Kristján Þór ekki talinn vanhæfur í málum sem varða Síldarvinnsluna

Þótt sjávarútvegsráðherra hafi lýst því yfir að hann meti hæfi sitt í málum sem tengjast Samherja, og hann hafi vikið sæti við meðferð slíkra þá er hann talinn hæfur til að fjalla um mál tengd fyrirtæki sem Samherji á 49,9 prósent hlut í.

Kristján Þór Júlíusson er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kristján Þór Júlíusson er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Auglýsing

Það er mat sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráðu­neyt­is­ins að Krist­ján Þór Júl­í­us­son, ráð­herra mála­flokk­anna, sé ekki van­hæfur til með­ferðar mála sem varða Síld­ar­vinnsl­una, sem er í beint og óbeint í 49,9 pró­sent eigu Sam­herja. Einn úrskurður hefur verið kveð­inn upp í máli þar sem Síld­ar­vinnslan var aðili frá því að Krist­ján Þór tók við emb­ætt­inu í lok árs 2017 og varð­aði það veiði­leyf­is­svipt­ing­u. 

Þetta kemur fram í svörum ráðu­neyt­isins við spurn­ingum þriggja nefnd­ar­manna í stjórn­sýslu- og eft­ir­lits­nefnd vegna frum­kvæð­is­at­hug­unar á hæfi Krist­jáns Þórs í ljósi stöðu hans gagn­vart Sam­herj­a. ­Nefnd­ar­menn­irnir þrír eru Þór­hildur Sunna Ævars­dótt­ir, þing­maður Pírata, Guð­mundur Andri Thors­son, þing­maður Sam­fylk­ing­ar, og Andrés Ingi Jóns­son, óháður þing­mað­ur.

Eftir að Krist­ján Þór tók við sem ráð­herra sjáv­ar­út­vegs­mála kom fram gagn­rýni vegna tengsla hans við Sam­herja og Þor­stein Má Bald­vins­son, for­stjóra og eins aðal­eig­anda þess fyr­ir­tæk­is. Krist­ján Þór hafði setið í stjórn Sam­herja, þar af í eitt ár sem stjórn­ar­for­mað­ur, á árunum 1996 til 2000. Hann fór auk þess tví­vegis sem háseti á mak­ríl­veiðar á vegum Sam­herja, ann­ars vegar sum­arið 2010 og hins vegar sum­arið 2012, og þáði laun fyr­ir. Sam­herji styrki einnig fram­boð Krist­jáns Þórs í próf­kjöri innan Sjálf­stæð­is­flokks­ins árin 2007 og 2013. 

Seg­ist ekk­ert hafa fundað með Sam­herj­a­mönnum

Krist­ján Þór birti stöðu­upp­færslu á Face­book 12. des­em­ber 2017 þar sem hann sagði að sér væri „ljúft og skylt að upp­lýsa að við Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja, höfum þekkst síðan við vorum ungir menn“. Þar sagði einnig að hann teldi sig „hæfan til þess að taka ákvarð­anir um mál­efni sem snerta sjáv­ar­út­veg­inn á Íslandi í heild sinni. Komi upp mál sem snerta Sam­herja mun ég að sjálf­sögðu meta hæfi mitt í ljósi fram­an­greinds líkt og allir stjórn­mála­menn þurfa að gera þegar fjöl­skyld­u-, vina- og kunn­ingja­tengsl gætu haft áhrif á afstöðu til ein­stakra mála“.

Auglýsing
Í svörum Krist­jáns Þórs til nefnd­ar­innar seg­ist hann ekki hafa fundað með for­svars­mönnum Sam­herja, setið sam­ráðs­fundi eða átt óform­lega fundi með þeim frá því að hann tók við emb­ætti, hvorki innan né utan ráðu­neyt­is­ins. 

Þegar Krist­ján Þór kom fyrir stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd í jan­úar sagði hann að það væri erfitt að greina á milli þess hvenær maður væri að tala við vin og hvenær maður væri að tala við for­svar­s­­mann fyr­ir­tæk­­is. Þetta væri einn og sami mað­­ur­inn. Þessi orð lét hann falla þegar ráð­herr­ann var spurður út í sím­tal sem hann átti við Þor­­stein Má þegar mál­efni Sam­herja komust í hámæli í fyrra­haust. Það sím­tal, þar sem Krist­ján Þór spurði Þor­­stein Má meðal ann­­ars hvernig hann hefði það, hefur verið harð­­lega gagn­rýnt af mörg­um, meðal ann­­ars af þing­­mönnum stjórn­­­ar­and­­stöð­unn­­ar.

Sam­herji kynnti Síld­ar­vinnsl­una sem hluta af sam­stæð­unni

Hæfi Krist­jáns Þórs kom á ný til umræðu eftir að Sam­herj­a­málið svo­kall­aða var opin­berað í nóv­em­ber þegar Kveik­­­ur, Stund­in, Wiki­leaks og Al Jazeera birtu umfjöllun sína um við­­­skipta­hætti Sam­herja í Namibíu og víðar þar sem fjallað var um meintar mút­­u­greiðsl­­­ur, pen­inga­þvætti og skatta­snið­­­göng­u. 

Þor­steinn Már sagði af sér tíma­bundið sem for­stjóri í kjöl­far þeirrar umfjöll­un­ar, en hann tók aftur við því starfi fyrir skemmst­u. 

Greint var frá því 20. des­em­ber síð­­ast­lið­inn að Krist­ján Þór hefði ákveðið á grund­velli stjórn­sýslu­laga að víkja sæti við með­­­­­ferð og töku ákvarð­ana í fjórum stjórn­­­­­sýslu­kærum tengdum Sam­herja. Það gerði hann, að eigin sögn vegna þess að það skipti ekki síst máli að sá sem taki ákvörð­un í mál­unum líti á sitt hæfi heldur líka hvernig hún muni horfa við borg­­ur­un­­um.

Í Sam­herj­a­skjöl­un­um, sem Wiki­leaks birti sam­hliða umfjöllun áður­nefndra fjöl­miðla, voru líka upp­lýs­ingar um Síld­ar­vinnsl­una. Sam­herji á, beint og óbeint, 49,9 pró­sent hlut í Síld­ar­vinnsl­unni en sam­kvæmt lögum þarf sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki að eiga yfir 50 pró­sent í öðru slíku til að þau telj­ist tengd. Þor­steinn Már var stjórn­ar­for­maður Síld­ar­vinnsl­unnar um ára­bil, en sagði af sér eftir að Sam­herj­a­málið kom upp seint á síð­asta ári. 

Í skjöl­unum kom fram að fyrr­ver­andi for­­stjóri Síld­­ar­vinnsl­unnar og fram­­kvæmda­­stjóri við­­skipta­­þró­unar voru að kynna Síld­­ar­vinnsl­una sem upp­­­sjá­v­­­ar­hluta Sam­herja á fundum erlendis á árunum 2011 og 2012. 

Væru þessi tvö fyr­ir­tæki, og önnur sem halda á kvóta og eru í þeirra eigu, skil­­greind sem tengd þá væri sam­an­lögð  afla­hlut­­­deild þeirra um 16,6 pró­­­sent sam­­kvæmt tölum frá því í sept­­em­ber, eða langt yfir lög­­bundnu tólf pró­sent hámarki, sem var sett til að koma í veg fyrir að of mikið af afla­heim­ildum myndi safn­­ast á fárra hend­­ur.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Icelandair Group er efst á lista, enda með meira en eitt og hálft prósent íslenska vinnumarkaðarins í hlutastarfi í mars og apríl.
Fyrirtækin sem fengu mest út úr hlutabótaleiðinni í mars og apríl
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um hlutabótaleiðina má finna niðurbrot á því hversu mikið fé rann frá Vinnumálastofnun til starfsmanna fyrirtækja sem nýttu hlutabótaleiðina í mars og apríl. Kjarninn tók það helsta saman.
Kjarninn 28. maí 2020
Samkeppniseftirlitið sektar Símann um 500 milljónir
Samkvæmt Samkeppniseftirlitinu hefur Síminn brotið gegn skilyrðum í sáttum sem fyrirtækið hefur á undanförnum árum gert við eftirlitið. Það telur að brotin séu alvarleg og sektar Símann vegna þessa um 500 milljónir króna. Síminn ætlar að áfrýja.
Kjarninn 28. maí 2020
Skúli Eggert Þórðarson er ríkisendurskoðandi.
Talin hafa breytt launaseðlum til að ná hærri greiðslum úr ríkissjóði vegna hlutabótaleiðar
Ríkisendurskoðun telur að leiða megi líkum að því að ákveðinn hópur sem nýtti sér hlutabótaleiðina hafi breytt áður uppgefnum launum til hækkunar svo þeir myndu fá hærri greiðslur úr ríkissjóði. Hækkunin í heild nemur 114 milljónum króna.
Kjarninn 28. maí 2020
Oddný G. Harðardóttir vill að uppsagnarstyrkjum verði breytt.
Vill banna þeim sem átt hafa í fjárhagslegum tengslum við skattaskjól að fá uppsagnarstyrk
Oddný G. Harðardóttir hefur lagt fram breytingartillögu við frumvarp um stuðning úr ríkissjóði vegna greiðslu launakostnaðar í uppsagnarfresti. Kallar eftir aðgerðum fyrirtækja í loftslagsmálum, endurgreiðslu styrkja og þaki á laun stjórnenda.
Kjarninn 28. maí 2020
Svört skýrsla um hlutabótaleiðina sýnir grun um misnotkun
Ríkisendurskoðun gagnrýnir framkvæmd hlutabótaleiðarinnar harðlega í skýrslu sem hún hefur unnið. Of margir sem áttu ekki í bráðum rekstrarvanda hafi nýtt sér hana til að sækja fjármuni í ríkissjóð og misbrestur hafi verið á eftirliti.
Kjarninn 28. maí 2020
Smári McCarthy, þingmaður Pírata.
Hægt sé að lesa á milli línanna og sjá hvaða fyrirtæki uppsagnarstyrkir séu hugsaðir fyrir
Þingmaður Pírata telur líklegt að sagan muni dæma frumvarp um að greiða 27 milljarða króna í styrkti til fyrirtækja til að hjálpa þeim að segja upp fólki, sem mistök. Stöðugleika þorra launamanna sé fórnað fyrir hagsmuni nokkurra fyrirtækjaeigenda.
Kjarninn 28. maí 2020
Framhaldsskólinn var styttur úr fjórum árum í þrjú.
Vísbendingar um lægri meðaleinkunn í HÍ eftir styttingu framhaldsskólanáms
Andlegri heilsu nemenda, aðallega stúlkna, hefur hrakað frá því að framhaldsskólanámið var stytt um eitt ár. Sú þróun hófst þó talsvert fyrr en námstímanum var breytt, segir í skýrslu menntamálaráðherra um áhrif styttingarinnar á ýmsa þætti.
Kjarninn 28. maí 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Apple gleraugu á leiðinni
Kjarninn 28. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent