Kristján Þór ekki talinn vanhæfur í málum sem varða Síldarvinnsluna

Þótt sjávarútvegsráðherra hafi lýst því yfir að hann meti hæfi sitt í málum sem tengjast Samherja, og hann hafi vikið sæti við meðferð slíkra þá er hann talinn hæfur til að fjalla um mál tengd fyrirtæki sem Samherji á 49,9 prósent hlut í.

Kristján Þór Júlíusson er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kristján Þór Júlíusson er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Auglýsing

Það er mat sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráðu­neyt­is­ins að Krist­ján Þór Júl­í­us­son, ráð­herra mála­flokk­anna, sé ekki van­hæfur til með­ferðar mála sem varða Síld­ar­vinnsl­una, sem er í beint og óbeint í 49,9 pró­sent eigu Sam­herja. Einn úrskurður hefur verið kveð­inn upp í máli þar sem Síld­ar­vinnslan var aðili frá því að Krist­ján Þór tók við emb­ætt­inu í lok árs 2017 og varð­aði það veiði­leyf­is­svipt­ing­u. 

Þetta kemur fram í svörum ráðu­neyt­isins við spurn­ingum þriggja nefnd­ar­manna í stjórn­sýslu- og eft­ir­lits­nefnd vegna frum­kvæð­is­at­hug­unar á hæfi Krist­jáns Þórs í ljósi stöðu hans gagn­vart Sam­herj­a. ­Nefnd­ar­menn­irnir þrír eru Þór­hildur Sunna Ævars­dótt­ir, þing­maður Pírata, Guð­mundur Andri Thors­son, þing­maður Sam­fylk­ing­ar, og Andrés Ingi Jóns­son, óháður þing­mað­ur.

Eftir að Krist­ján Þór tók við sem ráð­herra sjáv­ar­út­vegs­mála kom fram gagn­rýni vegna tengsla hans við Sam­herja og Þor­stein Má Bald­vins­son, for­stjóra og eins aðal­eig­anda þess fyr­ir­tæk­is. Krist­ján Þór hafði setið í stjórn Sam­herja, þar af í eitt ár sem stjórn­ar­for­mað­ur, á árunum 1996 til 2000. Hann fór auk þess tví­vegis sem háseti á mak­ríl­veiðar á vegum Sam­herja, ann­ars vegar sum­arið 2010 og hins vegar sum­arið 2012, og þáði laun fyr­ir. Sam­herji styrki einnig fram­boð Krist­jáns Þórs í próf­kjöri innan Sjálf­stæð­is­flokks­ins árin 2007 og 2013. 

Seg­ist ekk­ert hafa fundað með Sam­herj­a­mönnum

Krist­ján Þór birti stöðu­upp­færslu á Face­book 12. des­em­ber 2017 þar sem hann sagði að sér væri „ljúft og skylt að upp­lýsa að við Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja, höfum þekkst síðan við vorum ungir menn“. Þar sagði einnig að hann teldi sig „hæfan til þess að taka ákvarð­anir um mál­efni sem snerta sjáv­ar­út­veg­inn á Íslandi í heild sinni. Komi upp mál sem snerta Sam­herja mun ég að sjálf­sögðu meta hæfi mitt í ljósi fram­an­greinds líkt og allir stjórn­mála­menn þurfa að gera þegar fjöl­skyld­u-, vina- og kunn­ingja­tengsl gætu haft áhrif á afstöðu til ein­stakra mála“.

Auglýsing
Í svörum Krist­jáns Þórs til nefnd­ar­innar seg­ist hann ekki hafa fundað með for­svars­mönnum Sam­herja, setið sam­ráðs­fundi eða átt óform­lega fundi með þeim frá því að hann tók við emb­ætti, hvorki innan né utan ráðu­neyt­is­ins. 

Þegar Krist­ján Þór kom fyrir stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd í jan­úar sagði hann að það væri erfitt að greina á milli þess hvenær maður væri að tala við vin og hvenær maður væri að tala við for­svar­s­­mann fyr­ir­tæk­­is. Þetta væri einn og sami mað­­ur­inn. Þessi orð lét hann falla þegar ráð­herr­ann var spurður út í sím­tal sem hann átti við Þor­­stein Má þegar mál­efni Sam­herja komust í hámæli í fyrra­haust. Það sím­tal, þar sem Krist­ján Þór spurði Þor­­stein Má meðal ann­­ars hvernig hann hefði það, hefur verið harð­­lega gagn­rýnt af mörg­um, meðal ann­­ars af þing­­mönnum stjórn­­­ar­and­­stöð­unn­­ar.

Sam­herji kynnti Síld­ar­vinnsl­una sem hluta af sam­stæð­unni

Hæfi Krist­jáns Þórs kom á ný til umræðu eftir að Sam­herj­a­málið svo­kall­aða var opin­berað í nóv­em­ber þegar Kveik­­­ur, Stund­in, Wiki­leaks og Al Jazeera birtu umfjöllun sína um við­­­skipta­hætti Sam­herja í Namibíu og víðar þar sem fjallað var um meintar mút­­u­greiðsl­­­ur, pen­inga­þvætti og skatta­snið­­­göng­u. 

Þor­steinn Már sagði af sér tíma­bundið sem for­stjóri í kjöl­far þeirrar umfjöll­un­ar, en hann tók aftur við því starfi fyrir skemmst­u. 

Greint var frá því 20. des­em­ber síð­­ast­lið­inn að Krist­ján Þór hefði ákveðið á grund­velli stjórn­sýslu­laga að víkja sæti við með­­­­­ferð og töku ákvarð­ana í fjórum stjórn­­­­­sýslu­kærum tengdum Sam­herja. Það gerði hann, að eigin sögn vegna þess að það skipti ekki síst máli að sá sem taki ákvörð­un í mál­unum líti á sitt hæfi heldur líka hvernig hún muni horfa við borg­­ur­un­­um.

Í Sam­herj­a­skjöl­un­um, sem Wiki­leaks birti sam­hliða umfjöllun áður­nefndra fjöl­miðla, voru líka upp­lýs­ingar um Síld­ar­vinnsl­una. Sam­herji á, beint og óbeint, 49,9 pró­sent hlut í Síld­ar­vinnsl­unni en sam­kvæmt lögum þarf sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki að eiga yfir 50 pró­sent í öðru slíku til að þau telj­ist tengd. Þor­steinn Már var stjórn­ar­for­maður Síld­ar­vinnsl­unnar um ára­bil, en sagði af sér eftir að Sam­herj­a­málið kom upp seint á síð­asta ári. 

Í skjöl­unum kom fram að fyrr­ver­andi for­­stjóri Síld­­ar­vinnsl­unnar og fram­­kvæmda­­stjóri við­­skipta­­þró­unar voru að kynna Síld­­ar­vinnsl­una sem upp­­­sjá­v­­­ar­hluta Sam­herja á fundum erlendis á árunum 2011 og 2012. 

Væru þessi tvö fyr­ir­tæki, og önnur sem halda á kvóta og eru í þeirra eigu, skil­­greind sem tengd þá væri sam­an­lögð  afla­hlut­­­deild þeirra um 16,6 pró­­­sent sam­­kvæmt tölum frá því í sept­­em­ber, eða langt yfir lög­­bundnu tólf pró­sent hámarki, sem var sett til að koma í veg fyrir að of mikið af afla­heim­ildum myndi safn­­ast á fárra hend­­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent