Ferðaþjónustan þarf að geta lagst í híði

Ef ferðaþjónustufyrirtæki fá ekki meiri aðstoð „erum við að taka ákvörðun um að fórna hér lífskjörum fólks inn í framtíðina,“ segir framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Gjaldþrotaeldurinn brenni upp fjárfestingar, þekkingu og reynslu.

Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Auglýsing

Ferða­þjón­ust­an, sem hefur staðið undir bættum lífs­kjörum á Ís­landi síð­asta ára­tug, þarf núna aðstoð svo að hún geti kom­ist út úr ­yf­ir­stand­andi hremm­ingum sem atvinnu­grein, „það er að segja að við höldum líf­i í þeirri atvinnu­grein sem við höfum byggt upp,“ sagði Jóhannes Þór Skúla­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka ferða­þjón­ust­unnar í Silfr­inu á RÚV í morg­un.

Ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tæki hafa mörg hver nýtt sér­ hluta­bóta­leið­ina svoköll­uðu, lækkað starfs­hlut­fall starfs­fólks­ins í stað þess að segja því upp. Um 20% þeirra sem fá hluta­bætur hjá Vinnu­mála­stofnun eru að vinna í ferða­þjón­ustu og um 20% til við­bótar eru að vinna hjá fyr­ir­tækjum sem tengj­ast ferða­þjón­ustu með ein­hverjum hætti.

En meira þarf að koma til að sögn Jóhann­es­ar.  „Fyr­ir­tækin eru þannig stödd að lausafé er af gríð­ar­lega skornum skammti. Þau munu þurfa að fá aðstoð við það að greiða ­uppagn­ar­frest. Það sem þau þurfa er ein­fald­lega að geta lagst í híði, lagst í d­vala, og [geta svo] kveikt upp í atvinnu­grein­inni aftur þegar ferða­menn fara að koma hingað á ný.“

Hann á ekki von á því að ferða­mennska taki við sér fyrr en að ári.

Auglýsing

Jóhannes segir verk­efn­ið, eins og hann vilji sjá það, risa­vax­ið, það velti á nokkrum tugum millj­arða. „En það sem við þurfum að horfa á þegar við nálg­umst svona verk­efni er ekki nákvæm­lega hvaða kostnað við erum að leggja í núna heldur hvaða sam­fé­lags­lega kostnað við erum að reyna að koma í veg fyrir á hinum end­an­um.“

Þegar heimskreppa skelli á gangi ekki að skoða „eitt­hvað mjatl“. Horfa verði til þess hvernig þjóðin vilji kom­ast út úr henni og hvern­ig þau lífs­kjör sem hér hafi skap­ast verði varð­veitt. „Það er mik­ils­vert ef það ­tekst að stytta þann tíma og fækka þeim fjölda sem þarf að vera á atvinnu­leys­is­bót­u­m um lengri tíma. Það þýðir það að við þurfum að hafa ferða­þjón­ust­una á lífi sem at­vinnu­grein, ekki bara fyr­ir­tæki á stangli. Þannig að hún geti kveikt á sér­ aft­ur, fengið fólkið aftur inn í vinnu og farið að búa til verð­mæt­i.“

Gjald­þrota­eld­ur­inn brennir upp fjár­fest­ingar

Málið snú­ist um hvort að það þurfi að byrja á „núlli“ eft­ir ­fjölda­gjald­þrot í grein­inni eða hvort við getum „byrjað frá ein­hverj­u­m ­stökk­palli þar sem okkur hefur tek­ist að varð­veita þau verð­mæti sem hafa ver­ið ­sköp­uð, þær fjár­fest­ingar sem lagt hefur verið í. Til þess að hafa tröppu til­ að stíga upp af. Vegna þess að ef of stór hluti þess­arar atvinnu­greinar fer ein­fald­lega í gjald­þrota­eld­inn, það brennir upp fjár­fest­ing­ar. Það tapast ­reynsla og þekk­ing hjá fólki sem hefur lagt í þetta líf og sál“.

Auglýsing

Hann segir að þó eignir á borð við hús og bíla fær­ist ann­að við gjald­þrot og tap­ist ekki í þeim skiln­ingi, þá geti tekið tíma að byggja ­starf­semi upp að nýju. „Að byrja frá núlli tekur mikli lengri tíma.“

Að byrja upp á nýtt geti tekið 5-7 ár en að kveikja á fyr­ir­tæki úr dvala kannski 1-3 ár. „Þetta skiptir öllu máli um þann sam­fé­lags­lega ­kostnað sem við sem þjóð­fé­lag erum að fara að leggja í.“

Ef þjón­usta verður ekki til staðar þegar ferða­menn fara aftur að koma þá fara þeir eitt­hvað ann­að, „að skoða norð­ur­ljós í Nor­egi eða Kana­da“.

Jóhannes segir við­ræður við stjórn­völd í gangi um leið­ir, „og ég ætla nú bara að vera bjart­sýnn áfram þrátt fyrir allt og hef trú á því að það muni finn­ast leiðir sem að eru nauð­syn­leg­ar. [...] Ef ekk­ert verður að gert erum við að taka ákvörðun um að fórna hér lífs­kjörum fólks inn í fram­tíð­ina.“

Seg­ist hann leggja mikla áherslu á að úrræði verði fund­in ­fyrir næstu mán­aða­mót. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Halldór Benjamín Þorbergsson og Sólveig Anna Jónsdóttir.
Segir óbilgirnis- og harðlínustefnu hafa verið innleidda eftir að Halldór Benjamín tók við SA
Formaður Eflingar segir atvinnurekendur hafa verið hrifna af baráttulatri verkalýðsforystu. Í Icelandair-málinu hafi ASÍ ekki bara leyst gerendur undan grófu ásettningsbroti heldur opnað á að fyrirtækið fengi umbun í formi fjárfestingar úr lífeyrissjóðum.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Sveinn Runólfsson og Andrés Arnalds
Hernaður Skógræktarinnar gegn náttúru Íslands
Kjarninn 18. ágúst 2022
Alls eru nú 665 börn sem verða 12 mánaða eða eldri þann 1. september á biðlista eftir plássi á leikskólum í Reykjavík.
Kynntu sex aðgerðir til að flýta innritun barna á leikskóla
Borgarráð Reykjavíkur samþykkti í dag aðgerðaáætlun í sex liðum, sem ætluð er til þess að flýta innritun barna á leikskóla. Foreldrar ungra barna hafa sett mikinn þrýsting á borgarfulltrúa sökum þess að útgefnar áætlanir hafa ekki staðist.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Heiðrún Lind Marteinsdóttir er framkvæmdstjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, og fékk fyrir það um 3,9 milljónir króna á mánuði í fyrra.
Best launuðu hagsmunaverðirnir með hátt í fjórar milljónir króna á mánuði í fyrra
Framkvæmdastjóri hagsmunasamtaka sjávarútvegsfyrirtækja trónir á toppnum yfir þá hagsmunaverði sem voru með hæstu launin í fyrra. Laun stjórnenda hagsmunasamtaka eru miklu hærri en laun þeirra sem fara fyrir verkalýðsforystunni.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Rigningarvatn flæðir niður stiga á neðanjarðarlestarstöð í París í gær.
Himnarnir opnuðust – Mánaðarúrkoma féll á rúmum klukkutíma
Frakkar hafa líkt og fleiri íbúar á meginlandi Evrópu glímt við fordæmalausa hita og þurrka síðustu vikur og mánuði. Nú hefur orðið stórkostleg breyting þar á.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Davíð Oddsson er annar ritstjóra Morgunblaðsins og hefur verið það frá haustinu 2009.
Davíð Oddsson með 5,6 milljónir króna á mánuði – Í sérflokki á meðal fjölmiðlamanna
Alls voru tólf starfsmenn RÚV með yfir milljón á mánuði í fyrra og þann þrettánda vantaði einungis tvö þúsund krónur á mánuði til að slást í hópinn. Ritstjóri Viljans var með tæplega 4,5 milljónir króna á mánuði.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Kostnaður vegna aksturs þingmanna eykst um fjórar milljónir milli ára
Vilhjálmur Árnason er sá þingmaður sem taldi fram mesta aksturkostnað á fyrri hluta ársins. Hann sker sig einnig úr þar sem hann notar nánast einvörðungu eigin bíl á meðan að aðrir þingmenn nýta bílaleigubíla að uppistöðu.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir
Með Salek á sjálfstýringu: Kreppa íslensku verkalýðshreyfingarinnar II
Kjarninn 18. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent