Ísfélagið segir gagnrýni ráðamanna á útgerðirnar ekki hafa haft „nein áhrif“

Stjórnarformaður Ísfélags Vestmannaeyja segir að aðaleigandi félagsins hafi verið búin að óska eftir því að hætt yrði við milljarða króna málshöfðun gegn íslenska ríkinu áður en að leiðtogar ríkisstjórnarinnar gagnrýndu þær útgerðir sem stóðu að málinu.

Guðbjörg Matthíasdóttir er aðaleigandi Ísfélags Vestmannaeyja.
Guðbjörg Matthíasdóttir er aðaleigandi Ísfélags Vestmannaeyja.
Auglýsing

Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, stjórnarformaður Ísfélags Vestmannaeyja, segir að hvöss gagnrýni á Alþingi gagnvart þeim útgerðum sem stefndu íslenska ríkinu og kröfðust 10,2 milljarða króna vegna úthlutunar á makrílkvóta hafi ekki haft nein áhrif á ákvörðun Ísfélagsins að hætta við stefnu sína. Hann segir að Guðbjörg Matthíasdóttir, aðaleigandi Ísfélagsins, hafi þegar verið búin að beina þeirri ósk til stjórnar félagsins að hætta við málshöfðunina og að stjórnin hafi samþykkt það á þriðjudag. Sama dag hafi hann greint einum ráðherra í ríkisstjórninni frá þeirri ákvörðun. 

Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag

Fimm þeirra sjö útgerða sem stefnt höfðu íslenska ríkinu í málinu tilkynntu síðdegis í gær að þær hefði fallið frá málsókninni. 

Fyr­ir­tækin sem um ræðir eru Eskja, Gjög­ur, Ísfé­lag Vest­manna­eyja, Loðnu­vinnslan og Skinn­ey-­Þinga­nes. Sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæk­in Hug­inn og Vinnslu­­­stöðin skrifuðu ekki undir til­kynn­ing­una.  

Auglýsing
Í Morgunblaðinu er einnig rætt við Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, sem segir að til standi að halda stjórnarfund í dag og fara yfir málið. Degi áður hafði hann sagt við sama blað að útgerð­irnar sem um ræðir hefðu verið beittar rang­indum og að þær, sem væru frum­kvöðlar í mak­ríl­veið­um, gætu ekki verið söku­dólgar í mál­inu. Þær hafi átt „lög­boð­inn rétt“ til þess kvóta sem þær fengu ekki. 

Hörð gagnrýni á Alþingi

Kjarn­inn greindi frá því um helg­ina að útgerðirnar sjö væru að krefjast 10,2 milljarða króna úr ríkissjóði í málinu auk hæstu mögulegu vaxta. Lang­hæsta krafan var frá Ísfé­lagi Vest­­manna­eyja, sem krafð­ist tæp­­lega 3,9 millj­­arða króna auk vaxta úr rík­­is­­sjóði. 

Eskja krafð­ist þess að fá rúm­­lega tvo millj­­arða króna í bæt­­ur, Loðn­u­vinnslan og Skinn­ey-­­Þinga­­nes vildu rúman millj­­arð króna og Vinnslu­­stöðin í Vest­­manna­eyjum krefst þess að fá tæpan millj­­arð króna auk vaxta. Hug­inn vill fá 839 millj­­ónir króna og Gjög­­ur, sem er næst stærsti eig­andi Síld­­ar­vinnsl­unnar (Sam­herji er stærsti eig­and­inn) krafð­ist 364 millj­­óna króna. Í stefnu Gjög­­urs var einnig kraf­ist bóta vegna kostn­aðar við að leigja afla­heim­ild­ir á ár­un­um 2015 til 2018.

Katrín Jak­obs­dóttir for­­­sæt­is­ráð­herra flutti munn­­­lega skýrslu um áhrif COVID-19 far­ald­­­ur­s­ins og um við­brögð stjórn­­­­­valda við þeim áhrifum á Alþingi á þriðjudag. Þar gerði hún kröfu útgerð­anna að umtals­efni. „Ég vil segja það að hér að ég hef verið gríð­­­ar­­­lega ánægð með þá sam­­­stöðu sem maður hefur skynjað í sam­­­fé­lag­inu í því að takast á við veiruna. Bæði fyr­ir­tæki og fólk hafa þar sýnt mikla ábyrgð. Flokkar á Alþingi hafa sýnt mikla ábyrgð. Þetta er dýr­­­mætt. En þá verður maður líka reiður þegar fyr­ir­tæki í sjá­v­­­­ar­út­­­­­vegi gera kröfu á ríkið upp á ríf­­­lega tíu millj­­­arða vegna mak­rílút­­­hlut­un­­­ar.“ 

Katrín sagði þetta ekki góða leið til að efla sam­­­stöðu í sam­­­fé­lag­inu. „Það er ekki góð leið til að vera á sama báti í gegnum þetta ferða­lag sem við erum stödd í. Þó ég telji að ríkið hafi góðan mál­­­stað í þessu máli þá finnst mér eðli­­­legt að þessi fyr­ir­tæki íhugi það að draga þessar kröfur á til baka. Nú reynir nefn­i­­­lega á ábyrgð okkar allra.“

Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra bætti við á sama vettvangi að ef svo ólík­­­lega færi að ríkið myndi tapa mál­inu þá væri það ein­falt mál í hans huga að reikn­ing­­­ur­inn vegna þess yrði ekki sendur á skatt­greið­end­­­ur. „Reikn­ing­­­ur­inn vegna þess verður þá að koma frá grein­inni. Það er bara svo ein­falt,“ sagði hann. 

„Nú verða allir að leggja lóð á vogaskálarnar“

Í tilkynningu útgerðanna fimm sem hættu við málsókn í gær sagði að áhrif heims­far­ald­urs kór­ónu­veirunnar muni hafa víð­tæk áhrif á rík­is­sjóð og allt íslenskt sam­fé­lag. „Fyrir end­ann á því verður ekki enn séð, því mið­ur. Það er hins vegar á svona stundum sem styrkleikar íslensks sam­fé­lags koma vel í ljós. Víð­tæk sam­staða og bar­áttu­hugur hafa ein­kennt sam­fé­lagið síð­ustu vikur og mán­uði. Nú verða allir að leggja lóð á vog­ar­skál­ar. Af þessum sökum hafa und­ir­rituð fimm sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki tekið þá ákvörðun að falla frá kröfum á hendur íslenska rík­inu vegna ágrein­ings um úthlutun afla­heim­ilda í mak­ríl.“

Tilkynningin var send út af Sigurbirni Magnússyni lögmanni, sem er einnig stjórnarformaður Árvakurs og faðir Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra. Ísfélagið og tengd félög eru stærstu einstöku eigendur Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur.
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar
Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.
Kjarninn 8. maí 2021
Nornahár og nornatár
Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá fimmti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.
Kjarninn 8. maí 2021
Þögnin rofin á ný
Hundruð íslenskra kvenna hafa í vikunni stigið fram opinberlega með sínar erfiðustu minningar, í kjölfar þess að stuðningsbylgja reis upp með þjóðþekktum manni sem tvær konur segja að brotið hafi á sér. Lærði samfélagið lítið af fyrri #metoo-bylgjunni?
Kjarninn 8. maí 2021
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka.
Arion banki að ná markmiðum sínum og ætlar að dæla fé til hluthafa á næstu árum
Umfram eigið fé Arion banka var 41 milljarður króna í lok mars síðastliðins. Bankinn ætlar að greiða hluthöfum sínum út um 50 milljarða króna á næstu árum. Hann hefur nú náð markmiði sínu um arðsemi tvo ársfjórðunga í röð.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent