Guðni: Blessunarlega er vandi Íslendinga ekki eins ærinn og við blasti fyrir áttatíu árum

Forseti Íslands sendir öllu starfsliði utanríkisþjónustu Íslands heillaóskir og þakkir fyrir farsæl störf og giftudrjúg í áranna rás. Utanríkisþjónustan er áttatíu ára í dag.

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.
Auglýsing

Átta­tíu ár eru liðin frá því að Íslend­ingar tóku með­ferð utan­rík­is­mála í eigin hendur og utan­rík­is­mála­deild Stjórn­ar­ráðs­ins var gerð að utan­rík­is­ráðu­neyti. Markar þessi tíma­punktur upp­haf íslensku utan­rík­is­þjón­ust­unn­ar.

Guðni Th. Jóhann­es­son, for­seti Íslands, sendir utan­rík­is- og þró­un­ar­sam­vinnu­ráð­herra og starfs­liði utan­rík­is­þjón­ust­unnar heilla­óskir og þakkir fyrir far­sæl og giftu­drúg störf við til­efnið.

„Hart var í heimi fyrir réttum átta­tíu árum, styrj­öld í Evr­ópu og Dan­mörk her­numin þannig að okkur Íslend­ingum reynd­ist brýn nauð­syn að taka utan­rík­is­mál okkar taf­ar­laust í eigin hend­ur. Vissu­lega höfðum við átt okkar sendi­menn ytra fyrir þessi kafla­skil, gert okkar alþjóða­samn­inga og gætt okkar hags­muna. En til þessa dags, 10. apríl 1940, má með réttu rekja upp­haf íslenskrar utan­rík­is­þjón­ust­u,“ skrifar hann.

Auglýsing

Sam­kennd og sam­staða mun reyn­ast vel í bar­átt­unni við veiruna

Æ síðan hafi full­trúar henn­ar, ráð­herr­ar, sendi­herrar og ann­að ­starfs­fólk, sinnt þörfum Íslands á alþjóða­vett­vangi. Og þar hafi við­fangs­efnin verið fjöl­þætt og af ólíkum toga. Megi þar nefna við­skipti og varnir lands­ins, land­helg­is­mál og þró­un­ar­sam­vinnu. Eins mik­il­væg hafi hún ætíð ver­ið, þjón­usta við Íslend­inga utan land­stein­anna, ekki síst þegar fólk hafi ratað í vand­ræði og þurft aðstoð við lausn sinna mála.

„Dimmt var yfir þjóð­líf­inu 10. apríl 1940. Nú eru einnig blikur á lofti. Bless­un­ar­lega er vandi okkar ekki eins ærinn og við blasti þá, og átti eftir að versna enn frek­ar. Sam­kennd og sam­staða mun reyn­ast vel í bar­áttu okkar við veiruna skæðu sem nú herjar á lands­menn og aðra. Aðdá­un­ar­vert hefur verið að fylgj­ast með borg­ara­þjón­ustu utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins. Starfs­lið hér heima og ytra hefur bjargað mörgum land­anum úr bráðum vand­ræðum eins og ótal dæmi sanna. Órækara dæmi um gildi utan­rík­is­þjón­ust­unnar er vand­fund­ið,“ stendur í bréfi for­set­ans.

Hægt er að lesa kveðju Guðna í heild sinni hér

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Icelandair flutti rúmlega 18 þúsund farþega í júní
Icelandair flutti rúmlega 18 þúsund farþega í júnímánuði, en flutti 553 þúsund farþega í sama mánuði í fyrra. Mun minni samdráttur hefur orðið í fraktflutningum hjá félaginu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Katrín: Ég vonast til þess að við finnum lausn á þessu máli
Forsætisráðherrann hefur tjáð sig um þá ákvörðun Íslenskrar erfðagreiningar að hætta að skima fyrir COVID-19 sjúkdómnum.
Kjarninn 6. júlí 2020
Veirufræðideildin ekki í stakk búin til að taka við fyrr en í lok ágúst
Karl G. Kristinsson, yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítala, segist vonast til þess að Kára Stefánssyni snúist hugur varðandi aðkomu Íslenskrar erfðagreinar að landamæraskimunum. Deildin sé ekki tilbúin til að taka verkefnið að sér strax.
Kjarninn 6. júlí 2020
Kári Stefánsson
Íslensk erfðagreining mun hætta öllum samskiptum við sóttvarnalækni og landlækni
„Okkar skoðun er sú að öll framkoma þín og heilbrigðismálaráðherra gagnvart ÍE í þessu máli hafi markast af virðingarleysi fyrir okkur,“ segir í opnu bréfi Kára Stefánssonar til Katrínar Jakobsdóttur.
Kjarninn 6. júlí 2020
Kjarnafæði og Norðlenska renna saman í eitt eftir tveggja ára viðræður
Norðlenska og Kjarnafæði hafa náð samkomulagi um samruna félaganna tveggja. Hátt í 400 manns vinna hjá þessum fyrirtækjum í dag. Samruninn er háður samþykki Samkeppniseftirlitsins og um 500 bænda, sem eiga Norðlenska í sameiningu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Björn Bjarnason afhendir hér Guðlaugi Þór Þórðarsyni skýrsluna.
Norðurlöndin ættu að móta sameiginlega stefnu gagnvart auknum áhuga Kína
Björn Bjarnason fyrrverandi ráðherra hefur skilað af sér skýrslu um öryggis- og utanríkismál til utanríkisráðherra Norðurlandanna. Þar leggur hann til 14 tillögur um norrænt samstarf til framtíðar.
Kjarninn 6. júlí 2020
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Ferðaþjónustufyrirtæki axli þegar í stað ábyrgð á brotum gegn erlendu starfsfólki
ASÍ kallar eftir því að loforð Lífskjarasamninganna um lagalegar heimildir til refsinga vegna brota á kjarasamningum verði uppfyllt, enda sé ólíðandi að slík brot, sem séu hreinn og klár þjófnaður, viðgangist refsilaust.
Kjarninn 6. júlí 2020
Hundruð vísindamanna segja kórónuveiruna geta borist í lofti
Alþjóða heilbrigðismálastofnunin, WHO, er enn efins um að SARS-CoV-2, veiran sem veldur COVID-19, geti borist í lofti eins og fjölmargir vísindamenn vilja meina. Stofnunin telur rannsóknir sem sýna eiga fram á þetta enn ófullnægjandi.
Kjarninn 6. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent