Píratar leggja til að launahækkanir þingmanna og ráðherra falli niður

Þingflokkur Pírata vill að 6,3 prósent launahækkun kjörinna fulltrúa og æðstu embættismanna verði endurkölluð. Laun ráðherra hækkuðu um vel yfir hundrað þúsund krónur á mánuði í byrjun árs.

Halldóra Mogensen er formaður þingflokks Pírata.
Halldóra Mogensen er formaður þingflokks Pírata.
Auglýsing

Þing­flokkur Pírata telur óábyrgt að laun þing­manna og ráð­herra hækki undir þeim sögu­legu kring­um­stæðum sem skap­ast hafa vegna útbreiðslu COVID-19. hann leggur því til að launa­hækkun þing­manna og ráð­herra frá 1. jan­úar síð­ast­liðnum falli nið­ur. 

Þetta kemur fram í stöðu­upp­færslu sem birt var á Face­book. Þar segir enn fremur að þing­flokk­ur­inn telji rétt að fyr­ir­hug­aðar lög­bundnar launa­hækk­anir þing­manna og ráð­herra komi ekki til fyrr en að næstu Alþing­is­kosn­ingum aflokn­um. „Þing­flokkur Pírata mun leit­ast eftir sam­ráði og sam­starfi við alla flokka sem sæti eiga á Alþingi um útfærslu á til­lög­un­um.“

Auglýsing
Kjarninn greindi frá því í morgun að laun alþing­is­­manna, ráð­herra, ráðu­­neyt­is­­stjóra og ann­­arra æðstu emb­ætt­is­­manna hefðu hækkað um 6,3 pró­­sent 1. jan­úar síð­­ast­lið­inn. Þetta kom fram í svari fjár­­­mála- og efna­hags­ráðu­­neyt­is­ins við fyr­ir­­spurn Kjarn­ans um mál­ið. 

Laun þing­­manna hækk­uðu við þetta um tæpar 70 þús­und krónur á mán­uði og verða 1.170.569 krónur á mán­uð. Laun for­­sæt­is­ráð­herra hækka um 127 þús­und krónur á mán­uði og verða 2.149.200 krónur á mán­uði og laun ráð­herra munu hækka í 1.941.328 krónur á mán­uði, eða um 115.055 krónur á mán­uði.

Guðni Th. Jóhann­es­­son, for­­seti Íslands, sendi erindi til fjár­­­mála- og efna­hags­ráðu­­neyt­is­ins fyrir skemmstu þar sem hann óskaði eftir því að laun hans myndu ekki hækka í launum í sum­­­ar. Laun hans verða því einnig fryst til 2021, en þau eru 2.985.00 krónur á mán­uði.

Tug­­pró­­senta launa­hækk­­­anir

Kjara­ráð ákvað í októ­ber 2016 að hækka laun for­­­­­­­­seta Íslands, þing­far­­­­­­­­ar­­­­­­­­kaup alþing­is­­­­­­­­manna og laun ráð­herra. Sam­­­­­­­­kvæmt úrskurði kjara­ráðs urðu laun for­­­­­­­­seta Íslands 2.985.000 krónur á mán­uði, þing­far­­­­­­­­ar­­­­­­­­kaup alþing­is­­­­­­­­manna 1.101.194 krónur á mán­uði, laun for­­­­­­­­sæt­is­ráð­herra að með­­­­­­­­­­­­­­­töldu þing­far­­­­­­­­ar­­­­­­­­kaupi varð 2.021.825 krónur á mán­uði og laun ann­­­­­­­­arra ráð­herra að með­­­­­­­­­­­­­­­töldu þing­far­­­­­­­­ar­­­­­­­­kaupi urðu 1.826.273 krónur á mán­uði. Laun þing­­­­­­­­­manna hækk­­­­­­­­­uðu hlut­­­­­­­­­falls­­­­­­­­­lega mest við ákvörðun Kjara­ráðs, eða um 44,3 pró­­­­­­­­­sent.

Auglýsing
Sam­­þykkt var á Alþingi í sum­­­arið 2018 að leggja kjara­ráð nið­­ur. Þess í stað átti að hækka laun í æðstu emb­ætt­is­­manna og kjör­inna full­­trúa í takti við þróun launa­­vísi­­tölu. 

Fyrsta hækk­­unin átti að taka gildi í fyrra­­sumar og taka við af hækkun vísi­­töl­unnar árið 2018. Í tengslum við gerð Lífs­kjara­­samn­ing­anna var ákveðið að fresta þeirri hækkun til 1. jan­úar 2020. 

Frest­uðu síð­­­ari hækkun en ekki þeirri fyrri

Fyrir skemmst var greint frá því að Alþingi hefði sam­­þykkt að lög­­á­kveðin hækkun sem var áætluð 1. júlí 2020 yrði frestað til 1. jan­úar 2021. Þetta var gert vegna yfir­­stand­andi aðstæðna sem rekja má til útbreiðslu veirunnar sem veldur COVID-19 sjúk­­dómnum og þeirra miklu efna­hags­­legu afleið­inga sem hún hefur í för með sér. 

Hún verður í sam­ræmi við hækkun á launa­­vísi­­tölu Hag­­stof­unnar vegna árs­ins 2019. Sú frestun hefur þó, sam­­kvæmt svari ráðu­­neyt­is­ins til Kjarn­ans, engin áhrif á gild­is­­töku launa­hækk­­un­­ar­innar sem frestað var í fyrra.

Atvinn­u­á­­stand án for­­dæma

Sem við­bragð við yfir­­stand­andi efna­hags­­vanda var sam­­þykkt á Alþingi frum­varp sem veitir ein­stak­l­ingum tíma­bundna heim­ild til að semja um lækkað starfs­hlut­­fall við atvinn­u­rek­anda sinn, og nýti sér það að fá hluta­bætur úr Atvinn­u­­leys­is­­trygg­inga­­sjóði. Sam­­kvæmt úrræð­inu, sem gildir sem stendur til 1. júní, get­­ur ­­starfs­­fólk sem er með allt að 700 þús­und krónur í mán­að­­ar­­laun fengið allt að 90 pró­­sent launa sinna á tíma­bil­inu ann­­ars vegar frá vinn­u­veit­anda og hins vegar í formi atvinn­u­­leys­is­­bóta. Þeir sem eru með undir 400 þús­und krónur á mán­uði fá 100 pró­­sent launa sinna. 

Rúm­­lega 31 þús­und manns hafa sótt um úrræðið og stór hluti þess hóps nýtur nú skertra launa­kjara.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lítið eftir af veiðigjöldunum þegar búið er að standa straum af eftirliti og rannsóknum
Heildarútgjöld ríkissjóðs vegna eftirlits og rannsókna vegna fiskveiða og -vinnslu munu líklega nema um 7 milljörðum króna á þessu ári. Árin 2015-2020 voru álögð veiðigjöld að meðaltali 7,4 milljarðar á verðlagi ársins 2020.
Kjarninn 8. mars 2021
Fjöldi fólks sem var á tónleikum í Hörpu á föstudagskvöld verður skimaður í dag.
107 í sóttkví – sjö í einangrun
Á næstu klukkustundum mun það skýrast hvort að tekist hafi að koma í veg fyrir hópsýkingu í kringum tvo einstaklinga sem greindust með veiruna og voru utan sóttkvíar. Nokkrir dagar geta liðið frá smiti og þar til veiran finnst í fólki við sýnatöku.
Kjarninn 8. mars 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Samtal við samfélagið – Skiptir máli hvernig fæðingarorlofi er háttað?
Kjarninn 8. mars 2021
Drífa Snædal, Sonja Ýr Þorbergsdóttir og Þórunn Sveinbjarnardóttir
Leiðréttum skakkt verðmætamat – Greiðum konum mannsæmandi laun
Kjarninn 8. mars 2021
Sólveig Anna Jónsdóttir
8. mars 2021
Kjarninn 8. mars 2021
Einkaneysla Íslendinga í fyrra var mun meiri en helstu greiningaraðilar gerðu ráð fyrir
Sérfræðingar ofmátu samdráttinn
Síðasta ár fór ekki nákvæmlega eins og sérfræðingar þriggja stærstu bankanna, Seðlabankans, Viðskiptaráðs, ASÍ eða ríkisstjórnarinnar spáðu fyrir um í þeim 15 hagspám sem gerðar hafa verið frá síðustu apríllokum.
Kjarninn 8. mars 2021
Kári Jónasson og Skúli Jóhannsson
Hugmynd um sæstreng frá Straumsvík til Suðurnesja endurvakin
Kjarninn 8. mars 2021
Fasteignafélagið Eik tapaði mikið á rekstri hótels 1919, sem er í eigu þess
6 milljarða samdráttur í rekstri fasteignafélaganna
Fasteignafélögin Reitir, Reginn og Eik högnuðust öll á rekstri sínum í fyrra. Þó var hagnaðurinn töluvert minni en á síðasta ári, en samkvæmt félögunum leiddi heimsfaraldurinn til mikils samdráttar í tekjum.
Kjarninn 8. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent