­ar­flokks­ins tekur aðeins við sér en nær samt ein­ungis 8,8 pró­sent­um. Það er tölu­vert frá kjör­fylgi flokks­ins sem fékk 10,7 pró­sent í kosn­ing­unum 2017.

Flokkur fólks­ins er eina stjórn­mála­aflið sem á full­trúa á Alþingi í dag sem mælist ekki inni sem er. Fylgi flokks­ins er nú 3,4 pró­sent sam­kvæmt könnun MMR. Það er sama fylgi og Sós­í­alista­flokkur Íslands mælist með, en hann tapar 1,3 pró­sentu­stigi frá síð­ustu könn­un. 

Könn­unin var fram­kvæmd 3. - 7. apríl 2020 og var heild­ar­fjöldi svar­enda 987 ein­stak­ling­ar, 18 ára og eldri.

Allir rík­is­stjórn­ar­flokk­arnir eru þó enn að mæl­ast undir kjör­fylgi. Sam­an­lagt fengu þeir 52,8 pró­sent atkvæða í kosn­ing­unum í októ­ber 2017 en mæl­ast nú með 44,6 pró­sent fylgi.

Sam­fylk­ing­in, Píratar og Við­reisn mæl­ast hins vegar öll með meira fylgi en þau fengu í síð­ustu kosn­ing­um. Sam­an­lagt nutu þessir þrír flokkar þá stuðn­ings 28 pró­sent kjós­enda en nú segj­ast 35,6 pró­sent þeirra styðja ein­hvern flokk­anna þriggja. 

Mið­flokk­ur­inn er aðeins undir kjör­fylgi – fékk 10,9 pró­sent árið 2017 og mælist nú með 10,7 pró­sent – en stuðn­ingur við Flokk fólks­ins hefur helm­ing­ast. 

Eins og staðan er í dag, sam­kvæmt könnun MMR, eru allar líkur á því að 8,9 pró­sent kjós­enda myndu kjósa flokka sem ólík­legt er að næðu inn manni á þing.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ný útlán banka til fyrirtækja umfram uppgreiðslur voru um átta milljarðar í fyrra
Ný útlán til atvinnufyrirtækja landsins á nýliðnu ári voru innan við tíu prósent þess sem þau voru árið 2019 og 1/27 af því sem þau voru árið 2018.
Kjarninn 24. janúar 2021
Býst við að 19 þúsund manns flytji hingað á næstu fimm árum
Mannfjöldaspá Hagstofu gerir ráð fyrir að fjöldi aðfluttra umfram brottfluttra á næstu fimm árum muni samsvara íbúafjölda Akureyrar.
Kjarninn 24. janúar 2021
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra.
Áfram gakk – En eru allir í takt?
Fulltrúar atvinnulífsins taka vel í skýra stefnumörkun utanríkisráðherra í átt að eflingu utanríkisviðskipta. Þó er kallað eftir heildstæðari mennta- og atvinnustefnu sem væri grundvöllur fjölbreyttara atvinnulífs og öflugri útflutningsgreina.
Kjarninn 24. janúar 2021
Pylsuvagn á Ráðhústorginu árið 1954.
Hundrað ára afmæli Cafe Fodkold
Árið 1921 hafði orðið skyndibiti ekki verið fundið upp. Réttur sem íbúum Kaupmannahafnar stóð þá, í fyrsta sinn, til boða að seðja hungrið með, utandyra standandi upp á endann, varð síðar eins konar þjóðareinkenni Dana. Og heitir pylsa.
Kjarninn 24. janúar 2021
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
„Birtingarmynd af eindæma skilningsleysi stjórnvalda“
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að félags- og barnamálaráðherra hafi tekist að hækka flækjustigið svo mikið varðandi sérstakan styrk til íþrótta- og tómstundastarfs barna frá tekjulágum heimilum að foreldrar geti ekki nýtt sér styrkinn.
Kjarninn 23. janúar 2021
Jón Baldvin Hannibalsson
Fimm hundruð milljarða spurningin – Í næstu kosningum
Kjarninn 23. janúar 2021
Freyja Haraldsdóttir
Baráttunni ekki lokið á meðan fólk gleymist og situr eftir
Freyja Haraldsdóttir segist vera þakklát fyrir að vera bólusett og að heilbrigðisyfirvöld hafi sett hópinn sem hún tilheyrir í forgang. Hún bendir þó á að fatlað fólk með aðstoð heima hafi gleymst í bólusetningarferlinu.
Kjarninn 23. janúar 2021
Húsnæðismarkaðurinn hefur verið á fleygiferð undanfarna mánuði. Ódýrt lánsfjármagn er þar helstu drifkrafturinn.
Bankar lána metupphæðir til húsnæðiskaupa og heimilin yfirgefa verðtrygginguna
Viðskiptabankarnir lánuðu 306 milljarða króna í ný húsnæðislán umfram upp- og umframgreiðslur í fyrra. Fordæmalaus vöxtur var í töku óverðtryggðra lána og heimili landsins greiddu upp meira af verðtryggðum lánum en þau tóku.
Kjarninn 23. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent