Þorsteinn Víglundsson segir af sér þingmennsku

Varaformaður Viðreisnar hefur tilkynnt forseta Alþingis að hann segi af sér þingmennsku frá 14. apríl næstkomandi til taka að sér „spennandi verkefni á vettvangi atvinnulífsins“.

Þorsteinn Víglundsson.
Þorsteinn Víglundsson.
Auglýsing

Þor­steinn Víglunds­son, þing­maður og vara­for­maður Við­reisn­ar, hefur sagt af sér þing­mennsku frá 14. apríl næst­kom­andi.

Í til­kynn­ingu sem Þor­steinn sendi á fjöl­miðla í morgun segir að hann hafi til­kynnt ­Stein­grími J. Sig­fús­syni, for­seta Alþing­is, um ákvörðun sína síð­degis í gær. „Ég hef að vand­lega íhug­uðu máli sam­þykkt að taka að mér spenn­andi verk­efni á vett­vangi atvinnu­lífs­ins og mun hefja störf síðar í þessum mán­uði. Þá hef ég á sama tíma til­kynnt stjórn Við­reisnar um afsögn mína sem vara­for­maður flokks­ins.“ 

Sæti Þor­steins á þingi tekur fyrsti vara­þing­maður Við­reisnar í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi norð­ur­, Þor­björg Sig­ríður Gunn­laugs­dóttir lög­fræð­ing­ur.

Í til­kynn­ing­unni seg­ist Þor­steinn vera þakk­látur fyrir það traust sem honum hafi verið sýnt á vett­vangi stjórn­mála frá því að hann hóf þátt­töku í þeim fyrir tæpum fjórum árum síð­an. Hann hefur á þeim tíma tví­vegis verið kjör­inn þing­maður Reyk­vík­inga. „Þótt átök ein­kenni gjarnan störf þings­ins í opin­berri umfjöllun er mér efst í huga á þessum tíma­mótum sú dýr­mæta reynsla sem ég hef öðl­ast og góð sam­skipti og vin­skapur við sam­herja jafnt sem póli­tíska and­stæð­inga. Ég kveð með sökn­uði allt það góða fólk sem ég hef ­starfað ­með á Al­þing­i á und­an­förnum árum, bæði þing­menn og ekki síður allt hið hæfi­leik­a­rík­a ­starfs­fólk ­sem starfar fyrir Alþing­i.“

Auglýsing
Þorsteinn seg­ist enn fremur vera stolur að því að hafa tekið þátt í upp­bygg­ingu Við­reisn­ar, sem hefur boðið fram tví­vegis í Alþing­is­kosn­ingum og mælist nú með tæp­lega tíu pró­sent fylgi sam­kvæmt nýj­ustu könn­un­um. „Flokk­ur­inn hefur á fáum árum fest sig í sessi sem öfl­ugur og skýr val­kostur fyrir frjáls­lynt fólk á miðju íslenskra stjórn­mála. Flokk­ur­inn hefur sterka inn­viði og mik­inn fjölda hæfi­leika­fólks. Við­reisn hefur þegar markað sér sess til fram­tíðar í íslenskum stjórn­mál­u­m.  Ég fer frá borði full­viss um að þetta fley mun áfram sigla seglum þönd­um. Við­reisn mun áfram berj­ast fyrir betra mann­lífi og bættum kjörum Íslend­inga og ég hlakka til að fylgj­ast með flokknum af hlið­ar­lín­unn­i.“

Þor­björg Sig­ríð­ur, sem tekur sæti Þor­steins á þingi, var aðstoð­ar­maður hans þegar hann gegndi emb­ætti félags- og jafn­rétt­is­mála­ráð­herra. Hún segir í til­kynn­ingu sem send var til fjöl­miðla í morgun að þing­flokkur Við­reisnar sé skemmti­legur og sterkur hóp­ur, sem henni finn­ist frá­bært að verða núna hluti af. „Auð­vitað er síðan sér­stakt að taka sæti á Alþingi með þau verk­efni sem koma í kjöl­far þess að far­aldur er að breyta heim­in­um. Mér hefur fund­ist sam­staða og sam­kennd ein­kenna fyrstu skref. Og ætla að leggja mitt af mörkum með þessi stef að leið­ar­ljósi og frjáls­lyndar áherslur Við­reisn­ar.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví: Höfum hjakkað í sama farinu
„Á undanförnum árum höfum við verið að hjakka í sama farinu. Við höfum verið að nýta okkur þennan enn eina hvalreka sem ferðaþjónustan hefur verið,“ segir þingmaður Pírata.
Kjarninn 6. júní 2020
Leikhópurinn Lotta: Bakkabræður
Bakkabræður teknir í samfélagssátt
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Bakkabræður í uppsetningu Leikhópsins Lottu.
Kjarninn 6. júní 2020
Heil vika án nýrra smita
Nýgreind smit síðasta sólarhringinn: Núll. Greind smit síðustu sjö sólarhringa: Núll. Í dag eru tímamót í baráttu Íslendinga gegn COVID-19. Í baráttunni gegn litla gaddaboltanum, veirunni sem virðist ekki hafa tekist að finna líkama að sýkja í viku.
Kjarninn 6. júní 2020
Jói Sigurðsson, sem sést hér fyrir miðju á myndinni og Þorgils Sigvaldason, sem stendur lengst til hægri, fengu hugmyndina að CrankWheel árið 2014.
Hafa tekist á við vaxtarverki vegna heimsfaraldursins
CrankWheel er íslenskt nýsköpunarfyrirtæki sem hefur vaxið nokkuð að undanförnu vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins, enda gerir tæknilausn fyrirtækisins sölufólki kleift að leysa störf sín af hendi úr fjarlægð.
Kjarninn 6. júní 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Viðtal við Christof Wehmeier
Kjarninn 6. júní 2020
Víða í Bandaríkjunum standa yfir mótmæli í kjölfar morðsins á George Floyd.
Vöxtur Antifa í Bandaríkjunum andsvar við uppgangi öfgahægrisins
Bandarískir ráðamenn saka Antifa um að bera ábyrgð á því að mótmælin sem nú einkenna bandarískt þjóðlíf hafi brotist út í óeirðir. Trump vill að hreyfingin verði stimpluð sem hryðjuverkasamtök en það gæti reynst erfitt.
Kjarninn 6. júní 2020
Hugmyndir um að hækka vatnsborð Hagavatns með því að stífla útfall þess, Farið, eru ekki nýjar af nálinni.
Ber að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu Hagavatnsvirkjunar
Íslenskri vatnsorku ehf. ber að sögn Orkustofnunar að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu fyrirhugaðrar Hagavatnsvirkjunar í frummatsskýrslu. Þá ber fyrirtækinu einnig að bera saman 9,9 MW virkjun og fyrri áform um stærri virkjanir.
Kjarninn 6. júní 2020
Telur stjórnvöld vinna gegn eigin markmiðum með hagræðingarkröfu á Hafró
Forstjóri Hafrannsóknastofnunar segir að stjórnvöld gangi gegn eigin markmiðum um eflingu haf- og umhverfisrannsókna með því að gera sífellda hagræðingarkröfu á Hafró. Hann segir stofnunina sinna hættulega litlum grunnrannsóknum.
Kjarninn 5. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent