Ísfélagið segir gagnrýni ráðamanna á útgerðirnar ekki hafa haft „nein áhrif“

Stjórnarformaður Ísfélags Vestmannaeyja segir að aðaleigandi félagsins hafi verið búin að óska eftir því að hætt yrði við milljarða króna málshöfðun gegn íslenska ríkinu áður en að leiðtogar ríkisstjórnarinnar gagnrýndu þær útgerðir sem stóðu að málinu.

Guðbjörg Matthíasdóttir er aðaleigandi Ísfélags Vestmannaeyja.
Guðbjörg Matthíasdóttir er aðaleigandi Ísfélags Vestmannaeyja.
Auglýsing

Gunn­laugur Sævar Gunn­laugs­son, stjórn­ar­for­maður Ísfé­lags Vest­manna­eyja, segir að hvöss gagn­rýni á Alþingi gagn­vart þeim útgerðum sem stefndu íslenska rík­inu og kröfð­ust 10,2 millj­arða króna vegna úthlut­unar á mak­ríl­kvóta hafi ekki haft nein áhrif á ákvörðun Ísfé­lags­ins að hætta við stefnu sína. Hann segir að Guð­björg Matth­í­as­dótt­ir, aðal­eig­andi Ísfé­lags­ins, hafi þegar verið búin að beina þeirri ósk til stjórnar félags­ins að hætta við máls­höfð­un­ina og að stjórnin hafi sam­þykkt það á þriðju­dag. Sama dag hafi hann greint einum ráð­herra í rík­is­stjórn­inni frá þeirri ákvörð­un. 

Frá þessu er greint í Morg­un­blað­inu í dag

Fimm þeirra sjö útgerða sem stefnt höfðu íslenska rík­inu í mál­inu til­kynntu síð­degis í gær að þær hefði fallið frá mál­sókn­inn­i. 

Fyr­ir­tækin sem um ræðir eru Eskja, Gjög­­ur, Ísfé­lag Vest­­manna­eyja, Loðn­u­vinnslan og Skinn­ey-­­Þinga­­nes. Sjá­v­­­ar­út­­­vegs­­fyr­ir­tæk­in Hug­inn og Vinnslu­­­­stöðin skrif­uðu ekki undir til­­kynn­ing­una.  

Auglýsing
Í Morg­un­blað­inu er einnig rætt við Sig­ur­geir Brynjar Krist­geirs­son, fram­kvæmda­stjóri Vinnslu­stöðv­ar­inn­ar, sem segir að til standi að halda stjórn­ar­fund í dag og fara yfir mál­ið. Degi áður hafði hann sagt við sama blað að útgerð­­irnar sem um ræðir hefðu verið beittar rang­indum og að þær, sem væru frum­­kvöðlar í mak­ríl­veið­um, gætu ekki verið söku­dólgar í mál­inu. Þær hafi átt „lög­­boð­inn rétt“ til þess kvóta sem þær fengu ekki. 

Hörð gagn­rýni á Alþingi

Kjarn­inn greindi frá því um helg­ina að útgerð­irnar sjö væru að krefj­ast 10,2 millj­arða króna úr rík­is­sjóði í mál­inu auk hæstu mögu­legu vaxta. Lang­hæsta krafan var frá Ísfé­lagi Vest­­­manna­eyja, sem krafð­ist tæp­­­lega 3,9 millj­­­arða króna auk vaxta úr rík­­­is­­­sjóð­i. 

Eskja krafð­ist þess að fá rúm­­­lega tvo millj­­­arða króna í bæt­­­ur, Loðn­­u­vinnslan og Skinn­ey-­­­Þinga­­­nes vildu rúman millj­­­arð króna og Vinnslu­­­stöðin í Vest­­­manna­eyjum krefst þess að fá tæpan millj­­­arð króna auk vaxta. Hug­inn vill fá 839 millj­­­ónir króna og Gjög­­­ur, sem er næst stærsti eig­andi Síld­­­ar­vinnsl­unnar (Sam­herji er stærsti eig­and­inn) krafð­ist 364 millj­­­óna króna. Í stefnu Gjög­­­urs var einnig kraf­ist bóta vegna kostn­aðar við að leigja afla­heim­ild­ir á ár­un­um 2015 til 2018.

Katrín Jak­obs­dóttir for­­­­sæt­is­ráð­herra flutti munn­­­­lega skýrslu um áhrif COVID-19 far­ald­­­­ur­s­ins og um við­brögð stjórn­­­­­­­valda við þeim áhrifum á Alþingi á þriðju­dag. Þar gerði hún kröfu útgerð­anna að umtals­efni. „Ég vil segja það að hér að ég hef verið gríð­­­­ar­­­­lega ánægð með þá sam­­­­stöðu sem maður hefur skynjað í sam­­­­fé­lag­inu í því að takast á við veiruna. Bæði fyr­ir­tæki og fólk hafa þar sýnt mikla ábyrgð. Flokkar á Alþingi hafa sýnt mikla ábyrgð. Þetta er dýr­­­­mætt. En þá verður maður líka reiður þegar fyr­ir­tæki í sjá­v­­­­­ar­út­­­­­­­vegi gera kröfu á ríkið upp á ríf­­­­lega tíu millj­­­­arða vegna mak­rílút­­­­hlut­un­­­­ar.“ 

Katrín sagði þetta ekki góða leið til að efla sam­­­­stöðu í sam­­­­fé­lag­inu. „Það er ekki góð leið til að vera á sama báti í gegnum þetta ferða­lag sem við erum stödd í. Þó ég telji að ríkið hafi góðan mál­­­­stað í þessu máli þá finnst mér eðli­­­­legt að þessi fyr­ir­tæki íhugi það að draga þessar kröfur á til baka. Nú reynir nefn­i­­­­lega á ábyrgð okkar allra.“

Bjarni Bene­dikts­­son fjár­­­mála- og efna­hags­ráð­herra bætti við á sama vett­vangi að ef svo ólík­­­­­lega færi að ríkið myndi tapa mál­inu þá væri það ein­falt mál í hans huga að reikn­ing­­­­ur­inn vegna þess yrði ekki sendur á skatt­greið­end­­­­ur. „Reikn­ing­­­­ur­inn vegna þess verður þá að koma frá grein­inni. Það er bara svo ein­falt,“ sagði hann. 

„Nú verða allir að leggja lóð á voga­skál­arn­ar“

Í til­kynn­ingu útgerð­anna fimm sem hættu við mál­sókn í gær sagði að áhrif heims­far­ald­­urs kór­ón­u­veirunnar muni hafa víð­tæk áhrif á rík­­is­­sjóð og allt íslenskt sam­­fé­lag. „Fyrir end­ann á því verður ekki enn séð, því mið­­ur. Það er hins vegar á svona stundum sem styrk­leikar íslensks sam­­fé­lags koma vel í ljós. Víð­tæk sam­­staða og bar­átt­u­hugur hafa ein­­kennt sam­­fé­lagið síð­­­ustu vikur og mán­uði. Nú verða allir að leggja lóð á vog­­ar­­skál­­ar. Af þessum sökum hafa und­ir­­rituð fimm sjá­v­­­ar­út­­­vegs­­fyr­ir­tæki tekið þá ákvörðun að falla frá kröfum á hendur íslenska rík­­inu vegna ágrein­ings um úthlutun afla­heim­ilda í mak­ríl.“

Til­kynn­ingin var send út af Sig­ur­birni Magn­ús­syni lög­manni, sem er einnig stjórn­ar­for­maður Árvak­urs og faðir Áslaugar Örnu Sig­ur­björns­dóttur dóms­mála­ráð­herra. Ísfé­lagið og tengd félög eru stærstu ein­stöku eig­endur Árvak­urs, útgáfu­fé­lags Morg­un­blaðs­ins.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eyþór Arnalds var oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Félag Eyþórs hagnaðist um 388,4 milljónir vegna afskriftar á láni frá Samherja
Eigið fé félags Eyþórs Arnalds fór úr því að vera neikvætt um 305 milljónir í að vera jákvætt um 83,9 milljónir í fyrra. Félag í eigu Samherja afskrifaði seljendalán sem veitt var vegna kaupa í útgáfufélagi Morgunblaðsins.
Kjarninn 4. október 2022
Neyðarúrræði en ekki neyðarástand
Fjöldahjálparstöð fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd hefur verið opnuð í skrifstofuhúsnæði í Borgartúni þar sem Vegagerðin var áður til húsa. Hægt verður að taka á móti 150 manns að hámarki og miðað er við að fólk dvelji ekki lengur en þrjár nætur.
Kjarninn 4. október 2022
Örn Bárður Jónsson
Um skjálífi og skjána
Kjarninn 4. október 2022
Þrjú félög voru skráð á markað í sumar. Þeirra stærst er Alvotech, sem var skráð á First North markaðinn í júní. Hér sést Róbert Wessman, stofnandi og stjórnarformaður félagsins, hringja inn fyrstu viðskipti með bréfin.
Virði skráðra félaga í Kauphöllinni lækkað um 254 milljarða króna á tveimur mánuðum
Það sem af er ári hefur Úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækkað um 28,3 prósent. Hún hækkaði um rúmlega 20 prósent árið 2020 og 33 prósent í fyrra. Leiðrétting er að eiga sér stað á virði skráðra félaga.
Kjarninn 4. október 2022
Steingrímur J. Sigfússon
Einu sinni var Póstur og Sími
Kjarninn 4. október 2022
Svandís Svavarsdóttir er matvælaráðherra og fer með málefni sjávarútvegs.
Svandís boðar frumvarp um tengda aðila í sjávarútvegi á næsta ári
Samkvæmt lögum mega tengdir aðilar í sjávarútvegi ekki halda á meira en tólf prósent af úthlutuðum kvóta á hverjum tíma. Skiptar skoðanir eru um hvort mikil samþjöppun í sjávarútvegi sé í samræmi við þetta þak.
Kjarninn 4. október 2022
Ein orðan sem Plaun skartaði, en hún reyndist eftirlíking.
Tvöfaldur í roðinu
Hugo Plaun hefur lengi verið ein helsta stríðshetja Dana, og var vel skreyttur hermaður sem hitti fyrirmenni og sagði ótrúlegar sögur sínar víða. Fyrir nokkrum árum kom í ljós að Plaun laug öllu saman.
Kjarninn 4. október 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Tvöfaldur í roðinu
Kjarninn 4. október 2022
Meira úr sama flokkiInnlent