Þorsteinn Víglundsson segir af sér þingmennsku

Varaformaður Viðreisnar hefur tilkynnt forseta Alþingis að hann segi af sér þingmennsku frá 14. apríl næstkomandi til taka að sér „spennandi verkefni á vettvangi atvinnulífsins“.

Þorsteinn Víglundsson.
Þorsteinn Víglundsson.
Auglýsing

Þor­steinn Víglunds­son, þing­maður og vara­for­maður Við­reisn­ar, hefur sagt af sér þing­mennsku frá 14. apríl næst­kom­andi.

Í til­kynn­ingu sem Þor­steinn sendi á fjöl­miðla í morgun segir að hann hafi til­kynnt ­Stein­grími J. Sig­fús­syni, for­seta Alþing­is, um ákvörðun sína síð­degis í gær. „Ég hef að vand­lega íhug­uðu máli sam­þykkt að taka að mér spenn­andi verk­efni á vett­vangi atvinnu­lífs­ins og mun hefja störf síðar í þessum mán­uði. Þá hef ég á sama tíma til­kynnt stjórn Við­reisnar um afsögn mína sem vara­for­maður flokks­ins.“ 

Sæti Þor­steins á þingi tekur fyrsti vara­þing­maður Við­reisnar í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi norð­ur­, Þor­björg Sig­ríður Gunn­laugs­dóttir lög­fræð­ing­ur.

Í til­kynn­ing­unni seg­ist Þor­steinn vera þakk­látur fyrir það traust sem honum hafi verið sýnt á vett­vangi stjórn­mála frá því að hann hóf þátt­töku í þeim fyrir tæpum fjórum árum síð­an. Hann hefur á þeim tíma tví­vegis verið kjör­inn þing­maður Reyk­vík­inga. „Þótt átök ein­kenni gjarnan störf þings­ins í opin­berri umfjöllun er mér efst í huga á þessum tíma­mótum sú dýr­mæta reynsla sem ég hef öðl­ast og góð sam­skipti og vin­skapur við sam­herja jafnt sem póli­tíska and­stæð­inga. Ég kveð með sökn­uði allt það góða fólk sem ég hef ­starfað ­með á Al­þing­i á und­an­förnum árum, bæði þing­menn og ekki síður allt hið hæfi­leik­a­rík­a ­starfs­fólk ­sem starfar fyrir Alþing­i.“

Auglýsing
Þorsteinn seg­ist enn fremur vera stolur að því að hafa tekið þátt í upp­bygg­ingu Við­reisn­ar, sem hefur boðið fram tví­vegis í Alþing­is­kosn­ingum og mælist nú með tæp­lega tíu pró­sent fylgi sam­kvæmt nýj­ustu könn­un­um. „Flokk­ur­inn hefur á fáum árum fest sig í sessi sem öfl­ugur og skýr val­kostur fyrir frjáls­lynt fólk á miðju íslenskra stjórn­mála. Flokk­ur­inn hefur sterka inn­viði og mik­inn fjölda hæfi­leika­fólks. Við­reisn hefur þegar markað sér sess til fram­tíðar í íslenskum stjórn­mál­u­m.  Ég fer frá borði full­viss um að þetta fley mun áfram sigla seglum þönd­um. Við­reisn mun áfram berj­ast fyrir betra mann­lífi og bættum kjörum Íslend­inga og ég hlakka til að fylgj­ast með flokknum af hlið­ar­lín­unn­i.“

Þor­björg Sig­ríð­ur, sem tekur sæti Þor­steins á þingi, var aðstoð­ar­maður hans þegar hann gegndi emb­ætti félags- og jafn­rétt­is­mála­ráð­herra. Hún segir í til­kynn­ingu sem send var til fjöl­miðla í morgun að þing­flokkur Við­reisnar sé skemmti­legur og sterkur hóp­ur, sem henni finn­ist frá­bært að verða núna hluti af. „Auð­vitað er síðan sér­stakt að taka sæti á Alþingi með þau verk­efni sem koma í kjöl­far þess að far­aldur er að breyta heim­in­um. Mér hefur fund­ist sam­staða og sam­kennd ein­kenna fyrstu skref. Og ætla að leggja mitt af mörkum með þessi stef að leið­ar­ljósi og frjáls­lyndar áherslur Við­reisn­ar.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Býst við að 19 þúsund manns flytji hingað á næstu fimm árum
Mannfjöldaspá Hagstofu gerir ráð fyrir að fjöldi aðfluttra umfram brottfluttra á næstu fimm árum muni samsvara íbúafjölda Akureyrar.
Kjarninn 24. janúar 2021
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra.
Áfram gakk – En eru allir í takt?
Fulltrúar atvinnulífsins taka vel í skýra stefnumörkun utanríkisráðherra í átt að eflingu utanríkisviðskipta. Þó er kallað eftir heildstæðari mennta- og atvinnustefnu sem væri grundvöllur fjölbreyttara atvinnulífs og öflugri útflutningsgreina.
Kjarninn 24. janúar 2021
Pylsuvagn á Ráðhústorginu árið 1954.
Hundrað ára afmæli Cafe Fodkold
Árið 1921 hafði orðið skyndibiti ekki verið fundið upp. Réttur sem íbúum Kaupmannahafnar stóð þá, í fyrsta sinn, til boða að seðja hungrið með, utandyra standandi upp á endann, varð síðar eins konar þjóðareinkenni Dana. Og heitir pylsa.
Kjarninn 24. janúar 2021
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
„Birtingarmynd af eindæma skilningsleysi stjórnvalda“
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að félags- og barnamálaráðherra hafi tekist að hækka flækjustigið svo mikið varðandi sérstakan styrk til íþrótta- og tómstundastarfs barna frá tekjulágum heimilum að foreldrar geti ekki nýtt sér styrkinn.
Kjarninn 23. janúar 2021
Jón Baldvin Hannibalsson
Fimm hundruð milljarða spurningin – Í næstu kosningum
Kjarninn 23. janúar 2021
Freyja Haraldsdóttir
Baráttunni ekki lokið á meðan fólk gleymist og situr eftir
Freyja Haraldsdóttir segist vera þakklát fyrir að vera bólusett og að heilbrigðisyfirvöld hafi sett hópinn sem hún tilheyrir í forgang. Hún bendir þó á að fatlað fólk með aðstoð heima hafi gleymst í bólusetningarferlinu.
Kjarninn 23. janúar 2021
Húsnæðismarkaðurinn hefur verið á fleygiferð undanfarna mánuði. Ódýrt lánsfjármagn er þar helstu drifkrafturinn.
Bankar lána metupphæðir til húsnæðiskaupa og heimilin yfirgefa verðtrygginguna
Viðskiptabankarnir lánuðu 306 milljarða króna í ný húsnæðislán umfram upp- og umframgreiðslur í fyrra. Fordæmalaus vöxtur var í töku óverðtryggðra lána og heimili landsins greiddu upp meira af verðtryggðum lánum en þau tóku.
Kjarninn 23. janúar 2021
Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar.
„Mig langar að halda áfram“
Guðmundur Andri Thorsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Samfylkinguna fyrir næstu kosningar.
Kjarninn 23. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent