„Það sem ég er orðinn leiður á að ræða þetta mál hér í þingsal“

Fjármála- og efnahagsráðherra telur einkennilegt að þingmenn geti ekki komist að samkomulagi varðandi fyrirkomulag um laun og launahækkanir þingmanna og ráðherra. Hann segir að til greina komi að frysta laun þeirra vegna ástandsins í samfélaginu.

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra.
Auglýsing

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, segir það koma til greina að æðstu emb­ætt­is­menn rík­is­ins taki á sig launa­skerð­ingu við þær aðstæður sem nú eru uppi. Þetta kom fram í svari hans í óund­ir­búnum fyr­ir­spurna­tíma á Alþingi í dag.

Hall­dóra Mog­en­sen, þing­flokks­for­maður Pírata, spurði Bjarna hvort ekki væri eðli­leg og sjálf­sögð krafa að falla frá launa­hækk­unum þing­manna og ráð­herra eins og staðan væri í dag.

Fram kom í fréttum í byrjun apríl að laun alþing­is­­manna, ráð­herra, ráðu­­neyt­is­­stjóra og ann­­arra æðstu emb­ætt­is­­manna hefðu hækkað um 6,3 pró­­sent frá 1. jan­úar síð­­ast­liðn­­­um.

Auglýsing

Bjarni svar­aði Hall­dóru og sagði að ekki væri verið að taka neina ákvörðun um launa­hækk­anir þing­manna og ráð­herra núna. „Al­þingi hins vegar tók ákvörðun fyrir bráðum ári síðan að fresta launa­hækkun sem átti að koma til fram­kvæmda um mitt síð­asta sumar til ára­móta. Og í lögum stendur að laun þeirra sem hátt­virtur þing­maður vísar til hafi hækkað 1. jan­ú­ar,“ sagði hann.

Hann sagð­ist ekki vera að taka ákvörðun um þetta núna. „Nema þá að ég lagði til hérna fyrir þingið fyrir nokkru síðan að við myndum fresta hækk­un­inni sem á að koma til fram­kvæmda núna í sumar um sex mán­uði. Það er þá í annað skiptið sem sú til­laga kemur fram á einu ári að við frestum launa­hækk­unum til þing­manna sem hafa engar verið frá árinu 2016.“

Þing­menn og ráð­herrar eft­ir­bátar ann­arra þegar kemur að launa­hækk­unum

Bjarni vildi vekja athygli á því að á vef fjár­mála­ráðu­neyt­is­ins hefði verið birt yfir­lit yfir launa­þróun þing­manna, ráð­herra og æðstu emb­ætt­is­manna og hefði hún verið sett í sam­hengi við launa­hækk­anir ann­arra síð­ast­lið­inn rúma ára­tug.

„Það er alveg aug­ljóst af þeim sam­an­burði, sem er sá sam­an­burður sem var lagður til grund­vallar að sam­tali við vinnu­mark­að­inn á sínum tíma, að þing­menn og ráð­herrar eru eft­ir­bátar ann­arra þegar kemur að launa­hækk­unum und­an­farin ára­tug.

En það sem ég er orð­inn leiður á að ræða þetta mál hér í þing­sal. Að menn skuli ekki geta komið sér saman um það, yfir höf­uð, að finna eitt­hvað fyr­ir­komu­lag sem lætur þessa hluti ganga sinn vana­gang yfir árin,“ sagði Bjarn­i. 

Hann benti enn fremur að kjara­dómur hefði verið lagður nið­ur, sem og kjara­ráð og að það væri stutt síðan ákveðið hefði verið að festa við­mið í þessum efnum í lög. „En það er ekki einu sinni búið að fram­kvæma eina ein­ustu breyt­ingu á lög­unum síðan þetta var ákveðið áður en menn koma hingað í þing­sal og ætla að slá sig til ridd­ara með því að taka málin upp að nýju.“

Ætla þing­menn að vera í sama báti og almenn­ing­ur?

Halldóra Mogensen Mynd: Bára Huld BeckHall­dóra svar­aði Bjarna og sagði að hún vildi geta sagt að henni þætti leið­in­legt að hafa pirrað hæst­virtan fjár­mála­ráð­herra en að henni þætti „það bara ekk­ert leið­in­leg­t.“

„Mér finnst leið­in­legur þessi orð­heng­ils­hátt­ur, að ég noti ekki rétt orð og það á ein­hvern veg­inn að lag­færa það. Þetta snýr ekki að því hvaða orð maður not­ar. Það stendur vissu­lega í lögum að það eigi að vera launa­hækkun þing­manna og ráð­herra 1. jan­ú­ar. Ég veit vel að það hefur átt sér stað. Spurn­ing mín snýr hins vegar ekki að því,“ sagði hún og benti á að þetta væru ekki eðli­legir tím­ar.

Hún sagð­ist enn fremur vita að ráð­herra hefði ekki tekið ákvörðun um þessar launa­hækk­anir en að þau á Alþingi þyrftu samt sem áður að taka ákvörðun um það hvort þau ætl­uðu að vera í sama báti og almenn­ingur eða hvort þau ættu að fá launa­hækk­anir á meðan aðrir fengju skerð­ing­ar.

Svo hún spurði aft­ur: „Hver er afstaða hæst­virts fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra til þeirrar kröfu að þing­menn og ráð­herrar hækki ekki í launum á sama tíma og við stefnum bein­ustu leið í djúpa efna­hag­skreppu? Eigum við ekki að vera í sama báti með öllum almenn­ingi í land­in­u?“

Sann­gjörn spurn­ing

Bjarni kom aftur í pontu og sagði að hann vildi ein­ungis að það væri alveg á hreinu að hann tæki enga ákvörðun um þessi mál og hefði ekk­ert lagt til við þingið annað en það að fresta næstu launa­hækk­un. Hann end­ur­tók að það hefði verði þingið sem hefði tekið þá ákvörðun að hækka launin um síð­ustu ára­mót.

Hann seg­ist aftur á móti telja um sann­gjarna spurn­ingu að ræða hjá Hall­dóru. „Hvað finnst mér um það að æðstu emb­ætt­is­menn rík­is­ins tækju á sig launa­skerð­ingar núna við þessar aðstæður til þess að sýna gott for­dæmi og fylgja öðrum í sam­fé­lag­in­u?“ spurði hann og svar­aði um hæl að honum fynd­ist það vel koma til greina.

„En það nýjasta sem við höfum reyndar gert í þessum efnum er að semja núna síð­ast við hjúkr­un­ar­fræð­inga um launa­hækk­an­ir, þar áður við sjúkra­liða og þar áður við BHM og önnur opin­ber stétt­ar­fé­lög. Á almenna mark­aðnum hefur þessi spurn­ing verið borin upp og af stétt­ar­fé­lög­unum var því hafn­að. Þannig að það er engin slík hreyf­ing í gangi nema hvað snertir þá sem tapa stafi sínu og það er mjög alvar­legt mál og þau mál erum við að ræða hérna í fjöl­mörgum þing­málum í þing­sal. En mér finnst hins vegar vel koma til greina ef það tekst eitt­hvað alvöru sam­tal um það að fara í launa­fryst­ingar eða lækk­anir þá ættu hinir opin­beru emb­ætt­is­menn – þeir sem eru í æðstu stjórn rík­is­ins – að leiða þá breyt­ingu, þá þró­un,“ sagði ráð­herr­ann.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Það þarf að fremja jafnrétti strax
Kjarninn 1. mars 2021
Krjúpa skal úti í horni við burðarvegg eða undir borði, skýla höfði og halda sér í.
KRJÚPA – SKÝLA – HALDA – er orðaröð sem rétt er að leggja á minnið
Almannavarnir hvetja fólk til að kynna sér varnir og viðbúnað vegna jarðskjálfta vegna kröftugrar jarðskjálftahrinu sem nú stendur yfir á Reykjanesskaga.
Kjarninn 1. mars 2021
Bensíndropinn er dýr um þessar mundir.
Bensínverð ekki verið hærra frá því í nóvember 2019
Hlutur olíufélaganna í hverjum seldum bensínlítra hefur ekki verið minni frá því í janúar 2020. Viðmiðunarverð á bensíni hefur þrátt fyrir það ekki verið hærra í 15 mánuði og hefur hækkað um 14 prósent frá því í maí.
Kjarninn 28. febrúar 2021
Barokkbandið Brák safnar fyrir útgáfu plötu sem skilur eftir sig menningarleg verðmæti
Ný hljómplata Barokkbandsins Brákar nefnist Tvær hliðar/ Two Sides og verður tvöföld. Hljómsveitin safnar nú fyrir upptökum og útgáfu hennar á Karolina Fund og áætlar að platan komi út í lok árs 2021.
Kjarninn 28. febrúar 2021
Freyr Eyjólfsson
Hring eftir hring
Kjarninn 28. febrúar 2021
Halla Bergþóra Björnsdóttir.
Lögreglustjóri vill ekki tjá sig um símtöl Áslaugar Örnu til sín
Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir ástæðu þess að hún vilji ekki tjá sig um símtöl dómsmálaráðherra eftir að Ásmundarsalsmálið kom upp vera þá að málið sé komið til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Kjarninn 28. febrúar 2021
„Mér leið alveg ömurlega yfir að hafa smitast“
Víðir Reynisson hefur lært „ótrúlega margt“ um mannleg samskipti frá upphafi faraldursins og hefði viljað gera sumt öðruvísi, m.a. Facebook-færsluna sem hann skrifaði um aðdraganda þess að hann smitaðist sjálfur af COVID-19.
Kjarninn 28. febrúar 2021
Mynd tengd ráninu sem var framið í Dansk Værdihåndtering árið 2008.
Ákært fyrir áform
Fyrir nokkrum dögum hófust í Danmörku réttarhöld yfir fimm mönnum. Þótt réttarhöld séu daglegt brauð eru þessi óvenjuleg því afbrotið sem ákært er fyrir hefur ekki verið framið.
Kjarninn 28. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent