Tugum sagt upp hjá Eimskip

Í dag verður stöðugildum hjá Eimskip fækkað um 73. Beinar uppsagnir í heildina eru 54 talsins, þar af 39 á Íslandi. Aðgerðirnar ná til flestra starfshópa fyrirtækisins, þar með talið stjórnenda.

Eimskip
Auglýsing

Hag­ræð­ing­ar­að­gerðir verða gerðar hjá Eim­skip í dag sem fela ­meðal ann­ars í sér að stöðu­gildum hjá félag­inu á alþjóða­vísu fækkar um 73, þar af eru 47 á Íslandi. Beinar upp­sagnir í heild­ina eru 54 tals­ins, þar af 39 á Ís­landi. Aðgerð­irnar ná til flestra starfs­hópa fyr­ir­tæk­is­ins, þar með talið ­stjórn­enda.

Í til­kynn­ingu félags­ins til Kaup­hall­ar­innar segir að á und­an­förn­um fimmtán mán­uðum hafi félagið verið á „þeirri veg­ferð að ein­falda og ­straum­línu­laga ­rekstur félags­ins með marg­vís­legum aðgerðum og teng­ist hlut­i þeirra aðgerða sem gripið er til í dag þeirri veg­ferð. Að auki hefur óvissan varð­andi þróun mála í íslenska hag­kerf­inu og á erlendum mörk­uðum félags­ins ­vegna COVID-19 áhrif á umfang þess­ara aðgerða“.

Sú breyt­ing verður á fram­kvæmda­stjórn félags­ins að Edda Rut ­Björns­dótt­ir, sem verið hefur mark­aðs- og sam­skipta­stjóri Eim­skips í rúmt ár, mun taka við sam­þættu sviði mannauðs-, mark­aðs- og sam­skipta­mála. Edda sem er ­mennt­aður við­skipta­fræð­ingur hefur yfir 20 ára fjöl­breytta reynslu úr at­vinnu­líf­inu, þar af starf­aði hún í 12 ár hjá Íslands­banka. Við þessa breyt­ingu mun Elín Hjálms­dótt­ir, sem verið hefur fram­kvæmda­stjóri Mannauðs­sviðs, láta af störf­um.

Auglýsing

Þá er gerð sú breyt­ing að inn­flutn­ings­deild á Íslandi verð­ur­ ­skipt upp með þeim hætti að sér­stök áhersla verður ann­ars vegar á stærri ­fyr­ir­tæki og hins vegar á lítil og með­al­stór fyr­ir­tæki og ein­stak­linga. Með­ þessu er skerpt á þjón­ustu í inn­flutn­ingi við þessa mis­mun­and­i við­skipta­vina­hópa sem gerir félagið betur í stakk búið til að veita þeim góða ­þjón­ustu og heild­ar­lausn­ir.

Nauð­syn­legar aðgerðir með til­liti til afkomu fyr­ir­tæk­is­ins

„Sú veg­ferð hag­ræð­ingar og sam­þætt­ingar sem félagið hef­ur verið á hefur ekki verið auð­veld og þá sér­stak­lega er varðar fækk­un ­starfs­fólks,“ er haft eftir Vil­helm Má Þor­steins­syni for­stjóra í til­kynn­ing­unni. „Hún hefur hins vegar verið nauð­syn­leg þegar litið er til­ af­komu félags­ins síð­ustu miss­eri og þá veldur COVID-19 mik­illi óvissu sem ekki er hægt að líta fram­hjá. Með þessum aðgerðum styrkjum við fjár­hags­legar stoð­ir ­fé­lags­ins sem og rekst­ur­inn til fram­tíð­ar. Þá má ekki gleyma að félagið hef­ur fjár­fest tölu­vert í sjálf­virkni­væð­ingu og umbótum á ferlum og vinnu­lagi sem styð­ur­ við þessar aðgerð­ir.  Við sjáum ekki ­fyrir okkur frek­ari aðgerðir af þess­ari stærð­argráðu í nán­ustu fram­tíð. 

Á sama tíma og við ráðumst í þessar sárs­auka­fullu aðgerð­ir hef ég óskað eftir því við stjórn félags­ins að lækka laun mín um 10% og þannig sýna í verki að þessar hag­ræð­ing­ar­að­gerðir nái til allra laga í fyr­ir­tæk­in­u. 

Þrátt fyrir for­dæma­lausar aðstæður er heild­ar­flutn­inga­keðj­an hjá Eim­skip að virka, skipin okkar eru að sigla, flutn­inga­bíl­arnir að keyra og við­komu­hafnir okkar eru opn­ar. Við erum mjög með­vituð um hlut­verk Eim­skips sem ­mik­il­vægs inn­viða­fyr­ir­tækis í flutn­inga­þjón­ustu á vörum til og frá land­inu og í dreif­ingu inn­an­lands og við munum halda uppi okkar góða þjón­ustu­stigi áfram.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fasteignamat íbúðarhúsnæðis lækkar víða miðsvæðis í Reykjavík
Fasteignamat Þjóðskrár á íbúðarhúsnæði lækkar víða miðsvæðis í Reykjavík frá yfirstandandi ári. Mikill munur er á þróun fasteignamatsins á milli hverfa höfuðborgarsvæðisins. Hæsta fermetraverðið á landinu er í Vesturbæ Reykjavíkur og Skerjafirði.
Kjarninn 2. júní 2020
Frá og með 15. júní býðst komufarþegum að fara í sýnatöku í stað sóttkvíar.
Efnahagsleg áhrif af opnun landsins „hjúpuð óvissu“
Efnahagslegar afleiðingar af því að halda landinu áfram lokuðu yrðu „gríðarlegar“. Alls óvíst er hvenær hægt yrði að aflétta ferðatakmörkunum án áhættu á að veiran berist hingað á ný. Boðið verður upp á sýnatöku við landamæri Íslands frá miðjum júní.
Kjarninn 2. júní 2020
Lýður og Ágúst Guðmundssynir.
Athugasemdir frá Lýð og Ágústi Guðmundssonum
Kjarninn 2. júní 2020
Ásmundur Einar Daðason er með húsnæðismálin á sinni könnu sem félagsmálaráðherra.
Áætlað að 4.000 manns búi í atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu
Samkvæmt nýlegu mati er áætlað að um 4.000 manns búi nú í atvinnu- og iðnaðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segist ætla að leggja fram frumvarp sitt um hlutdeildarlán á yfirstandandi þingi.
Kjarninn 2. júní 2020
Guðmundur Guðmundsson
Hlutverk vetnis í orku- og loftslagsmálum framtíðarinnar
Kjarninn 2. júní 2020
Með öllu óvíst er hversu hratt ferðaþjónustan mun geta tekið við sér eftir þetta áfall og stutt við efnahagsbatann.
Vísbendingar um að botninum sé náð
Heimili á Íslandi hafa sótt um að taka 13 milljarða króna út úr séreignarsparnaði og um 6.000 heimili hafa fengið greiðslufrest af lánum. Þá hafa vaxtalækkanir skilað sér í lægri afborgunum af lánum, ekki síst til heimila.
Kjarninn 2. júní 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Sóttvarnalæknir: Áhættan virðist ekki vera mikil
PCR-mæling hjá einkennalausum einstaklingum er ekki óyggjandi próf til að greina SARS-CoV-2 veiruna, segir sóttvarnalæknir. 0-4 dögum eftir smit geti niðurstaða úr sýnatöku verið neikvæð hjá þeim sem er smitaður.
Kjarninn 2. júní 2020
Komufarþegum býðst að fara í sýnatöku frá og með 15. júní.
Staðfest: Komufarþegum mun standa sýnataka til boða
Bráðabirgðamat bendir til þess að kostnaður við sýnatöku á Keflavíkurflugvelli fyrstu tvær vikurnar frá rýmkun reglna um komu ferðamanna til landsins yrði um 160 milljónir króna ef 500 manns koma til landsins.
Kjarninn 2. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent